Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Málþing um breytingar á skólakerfinu Huga þarf að breytingum NÝLEGA kom útskýrsla sem Hag-fræðistofnun vann fyrir tilstilli Versl- unarmannafélags Reykja- víkur um styttingu grunn- og framhaldsskóla og um þessar mundir er menntamálaráðuneytið að setja á stofn vinnuhóp til að gera tillögur um styttingu framhaldsskól- ans sem á að skila af sér í haust. Í tilefni af þessu efnir skor uppeldis- og menntunarfræða við HÍ til málþings um styttingu grunn- og framhaldsskóla í Odda á morgun, föstu- dag, kl. 14-17. Þar verða framsöguerindi og al- mennar umræður. Pró- fessor Jón Torfi Jónasson er í forsvari fyrir málþingið. Hver eru helstu viðfangsefni málþingsins? „Málþingið snýst um nýja um- gjörð hefðbundins skóla á Ís- landi. Síðustu öld var farið að byggja hér upp heilsteypt og öfl- ugt skólakerfi sem virðist standa öllum nágrönnum okkar snún- ing. En ýmsar ástæður eru til þess að gaumgæfa skólamálin upp á nýtt. Svolítið svipað því og gert var af svo miklum krafti hér á landi í byrjun tuttugustu ald- arinnar. Í fyrsta lagi eru flestir á því að margt megi betur fara í skólakerfinu, í öðru lagi er kerfi okkar um margt eilítið öðru vísi en kerfi sumra nágranna okkar og í þriðja lagi blasir nú við ungu fólki allt annars konar fram- vinda skólagöngu en um var að ræða fyrir nokkrum áratugum. Það er gjörsamlega úrelt að líta svo á að fyrst komi skóli og síðan starf því nú er þessu svo sann- arlega fléttað saman alla starfs- ævina. Þess vegna viljum við taka þátt í efnislegri umræðu bæði um breytt skólakerfi og breytt skólastarf, sem hvort tveggja tekur mið af þeirri fram- tíð sem við okkur blasir.“ Hver eru talin helstu rökin fyrir styttingu grunn- og fram- haldsskólans? „Rökin hingað til hafa einkum snúist um samræmi við erlend kerfi og fjárhagslegan ávinning, bæði nemenda, kerfisins og raunar þjóðfélagsins alls. En við þau má bæta hugmyndum sem snúast um einföldun kerfisins, betri menntun þeirra sem verða nú helst útundan og brýnt end- urskipulag starfsmenntunar. En það má heldur ekki gleyma rök- um sem mæla gegn styttingu. Þau eru fjölmörg og hafa e.t.v. verið vanmetin; snúast m.a. um mikilvægi þess að nemendur hafi breiðan bakgrunn, mikilvægi fjölþættra verkefna í skólastarfi, annað verklag í skólum og skipu- lag þess skólahalds sem tekur við af framhaldsskólunum.“ Hver eru helstu rökin fyrir því að flytja fræðslustigið niður á leikskólastigið? „Þau snúast fyrst og fremst um betri nýtingu barnaskólaár- anna. Ég á eftir að sjá þennan þátt betur út- færðan og sannfærast. En ég geri því skóna að leikskólar bjóði upp á endurnýjun starfshátta og markmiða eins og önnur skóla- stig.“ Gætu flutningar fræðslustigs niður á leikskólastig ekki haft í för með sér flókin kjaraleg úr- lausnarefni? „Ef sátt næst um tilteknar breytingar þá held ég að kenn- arar og stjórnvöld einhendi sér í samninga. Ég sé það ekki sem fyrirstöðu.“ Á hvað löngum tíma eiga þess- ir gjörningar að klárast? „Flóknast er að ákveða hvað eigi að gera og undirbúa breyt- ingarnar. Sumar þeirra gætu síðan gengið í gegn á tiltölulega skömmum tíma.“ Nú þegar er grunnskólinn lengri, byrjar fyrr og endar seinna, hvað fæst með þessu? „Þetta er ekki eins einfalt og sumir halda, því fjölgun náms- stunda á ári færir ekki alltaf þann ávinning sem vænst er. Hins vegar finnst mér koma til greina talsvert ólíkt skipulag grunnskólans frá því sem nú er og það er auðveldara með lengra skólaári.