Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 45
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 45 Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Mallorka alla fimmtudaga í sumar á frábærum kjörum og við stórlækkum verðið til þessarar vin- sælu eyju í Miðjarðarhafinu, sem hefur verið einn vinsælasti áfanga- staður Íslendinga í 30 ár. þeir sem bóka fyrir 15. mars geta tryggt sér allt að 32.000 afslátt fyrir fjölskylduna í valdar brottfarir, eða 8.000 kr. á manninn. Glæsilegt úrval gististaða á vinsælustu áfangastöð- unum. Og að sjálfsögðu bjóðast þér spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónusta reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægju- lega dvöl í fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.765 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 23. maí, Promenade, með 8.000 kr. afslætti. Alm. verð kr. 41.750. Verð kr. 48.063 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 2 vikur, 20. júní, Promenade, með 8.000 kr. afslætti. Alm. verð kr. 50.467. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í stúdíóíbúð í viku, Prom- enade, með 8.000 kr. afslætti, 23. maí. Alm. verð kr. 52.450. Bókaðu til Mallorka og tryggðu þér 32.000 kr. afslátt af ferðinni Beint flug alla fimmtudaga í sumar Aukagisting á Fontanellas Playa Lægsta verðið til Mallorka Kringlunni, sími 588 1680 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Ný sending frá Buxur - jakkar bolir Glæsilegt úrval af yfirhöfnum frá ÞJÓÐERNISKENND er hverjum manni í blóð borin. Hún lýsir sér í fleiru en ætt og uppruna. Land, þjóð og tunga / þrenning sönn og ein, kvað Snorri Hjartarson. Ættjarðar- ást er eðlislæg kennd, sem hvorki verður rakin til óhlutbundinna hug- taka né ótal mögulegra útlistana á þeim. Hún er hluti af uppeldi hverr- ar manneskju. Íslendingar hafa ekki haldið sjálfir úti her til eigin uppihalds. Þeim hafa dugað snapir til góðra verka. Hluti þjóðarinnar hefur að vísu korrað upp undir öld friðarsöng til dýrðar full- komnu heimsskipulagi hins göfuga villimanns, en hefur jafnframt liðið þungan af blygðun og skömm yfir vonsku manna í hinum vestræna heimi. Þeir, sem hvað hæst lofuðu sov- étfriðinn forðum tíð, boða margir hverjir nú um stundir óheftan sóða- skap og linku í málfarsefnum. Til þess að örvitar, sem ekki geta tjáð sig um neitt sem máli skiptir af neinu viti, engan veginn, hljóti sama rétt og hver annar til að fullt mark sé á þeim tekið. Helst í víðómi, hugstola á öldum ljósvakans líkt og smámellur í klóm hórmangara. Frumstæður ótti við þjóðernið og skömm leiðir til þess að armingjar margir leita síns friðar í da-da og ni- hil, poppi eða súrríl, imbisílsku klám- sulli, póststrúktúralisma eða bara í einhverju geysimenningarlegu, ráp- andi á Netinu, stunda vídeógláp, bíó- ráp, trantaralýður, bullandi og blaðrandi, landinn, í sínu einkenni- lega ástarhaturssambandi við heims- veldið í vestri, sem stendur vopnað- an vörð um þegna og lýðræðislega kjörna stjórnarherra hér á ættland- inu góða. Ekki skal því slegið föstu, að kynslóðir Íslendinga, sem nú eru á dögum, valdi því hlutskipti, sem þjóðin á skilið. Þar skilur með feig- um og ófeigum, að við erum frjáls. Íslenskukunnátta Taílendinga og Víetnama, sem hér eru búsettir, hef- ur m.a. óvænt gert þeim kleift að tala saman. Maður skyldi ætla að við Ís- lendingar ættum þær skyldur við okkur sjálf að halda málkennd okkar lifandi, vakandi. Ætla má að uppeldi okkar og dómar fari saman í þessum efnum án tillits