Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NEMENDUR í grunnskólum á Ís- landi voru 44.121 í október 2001 og hafa ekki áður verið fleiri nem- endur í skyldunámi á Íslandi. Um- talsverð fjölgun er einnig á starfs- fólki við kennslu frá árinu 2000. Konur eru tæp 76% starfsfólks við kennslu en aðeins 39% skólastjóra eru konur. Þetta kemur m.a. fram í samantekt Hagstofu Íslands á nem- endum og starfsfólki í grunn- skólum á landinu. Upplýsingum var safnað í októbermánuði 2001. Grunnskólanemum hefur fjölgað um 477 frá haustinu 2000 og um 1.700 frá árinu 1998. Skýringin er m.a. sú að stærri árgangar eru nú að hefja grunnskólanám en eru að ljúka grunnskóla. Einnig hafa fleiri flust til landsins en frá því und- anfarin ár og börnum á grunn- skólaaldri í landinu því fjölgað vegna þessa. 79,8% starfsfólks við kennslu eru með kennsluréttindi Starfsmönnum við kennslu í grunnskólum á Íslandi hefur fjölg- að jafnhliða fjölgun nemenda. Þeir voru tæplega 4.500 í október 2001 og hefur því fjölgað um 262, eða um 6,2%, frá árinu áður. Kenn- urum með kennsluréttindi hefur fjölgað um 167, eða 4,8%, frá fyrra ári. Kennurum án kennsluréttinda hefur fjölgað hlutfallslega meira, eða um 11,7%, alls um 95 manns. Alls eru 3.586 kennarar með kennsluréttindi starfandi í grunn- skólum landsins. Þeir eru 79,8% alls starfsfólks við kennslu en voru 80,8% haustið 2000. Kennurum með kennsluréttindi hefur fjölgað á öllum landsvæðum nema á Vest- fjörðum, þar sem fækkaði um einn. Hlutfallsleg fjölgun er mest á Suð- urnesjum, eða um 7,1% og á höf- uðborgarsvæðinu utan Reykjavík- ur hefur þeim fjölgað um 6,7%. Kennurum án kennsluréttinda hef- ur einnig fjölgað á öllum land- svæðum nema á Norðurlandi vestra, þar sem þeim fækkaði um þrjá. Enn er hlutfall kennara sem hafa kennsluréttindi hærra á höf- uðborgarsvæðinu en á landsbyggð- inni. Alls hafa tæplega 90% kenn- ara á höfuðborgarsvæðinu kennsluréttindi en færri en 80% kennara á öðrum landsvæðum að Suðurlandi undanskildu, þar sem tæp 83% kennara hafa kennslurétt- indi. Konur eru tæp 76% starfsfólks við kennslu og hefur hlutfallið hækkað lítillega undanfarin ár. Haustið 1998 voru konur 74% starfsfólks við kennslu. Haustið 2001 voru konur 78% kennara, 63% aðstoðarskólastjóra og 39% skóla- stjóra. Alls starfa 193 grunnskólar á þessu skólaári og hefur fjölgað um þrjá frá árinu áður. Fjölmennasti skólinn samkvæmt samantekt Hag- stofunnar er Varmárskóli í Mos- fellsbæ með 862 nemendur. Fjöl- mennasti skólinn í Reykjavík er Rimaskóli með 801 nemanda. Alls eru 92% grunnskóla einsetn- ir eða 178 grunnskólar. Sk eru einsetnir að hluta eru en þá geta a.m.k. 75% bekk ardeilda byrjað skóladagin sama tíma. Tveir skólar er setnir, báðir í Reykjavík. E um skólum hefur fjölgað u tvísetnum skólum fækkað frá haustinu 2000. Nemendum í grunnskólu uðborgarsvæðinu utan Rey ur hefur fjölgað mest frá fy eða um 2,2%, sem er þó mi un en undanfarin ár. Neme fjölgaði einnig í Reykjavík urnesjum, Vesturlandi og landi eystra. Nemendum fæ hins vegar mest á Vestfjör um 5,1%, en innan við 1% í landshlutum. Tæplega 16% (15,8%) sta við kennslu haustið 2000 st ekki kennslustörf á grunns stigi haustið 2001. Brottfal skólaáranna 1999 og 2000 16,3%. Brottfallið er hlutfa meira meðal þeirra sem ha kennsluréttindi og meðal þ sem eru í hlutastarfi. Um þ ungur þeirra sem höfðu ek kennsluréttindi haustið 20 ekki aftur til kennslu haus Tæp 12% réttindakennara                                !  "#    $%&" '   $"  (  (  )  "  )  %  *   + ,+ -+ .+ /+ 0+ 1+ 2+ 3+ 4+ ,++5      @  Nemendur í skyld hafa aldrei verið f Alls hefur 1.201 barn í grunn- skólum á Íslandi erlent móðurmál JÓN Elvar Guðmundssonlögfræðingur segir mikinnvafa leika á um hvort rík-isskattstjóri hafi heimildir til að gefa út skattmat en í því sé að finna ákvörðun um skattstofn. Samkvæmt stjórnarskrá landsins fari Alþingi með skattlagningar- vald. Hann segir hugsanlegt að sú lagagrein sem ríkisskattstjóri vísar í sé andstæð stjórnarskrá. Í 40. grein stjórnarskrár Íslands segir: „Engan skatt má á leggja á né breyta né af taka nema með lög- um.“ Þetta þýðir að einungis Al- þingi getur tekið ákvörðun um að leggja á skatta. Ráðherrar eða embættismenn hafa ekki vald til að ákveða skatta. Í um 20 ár hefur ríkisskattstjóri hins vegar tekið ákvörðun um skattlagningu hlunninda, svo sem bifreiðahlunninda, fatnaðar, fæðis og fleira. Nýlega tók ríkisskatt- stjóri ákvörðun um skattmat fyrir árið 2002, en það má m.a. finna á heimasíðu embættisins. Þar segir að ákvörðun um skattmat sé tekin á grundvelli 116. greinar laga um tekju- og eignaskatt, en þar segir: „Ríkisskattstjóri skal árlega gefa út reglur um mat á hlunnindum, sbr. 7. gr., og öðrum tekjum og frá- drætti sem meta þarf til verðs sam- kvæmt lögum þessum.“ Jón Elvar, sem skrifaði lokarit- gerð í lögfræði um skattlagningu hlunninda, sagði að þetta ákvæði 116. gr. tekjuskattslaganna hefði komið inn í lögin fyrir alllöngu þeg- ar menn gerðu almennt ekki sömu kröfu um formfestu í skattlagningu og nú væri gert. Hæstiréttur hefði t.d. í nokkrum dómum komist að þeirri niðurstöðu að heimildir þar sem stjórnvöld höfðu svigrúm til að ákveða skatta brytu gegn stjórnar- skrá. „Ég tel að ef þessi grein tekju- skattslaganna er túlkuð þannig að hún veiti ríkisskattstjóra heimildir til að gera það sem hann gerir í dag, þá lít ég svo á að hún sé andstæð stjórnarskránni,“ sagði Jón Elvar. Hann sagðist hins vegar ekki efast um að skattstjóra væri t.d. heimilt að gefa út bifreiðaskrá sem væri byggð á upplýsingum um verð frá bifreiðaumboðunum. Slík skrá væri ekki byggð á mati skattstjóra. Annað mál væri hins vegar þegar ríkisskattstjóri tæki ákvörðun um að 20% af verði bifreiðar ætti að fela í sér skattstofn, sbr. nýlegt skattmat. Þar væri einfaldlega um ákvörðun um skattstofn að ræða og slíka heimild hefði skattstjó Jón Elvar sagði að rö skattstjóra hefðu verið a matið þyrfti að vera svei svo það væri hægt að að breyttum aðstæðum. Hin hefði skattmatið í reynd tölulega litlum breytingum um árin. Skattalögin sjálf h ur á móti breyst mun skattmatið. „Þetta mál snýst ekki um þægilegt fyrir skattyfirvöl frekar um öryggi almennin ig að skattstjóri sé ekki fram í sjálfstæðri skatt sagði Jón Elvar. Matið byggt á meg reglu í lögum Indriði H. Þorláksson rí