Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÓNUS Gildir 21.–23. eða á m. birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. Myllu heimilisbrauð ............................... 99 169 99 st. Bónus kaffi 500 g.................................. 199 269 398 kg Gold kaffi 250 g .................................... 99 129 198 kg Kelloggs cornflakes................................ 359 389 359 kg Prins Pólo 30 st. .................................... 999 1399 33 st. Bónus franskar 1,4 kg............................ 249 299 178 kg Heilsutvenna frá Lýsi .............................. 689 789 689 pk 11-11-búðirnar Gildir 21.–27. febrúar nú kr. áður kr. mælie. Kea ofnst. m/ítölskum blæ. 15% af v/ kassa ................................................... 1.186 1.395 1.186 kg Kea lambainnlæri kryddað 15% af v/ kassa ................................................... 1.039 2.399 1.039 kg 1944 kjúklingabr. í súrsætri sósu 15% af v/kassa................................................ 416 489 416 st. 1944 kalkúnabringur í púrtvínssósu 15% af v/kassa ............................................ 416 489 416 st. Emmes jógúrtís 1l. Allar teg. ................... 369 499 369 ltr ÍF kjúklingalæri...................................... 599 799 599 kg ÍF kjúklingaleggir ................................... 599 799 599 kg ÍF kjúklingavængir ................................. 449 680 449 kg HAGKAUP Gildir 21.–24. febrúar nú kr. áður kr. mælie. Kjarnafæði ½ skrokkar í pokum .............. 499 629 499 kg River hrísgrjón 2 lbs ............................... 199 244 221 kg Aviko Ofn franskar 750 g........................ 289 339 385 kg Simtom sósur 360 g .............................. 239 319 664 kg KRÓNAN Gildir 21.–27. febrúar nú kr. áður kr. mælie. Svali jarðarberja 3 í pakka...................... 99 33 st. Reyktur hversdagslax 35% af v/kassa ..... 971 1.494 971 kg Vanillustangir Emmess ........................... 379 479 379 pk. Krónubrauð........................................... 89 89 st. SS rauðvínssteik 20% af v/kassa............ 1.060 1.328 1.060 kg Coke + Maarud salt og pipar .................. 399 nýtt 399 pk. Krónupizza pepp/skinka/margarita......... 199 nýtt 199 st. Búrfells hamborgarar m/brauði .............. 199 nýtt 199 pk. NETTÓ Gildir á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mæliei. Pagen bruður heilhv.400 g...................... 178 209 445 Pagen bruður hveiti 400 g ...................... 178 209 445 Freyja Rískubbar 170 g .......................... 199 268 1.117 McVities Digestive kex 400 g .................. 186 219 465 Heinz Medit.olive sósa ........................... 166 195 166 Heinz Exotic sósa................................... 166 195 166 Heinz Sun-Dried tomato sósa ................. 166 195 166 Kexsm. Möffins m/súkkul.bitum 400 g.... 299 329 747 Kexsm. Hafrakex 250 g .......................... 99 169 396 Kexsm. Hrískökur m/súkkulaði 100 g ...... 169 194 1.690 SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 22.–25. febrúar nú kr. áður mælie. Svínahnakki m/beini ............................. 599 799 599 kg Svínalundir ........................................... 1.490 1.798 1.490 kg Svínalæri .............................................. 399 649 399 kg Svínakótilettur....................................... 799 1.089 799 kg Svínabógur ........................................... 449 589 449 kg Svínahnakki úrb. ................................... 899 1.298 899 kg SELECT-verslanir Gildir 31. jan–27. feb. nú kr. áður mælie. Mónu Rommy ....................................... 39 59 Freyju Staur .......................................... 64 85 Stimorol tyggigúmmí .............................. 44 55 Kaffi og amerísk skonsa ......................... 