Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ANNAÐ slagið koma fram sjón- armið um að Íslenska óperan ætti að vera að gera eitthvað allt annað en hún er að gera. Dæmi um þetta eru nýleg skrif í Morgunblaðinu þar sem lagt er til að Íslenska óperan feti í fótspor Íslenska dansflokksins, breyti áherslum í starfi sínu og skapi sér sérstöðu með því að leggja höfuðáherslu á nýbreytni í óperu- uppfærslum og þó sérstaklega með flutningi á innlendum óperum að fyrirmynd Finnsku þjóðaróperunn- ar sem sögð er helga sig því öðru fremur. Þessi afstaða kemur meðal annars fram í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sunnudaginn 10. febrúar síðastliðinn. Ég tel rétt að gera athugasemd við þetta sjónarmið og nefni hér á eftir fáein atriði varðandi saman- burð við þær stofnanir sem nefndar eru sem æskilegar fyrirmyndir Ís- lensku óperunnar. Dans og ópera Aðdragandi þess að Íslenski dansflokkurinn hætti að leggja áherslu á klassísk verkefni var lang- ur og strangur. Þegar ákveðið var að snúa sér að nútímadansi var ljóst að það gæti auðveldað starf flokks- ins ef vel tækist til. Mikil gróska er í nútímadansi í heiminum og nýtur hann vaxandi vinsælda. Sú áherslu- breyting sem Íslenski dansflokkur- inn gerði gaf honum nýtt líf. Hann losnaði úr viðjum faglegrar út- kjálkamennsku í klassískum dansi og varð fjölhæfur nútímadansflokk- ur, gjaldgengur á alþjóðlegum vett- vangi. Aðstæður eru allt aðrar í óperu- heiminum. Það er ekki mikil gróska í ritun ópera sem ná hylli óperu- gesta. Hins vegar njóta klassísku óperurnar stöðugra vinsælda og höfða til fólks í stórum stíl. Ekkert óperuhús sem ég þekki velur alfarið ný óperuverk til sýningar. Þau leggja flest höfuðáherslu á klass- ískar óperur. Það eru fyrst og fremst ríku húsin sem hafa bolmagn til að sinna nýjungum og einstaka óperuhús í Þýskalandi einbeitir sér líka að nýstárlegum uppfærslum, en þar eru jú yfir 100 óperuhús. Hliðstæð áherslubreyting myndi virka þveröfugt Mjög líklegt er að hliðstæð áherslubreyting og sú sem gerð var hjá Íslenska dansflokknum myndi virka þveröfugt fyrir Íslensku óp- eruna. Tengslin við hinn stærri óp- eruheim yrðu rofin, markaðsfors- endur eru afar hæpnar og þar með yrði brostinn sá atvinnugrundvöllur sem verið er að byggja upp. Lang- líklegast er að þetta yrði skjótvirk- ur dauðadómur yfir Íslensku óper- unni. En hvaða menningarlega stór- virki er Finnska þjóðaróperan að vinna sem við ættum að taka okkur til fyrirmyndar? Í Reykjavíkurbréf- inu er fullyrt að hún helgi sig inn- lendri listsköpun umfram annað, enda sé nú svo komið að óperuhefð Finna teljist ein sú merkilegasta í nútímanum. Finnska þjóðaróperan hefur sett sér það mark að frumflytja að jafn- aði eina finnska óperu á ári. Ef litið er á dagskrá yfirstandandi starfsárs í Finnsku þjóðaróperunni, þá eru nýjar uppfærslur á átta verkum, þar af einu finnsku. Hin sjö eru eftir gamalkunnar kempur: Puccini, Verdi, Rossini, Donizetti og Bizet. Auk þess er endur- sýndur fjöldi verka, þar á meðal allar fjór- ar óperurnar í Nifl- ungahring Wagners, tvær finnskar óperur frá