Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 35 ✝ Erna Sigurleifs-dóttir fæddist á Bíldudal 26. des. 1922. Hún lést á Landakotsspítala 7. febrúar síðastliðinn. Foreldar hennar voru Viktoría Kristjáns- dóttir og Sigurleifur Vagnsson, aðstoðar- maður á fiskideild At- vinnudeildar Háskóla Íslands. Systkini hennar eru: Ríkharð- ur, f. 12. ágúst 1924, d. 16. sept. 1936, Stella, f. 12. jan. 1928, og Rakel, f. 3. mars 1933. Hinn 4. ágúst 1949 giftist Erna Árna Ársælssyni lækni, f. í Reykja- vík 19. sept. 1922, d. 13. ágúst 1993. Börn þeirra eru: Bergljót, leikkona í Svíþjóð, f. 20. des. 1949, og Leifur Árni flugmaður, f. 11. maí 1958. Foreldrar Árna voru Guðrún Svava Þorsteinsdóttir og Ársæll Árnason bókaútgefandi. Erna lærði í leiklist- arskóla Haraldar Björnssonar og lék mörg hlutverk hér á landi, hjá Bláu stjörnunni, Leik- félagi Reykjavíkur og í Þjóðleikhúsinu. Árið 1954 fluttust Erna og Árni til Þórshafnar í Færeyj- um, þar sem Árni var læknir. Í Færeyjum eignaðist Erna marga vini og leik- stýrði hjá Sjónleik- arafélaginu í Þórs- höfn. Seinna bjuggu þau í Strömstad í Svíþjóð vegna starfa Árna. Erna vann þar í nokkur ár hjá kunnu fyrirtæki sem verslar með antikmuni og aflaði sér þekk- ingar á því sviði. Til Íslands komu þau aftur alkomin 1970. Útför Ernu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Erna mágkona mín átti einstak- lega gott með að ná til fólks og láta því líða vel í návist sinni. Notaleg hlýja streymdi á móti gestum og gangandi. Og hjá Ernu var gott að láta hug- ann reika. Henni var eðlilegt að búa til dálítið ævintýri úr því sem í fyrstu virtust hversdagslegir smámunir og öðrum, sem ekki höfðu eins næmt auga, sást auðveldlega yfir. Þetta vakti mann iðulega eins og af dvala. Birtan í stofunum tók að breytast og málverkin lifnuðu við. Stundum glitraði þannig á stórt mál- verk af fiskistúlku, að engu líkara var en hún ætlaði að stíga niður til okkar til þess að taka þátt í samræðunum. Af þessum ástæðum og mörgum öðrum urðu stundirnar með Ernu ógleymanlegar. Björn Gíslason. Sumar persónur af holdi og blóði eru sem sveipaðar töfrablæ og virð- ast sækja lífskraft sinn til framandi vídda. Þær geisla af hárfínum en ör- um og mögnuðum krafti og láta ekki njörva sig niður í gráma amsturs og leiða. Andinn er frjáls og flýgur í heiðríkju og birtu eins og litfagur dreki í náttúrlegu umhverfi sínu. Það er ævintýri líkast að mæta slíkri per- sónu í þessu jarðlífi. Það er gæfa. Þegar ég var lítil fór ég einu sinni með fjölskyldu minni í heimsókn til Ernu, Árna og barna þeirra í Sví- þjóð. Þetta frí varð mér ógleyman- legt. Ég kynntist gullinni sandströnd þar sem hægt var að dýfa kulvísri tá í saltan sjó eða láta marglytturnar brenna sig, þau kynjadýr. Í garðin- um við húsið suðuðu iðnar hunangs- flugur í blómstrandi runnum og þarna fékk maður ósköp gott og skrítið að borða, til dæmis stórar, fagurrauðar rækjur í skelinni sem héngu á undursamlegu margra hæða glerfati. Það þótti mér tilkomumikil sjón, og bragðið gleymist ekki. Þarna var líka þvottahús sem mér virtist feikistórt og óhugnanlegt með ótal skúmaskotum, búið háskalegum tækjum og rullum, dýflissa í ævin- týrahöllinni, þar sem onkel Árni og Erna tanta réðu ríkjum. Þarna var líka glókollurinn Leifur Árni og stór stelpa með dökkar fléttur, hún Berg- ljót. Tíminn er afstæður og verður ekki endilega mældur í árum eða skynj- aður sem taktföst hringrás. Oftar en ekki birtist tíminn eins og fljúgandi röð svipmynda sem skipa sér í fylk- ingar, hverfult oddaflug eða ófor- gengilegt skart, sumar bjartar, aðrar dimmar, sumar þéttar og aðrar gisn- ar. Sumar eru myndirnar gersemar og bera af öðrum. Fríinu í Svíþjóð lauk, önnur atburðarás tók við, lífið hélt áfram. Einhvern veginn óx ég úr grasi og næst lágu leiðir okkar Ernu saman á Grenimel og var margt pískrað og flissað yfir ótal kaffiboll- um, aldursmunur að engu hafður, litlar stelpur inn við beinið. Þá nam ég í mestu makindum ótalmargt smálegt en margbrotið, undur og stórmerki sem hefðu ella farið fram hjá mér, utan gátta krakkakjána, veg allrar veraldar. Þannig var Erna. Árni var þá starfandi á Húsavík og Erna átti stundum erindi suður. Einkum er minnisstætt eitt