Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 13 ÍSLENDINGAR virðast hóflega bjartsýnir á möguleika landsliðsins á að komast í úrslit Evrópukeppninn- ar í knattspyrnu sem fram fer í Portúgal árið 2004, að því er fram kemur í nýlegri könnun Pricewater- houseCoopers. Rétt liðlega fimmtungur svarenda taldi möguleikana vera mjög mikla eða frekar mikla en 52% telja þá hins vegar vera mjög litla eða frekar litla. Konur virðast vera heldur bjart- sýnni en karlarnir: fjórðungur kvenna telur möguleika mikla eða frekar mikla en aðeins rúm 16% karla. 20% telja möguleikana góða TÓLF gefa kost á sér í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Bessastaðahreppi sem fram fer nk. laugardag. Þar af eru þrír núverandi sveitarstjórnarmenn, þeir Guðmundur G. Gunnarsson, odd- viti hreppsnefndar, Snorri Finnlaugs- son og Þórólfur Árnason. Jón G. Gunnlaugsson, sem verið hefur í hreppsnefnd þrjú síðustu kjörtímabil, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur. Sjálfstæðisfélag Bessastaða- hrepps hefur nú meirihluta í hrepps- nefnd, þ.e. fjóra fulltrúa af sjö. Aðrir frambjóðendur í prófkjörinu eru: Erla Guðjónsdóttir skólafulltrúi, Sigurdís Ólafsdóttir háskólanemi, Sigríður Rósa Magnúsdóttir við- skiptafræðingur, Gissur Pálsson verkfræðingur, Hervör Poulsen skrif- stofumaður, Doron Eliasen deildar- stjóri, Halla Jónsdóttir líffræðingur, Hildur Ragnars lyfjafræðingur og Bragi Jónsson verkstjóri. Kjörstaður opnaður kl. 10 Í frétt frá Sjálfstæðisfélagi Bessa- staðahrepps kemur fram að prófkjör- ið fari fram nk. laugardag og er kjör- staður í íþróttamiðstöð Bessastaða- hrepps. Kjörstaður verður opinn frá kl. 10 til 18. Prófkjörið er opið öllum stuðningsmönnum sjálfstæðisfélags- ins sem eiga kosningarétt á kjördegi, 25. maí nk., og öllum félögum í Sjálf- stæðisfélagi Bessastaðahrepps sem náð hafa 16 ára aldri. Sjálfstæðismenn í Bessastaðahreppi Tólf gefa kost á sér Í KÓREU er ekki not- að skordýraeitur né önnur eiturefni við framleiðslu á rauðu ginsengi. Korea Gin- seng Corp., sem er ríkisfyrirtæki, og framleiðir og selur rautt eðalginseng, fylgist grannt með framleiðslu hvers bónda eða framleið- anda þar í landi til þess að tryggja gæði ginsengsins. Þetta kom fram í vitnisburði dr. Si- Kwan Kim fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag en Korea Ginseng Corp. höfð- aði mál á hendur Heilsuverslun Ís- lands vegna fullyrðinga sem fram komu í auglýsingu á vegum Heilsuverslunarinnar í fyrra þess efnis að við ræktun ginseng- jurtarinnar í Kóreu sé jarðvegur oft bættur með kemískum efnum. Eðalvörur eru umboðsaðili fyrir- tækisins hér og á hinum Norð- urlöndunum og var von á fulltrúum fyr- irtækis, sem kaupir ginseng af Eðalvör- um, í fylgd danskra blaðamanna. Stefnandi, Korea Ginseng Corp., fer fram á að fullyrð- ingar í auglýsingu Heilsuverslunarinnar verði dæmdar dauðar og ómerkar enda hafi þær valdið fyrirtæk- inu fjárhagslegu tjóni. Dr. Si-Kwan Kim er prófessor við Konk- uk-háskólann í Seúl og virtur sérfræð- ingur á sviði nátt- úrulegra efna sem notuð eru við lyfjagerð og til lækninga. Kóresk stjórnvöld standa straum af kostn- aði vegna komu dr. Kim hingað til lands. Dr. Kim bar fyrir réttinum að notkun skordýraeiturs væri bönn- uð við ræktun ginsengjurtarinnar svo og notkun tilbúins áburðar. Spurður hvort hugsast gæti að framleiðendur gætu hreinsað burt eiturefni á framleiðslustiginu hefðu þau verið notuð við rækt- unina sagði Kim að það væri fræðilegur möguleiki en slíkt svaraði alls ekki kostnaði og væri ekki stundað í Kóreu. Hann lagði áherslu á að framleiðsla á ginseng í Kóreu væri árþúsunda gömul og hluti af menningu og sögu Kóreu og orðspor ginsengsins skipti stjórnvöld þar miklu máli og m.a. þess vegna kæmi ríkið að fram- leiðslunni, til þess að tryggja gæði og hreinleika vörunnar. Í samtali við Morgunblaðið sagði dr. Kim að í efnahagslegu tilliti skipti útflutningur á gin- sengi Kóreu nær engu máli. Hins vegar vildu stjórnvöld stjórna og hafa eftirlit með framleiðslunni vegna þess að ginseng væri í raun hluti af þjóðarímynd Kóreu. „Öld- um saman höfum við verið stolt af framleiðslu okkar á ginsengi og það er í okkar eigin þágu að fram- leiða hreina og góða vöru. Við vilj- um fyrir enga muni stofna því orði sem af ginseng fer í hættu.“ Sérfræðingur og prófessor við háskólann í Seúl Ginseng hluti af ímynd Kóreu Dr. Kim: „Notkun eiturefna við fram- leiðslu á ginseng er bönnuð í Kóreu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.