Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SENN fer að líða að lokun sýning- arinnar SjónAuki III, sem staðið hef- ur yfir á Listasafni Akureyrar frá 19. janúar. Sýningin á að gefa hugmynd um þróun framsækinna viðhorfa í ís- lenzkri myndlist á tímabilinu og var Aðalsteinn Ingólfsson listsögufræð- ingur og forstöðumaður Hönnunar- safns Íslands fenginn til að vera hér einvaldur eins og menn nefna það í boltaíþróttum. Samlíkingin ekki út í hött fyrir þá sök, að jafnaðarlega eru ekki allir sammála vali slíkra einvalda og svo hefur einnig gerst hér, þótt há- vaði samræðunnar sé minni vegna þess að sýningin er haldin í fámenn- inu norðan heiða. Helst eru það áhugasamir með aðganga að Netinu sem hér fylgjast með málum. Að sjálfsögðu útilokað að gera öll- um til geðs í hinu ennþá mjög svo takamarkaða rými Listasafnsins, sem varla rúmar fleiri en 40 málverk af þokkalegri stærð, auk nokkurra gólf- verka. Boginn hér trúlega spenntur full hátt, að efna til jafn yfirgripsmik- illar úttektar með það í huga að veita forvitnum norðlendingum raunsanna innsýn á tímabilið. Og þótt tekið sé fram, að þeir sem tengjast valinu dragi saman myndverkin út frá eigin forsendum og rökstuðningi, hefði mátt leggja aðeins meiri áherslu á að um væri að ræða mjög persónulega sýn viðkomandi einvalds hverju sinni á tímaskeiðinu og mætti því búast við nokkrum úlfaþyt. Á það einkum við um núverandi þemasýningu sem spannar svo víðfeðmt viðkvæmt „frjótt og róstusamt“ tímabil eins og safnstjórinn Hannes Sigurðsson orð- aði það í opnunarræðunni. Á fyrsta áratug tímabilsins átti sér þannig stað mesta fjölgun myndlistarmanna í íslenzkri myndlistarsögu, einkum eftir að svonefnd námslán komu fram, þarnæst fylgdi viðlíka sýninga- sprengja, eða frá örfáum sýningum á ári upp í jafnmargar á mánuði og er nú svo komið á viku. Þá má ekki gleyma margföldun listsögufræðinga með samtímalist sem sérgrein, eink- um á síðustu áratugum. Þetta úrtak umbrotatíma í sjónhendingu er að auki þeim annmörkum brennt, að ein- ungis er stuðst við innkaup Lista- safns Íslands og Listasafns Reykja- víkur, meira að segja með þeim skondnu og þó nærtæku tilmælum að velja sem fæst frá LI vegna hárra leigugjalda! Sannast sagna fyndi ég til mikils vanmáttar ætti ég að hrista skilgrein- ingu á þessu tímabili fram úr erminni í einum listdómi, jafnvel þótt ekki væri nema um einn áratug að ræða, úttektin yrði að vera skilvirk, hlutlæg og ítarleg, engin ein kórrétt lausn sjálfgefin. Og í ljósi þessa alls, skil ég trauðla að einvaldurinn skyldi taka þetta að sér bara si sona, ber miklu yfirlæti vitni og jafnframt hrokafullri vissu um óskeikula dómgreind. Út- koman er svo sannast sagna yfirmáta brotakennd og hlutdræg, að ekki sé fastar að orði kveðið, mátti þó búast við slíkum vinnubrögðum úr þessari átt og kom síst á óvart. Í stuttu máli er hlutur hins svonefnda SÚM-hóps og sporgöngumanna hans, kynslóðar einvaldsins, yfirgnæfandi, gefur raunar tóninn sýninguna í gegn. Lík- ast sem aðrir hafi einfaldlega ekki verið til á tímabilinu, en ef svo, þá hálfgert ómark til hliðar, og guð hjálpi þeim sem leyfa og hafa leyft sér að fetta fingur út í óskeikul viðhorfin eða stíga á tærnar á fylgismönnum þeirra. Þetta er jafn mikið í sam- hljómi við þróunina í útlandinu síð- ustu áratugina og sjálf myndverkin á sýningunni, menn þannig í flestum til- vikum þiggjendur í orði sem á borði. Hér