fyrri árum, Brúð- kaup Fígarós (Moz- art), Wozzek (Berg), Orlando Paladino (Haydn) og Tosca og La Bohème (Puccini). Mér finnst varla hægt að segja að Finnska þjóðaróper- an „helgi sig inn- lendri listsköpun um- fram annað“, eins og fullyrt er í Reykjavíkurbréfinu. En burtséð frá því, hvernig á þá að bera saman Finnsku þjóðar- óperuna og Íslensku óperuna með tilliti til innlendrar óperuritunar? Nú eru Finnar um það bil tuttugu sinnum fleiri en Íslendingar. Ef þeirra þjóðarópera flytur eina finnska óperu á ári, er þá við hæfi að við flytjum íslenska óperu á tutt- ugu ára fresti? Eða á að bera saman fjárhag þessara óperuhúsa? Finnska þjóðaróperan veltir nálægt þremur milljörðum á ári, Íslenska óperan velti á síðasta ári hundrað milljónum. Eða fjölda fastra starfs- manna; sex hundruð á móti fimm- tán? Íslenska óperan og innlend óperuritun Íslenska óperan hefur undanfarin ár flutt tvær óperur á ári. Árið 1996 sýndi hún óperuna Galdra-Loft eftir Jón Ásgeirsson. Árið 1998 fól Óperan þeim Atla Heimi Sveinssyni og Þorsteini Gylfasyni að semja óperu um kristnitöku á Íslandi. Óperan var fullgerð í ársbyrjun 2001, en uppfærslu hennar var frestað af fjárhagsástæðum. Haust- ið 2000 setti Óperan upp í samstarfi við Tónmenntaskóla Reykjavíkur barna- óperuna Stúlkuna í vit- anum eftir Þorkel Sig- urbjörnsson og Böðvar Guðmundsson og nú í vetur hefur Óperan í samstarfi við Strengja- leikhúsið sýnt barna- óperuna Skuggaleikhús Ófelíu eftir Lárus H. Grímsson og Messíönu Tómasdóttur. Loks tek- ur Óperan um þessar mundir þátt í kostnaði við undirbúning og frumgerð nýrrar ís- lenskrar óperu sem hópur tónlistar- og leikhúsfólks vinnur að. Íslenska óperan lítur á það sem sjálfsagðan hlut að leggja sitt af mörkum til innlendrar óperuritun- ar. Segja má að reynt sé að nálgast þetta viðfangsefni opnum huga, án forskriftar um þann fjölda íslenskra ópera sem á að semja eða sviðsetja. Þó má fullyrða að ein ópera á tutt- ugu ára fresti er langt undir því sem Íslenska óperan telur nægilegt. Snilld tónskáldanna og líbrettist- anna verður svo að ráða því hversu merk hin íslenska óperuhefð verður talin á heimsmælikvarða þegar fram líða stundir. Ekki vil ég gera lítið úr framlagi Finna til óperubókmenntanna. Framtak þeirra er til fyrirmyndar og metnaður þeirra aðdáunarverð- ur. En þegar litið er á stærðarhlut- föllin og muninn á því svigrúmi til nýbreytnistarfs sem felst í umfangi starfseminnar, þá sýnist mér fljótt á litið Finnska þjóðaróperan mega herða sig ef hún ætlar að leggja hlutfallslega jafn mikið til innlendr- ar óperuritunar og Íslenska óperan gerir. Ætti Íslenska óperan að vera að gera eitthvað annað? Bjarni Daníelsson Óperan Langlíklegast er, segir Bjarni Daníelsson, að hliðstæð áherslubreyt- ing og sú sem gerð var hjá Íslenska dans- flokknum yrði skjótvirk- ur dauðadómur yfir Ís- lensku óperunni. Höfundur er óperustjóri. VILL einhver taka að sér að selja eiturlyf löglega á Íslandi? Til dæmis apótekin, bens- ínstöðvar eða stór- markaðir? Ef lögleiða á sölu fíkniefna fylgir því að sjálfsögðu að ein- hver verður að gerast löglegur