149 200 Kaffi og amerísk skonsa Birkimel............. 189 248 10-11-búðirnar Gildir 21.–24. febrúar nú kr. áður kr. mælie. Tilda Rizazz 4 teg. 250g ......................... 259 299 1.036 Leppin 0,25l ......................................... 89 Nýtt 356 Mexíkóostur 150g ................................. 149 179 993 Léttostur m. villisv./skinku&beik. 250 g... 199 249 796 Harpic Powerfoam Atlantic...................... 279 379 279 Harpic Powerfoam Fresh......................... 279 379 279 Móa Mexico kjúklingav. .......................... 942 1.178 942 Móa grillaður kjúklingur.......................... 639 799 639 Móa kjúklinga spare ribs ........................ 937 1.171 937 Móa kjúklingabollur ............................... 942 1.178 942 Móa kjúklinganaggar ............................. 1.160 1.450 1.160 Móa kjúklingaborgarar 2 st.. ................... 267 334 267 Móa kjúklingasnitsel .............................. 942 1178 942 Móa bbq.steiktir leggir ........................... 937 1171 937 Kjarnafæði hrásalat 350 g...................... 99 124 283 ÞÍN VERSLUN Gildir 21.–27. febrúar nú kr. áður kr. mælie SS Rauðvínslegið lambalæri ................... 1.062 1.328 1062 kg SS pylsur,+brauð/tómats/sinnep ........... 699 nýtt 699 pk. Oetker pizzur 320 g................................ 379 415 1.060 kg BKI Extra kaffi 400 g .............................. 269 319 672 kg SunQuick appelsínudjús 840 ml ............. 369 398 405 ltr Chocolate Cookies 200 g ....................... 169 189 845 kg Apple Pie Cookies 200 g........................ 159 178 795 kg Brownie Cookies 200 g .......................... 159 178 795 kg Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum 35% afsláttur af reyktum laxi. Kjúklingur á tilboði. NORSKA neytenda- tímaritið Forbruger- rapporten greinir frá því í febrúarhefti sínu að níu ára telpur passi í tískuföt sem seld eru konum á fullorðinsaldri. Fengin var níu ára telpa til þess að máta föt í verslunum Vero Moda og H&M í Noregi og passaði hún í stærðir merktar XS, S, M og 34. Um var að ræða galla- kjól, buxur, boli, pils og jakka. Í tímaritinu segir að athugunin hafi komið til þar eð greinarhöf- undar hafi haft á tilfinn- ingunni um hríð að minnstu fötin í fyrrgreindum verslunum pössuðu dæmigerðri lít- illi telpu. Fram kemur að hvorki hafi reynst vandkvæðum bundið að finna passleg föt á telpuna í Vero Moda né H&M, en hún er ein- ungis 135 sentímetrar á hæð og 33 kíló. „Buxur reyndust að vísu eilítið víðar í mittið og kannski hefði mátt bretta upp á skálmarnar en bæði þær og pils sem mátuð voru pössuðu það vel að maður veltir fyrir sér hvaða stúlkur séu nógu grannar yfir mjaðmirnar til þess að passa í XS. Þá fundum við boli, hettupeysu og peysu sem smell- passaði á telpuna og kápa frá Vero Moda í stærð S, smellpassaði,“ segja blaðamenn Forbruger- rapporten. Haft er eftir markaðsstjóra H&M, Helen Webster, að lögmál tískunnar kveði í augnablikinu á um talsvert aðskornar flíkur og að margar ungar stúlkur vilji sérlega þröng föt. Hermt er að Webster sé sjálf 164 sentímetrar á hæð, noti stærðir XS eða S og kaupi öll sín föt hjá H&M. Jafnframt er sagt að hún hafi orðið nokkuð hissa á því að lítil telpa passaði í svo margar kvenflíkur verslunarinnar. „Flík- urnar í dömudeildinni eru ætlaðar konum 18 ára og eldri og í ung- lingadeildinni er miðað við 15 ára,“ segir Webster. Litlar flíkur lögmál tískunnar? Blaðamenn tímaritsins spyrja hana í kjölfarið hvort ekki verði mikið eftir af fyrrgreindum stærð- um í versluninni, þar sem ljóst sé að nútíma- maðurinn/konan sé hreint ekki að minnka að ummáli. Svarar Webster því til að þótt það hafi komið fyrir, sé það alls ekki raunin almennt séð. Í blaðinu segir jafn- framt að fyrst níu ára telpur geti keypt föt í kvennadeildum tísku- verslana megi velta