gildir þegnskapur við skólalær- dóm og þrælslund við trúboð fræðing- anna, þannig að ef ekki er mögulegt að tengja myndverkin alfarið við mið- stýrð markaðslögmál og heimspeki viðurkenndra klæðskerasaumaðra núlista í útlandinu eru þau einfaldega ekki með. Nokkuð langsótt að tengja þessar hræringar sérstaklega við ís- lenzkan vettvang, einkum fyrir þá borðleggjandi staðreynd að þegar nýja málverkið kom fram ytra, sner- ust margir þeir sem skólaðir voru í nýlist í MHÍ og Hollandi heilan hring á einni nóttu, jarðtengdari var sann- færingin ekki. Sjálf framkvæmd sýningarinnar gefur svo merkilega greinargóðar upplýsingar og skýr svör við því af hverju svo fáir hafa uppburði til að taka til máls opinberlega í orðræð- unni hvað þessi mál varðar. Sem raunar afar fáir íslenzkir myndlistar- menn og listsögufræðingar hafa haft í gegnum tíðina. Er svo einfaldlega til- vistarspursmál fyrir listamennina sjálfa, sem kjósa í ljósi ástandsins að afgreiða þessi mál undir rós og eru þá harla ómyrkir í máli. Hér er þannig mikið til verið að miðla þeim boðskap út fyrir mörk höf- uðborgarinnar, hver séu hin réttu trúarbrögð í framsækinni myndlist. Þá sérstöku síbylju sem söfnin sunn- an heiða hafa verið að rembast eins og rjúpa við staur að kynna á undanförn- um áratugum fyrir tómum húsum, en sé litið til nágrannalandanna reynist bæði þröng, eintóna og misvísandi. Er svo ekki einu sinni fullnægjandi í þessum sérstaka geira samtímalistar sem verið er að kynna á Akureyri, sé litið til harðorðra athugasemda frá báðum endum, þ.e. gömlum SÚM-ara og fulltrúa yngri viðhorfa, þar sem viðkomandi telja sig afskipta og eru miður sín. Hér hefði verið farsælast að nefna framkvæmdina, SÚM og áhrif listhópsins á íslenzkar núlistir, því hér er einsýni, hlutdrægni og ein- stefna ríkjandi. Greinargerð ein- valdsins er svo sama marki brennd. Sýningin hefur meiri svip af sýn- ingarröð Gerðubergs, Þetta vil ég sjá, þar sem þekktir einstaklingar hafa til þessa helst valið vini og venslamenn (!), en er ekki samboðið listfræðingi sem vill láta taka mark á sér, til við- bótar hlýtur hinn listfróði sýningar- gestur að skynja hitt, þ.e. Þetta vil ég ekki sjá! Og með hliðsjón af nafngift sýningarinnar, frá poppi til fjöl- hyggju, er nokkur spurn, hví í engu er litið til fyrstu tilraunar til að skil- greina áhrif frá poppi hér á landi sem gerð var í Listasafni Íslands fyrir margt löngu. Mikla og óvænta athygli vakti en ekki var fylgt eftir, einhverra hluta vegna. Skyldi þó ekki vegna þess, að slíkt riðlaði á augabragði þeirri óskhyggju sem hér getur að líta og veitti raunsannari sýn á þróunina. En líti maður á framkvæmdina ein- ungis sem samhengislítið brotabrot þess sem fram kom á tímabilinu án þess að gerð sé alvarleg tilraun til krufningar þess, er hún áhugaverð til skoðunar og stendur fyllilega fyrir sínu. Mjög vel er staðið að umgerð framkvæmdarinnar frá hálfu safnsins og þótt ekki fylgi henni sýningarskrá, einungis kynningarbleðill, er gnótt skilvirkra upplýsinga á vefnum http// www.artak.strik.is. „SjónAuki III“ MYNDLIST Listasafnið á Akureyri Opið alla daga frá 13–18. Lokað mánu- daga. Til 24. febrúar. Aðgangur ókeypis. FRÁ POPPI TIL FJÖLHYGGJU/ ÍSLENSK MYNDLIST FRÁ 1965–2000 Bragi Ásgeirsson LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir Gullbrúðkaup eftir Jökul Jakobs- son á veitingahúsinu Græna hatt- inum í miðbæ Akureyrar í