Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isHaukar eru með sex stiga forskot í Esso-deild karla / B2 Bjørndalen og Kostelic sigursæl á vetrarleikunum / B1 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í  Eigið fé Sparisjóðs vélstjóra vex / C1  Aukin ásókn í ferðir til Íslands / C4  Spara má milljarða í bankakerfinu / C6  Bandarískar upphæðir í evrópsku umhverfi / C5  Nýr hágæða laxastofn / C12 SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra varar við því að draga of víðtækar ályktanir um þróun af- brota í borginni út frá morðinu á Víðimel á mánudagsmorgun, en telur samt ástæður til að kanna hvort meiri þörf sé á frekara lög- reglueftirliti í íbúða- hverfum í kjölfar at- burðarins. Þá segir hún fjölda morðmála ekki hafa verið óvenju- mikinn síðustu ár, heldur svipaðan þeim sem verið hefur síðast- liðinn aldarfjórðung. „Vissulega eru sveiflur milli ára, t.d. var árið 2000 slæmt hvað þetta varðar, en slík ár hefur borið að garði áður, s.s. 1974 þegar fimm morð voru framin og 1988 þegar sex morð voru framin og fjögur morð ár- ið 1991,“ segir Sólveig. „Þessi alvar- legu afbrot eru engu að síður áhyggjuefni og full ástæða til að skoða þróun mála að undanförnu. Það er ekki síst umhugsunarvert hvernig fíkniefnaneysla blandast inn í afbrot og sviptir menn bæði skyn- semi og sjálfstjórn. Ég átti fund með yfirstjórn lögreglunnar í Reykjavík í dag [í gær] þar sem þetta mál var m.a. rætt. Lögreglan vinnur stöðugt að því að efla eftirlit og auka öryggi borgaranna og vissu- lega verður það að vera jafnt í hverfum borgar- innar sem í miðborg- inni.“ Eftirlit hefur aukist undanfarin ár Sólveig telur að lögreglan haldi uppi mjög góðu eftirliti og segir það hafa aukist undanfarin ár. „Það hefur verið lögð mikil áhersla á grenndarlög- gæslu í hverfum borgarinnar sem hefur gefið mjög góða raun. Einnig hefur eftirlit í miðborginni verið eflt. Það er auðvitað full ástæða til að skoða þetta mál og athuga hvort eitthvað þurfi að gera betur. Lög- reglan vinnur að því og ég ber fullt traust til hennar. En það er ekkert skrýtið að almenningur fyllist óhug þegar manndráp eiga sér stað í íbúðahverfum og það er full ástæða til að skoða hvort þörf sé á meira eft- irliti í þeim.“ Aðspurð hvort ástæða sé til að taka enn harðar á fíknefnavandan- um, í ljósi aukinnar ofbeldishörku honum fylgjandi, segir Sólveig að mikið átak hafi staðið yfir undanfar- in ár til að stemma stigu við fíkni- efnavandanum. „Markmið ríkisstjórnarinnar hef- ur verið að taka sérstaklega á fíkni- efnamálunum og berjast gegn þess- um vágesti í íslensku þjóðfélagi. Þannig hefur verið lagt til mjög verulegt fjármagn til þessara mála. Við höfum fjölgað í lögreglunni með því að fá til starfa sérstaka fíkniefna- lögreglumenn sem sinna þessum málum eingöngu. Nokkrir þeirra eru hér í borg og aðrir úti á landi. Lög- regluembættin hafa líka átt sam- starf sín á milli til að taka sérstak- lega á fíkniefnamálunum. Þá hefur fíkniefnaleitarhundum verið fjölgað og margt annað gert.“ Vönduð vinnubrögð lögreglu í Víðimelsmálinu Hvað snertir atburðinn á Víði- melnum á mánudag, segir Sólveig ljóst að lögreglan hafi viðhaft mjög vönduð vinnubrögð og upplýst málið með skjótum hætti. „Við verðum í því samhengi að hafa það í huga, að fátt hefur jafnmikið forvarnargildi gegn afbrotum en einmitt það, að af- brotamenn geti búist við því að lög- reglan hafi upp á þeim fljótt og örugglega,“ segir Sólveig. „Við verðum hins var að varast að draga of víðtækar ályktanir út frá þessu sorglega máli um þróun af- brota í borginni. Við höfum t.d. ekki séð tilfinnanlega aukningu afbrota í Vesturbænum, eins og e.t.v. hefði mátt skilja af fréttaflutningi, en þó aðeins í vesturhluta miðborgarinn- ar.