Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 43 KVENNADEILDIN á Landspítala – háskólasjúkrahúsi hefur fengið hálfrar milljónar króna styrk til móttöku- og ráðgjafarþjónustu vegna getnaðarvarna frá lyfjafyr- irtækinu Schering í Þýskalandi. Umboðsaðili þess á Íslandi er Thor- arensen lyf í Reykjavík. Fyrirtækið veitir styrkinn í tilefni af því að í fyrra voru fjörutíu ár liðin síðan samsetta getnaðarvarnapillan („pillan“) kom á markað í Evrópu. Í rúmt ár hefur verið rekin sér- hæfð getnaðarvarnaráðgjöf á kvennadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Ráðgjöfin felst einkum í aðstoð við konur sem hafa átt í erf- iðleikum með getnaðarvarnir. Auk þess fá konur sem leitað hafa á kvennadeildina góða almenna ráð- gjöf um getnaðarvarnir. Sérstök áhersla hefur verið lögð á aðstoð við ungar konur. Þetta höfðinglega framlag frá fyrirtækinu Schering verður notað til frekari uppbygg- ingar á getnaðarvarnamóttökunni, sem er nauðsynlegur þáttur í alhliða aðkomu þjónustudeildar eins og kvennadeildarinnar að sem flestu er varðar heilbrigði og velferð kvenna, segir í fréttatilynningu. Móttakan er opin tvisvar í viku eftir venjulegan vinnutíma og þar hefur einnig skapast grundvöllur fyrir kennslu heilbrigðisstétta og rannsóknir. Lögð er áhersla á að konur séu ekki til langframa í ráð- gjöf á kvennadeildinni, heldur leiti síðan til heilsugæslu og heim- ilislækna. Við móttökuna hafa unnið tveir hjúkrunarfræðingar/ ljósmæður og fimm læknar. Styrkur til getnaðarvarnaráðgjafar Við móttöku styrksins voru viðstödd (frá vinstri) Jón Hilmar Alfreðsson sviðstjóri á Kvennasviði LSH, Vala Haf- steinsson frá Schering, Margrét Hallgrímsson sviðstjóri á Kvennasviði LSH, Jóhannes Gunnarsson lækninga- framkvæmdastjóri LSH, Reynir Tómas Geirsson prófessor og forstöðulæknir á Kvennadeild LSH og Gunnar Guðmundsson, markaðsstjóri hjá Thorarensen Lyfjum. MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Óskari Bergssyni þar sem segir m.a.: „Í kjölfar ákvörðunar minnar um að draga framboð mitt til baka í skoð- anakönnun Framsóknarflokksins hefur mikið verið haft samband við mig og óskað eftir því að ég gerði bet- ur grein fyrir ákvörðun minni en komið hefur fram í fjölmiðlum fram að þessu. Í aðdraganda þessara borgar- stjórnarkosninga hefur Framsóknar- flokkurinn gengið í gegnum miklar skipulagsbreytingar í Reykjavík. Öllu félagsstarfi í Reykjavík hefur verið skipt upp eftir kjördæmaskiptingunni og Félag framsóknarkvenna gert áhrifalaust. Ég lagðist gegn þessum breytingum en þar sem bæði borg- arfulltrúar og alþingismenn flokksins lögðust á árarnar í þessum efnum þá mátti ég mín ekki mikils í þeirri við- ureign. Á aðalfundum félaganna sl. haust voru keyrðar í gegnum fundina lagabreytingar án þess að leyfðar væru um þær umræður. Ekki voru heldur kosnir fulltrúar á kjördæmis- þing á þessum aðalfundum. Á kjördæmaþingi 2. febrúar sl. var síðan samþykkt að aðalmenn á kjör- dæmaþingi hefðu einir atkvæðisrétt í skoðanakönnuninni. Í kjölfar þess kjördæmaþings fór að bera á þrálát- um orðrómi um að einn frambjóðand- inn hefði haft óeðlileg afskipti af list- unum sem orðnir voru kjörskrár í skoðanakönnuninni. Hluti stjórnar FUF suður sendi formanni kjör- nefndar bréf þess efnis að löglegur listi félagsins um aðalfulltrúa á kjör- dæmisþing lægi ekki fyrir. Sam- kvæmt lögum FUF-félaganna átti að kjósa aðalfulltrúa á kjördæmisþing sl. haust. Þegar mér var þetta ljóst kærði ég málið til kjörnefndar. Kæru mína bar ég upp í tveimur liðum, ann- ars vegar vegna listanna frá FUF suður og hins vegar vegna þess að kjördæmaþingið sem samþykkti að- ferðafræðina hafði í raun ekki vald til þess. Það vald er samkvæmt lögum Framsóknarflokkins hjá aðildarfélög- um en ekki hjá kjörnum fulltrúum á kjördæmaþingi. Kjörnefnd vísaði kærunni frá og var þá málinu vísað til laganefndar flokksins. Álit laganefnd- ar var á þá leið að ekki bæri að taka málið upp. ...Um hinn lið kærunnar gerði laganefnd ekki greinarmun á kjördæmaþingi og félagsfundi. ... Af 344 fulltrúum voru 87 farnir út og nýir komnir inn. Af þeim sem búið var að taka út voru m.a. skyldmenni mín, vinir, stuðningsmenn og ýmsir fyrr- verandi virkir forystumenn úr flokks- starfi. Þegar þetta lá fyrir var ljóst að sú leynd sem hvílt hafði yfir listunum hafði að geyma nýja „virka“ fulltrúa á kjördæmaþingi sem ég þekki hvorki haus né sporð á þrátt fyrir að vera bú- inn að vera virkur félagi í flokknum í áratug....