fíkniefnasali og það er ekki fallegt starfsheiti. Ég heyrði fyrst radd- ir um að lögleiða ætti sölu á fíkniefnum á Ís- landi fyrir nokkrum ár- um og taldi þá um ung- æðisskap að ræða enda ekki óeðlilegt að ungt og óþroskað fólk komi með tillögur sem slíkar. Það hefur einfaldlega ekki næga lífs- reynslu og þroska til að sjá fyrir af- leiðingar af öllu sem því dettur í hug. Þegar hins vegar fullorðnir menn ganga fram fyrir skjöldu og segja al- þjóð að skynsamleg lausn á fíkni- efnavandanum sé að leyfa fíkniefni og láta „frjálsan markað“ sjá um að losa okkur við glæpina sem fylgja, þá fer að fara um okkur hin sem höfum haft fyrir augunum og inni á heim- ilum okkar ungmenni sem ánetjast hafa þessum efnum. Að ekki sé talað um þá sem vinna daglega með brotn- ar sálir og ónýta líkama vegna neyslu. Við vitum nefnilega það sem greinilega hefur farið fram hjá þess- um ágætu talsmönnum frelsisins, að aukið framboð þýðir bara aukna neyslu. Við vitum líka að fíkillinn er eftir sem áður undir áhrifum efna sem breyta hegðun hans og hætti og að hann er alveg jafnhættulegur hvort sem hann hefur keypt efnið í apóteki eða af fíkniefnasala. Eða er áfengið frá Áfengisverslun ríkisins kannski óáfengara en það sem smyglað er? Verða bara slys af völdum þeirra sem drekka smyglað eða heimabruggað áfengi? Varla. Og ekki hefur brugg- un landa minnkað hæt- ishót þótt seldur sé bjór hér á landi. Hið heilaga Holland Þeir sem vilja leyfa sölu á fíkniefnum vísa gjarnan í tilraun sem gerð var í Hollandi og umheimurinn hefur túlkað sem algert frelsi í sölu fíkniefna. Sú ágæta tilraun var og er þess eðlis að nokkur kaffihús fengu til þess leyfi að selja kannabis að ákveðnum skilyrð- um fullnægðum. Ekki mátti undir neinum kringumstæðum selja harðari efni, ekki meira en 30 gr til hvers viðskiptavinar og ekki mátti selja, auglýsa eða vera innan 500 metra frá skóla. Öll sala kannabis- efna utan þessara ákveðnu kaffihúsa var eftir sem áður bönnuð. Kaffihús- unum fjölgaði smám saman, því gamla reglan – ég má ef þú mátt – er í jafn miklu gildi í Hollandi og hér á Íslandi. Nú – árið 2002, er Holland að sögn tollyfirvalda í Bretlandi, Frakklandi og Belgíu orðið höfuðból fíkniefna- sölu í Evrópu. Og þá er ekki bara átt við kannabis og léttari eða „mýkri“ efni, heldur einnig harðari efnin, heróín, kókaín og alsælu. Í Hollandi er líka mesta framleiðsla í heimi á al- sælu. Hvað viljum við? Vegna þess hve hollensk yfirvöld taka létt á málum varðandi eiturlyf má segja að landið sé nánast vanda- málalaust frá sjónarhóli glæpa- manna og hefur þar með orðið að- dráttarafl fyrir glæpamenn hvaðanæva. Holland virkar í raun eins og hver annar markaður eða stórverslun með fíkniefni. Er það þetta sem við viljum? Hvernig vilja þeir sem standa ætla að lögleiðingu fíkniefna fara að? Kannski selja efnin í almennum verslunum eða apótekum? Það er í anda þess að banna ekkert og að hverjum og einum beri að sjá um sína heilsu og velja fyrir sig hvaða lífi hann vill lifa. Eða á læknir að ávísa eiturlyfjum? Hvernig á hann að velja þá sem hann lætur – væntanlega í