“ Hver er megintilgangur mál- þingsins? „Markmið menntunar, starfs- hættir skóla og umgjörð skóla- starfs gæti allt breyst mikið á þessari öld, ef vilji er fyrir hendi og það er mjög mikilvægt að skoða þessi mál öll í samhengi. Við ættum að nota tækifærið við upphaf nýrrar aldar og leita nýrra hugmynda og fara nýjar og betri leiðir. Það er ánægju- legt að Verslunarmannafélag Reykjavíkur lagði þungt lóð á vogarskálarnar í þessari um- ræðu því þótt bæði menntamála- ráðuneytið og Reykjavíkurborg leggi sitt af mörkum, með málþingum um efnið, þá er mjög mik- ilvægt að fleiri komi þar við sögu. Þarna ræða Jóhanna Einars- dóttir um leikskóla, Jóna Bene- diktsdóttir um grunnskóla, Már Vilhjálmsson um framhalds- skóla, Jónína Bjartmarz um há- skóla og breytingar frá sjónar- hóli foreldra og Steinunn Vala Sigfúsdóttir um nemendur. Okk- ur rennur blóðið til skyldunnar að ræða þessi mál enda er þetta bæði brýnt og spennandi um- fjöllunarefni.“ Jón Torfi Jónasson  Jón Torfi Jónasson er prófess- or í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Lauk BSc- prófi í eðlisfræði og síðan MSc og doktorsprófi í sálfræði í Bret- landi. Hefur kennt uppeldis- og menntunarfræði við HÍ frá 1977. Undanfarin ár einkum kennt og skrifað um þróun íslenska skóla- kerfisins, starfsmenntun og full- orðinsfræðslu. Fékk starfs- menntarverðlaun Menntar og Starfsmenntaráðs 2001 fyrir rit- verk sín. Hann er giftur Bryndísi Ísaksdóttur bókasafnsfræðingi v/Landsbókasafnið og hafa þau eignast fjögur börn. …og leita nýrra hugmynda Tak frá mér þennan kaleik, vinur. TILLAGA að áætlun vegna mats á umhverfisáhrifum rannsóknarbor- ana á svonefndu vestursvæði við Kröflu hefur borist Skipulagsstofn- un. Unnt er að gera skriflegar at- hugasemdir til 22. mars og skulu þær sendar Skipulagsstofnun. Það er Landsvirkjun sem ráðgerir rannsóknarboranir á vestursvæði vestan Þríhyrninga á Kröflusvæði í Skútustaðahreppi. „Jarðhitarann- sóknir á nýjum nýtingarsvæðum við Kröflu eru komnar á það stig að nauðsynlegt er að kanna frekar eig- inleika svæðanna með borunum,“ segir m.a. á vef Landsvirkjunar um fyrirhugaðar boranir. Framkvæmd- in felst í gerð borstæða, lagningu vegaslóða og borun. Borunin er liður í stærra rannsóknarverkefni sem felst í því að afla upplýsinga um það hvort nýtanlegan jarðhita sé að finna víðar á Kröflusvæðinu en þar sem hann hefur þegar verið virkjaður. Er þess vænst að niðurstöður nýtist til að ákvarða vinnslusvæði og gera langtímaáætlun um virkjun jarðhita við Kröflu. Stefnt er að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar liggi fyrir 5. apr- íl. Unnt er að skoða matstillöguna á heimasíðu Landsvirkjunar, www.- lv.is. Skoðar matsáætlun vegna borana við Kröflu SKIPULAGSSTOFNUN hefur bor- ist tillaga Siglufjarðarkaupstaðar og Framkvæmdasýslu ríkisins að mats- áætlun vegna mats á umhverfisáhrif- um snjóflóðavarna á Siglufirði. Stefnt er að því að ákvörðun Skipu- lagsstofnunar um tillögu fram- kvæmdaraðila að matsáætlun muni liggja fyrir fyrir 22. mars. Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu verkfræðistofunnar Línuhönn- unar er talið nauðsynlegt að koma upp frekari snjóflóðavörnum á Siglu- firði, þ.e.a.s. fyrir mið- og nyrðri hluta bæjarins. Er þar bæði átt við upptakastoðvirki og varnargarða sem verja byggðina. Stórt snjóflóð á 3.000 ára fresti Stefnt er að því að snjóflóðavarn- irnar minnki áhættu íbúa þannig að hún verði viðunandi, sem þýðir að búast megi við einu snjóflóði sem fer yfir varnargarðana á 3.000 ára fresti. Þannig má tryggja að öryggi íbúa, á svæðum sem ógnað er af snjóflóðum á Siglufirði, sé sambærilegt við ör- yggi íbúa sem ekki búa við ógn af snjóflóðum. Hægt er að óska eftir eintökum að tillögunni hjá Skipulagsstofnun og nálgast hana á www.lh.is. Siglufjörður Snjóflóða- varnir fyrir neðri og mið- hluta bæjarins ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.