Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HANDTAKA Mogens Amdi Pet- ersen í Los Angeles í sl. viku hef- ur vakið mikla athygli í heima- landinu en Petersen, sem oftast er nefndur Amdi, tókst að halda dvalarstað sínum leyndum í meira en tvo áratugi en þá fann danska dagblaðið Jyllandsposten hann í Flórída. Hann varð á sínum tíma þjóðþekktur í Danmörku fyrir að stofna Tvind-skólana (Den Rejs- ende Højskole) 1974 þar sem hampað er hugsjónum sósíalisma, umhverfisverndar og alþjóða- hyggju. Amdi gerði stofnun sína að alþjóðlegu risafyrirtæki, með- alannars var skipulögð í Bretlandi mikil fjársöfnun á vegum samtak- anna fyrir nauðstadda í þriðja heiminum. Dönsk yfirvöld saka hann um margvíslegt bókhalds- svindl og fjárglæfra, meðal ann- ars skattsvik og nema kröfurnar 75 milljónum danskra króna, um 900 milljónum ísl. króna. Jyllandsposten komst að því í fyrra að Amdi byggi í gríðarstórri munaðaríbúð á Fisher-eyju, skammt frá Miami í Flórída, ásamt lagskonu sinni, Kirsten Larsen. Hann var handtekinn á laugardag er hann var á heimleið frá húsi sínu í Zimbabwe í Afríku og ætlaði til bústaðar sem hann á í Baja Kalifornia í vesturhluta Mexíkó. Amdi er sagður hafa haft til ráðstöfunar einka-golfvelli, fjölda glæsibíla og hafa notið hjálpar og þjónustu mörg þúsund tryggra liðsmanna Tvind í fjöl- mörgum löndum. Milljarðavelta og skattsvik Ársvelta fyrirtækja og stofnana Tvind er talin nema milljörðum danskra króna en illa hefur geng- ið að fá botn í tengslin milli ein- inganna og bókhaldið. Auk Amdis eru sex aðrir ráðamenn sam- steypunnar sakaðir um svik. Aðalverjandi Amdis vestra verður Robert Shapiro sem heimsfrægur varð fyrir þátt sinn í að verja fótboltahetjuna O. J. Simpson í umtöluðu morðmáli fyrir nokkrum árum. Virðist nú sem hinn danski verjandi Amdis, Jørgen Quade Andersen, sé kom- inn í aukahlutverk. Amdi og Tvind-samtökin eru ekki óvön málaferlum og unnu meðal annars fyrir nokkrum árum mál gegn danska ríkinu er tengdist opin- berum styrkjum við skólana en á þeim byggðist í upphafi allur reksturinn. Oft hafa sannanir um afbrot stofnunarinnar þótt svo af- gerandi að flestir hafa spáð hruni en heimildarmenn segja að Tvind sé eins og kötturinn, eigi sér níu líf. Hinn holdgranni Amdi, sem er 63 ára gamall, er tæpir tveir metrar að hæð og var frjálslega klæddur er hann kom fyrir dóm- arann, í gallabuxum og bindislaus. Hann er ótvíræður andlegur leið- togi Tvind-samtakanna og þykir hafa einstaka fortöluhæfileika auk þess að vera svo slóttugur að aldrei hefur tekist að hafa hendur í hári hans þar til nú. Hann hefur um áratuga skeið haldið sig fjarri öllu sviðsljósi og lengi var nýjasta ljósmyndin af honum frá 1979. Var hann þá enn síðhærður í anda hippatímans en Amdi stofn- aði á sjöunda áratugnum þekkta kommúnu fólks með svipaðar lífs- skoðanir og andúð á borgaralegu samfélagi. Nú er hárið orðið hvítt og leiðtoginn með skalla en hann virðist vera við góða heilsu. Fórnfúsir kennarar Tvind Vinnudagur kennara við Tvind- skóla er oft langur og þeir láta 15% launa sinna renna í sameig- inlegan sjóð sem æðstu valda- menn ráðstafa síðan. Amdi útskýrði eitt sinn mót- sagnakennda lífsspeki sína með því að Tvind nýtti sér grundvall- arreglur kapítalismans til að græða peninga og verði hagnaðin- um til að hjálpa fátækum. Tvind- skólarnir fengu opinbera styrki í Danmörku þar til í fyrra en þá skýrðu talsmenn samtakanna frá því að ætlunin væri að hætta allri starfsemi í landinu innan þriggja ára. Danir fengu alþjóðalögregluna Interpol til að setja Amdi á skrá yfir menn sem grunaðir eru um afbrot og vegna aukinna örygg- isráðstafana á flugvellinum eftir hryðjuverkin í september var Amdi stöðvaður í Los Angeles og alríkislögreglunni FBI gert við- vart. Var hann síðan fluttur í fangelsi í borginni. Amdi notaði vegabréf með eigin nafni á ferðalögum. Er Robert Shapiro ræddi væntanleg mála- ferli í gær við fréttamenn ruglaði hann nokkrum sinnum saman Danmörku og Hollandi en hann var sigurviss og fullyrti að skjól- stæðingur sinn, góðviljaður og fórnfús herramaður sem aldrei hefði verið dæmdur fyrir nein lagabrot, hefði ekki verið í felum eins og ljóst væri af aðstæðum við handtökuna. Sagði hann að farið yrði fram á að Amdi yrði látinn laus gegn tryggingu. Þótt hún yrði há myndi skjólstæðingur sinn ráða við að borga hana þar sem honum hefði áskotnast arfur í Bandaríkjunum. Shapiro hyggst verja Amdi Petersen Tvind-skólarnir eru nefndir öðru nafni Den Rejsende Højskole. Einn af mörgum skólum Tvind er í Fakse á Sjálandi. Leiðtogi