skipti, þegar Erna kom suður með slæmsku í hné sem hún losnaði við með und- ursamlegum hætti, brosandi út í ann- að. Mikið var líka gaman þegar ég átti þess kost að kíkja óvænt í heim- sókn til þeirra hjóna fyrir norðan. Um sama leyti voru læti í Kröflu, jörð skalf nyrðra, endur hurfu úr Ás- byrgi og tún gengu í bylgjum. Enn síðar fluttu þau Erna og Árni til Reykjavíkur og komu sér upp fal- legu heimili við Vesturgötu. Árni tók á móti Baldri okkar og Erna sat hjá stráknum nokkrum árum síðar þeg- ar hann þurfti að liggja í nokkra daga á Landakoti. Við hittum þau hjónin stundum að sumarlagi á Snæfells- nesi, þar urðu ævinlega fagnaðar- fundir og hlegið dátt. Nú eru liðin nokkur ár frá því Árni dó. Víst var það sárt. Víst breyttist margt, en Erna var alltaf sami höfðinginn heim að sækja, þótt hún væri orðin ein. Hjá Ernu fór saman sönn viska og bernsk forvitni, reisn, fágun, höfð- ingleg lund og lítillæti, gáski og al- vara, brosmildur tregi, hlýja … Heil- steypt og sterk tilfinningavera. Hvernig er annars hægt að lýsa Ernu? Hún bar með sér hátíðarblæ, dagamun, eins og sænskt jólahald, færeyskt danskvæði, bók um gult hús … Eins og vestfirsk þula, æva- forn og síung, margbrotin en auðskil- in þeim sem heyra. Erna beið ekki vorsins. Hún kvaddi þennan heim 7. febrúar síð- astliðinn. Ólöf Pétursdóttir. Nú er hún mjúkan mín farin. Þótt hún hafi ítrekað við mig að koma fyrr heim í sumar var það ekki nógu snemmt. Nú mun maður ekki skunda upp Vesturgötuna til að kíkja í bolla, skrafa og fá hlátursköst sem voru al- geng. Daglegt brauð eins og einhver sagði en það var aldrei langt í hlát- urinn hjá henni mjúku minni, þótt hún hefði kannski ekki alltaf ástæðu til. Það var alltaf hlýtt og gott að koma til Ernu. Ég mun aldrei gleyma henni. Áslaug. Menn halda stundum skammt á leikinn liðið, er lífið dregur tjaldið fyrir sviðið og skilur milli skars og kveiks. En stór og fögur stjörnuaugu skína, er stormsins svanir hvíla vængi sína til hærra flugs, til fegra leiks. (Davíð Stefánsson.) Mig langar til að þakka henni Ernu minni fyrir sambýlið og kvöld- stundirnar þar sem við spjölluðum saman. Síðasta árið var það fastur punktur í tilveru okkar beggja að ég færi yfir til hennar eftir fréttir til að setja í hana augndropa og spjalla smástund. Það var því undarlega tómlegt þegar hún fór á sjúkrahús fyrir jól – eitthvað vantaði í rútínu dagsins. Þegar ég heimsótti hana á Landakot viku áður en hún lést fannst mér hún líta svo miklu betur út – ég átti alveg eins von á því að hún kæmi aftur heim. Af því varð ekki. Ég hef verið að rifja upp í hug- anum undanfarna viku þessi ár okk- ar í sama húsi. Við vorum að mörgu leyti eins og jafnöldrur þótt 27 ár skildu á milli. Báðar „steingeitur“ og líkar um svo margt. Ég hafði oft óskaplega gaman af samræðum okk- ar um lífið og tilveruna. Eins og þeg- ar hún sagði mér frá skondnum hlut- um sem gerðust þegar hún vann í Nora Magasin – mikið gátum við hlegið. Við spjölluðum saman um leikhúsið og þá sem við höfðum báðar unnið með þar – margir þeirra gengnir á undan henni. Við skipt- umst á bókum – hún var sá mesti lestrarhestur sem ég hef hitt og geysilega fróð um margt. En nú er hún farin og sem ég minnist góðu stundanna þar sem við grétum báðar af hlátri yfir vitleys- unni í okkur verður mér hugsað: Mikið skelfing þótti mér vænt um hana Ernu. Ég sendi Leifi, Bergljótu og öðr- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Hrönn. ERNA SIGURLEIFSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.                                    ##   $ %     &  &    !  ! '  (                        !     !  !        "#$%&&   ' (    )!      * + ! ,   -!         .         #/   , )))   *   + ,     -!))         .     ))           ))          * -   %  /*0   12    ))     '.. ,' ' ! 0             "   "#"%&&*3&& 4   .     5  10) 1      %!   ##   // 1    !   %!   ! %!6   6 - 1      0  *  '- 1   +   - 1 - 1        '.. ,' ! 2!3 +!   78+&3"#&&  4'  .)!9  )!  "    &  5   6   7! +  !      ! 2!3        !        3#"&& 7 :  10) 1  !       ' !  &   5   6   7!          *          /  7 0    ;     0'     . ;  . , ,'   '.. ,' ! Sími 562 0200 Erfisdrykkjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.