fyr- ir sér hvernig konum í reglubundnari stærðum takist að fá á sig föt. Haft er eftir tísku- og litgreiningarráðgjafa sem aðstoðar konur við að klæða sig rétt, Gerd Ordal, að konur þurfi ekki að vera ýkja breiðvaxnar til þess að vera í vand- ræðum með að fá á sig föt. Erfitt að fá föt í stærðum 42–44 „Kona sem notar stærð 42 getur átt í erfiðleikum og sú sem notar 44 getur gleymt því að finna á sig fín föt. Slík kona þarf alls ekki að vera feit, heldur kannski bara há- vaxin, axlabreið og með þykkan barm,“ segir Ordal. Segir hún takmarkað vöruúrval í fataverslunum þeim að kenna sem kaupa flíkurnar inn, þar eð þeir vilji heldur markaðssetja vöru sína á líkama grannvaxinna fyr- irsætna. „Konum er oft sagt að að- eins sé tekin inn ein flík í stærð 42 eða 44. Hins vegar er allt eins lík- legt að þessar stærðir klárist fyrst, því það eru iðulega minni númerin sem hanga á slánum fram að næstu útsölu. Stærð 40 til 42 er ekki óeðlilegt númer fyrir unga stúlku. Við vitum jú hvað getur gerst þeg- ar ungar konur finna ekki á sig föt. Lífið verður ein endalaus megr- un,“ er haft eftir Gerd Ordal. Forbrugerrapporten segir að síðustu, að konur sem séu orðnar leiðar á því að kaupa flíkur í XL, þótt þær séu ekki í yfirstærð sjálf- ar, geti huggað sig við að H&M og fleiri stórar verslanir hyggist breyta stærðarmerkingum sínum. Stærðirnar verða merktar upp á nýtt þannig að flík sem nú er merkt XL verður L og síðan koll af kolli. Einnig segir að í bígerð sé hjá Evrópusambandinu að búa til nýjan staðal fyrir fatastærðir, þar sem Evrópubúar séu þegar allt kemur til alls af öllum stærðum og gerðum. Kvenföt passa á 9 ára Norska neytendatímaritið Forbrugerrapporten lét níu ára stúlku máta flíkur í tveim kvenfataverslunum. LANDSSAMBAND bakarameist- ara hefur valið köku ársins öðru sinni og verður hún kynnt á konu- daginn. Kakan sem um ræðir er með „flamberuðum marens“ og möndlu- bragði og sendu 13 bakarí innan landssambandsins inn kökur áður en valið fór fram. Í dómnefnd voru Jón Rúnar Arel- íusson yfirdómari, Ingólfur Sigurðs- son yfirkennari við MK, Haraldur Friðriksson bakarameistari, Jó- hanna Vilhjálmsdóttir, annar stjórn- enda Íslands í bítið á Stöð 2, og Helga Kristín Einarsdóttir blaða- maður. Jóhannes Felixson bakarameist- ari sá um framkvæmdina fyrir hönd landssambandsins og segir hann sambandið hafa byrjað að velja köku ársins í fyrra til þess að auka sam- starf milli bakara innan vébanda þess. „Þótt ein kaka sé valin er sá sem sendi hana inn til keppni ekki endilega sá sem sigrar. Sigurinn felst ekki síst í ferlinu sem fer af stað eftir valið þegar öll bakarí innan sambandsins taka sig saman um gerð þessarar einu köku og vinna að útfærslu uppskriftarinnar í samein- ingu,“ segir hann. Kakan sem valin var heitir einfald- lega kaka ársins og verður í boði í bakaríum landssambandsins þetta ár. Meðal þátta sem réðu valinu á köku ársins voru myndform og bragð og segir Jóhannes að „helg- arkökur með konditori-sniði“ séu nýtt tilbrigði í kökuneyslu lands- manna og þær ýmist borðaðar síð- degis eða á eftir mat. Kaka ársins 2002. Morgunblaðið/Golli Haraldur Friðriksson bakarameistari og Jón Rúnar Arelíusson yfir- dómari gaumgæfa kökurnar sem sendar voru inn til keppni. Kaka ársins valin SUNNUDAGINN 24. febrúar næstkomandi verður lokað í versl- unum Bónuss vegna vörutalningar. Opið verður á laugardag frá 10 til 16 (til 17 í sumum búðum), talið á sunnudag og síðan opnað að nýju á mánudag kl. 12 eins og venjulega, segir í til- kynningu frá Bónus. „Viðskiptavinir Bón- uss eru hvattir til að gera innkaupin á föstudegi eða laugar- degi svo þeir lendi ekki í vandræðum á sunnudaginn þegar sunnudagsbúð- irnar okkar verða lokaðar,“ segir ennfremur. Vörutalning hjá Bónus á sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.