Tvind- samtakanna var handtekinn í Los Angeles og Danir krefjast framsals vegna meintra fjárglæfra UFFE Ellemann-Jensen var rekinn sem stjórnarformaður Royal Green- land, flaggskipsins í grænlensku at- vinnulífi, á aðalfundi þess í Nuuk í fyrradag. Svo var einnig með hina dönsku stjórnarmennina tvo, Knud Heinesen og Nils Wil- hjelm. Eru þeir allir þrír fyrrverandi ráð- herrar í Danmörku. Fyrirtækið tapaði 3,36 milljörðum ísl. kr. á síðasta ári og hefur það kynt enn undir mikilli óánægju á Grænlandi með væg- ast sagt höfðinglega starfslokasamninga við fyrrverandi stjórn- endur þess. Það olli mikilli reiði meðal grænlensks al- mennings fyrir nokkr- um vikum þegar í ljós kom, að tveir fyrrver- andi stjórnendur Roy- al Greenland, sem er stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki í landinu og í eigu heimastjórnarinnar, höfðu verið leystir úr garði á síðasta ári með rausnarlegum gjöfum þótt þá væri vitað, að bullandi tap væri á fyrir- tækinu. Var skilnaðargjöfin til fram- kvæmdastjórans, Ole Ramlau-Han- sens, um 130 millj. ísl. kr. og til aðstoðarforstjórans, Lars Emil Jo- hansens, tæplega 60 millj. kr. Var fjallað um þetta í dönsku blöðunum í gær, meðal annars í Jyllands-Post- en. Uffe Ellemann ber af sér sakir Hefur umræðan um þetta mál snúist upp í mikla gagnrýni á Uffe Ellemann og er honum legið á hálsi fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir þessa samninga. Bent er á, að hann hafi setið í stjórninni frá 1993, verið kjörinn varaformaður hennar 1995 og formaður 1999. Hann hafi því átt að vita allt um samningana. Uffe Ellemann segir, að búið hafi verið að semja við Ole Ramlau-Han- sen áður en hann settist í stjórnina og því hafi ekki verið hægt að breyta. Hann telur hins vegar ekki óeðlilegt, að vel hafi verið gert við framkvæmdastjórann fyrrverandi þar sem hann hafi verið yfirmaður fyrirtækisins í mörg ár og átt mik- inn þátt í uppbyggingu þess. Uffe Ellemann er hins vegar ekki sáttur við greiðslurnar til Lars Emil Jo- hansens. „Hann gekk frá sínum óvanalega starfslokasamningi við Ole Ramlau-Hansen, sem hafði ekki fyrir því að skýra stjórninni frá honum. Það er gagn- rýnisvert,“ segir Uffe Ellemann. Pólitísk sambönd? Haft er eftir heimild- um, að Lars Emil Jo- hansen, sem er fyrrver- andi formaður græn- lensku heimastjórn- arinnar, hafi notfært sér sín pólitísku sam- bönd til að tryggja sér feita stöðu hjá Royal Greenland og góðan starfslokasamning. Johansen segir aftur á móti, að þeir Uffe Ellemann, Ole Ramlau-Hansen og Ove Rosing, þáverandi stjórnar- formaður, hafi hvatt sig til að koma til starfa hjá fyrirtækinu. Hann við- urkennir, að hann hafi samið um starfslokin við Ole Ramlau-Hansen en segist ekkert í því skilja, að samningurinn skuli ekki hafa verið kynntur stjórninni. Tap á tap ofan Royal Greenland hefur að undan- förnu lokað ýmsum fiskvinnsluhús- um enda voru mörg þeirra ekki rek- in nema með 25% afköstum. Þar að auki hefur komið í ljós, að „ýmis starfsemi á vegum fyrirtækisins fyr- irfannst ekki þegar betur var að gáð“. Þessi rekstur, sem enginn var, kostaði fyrirtækið hátt í 1,6 millj- arða ísl. kr. á síðasta ári. Tap á ýmissi starfsemi erlendis var rúm- lega 700 millj. kr. og allt hefur geng- ið á afturfótunum með nýtt tölvu- kerfi fyrirtækisins, sem er ekki enn komið í gagnið. Vegna þess voru af- skrifaðar tæplega 660 millj. kr. Út- gjöld á síðasta ári vegna aðkeyptrar vinnu ráðgjafa og lögfræðinga og vegna starfslokasamninga var 470 millj. ísl. kr. og aðeins vaxtagjöld vegna mikilla skulda fyrirtækisins voru rúmlega 1,4 milljarðar króna. Ellemann rek- inn frá Royal Greenland Mikið tap en rausnarlegir starfsloka- samningar valda ólgu á Grænlandi Uffe Ellemann- Jensen FORSETI Bólivíu, Jorge Quiroga, lýsti yfir neyðarástandi í borginni La Paz í gær vegna mikilla flóða í kjölfar þrumuveðurs. Að minnsta kosti 48 manns höfðu látið lífið í gær- kvöldi af völdum náttúruhamfaranna. Víða var rafmagnslaust og samgöngur lágu niðri í borginni vegna flóðanna. Tuga manna var saknað og aðstandendur þeirra biðu áhyggjufullir eftir fréttum af afdrifum þeirra. Óveðrið stóð í fjórar klukkustundir, en því fylgdi haglél og úrhelli. Í kjölfarið urðu mikl- ir vatnavextir í ánni Choqueyapu í borginni. Að sögn yfirvalda er þetta mesta slagveður í 500 ára sögu borgarinnar. La Paz er í And- esfjöllum og í um 3.500 m hæð. Slökkviliðsmenn eru hér að störfum í rúst- um húss sem eyðilagðist í óveðrinu.AP Tugir manna far- ast í óveðri í La Paz La Paz. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.