kvöld. Sýningin er í samvinnu við eig- endur Græna hattsins og verður gestum boðið upp á létta máltíð fyr- ir sýningu og kaffi. „Þetta leikrit grípur mann al- veg,“ sagði Skúli Gautason leik- stjóri. Gullbrúðkaup er upphaflega útvarpsleikrit og var fyrst leikið í útvarpi vorið 1964 í leikstjórn Gísla Halldórssonar en verkið skrifaði hann skömmu áður. Leikhópur setti þetta verk svo á svið sumarið 1965 á Höfn í Hornafirði. Skúli sagði að um væri að ræða stutt leikrit, það tæki um 40 mín- útur í sýningu og því hentaði það til sýningar við ýmis tækifæri, en vel mætti hugsa sér að setja upp há- degissýningar eða eftirmiðdags- sýningar fyrir hópa sem vilja eiga góða stund saman yfir góðu leikriti og matarbita. Hann sagði að menn vildu prófa eitthvað nýtt og því far- ið með sýninguna út úr Samkomu- húsinu og vænti hann þess að áhorf- endur tækju þessari nýjung vel. Falleg sýning og snjall texti Sigurður Hróarsson leikhússtjóri sagði Jökul hafa verið í hópi bestu leikskálda landsins sem sýndi sig best í því að leikrit hans væru sýnd aftur og aftur. „Og þau hitta alltaf í mark,“ sagði hann. Leikfélag Ak- ureyrar hefur sýnt fjölda leikrita eftir Jökul, auk þess sem hann samdi „Klukkustrengi“ sérstaklega fyrir félagið. „Þetta verk, Gullbrúð- kaup, hefur elst afar vel, textinn stenst vel tímans tönn enda er þetta list sem Jökull kunni manna best,“ sagði Sigurður. Gullbrúðkaup sagði hann vera fallega sýningu, „þetta er snjall leiktexti, hæfilega illkvitt- inn og hæðinn og fellur Íslend- ingum eflaust vel í geð“. Þeir Skúli og Sigurður vilja sem minnst segja um gang leiksins, en í verkinu segir frá eldri hjónum, Guðbjörgu og Ananíasi, auk þess sem við sögu koma þau Óli á háa- loftinu og kærasta hans, Helga. Hjónin hafa ekkert nema hvort annað og verða því stundum leið á tilbreytingarleysi daganna, þar sem tíminn líður hægt. Þráinn Karlsson og Saga Jóns- dóttir fara með hlutverk gömlu hjónanna, en Aðalsteinn Bergdal og María Pálsdóttir leika kærustu- parið. 100. leiksýning Aðalsteins Þetta er hundraðasta leiksýning Aðalsteins á sviði, en hann á 35 ára starfsaldursafmæli sem leikari um þessar mundir. Sýningarnar skipta þúsundum. „Ég hef enga tölu á þeim,“ sagði Aðalsteinn, en minnist þess glögglega að hann lék eitt sinn 39 sýningar á einni viku og var að henni lokinni mjög af honum dreg- ið. „Ég var ekki bara lúinn, ég var alveg búinn og hélt ég væri að klikkast,“ sagði hann, en um þær mundir lék hann í sýningu í tengslum við tuttugu ára afmæli IBM á Íslandi og urðu þær allt upp í ellefu yfir daginn auk þess sem hann var með í sýningu Leikfélags Reykjavíkur og tók þátt í miðnæt- ursýningum í Austurbæjarbíói. „Þetta var svakaleg törn og ég mæli ekki með þessu.“ Leikferilinn hóf Aðalsteinn 18 ára gamall í leikritinu Sláturhúsið hraðar hendur eftir Hilmi Jóhann- esson, þar sem hann lék Steina, sem alltaf stóð með rollunum. „Ég var fenginn í þetta af því ég gat sungið, það vantaði unga söngvara í þetta leikrit en eftir þetta varð ekki aftur snúið, ég fékk þarna einhvern vír- us, sem ekki hefur farið úr mér síð- an,“ sagði Aðalsteinn. Á barnsaldri hélt hann uppi fjörinu í fjölskyldu- boðum ótrauður þó svo að móðir hans bæði gesti um að hlæja ekki, „hann héldi þá bara áfram“. Tom í Glerdýrunum minnisstæðastur Minnisstæðasta hlutverk sitt á ferlinum sagði Aðalsteinn vera Tom í Glerdýrunum eftir Tennesee Williams. „Það var mjög