til þjóðernis. JÓN BERGSTEINSSON, Snorrabraut 30, Reykjavík. Þjóðerni Frá Jóni Bergsteinssyni: EFTIR því sem maður les blöðin og fylgist með fréttaflutningi á hinum ýmsu fréttamiðlum verður sá sem rit- ar þetta æ reiðari. Það virðist sem stjórnmálamenn á Íslandi komist upp með nánast hvað sem er! Erlendis sér maður að ef menn gera afdrifarík embættisglöp í starfi eru þeir látnir taka poka sinn. Á Íslandi þurfa þeir helst að vera gripnir glóðvolgir við bankarán áður en eitthvað er gert. Samgöngumála- ráðherra setur Landsímann í sölu vit- andi að nýir eigendur munu hafa hug á að stjórna þeim rekstri sjálfir. Þrátt fyrir það gerir hann samning við einn af gæðingum sínum, samning sem tryggir þeim aðila himinháar fjár- hæðir ef þarf að segja honum upp. Þegar gæðingurinn gerist óþekkur er hann látinn fara og hirða poka sinn og sín litlu laun fyrir næstu 5 ár. Hvað er í gangi? Hvað ætlum við Íslendingar að láta þessa menn kom- ast lengi upp með svona forheimsku og að mínu áliti mjög svo vafasama hluti. Samgönguráðherra á að víkja úr starfi sem fyrst, við höfum ekkert að gera við svona starfsmenn eins og hann. Síðan sér maður að enn á að hygla Flugleiðum með því að gera ódýrum flugfélögum erfitt fyrir að komast inn á markaðinn. Það er snúið út úr orðum forráðamanna GO og bent á dýrari skattheimtu á öðrum flugvöllum, þegar forráðarmenn GO hafa ítrekað sagt að það séu af- greiðslugjöldin og önnur gjöld sem gera það að slæmum kosti að fljúga til Íslands. Ef menn þykjast ætla að koma til móts við hinn almenna neyt- anda í landinu og hjálpa við að ná verðlagi niður þá á einmitt að hvetja til viðskipta við fyrirtæki sem koma með lág fargjöld og hjálpa okkur hin- um við að komast erlendis á góðum prís. Enda er ávinningurinn svo miklu meiri við að fá þessa ferða- menn inn til landsins heldur en smá tekjur af þessum gjöldum. Er ekki samgöngumálaráðherra alltaf að tala um að efla ferðaþjónustu til landsins? Það á að ganga til viðræðna við þessi félög sem allra fyrst og fá þau til að fljúga til Íslands. Við Íslendingar erum orðnir að þrælaþjóð sem lætur vaða yfir sig af fordekruðum embættismönnum og stjórnmálakóngum. Þegar maður horfir á þessa talsmenn þjóðarinnar ræða við fréttamenn sem eru að spyrja spurninga sem almenningur vill vita um þá eru þeir ekkert nema hrokinn og frekjan, svara með útúr- snúningum og tala niður til manna. Við verðum að fara að vakna og kenna þessum mönnum lexíu. Ekki alltaf að leyfa þessum mönnum að komast upp með morð. Fjölmiðlar mega taka sig á og fara að vera harð- ari við þessa menn, ekki láta þá sleppa billega ef þeir eru ekki að standa sig. Þetta eru menn sem eiga að vera að vinna fyrir okkur! Þeir eru hátt- launaðir starfsmenn sem eiga að vinna fyrir hinn almenna Íslending, ekki alltaf að vera að hugsa um hags- muni síns flokks eða vina sinna. INGVAR RAGNARSSON Hrísrima 23, Reykjavík. Afsagnir stjórnmálamanna Frá Ingvari Ragnarssyni: ÞÓTT ÉG dvelji langdvölum erlend- is og það í annarri heimsálfu þá sótti að mér gleði og feginleiki er ég las um ávítur þær er Ögmundur Jónas- son, þingmaður Vinstri grænna fékk nýverið á Alþingi. Les ég gjarnan ræður þing- manna af hinum ágæta vef Alþing- is og þykir mér sem umræddur þingmaður leggi gjarnan þyngri lóð á vogarskálir tafa en skilvirkni. Minnir framkoma hans um margt á verklagsreglur er tíðkuðust er ég tók þátt í ungæðis- legum Morfís-keppnum menntaskól- anna fyrir allmörgum árum. Þegar þingræður eru skoðaðar á vef Alþingis kemur