trássi við sannfæringu sína og lífs- viðhorf – hafa lyfseðil upp á kókaín eða heróín? Rökin eru þau að auðvit- að eigi ríkið að sjá til þess að þeir sem séu illa farnir fái sín lyf. Þannig dragi úr glæpum, fíklar muni hætta að brjótast inn til að eiga fyrir neyslunni og þjóðfélagið uni glatt við sitt. Þetta er ekki svona einfalt Sá sem orðinn er fíkill og illa staddur, hefur á einhvern hátt orðið það og það gerist ekki með því að einn daginn gangi sjálfráða fullorð- inn maður út í búð og kaupi sér kók- aín eða hass. Og trúir einhver því í al- vöru að unglingur sem er undir lögaldri hætti við að prófa fíkniefni ef hann langar til – sem NB einhver fíkniefnasali selur honum því ekki getur hann keypt þau sjálfur. Hvern- ig á að fjármagna það ef ekki með lögbrotum? Heldur einhver að verðið á götunni lækki niður úr öllu valdi við þessar aðgerðir? Hver á að selja þessi fíkniefni og hverjum? Hver ætlar að flytja þau inn? Hver ætlar að veita þeim t.d. gæðastimpil? Síðast þegar ég vissi til kostaði talsvert að flytja hingað vörur og reyndar er sá flutnings- kostnaður að sliga margar verslanir og ekki er við því að búast að skipa- og flugfélög fari að flytja þessa vöru hingað frítt. Varla trúir nokkur mað- ur því að ríkið muni sleppa sköttum og tollum og að þeir sem sjá muni um innflutninginn ætli sér enga álagn- ingu. Mér þætti gaman að sjá það gerast í matvöruinnflutningi. En kannski er þarna komið ráð til að bjarga íslenskum grænmetisbænd- um – að láta þá rækta fyrsta flokks hass til innanlandsneyslu og ef til vill útflutnings? Og síðast en ekki síst – hver ætlar að taka að sér að sinna þeim sem liggja sinnulausir heima við og sjá hreint enga ástæðu til að vinna – af því þeir eru í hassvímu? Ég hef ekki séð að það sé neitt sérstakt kapp- hlaup í gangi að greiða fyrir meðferð fíkla og á ekki von á því að það breyt- ist snarlega þótt kannabis, kókaín eða alsæla verði leyft. Allir í vímu Þegar ég heyri fólk tala um að „all- ir“ noti hass og næstum „allir“ prófi harðari efni, fer um mig. Ég vil ekki leggja líf mitt í hendur læknis sem kvöldið áður, eða jafnvel um morg- uninn, reykti hasspípu eða fékk sér kókaín. Ég vil heldur ekki treysta leikskólakennara sem þannig er ástatt um fyrir barninu mínu. Hvað þá láta gjaldkera sem er neytandi sjá um peningana mína. Þú sem vilt leyfa sölu fíkniefna – er það þetta sem þú vilt? Ég hugsa ekki. Það er nefnilega tvískinnungur í þessu öllu. Þeir sem segja kotrosknir að þeir sjái nú ekkert athugavert við að lögleiða sölu fíkniefna eru ekki endilega til í að taka afleiðingunum af því sjálfir. Og myndu sennilega fæst- ir vera tilbúnir til að kaupa hass fyrir börnin sín – eða það vona ég að minnsta kosti. Tvo lítra af mjólk og þrjú grömm af hassi, takk! Vigdís Stefánsdóttir Vímuefni Sennilega myndu fæstir vera tilbúnir til þess, segir Vigdís Stefáns- dóttir, að kaupa hass fyrir börnin sín. Höfundur er blaðamaður. stretch- gallabuxur Kringlunni, sími 588 1680 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun 3 skálmalengdir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.