skemmti- leg sýning í leikstjórn Gísla Hall- dórssonar. Með okkur þróaðist vin- skapur sem var mér ómetanlegur og það var ekki síst fyrir hans orð sem ég hélt suður til að leika árið 1979,“ sagði Aðalsteinn, sem var um árabil hjá Leikfélagi Reykjavík- ur og einn vetur hjá Þjóðleikhúsinu auk þess að vera í lausamennsku. Aðalsteinn sagðist fara með lítið hlutverk í Gullbrúðkaupi, en verkið væri létt og skemmtilegt og gaman að sýna það utan Samkomuhússins. „Það er öðruvísi stemning yfir þessu og ég held að fólk eigi eftir að skemmta sér vel, þau fara alveg á kostum, þau Þráinn og Saga,“ sagði Aðalsteinn. Leikfélag Akureyrar frumsýnir Gullbrúðkaup eftir Jökul Jakobsson Hæfilega illkvittinn og hæðinn texti Morgunblaðið/Kristján Þráinn Karlsson, Aðalsteinn Bergdal og María Pálsdóttir í hlutverkum sínum. Gullbrúðkaup er hundraðasta leiksýning Aðalsteins á sviði. ÍSLENSKUM ungmennum á aldrinum 17–26 ára gefst kostur á að þreyta inntökupróf í Heimskór æskunnar næstkom- andi miðvikudag, 27. febrúar. Heimskórinn hittist í Kanada 17. júlí og æfir í Winnipeg í tvær vikur. Síðan mun kórinn verða á tónleikaferðalagi um Manitoba og fara síðan til Minnesota í Bandaríkjunum og koma fram á 6. heimsþingi alþjóðasamtaka kórtónlistar. Stjórnandi kórsins í sumar verður Tönu Kaljuste frá Eistlandi. Heimskór æskunnar (World Youth Choir) var stofnaður árið 1989. Kórinn hefur starfað einn mánuð á hverju sumri og alltaf á ólíkum stöðum í heiminum. Kór- félagar eru 96 og eru valdir úr hópi þúsund umsækjenda hvað- anæva að úr heiminum. Þeir þurfa að hafa mjög góða kunn- áttu í nótnalestri og raddbeit- ingu ásamt reynslu í kórsöng og kórstarfi. Nokkrir íslenskir kór- söngvarar hafa við góðan orðstír sungið með Heimskór æskunn- ar. Upplýsingar veitir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri. MYNDLISTARARFUR Ís- lendinga, frá upphafi byggðar og fram á miðja 19. öld, er við- fangsefnið á opnu kvöldnám- skeiði sem hefst hjá Endur- menntun HÍ nk. mánudags- kvöld og verður kennt næstu fjögur mánudagskvöld. Nám- skeiðið er haldið í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og verða skoðaðir gripir og myndir eftir íslenska listamenn, en einnig útlendir gripir sem hér hafa varðveist allt frá miðöldum. Umsjón með námskeiðinu hef- ur Þóra Kristjánsdóttir sér- fræðingur hjá Þjóðminjasafni Íslands. Námskeið um myndlist- ararfinn Gallerí Sævars Karls Sýning Kristins Pálmasonar er framlengd til 26. febrúar. Á sýningunni eru tólf verk sem hann hefur málað frá árinu 1998. Sýning fram- lengd Inntöku- próf í Heimskór æskunnar HJÁ Endurmenntun HÍ hefst fjögurra kvölda námskeið um glæpakvikmyndir fyrr og nú fimmtudaginn 28. febrúar. Kvikmyndir sem í daglegu tali eru kallaðar „film noir“- myndir voru vinsælar á fimmta áratugnum. Þetta voru saka- málamyndir og í flestum tilfell- um var aðalpersónan einka- spæjari. Í byrjun níunda áratugarins var byrjað að gera kvikmyndir sem höfðu sams konar uppbyggingu og mynda- töku og hafa þær verið kallaðar „neo noir“. „Film noir-“ og „neo noir-“kvikmyndir verða skoð- aðar og kannað hvaða tengsl þær hafa við glæpasögur bók- menntanna. Glæpasöguhöfund- arnir Bergljót Kristjánsdóttir, Arnaldur Indriðason og Árni Þórarinsson segja frá verkum sínum og sýnd verða brot úr kvikmyndum. Kennari er Sig- ríður Pétursdóttir. Glæpasögur hjá Endur- menntun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.