m.a. eftirfarandi í ljós: Þegar lengingar refsinga voru ræddar á Alþingi fyrir rúmu ári vildi Ögmundur vísa umræðunni í nefnd sem skoða ætti refsiákvæði í löndum eins og Portúgal, Tyrklandi og Alsír. Hví það? Þegar álykta átti gegn harðlínustefnu Ariels Sharon, vildi Ögmundur tefja umræðuna vegna „skorts á haldbærri stefnu utanrík- isráðherra í málefnum Mið-Austur- landa“ eins og hann sjálfur orðaði það. Hví að tefja það svo? Þegar Al- þingi vildi gagnrýna sjómenn fyrir að henda verðmætum fiski var Ög- mundur einnig á móti því vegna þeirrar „óskynsemi að brjóta á stétt sem skapar þjóðarbúinu verðmæti“. Allsendis svo já. Af þessum örfáu dæmum má glögglega sjá að Ögmundur Jónas- son hefur eitthvað annað markmið en að gera stjórnsýsluna skilvirkari. Ávítur þær sem hann fékk nýverið eru því áminning til hans um að starfa af meiri alúð, virðingu og heið- arleika á hinu háæruverðuga Al- þingi. Hann er hvattur til að drekka reglulega ölkelduvatn; fá sér svart- baksegg úr Stagley og gjarnan sauðaþykkni norðan úr Svarfaðardal svo að hrollur þessi hverfi sem fyrst úr huga mannsins. GUÐMUNDUR HELGASON, nemi í fjölmiðlun í Kanada. Hýðing Ögmundar Frá Guðmundi Helgasyni: Kæri heilbrigðisráðherra! Púkinn á fjósbitanum hvíslaði að mér: „Elsku ráðherra. Ekki semja við sjúkraþjálfara! Þeir halda meðal annars að þeir ingar og ráðgjöf við skjólstæðinga sína. Hljóðgervill getur svarað í síma: „Nei, því miður. Hann er hætt- ur. Reynið að komast á biðlista sjúkrahússins við Hringbraut. Næsta bygging verður tilbúin 2022 – ef samkomulag næst um nýtingu Vatnsmýrarinnar.“ Þeir geta látið gömlu tölvurnar duga árum saman, hætt að fylgjast með vísindalegri þekkingu og rann- sóknum. Sem púki hef ég fylgst með þeim sem ritar þessar línur. Hann heldur – forritaður að meira eða minna leyti af undarlegri hugsun sjúkraþjálfara og lækna – að hann hafi eitthvert gagn af því að rífa sig upp eld- snemma á morgnana og berjast áfram í snjó og frosti til að komast í sjúkraþjálfun, teygja sig þar og toga, hanga í rimlum eins og þorskur til þerris og ráðfæra sig við sjúkraþjálf- arann um líðan, blóðþrýsting, hjart- slátt og verki þegar hann fær smá hland fyrir hjartað. Hvílík fásinna! Ekki semja við sjúkraþjálfara, ráðherra.“ Þannig mælti púkinn. ÞÓRIR S. GUÐBERGSSON Látraströnd 7, Seltjarnarnesi. geti hjálpað fólki til betri heilsu og komið í veg fyrir ótímabærar inn- lagnir á sjúkrahús. Þetta er hugs- anavilla. Fjöldi fólks í sjúkraþjálfun pínir sig oft í viku til að mæta í hund- leiðinlegar æfingar, til að púla og þjást andlega og líkamlega, í von um bata – þó að það vilji miklu fremur liggja á sjúkrahúsi og láta tugi starfsfólks stjana í kring um sig daga og nætur í hræódýrum sjúkrahús- rekstri sem skilar alltaf hagnaði. Svo eru sjúkraþjálfarar líka haldnir þeirri ranghugmynd að þeir efli og styrki sjálfsmynd sjúklinga sinna og telja þeim trú um að með virkni til hugar og handar, fræðslu og þekkingu ráði þeir miklu um eigin heilsu, líðan og líf. Hvílík fásinna! Sjúkraþjálfarar læða líka þeirri furðulegu hugmynd í vitund sjúk- linga sinna að þeir geti orðið „sér- fræðingar“ um eigin heilsu. Svona lagað látum við bara ekki viðgang- ast, ráðherra. Rekstrarkostnað getað þeir lækk- að t.d. með því að þrífa sjaldnar en þeir gera, ryk hefur aldrei drepið nokkurn mann, svo ég viti. Þeir geta lækkað símkostnað með því að masa minna og minnkað þjónustu, upplýs- Púkinn á fjósbitanum Frá Þóri S. Guðbergssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.