stjóri sagði að í lögunu ákveðið hvað væru skattst lögum og reglugerðum er þá meginreglu að þegar ek það að ræða að tekjur séu skuli miða við markaðsv gangverð hverju sinna. Sk gerir í raun og veru ekki a að kveða nánar á um hvern gangverð skuli fundið þeg verð liggur ekki ljóst fyrir. raun ekki verið að ákveða h Jón Elvar Guðmundsson lögfræðingur um skat Efast um að skat standist stjórnaTVÆR ÞJÓÐIR? LÆSTIR Í HRINGIÐU OFBELDIS OG HEFNDARÞORSTA Hæstiréttur í Ísrael fyrirskipaði ífyrradag að niðurrif Ísraels-hers á húsum Palestínumanna á Gaza skyldi stöðvað. Ísraelsher hefur iðulega látið til skarar skríða með því að brjóta niður hús og hefur þeim rök- um verið beitt að leyniskyttur hafi leit- að þar skjóls. Íbúar húsanna, sem átti að rífa, kærðu fyrirætlunina og nutu til þess fulltingis Muhammads Barakehs, ísr- aelsks þingmanns, sem er af arabísku bergi brotinn. Rétturinn fyrirskipaði að aðgerðir skyldu stöðvaðar þar til fjallað hefði verið um málið, en vitna- leiðslur munu fara fram síðar í vikunni. Þessi úrskurður réttarins hlýtur að vekja menn til umhugsunar um þá at- burðarás, sem átt hefur sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarin miss- eri. Það er næsta fátítt að leitað sé til ísraelskra dómstóla vegna athafna Ísr- aelshers á herteknu svæðunum, en um leið og það er gert grípa þeir í taumana og gefur það til kynna að reglur rétt- arríkisins séu ekki alltaf í hávegum hafðar í aðgerðum Ísraelshers. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels, byggði kosningabaráttu sína á lof- orðum um öryggi og frið. Í valdatíð hans hafa Ísraelar og Palestínumenn hins vegar læst inni í vítahring ofbeldis og hefndarþorsta. Nýjasta ákvörðun Sharons er að samþykkja nýja áætlun um aðgerðir. Árásir Ísraela á höfuðstöðvar Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, á Gaza og í Ramallah þar sem hann hefur verið í nokkurs konar stofufangelsi frá því fyrir áramót, eru forsmekkurinn að henni. Í árásinni féllu 15 Palestínu- menn, þar af 12 lögreglumenn. Hin nýja stefna mun án efa gleðja harðlínumenn í stjórn Sharons, sem hafa hvatt til harðari aðgerða. Hún er hins vegar vonbrigði fyrir þau hófsömu öfl, sem vilja að gengið verði til frið- arviðræðna að nýju. Engum blöðum er um það að fletta að Sharon hefur misreiknað sig hafi ætlun hans verið að brjóta Palestínumenn á bak aftur og þreyta til uppgjafar með linnulausum árásum. Við hverja árás Ísraela eykst mótstaða Palestínu- manna. Óánægja með aðgerðir Sharons er að verða sýnilegri meðal Ísraela. Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, hefur vakið mikla athygli með þeim orðum sínum að friðarferlið, sem kennt hefur verið við Ósló og færði honum Nóbelsverðlaun, hefði verið gallað frá upphafi vegna þess að hefjast hefði átt handa á því að stofna palest- ínskt ríki. „Nú höfum við komist að því að við sjálfstjórn hefur staða Palestínu- manna versnað frá því sem áður var,“ sagði hann í ræðu, sem greint var frá í fréttum í gær. „Við verðum að veita þeim jafnan rétt, jafna viðurkenningu. Við getum ekki stjórnað lífi þeirra og hagkerfi.