“ Dómsmálaráðherra um öryggi borgaranna í kjölfar morðsins á Víðimel Ástæða til að skoða hvort þörf sé á meira eftirliti í íbúðahverfum Morgunblaðið/Júlíus Lögregla ræðir við íbúa á Víði- mel á mánudagsmorgun, daginn sem morðið var framið. Sólveig Pétursdóttir FYRIRVARALAUSAR líkams- árásir á fólk eru mun algengari á höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni, en líkamsmeiðingar án fyrirvara áttu sér stað í 38,9% til- vika á höfuðborgarsvæðinu árið 1999 og í 27,6% tilvika á lands- byggðinni. Algengast var hins veg- ar að líkamsmeiðingar ættu sér stað í kjölfar deilna á landsbyggð- inni þar sem 58,5% líkamsmeiðinga áttu sér þann aðdraganda. Sú ástæða átti við í 35,7% tilvika á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í skýrslu rík- islögreglustjóra, Brot gegn lífi og líkama 1999, sem gefin var út í mars 2001. Samkvæmt skýrslunni var langalgengast að árásaraðili og -þoli þekktust ekki. Á höfuðborg- arsvæðinu átti það við í 59,2% til- vika, eða í 555 líkamsmeiðinga- málum af 937. Fram kemur einnig að líkams- meiðingar á almannafæri séu mun algengari á höfuðborgarsvæðinu, eða í þriðjungi mála á móti tæplega fjórðungi á landsbyggðinni. Nánar tiltekið voru 33% tilvika á almanna- færi, 22% tilvika á heimilum, 18,6% inni á skemmtistað og 11,6% utan við skemmtistað. Aðrir flokkar vega mun minna. Fórnarlambið oftast slegið eða kýlt Hvað snertir höfuðborgarsvæðið bera þessar tölur með sér að al- gengast sé að ráðist sé fyrirvara- laust á fólk á almannafæri og að langalgengast sé að fórnarlambið þekki ekki árásarmanninn. Algeng- ast er einnig að fórnarlambið sé slegið eða kýlt, en sú aðferð var notuð í 41,8% tilvika á höfuðborg- arsvæðinu. Langalgengustu áverk- arnir voru smávægileg meiðsl í andliti, en það átti við um 43,8% til- vika. Flestar líkamsmeiðingar áttu sér stað á milli miðnættis og 6 að morgni á höfuðborgarsvæðinu, eða í 56,7% tilvika og í 73,8% tilvika á landsbyggðinni. Skv. grófri flokkun tilvika eftir alvarleika, samkvæmt málaskrá lögreglu, falla 78% tilkynntra brota á landinu undir vægustu ákvæði hegningarlaga.um líkamsárásir. Fyrirvaralausar árás- ir algengastar á höf- uðborgarsvæðinu LAMBHRÚTURINN sem Þorleifur Hjaltason bóndi í Hólum í Horna- firði er með í fanginu kom í heim- inn 11. febrúar. Það er sjaldgæft og þykir tæpast tímabært að sauð- burður fari af stað á miðjum þorra og kvaðst Þorleifur ekki muna til að slíkt hafi komið fyrir þar á bæ fyrr. Morgunblaðið/Guðrún Ingimundardóttir Snemm- bæra í Hornafirði INNBYGGÐUR bílskúr við Nesveg 125, þar sem kertagerðin Vaxandi var starfrækt, gjöreyðilagðist í eldi í gær. Ljóst er að starfsemin stöðv- ast í einhvern tíma því allt sem í bíl- skúrnum var er ónýtt að sögn Jó- hannesar Más Jóhannessonar, eins eigenda fyrirtækisins; hráefni og tilbúnar vörur, vélar og tæki. „Það má segja að skúrinn sé fokheldur,“ sagði Jóhannes. Framleiðsla hefur farið fram í bílskúrnum, svo og námskeið í kertagerð fyrir almenn- ing. Mikill eldur var í bílskúrnum þegar slökkvilið kom á staðinn eftir hádegið. Eldur kviknaði út frá vaxi sem var í potti á heitri eldavél og var eldhafið mikið þegar að var komið, en slökkvistarfi og reyk- ræstingu var lokið um 40 mínútum síðar. Húsmóðirin, sem starfar við kertagerðina, brá sér frá í stutta stund; fór að ná í dóttur sína í skól- ann en þaðan hafði verið hringt og tilkynnt að dóttirin væri orðin veik. Ljóst þykir að rammger eldvarn- arhurð milli bílskúrs og íbúðarhús- næðis gerði það að verkum að ekki fór enn verr en raun ber vitni. Morgunblaðið/JúlíusGreiðlega gekk að slökkva eldinn en skemmdir eru miklar. Kertagerð eyðilagðist í eldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.