Morgunblaðið - 21.02.2002, Side 13

Morgunblaðið - 21.02.2002, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 13 ÍSLENDINGAR virðast hóflega bjartsýnir á möguleika landsliðsins á að komast í úrslit Evrópukeppninn- ar í knattspyrnu sem fram fer í Portúgal árið 2004, að því er fram kemur í nýlegri könnun Pricewater- houseCoopers. Rétt liðlega fimmtungur svarenda taldi möguleikana vera mjög mikla eða frekar mikla en 52% telja þá hins vegar vera mjög litla eða frekar litla. Konur virðast vera heldur bjart- sýnni en karlarnir: fjórðungur kvenna telur möguleika mikla eða frekar mikla en aðeins rúm 16% karla. 20% telja möguleikana góða TÓLF gefa kost á sér í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Bessastaðahreppi sem fram fer nk. laugardag. Þar af eru þrír núverandi sveitarstjórnarmenn, þeir Guðmundur G. Gunnarsson, odd- viti hreppsnefndar, Snorri Finnlaugs- son og Þórólfur Árnason. Jón G. Gunnlaugsson, sem verið hefur í hreppsnefnd þrjú síðustu kjörtímabil, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur. Sjálfstæðisfélag Bessastaða- hrepps hefur nú meirihluta í hrepps- nefnd, þ.e. fjóra fulltrúa af sjö. Aðrir frambjóðendur í prófkjörinu eru: Erla Guðjónsdóttir skólafulltrúi, Sigurdís Ólafsdóttir háskólanemi, Sigríður Rósa Magnúsdóttir við- skiptafræðingur, Gissur Pálsson verkfræðingur, Hervör Poulsen skrif- stofumaður, Doron Eliasen deildar- stjóri, Halla Jónsdóttir líffræðingur, Hildur Ragnars lyfjafræðingur og Bragi Jónsson verkstjóri. Kjörstaður opnaður kl. 10 Í frétt frá Sjálfstæðisfélagi Bessa- staðahrepps kemur fram að prófkjör- ið fari fram nk. laugardag og er kjör- staður í íþróttamiðstöð Bessastaða- hrepps. Kjörstaður verður opinn frá kl. 10 til 18. Prófkjörið er opið öllum stuðningsmönnum sjálfstæðisfélags- ins sem eiga kosningarétt á kjördegi, 25. maí nk., og öllum félögum í Sjálf- stæðisfélagi Bessastaðahrepps sem náð hafa 16 ára aldri. Sjálfstæðismenn í Bessastaðahreppi Tólf gefa kost á sér Í KÓREU er ekki not- að skordýraeitur né önnur eiturefni við framleiðslu á rauðu ginsengi. Korea Gin- seng Corp., sem er ríkisfyrirtæki, og framleiðir og selur rautt eðalginseng, fylgist grannt með framleiðslu hvers bónda eða framleið- anda þar í landi til þess að tryggja gæði ginsengsins. Þetta kom fram í vitnisburði dr. Si- Kwan Kim fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag en Korea Ginseng Corp. höfð- aði mál á hendur Heilsuverslun Ís- lands vegna fullyrðinga sem fram komu í auglýsingu á vegum Heilsuverslunarinnar í fyrra þess efnis að við ræktun ginseng- jurtarinnar í Kóreu sé jarðvegur oft bættur með kemískum efnum. Eðalvörur eru umboðsaðili fyrir- tækisins hér og á hinum Norð- urlöndunum og var von á fulltrúum fyr- irtækis, sem kaupir ginseng af Eðalvör- um, í fylgd danskra blaðamanna. Stefnandi, Korea Ginseng Corp., fer fram á að fullyrð- ingar í auglýsingu Heilsuverslunarinnar verði dæmdar dauðar og ómerkar enda hafi þær valdið fyrirtæk- inu fjárhagslegu tjóni. Dr. Si-Kwan Kim er prófessor við Konk- uk-háskólann í Seúl og virtur sérfræð- ingur á sviði nátt- úrulegra efna sem notuð eru við lyfjagerð og til lækninga. Kóresk stjórnvöld standa straum af kostn- aði vegna komu dr. Kim hingað til lands. Dr. Kim bar fyrir réttinum að notkun skordýraeiturs væri bönn- uð við ræktun ginsengjurtarinnar svo og notkun tilbúins áburðar. Spurður hvort hugsast gæti að framleiðendur gætu hreinsað burt eiturefni á framleiðslustiginu hefðu þau verið notuð við rækt- unina sagði Kim að það væri fræðilegur möguleiki en slíkt svaraði alls ekki kostnaði og væri ekki stundað í Kóreu. Hann lagði áherslu á að framleiðsla á ginseng í Kóreu væri árþúsunda gömul og hluti af menningu og sögu Kóreu og orðspor ginsengsins skipti stjórnvöld þar miklu máli og m.a. þess vegna kæmi ríkið að fram- leiðslunni, til þess að tryggja gæði og hreinleika vörunnar. Í samtali við Morgunblaðið sagði dr. Kim að í efnahagslegu tilliti skipti útflutningur á gin- sengi Kóreu nær engu máli. Hins vegar vildu stjórnvöld stjórna og hafa eftirlit með framleiðslunni vegna þess að ginseng væri í raun hluti af þjóðarímynd Kóreu. „Öld- um saman höfum við verið stolt af framleiðslu okkar á ginsengi og það er í okkar eigin þágu að fram- leiða hreina og góða vöru. Við vilj- um fyrir enga muni stofna því orði sem af ginseng fer í hættu.“ Sérfræðingur og prófessor við háskólann í Seúl Ginseng hluti af ímynd Kóreu Dr. Kim: „Notkun eiturefna við fram- leiðslu á ginseng er bönnuð í Kóreu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.