“ Hann sagði að koma hefði mátt í veg fyrir miklar þjáningar með því að stofna palestínskt ríki og bætti við að Palestínumenn myndu aldrei semja um frið við Ísrael nema pólitísk lausn á málum þeirra væri í sjónmáli. Peres hefur undanfarið unnið að frið- aráætlun með Ahmed Quereia, forseta palestínska þingsins. Sharon hefur þegar hafnað þessari áætlun og dæmt hana óraunhæfa. Það hefur ekki sýnt sig að aðgerðir Sharons séu sérstak- lega raunhæfar og nú er kominn tími til að taka í taumana. Í þeim efnum hlýtur samfélag þjóðanna að horfa til Banda- ríkjamanna, sem einir hafa þau áhrif og vald, sem þarf til að stöðva ofbeldið í Mið-Austurlöndum. Það verður ekki auðvelt, en núverandi ástand er óvið- unandi. Í desembermánuði árið 1996 skrifaðiMagnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, forystugrein í VR-blaðið, sem er afar athyglisverð í ljósi þeirra umræðna, sem fram hafa farið hér á síðum Morg- unblaðsins að undanförnu um mismun á lífeyrisréttindum opinberra starfs- manna og almennra launþega. Í forystugreininni, sem nefndist „Tvær þjóðir í einu landi?“, fjallaði Magnús L. Sveinsson um frumvarp, sem þáverandi fjármálaráðherra hafði lagt fram um lífeyrisréttindi starfs- manna ríkisins og sagði: „Ljóst er að með þessu frumvarpi er mörkuð póli- tísk stefna um þróun lífeyrisréttinda landsmanna í framtíðinni. Hér er um byltingarkenndar breytingar að ræða. Framlag ríkisins er hækkað úr 6% í 11,5% eða nærri tvöfaldað, en framlag launþega verður óbreytt, 4%. Samtals verður því iðgjaldið til lífeyrissjóðs rík- isstarfsmanna 15,5% af öllum launum í stað 10% af dagvinnulaunum áður. ... Samkvæmt frumvarpinu er um gríðar- lega mikil réttindi að ræða umfram það, sem hægt hefur verið að veita í al- menna lífeyrissjóðakerfinu miðað við 10% iðgjald. Sem dæmi tryggir þetta allt að 68% betri eftirlaun en þekkist í almenna lífeyrissjóðakerfinu.“ Síðan sagði Magnús L. Sveinsson í þessari framsýnu grein 1996: „Eins og sést af þessu er hróplegt bil á milli þess lífeyrisréttar, sem launþegar á hinum almenna vinnumarkaði hafa og þess, sem stjórnarfrumvarpið gerir ráð fyrir, að ríkisstarfsmenn eigi að njóta. ... Því verður ekki trúað að það sé meining hennar (þ.e. ríkisstjórnar) að skipta eigi þjóðinni í tvær fylkingar. Annars vegar séu ríkisstarfsmenn, sem njóti lífeyrisréttinda sem svarar 15,5% af launum og hins vegar launþegar á hin- um almenna vinnumarkaði, sem njóta lífeyrisréttinda, sem svarar til aðeins 10% af launum.“ Í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Sigurð T. Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Hlífar, um þetta mál, þar sem hann segir: „Þessu órétt- læti verður að linna. Stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir að þau eru að misnota skattpeninga landsmanna, sem fólk innan Alþýðusambands Íslands greiðir engu síður en opinberir starfs- menn.“ Þessir tveir verkalýðsforingjar hafa rétt fyrir sér. Sú mismunun, sem er orðin á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og almennra launþega er óþolandi. Hverjar eru tillögur stjórn- málamannanna, sem hafa innsiglað þetta kerfi, til þess að bæta úr þessum órétti?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.