Þegar öll spilin höfðu verið lögð á borðið og kæra mín hafði fengið flokkslega meðferð, sem olli mér miklum vonbrigðum, var ekki um annað að ræða en að draga framboð mitt til baka. " Yfirlýsing frá Óskari Bergssyni ÍSKLIFURHÁTÍÐ Alpaklúbbsins verður haldin á Ísafirði dagana 21.–24. febrúar. Hátíðin hefur verið árlegur viðburður hjá klúbbnum síðustu fjögur árin og verið haldin víða um land. Um helgina koma klifr- arar saman og klifra ísleiðir í fjöllum í nágrenni Ísafjarðar. Helstu svæði eru Óshlíðin, Naustahvilft, Valagil í Álftafirði, svæði í Önundarfirði og víðar. „Von er á erlendum gestum frá Bandaríkjunum og atvinnumenn frá Frakklandi munu vonandi láta sjá sig. Föstudagurinn verð- ur helgaður klifri á Óshlíðinni og getur almenningur rýnt upp í hlíðina og vonandi greint menn og konur hangandi á öxum og broddum einum saman,“ segir í fréttatilkynningu. Ísklif- urhátíð á Ísafirði OPINN hádegisverðarfundur um einkavæðingu, árangur og horfur verður haldinn á Hótel Borg í dag, fimmtudaginn 21. febrúar, kl. 12– 12.30 og eru frummælendur Guðni Ágústsson, varaformaður Fram- sóknarflokksins, og Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður, en hann er fundarboðandi. Fundarstjóri er Þorlákur Björnsson, formaður kjördæmissambands framsóknar- manna í Reykjavík norður. „Ólafur Örn hefur gengist fyrir fundum af þessu tagi á undanförn- um árum og hverju sinni er fund- arefni eitthvert það málefni sem efst er á baugi. Að þessu sinni er einkavæðing ríkisfyrirtækja tví- mælalaust það sem hæst ber í stjórnmálaumræðunni, enda ræður árangur einkavæðingar miklu um stjórnmálaviðhorf. fjárhag og fjár- lög ríkisins, fjárfestingar innlendra og erlendra fjárfesta, rekstrarum- hverfi stærstu fyrirtækja landsins og kjör starfsfólks svo nokkuð sé nefnt,“ segir m.a. í fréttatilkynn- ingu. Fundurinn er öllum opinn og er verð á hádegismat kr. 1.450. Fundur um einkavæðingu LOMBER-dagur verður hald- inn á Skriðuklaustri laugar- daginn 2. mars kl. 14. Lom- ber-dagurinn er jafnt fyrir byrjendur sem gamalreynda spilamenn. Farið verður yfir undirstöðuatriðin áður en spil hefst. Þátttökugjald er kr. 3.300. Innifalið er ritlingur um Lom- ber, síðdegiskaffi og tveggja rétta kvöldverður. Fjöldi þátttakenda er tak- markaður. Skráning og nánari upplýsingar eru í síma eða í tölvupósti á klaustur@skridu- klaustur.is. Lomber- dagur á Skriðu- klaustri LÍKNAR- og vinafélagið Bergmál hefur opið hús sunnudaginn 24. febrúar kl. 16 í húsi Blindrafélags- ins, Hamrahlíð 17, 2. hæð. Ræðumaður dagsins verður Bernharður Guðmundsson, rektor í Skálholtsskóla. Veitingar og söng- ur. Skráning þátttöku er hjá Karli Vigni Þorsteinssyni, Eskihlíð 16 og Elfu Björk Gunnarsdóttur, Suður- hlíð 35, í síma eða á netfangi: el- fab@li.is Opið hús hjá Bergmáli SAMTÖK lungnasjúklinga halda í kvöld, fimmtudagskvöldið 21. febr- úar, kl. 20 fræðslufund um auka- verkanir lyfja og lyfjafræðilega umsjá í safnaðarheimili Hallgríms- kirkju í Reykjavík (gengið inn frá Eiríksgötu). Fundir Samtaka lungnasjúklinga eru öllum opnir. Gestur fundarins er Heimir Þór Andrason lyfjafræðingur. Fjallar hann um aukaverkanir astmalyfja og annarra lyfja lungnasjúklinga. Einnig mun Heimir Þór kynna nýja þjónustu sem lyfjaverslanir Lyfju hf. eru að fara af stað með og felst í svonefndri lyfjafræðilegri umsjá. Markmiðið með lyfjafræði- legri umsjá er að auka heilsutengd lífsgæði einstaklinga og bæta árang- ur af meðferð, m.a. með markvissari og hagkvæmari notkun lyfja, segir í fréttatilkynningu. Fræðsla um aukaverkanir lyfja og lyfja- fræðileg umsjá Í TILEFNI komandi sveitarstjórn- arkosninga skorar Átakshópur ör- yrkja á öll þau öfl er hyggjast bjóða fram að gæta jafnræðis við val á frambjóðendum og taka í þeim efn- um fullt tillit til allra þjóðfélagshópa. Styrkur lýðræðisins grundvallast á því að kjörnir fulltrúar endurspegli í hvívetna breidd og fjölbreytileika mannlífsins, segir í áskoruninni. Framboðslistar endurspegli þjóð- félagið „UNGT fólk með ungana sína“, UFU, verður með fund fimtudaginn 21. febrúar kl. 13–15 í Hinu húsinu, Aðalstræti 2. Bergþóra Reynisdóttir geðhjúkr- unarfræðingur heldur fyrirlestur um „konur og þunglyndi“. Léttar veit- ingar verða á staðnum og leikað- staða fyrir börnin. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir, segir í fréttatilkynningu. Ungt fólk með ung- ana sína fundar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.