Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEILDARKOSTNAÐUR Reykjavíkurborgar af aðkeyptri sérfræðiaðstoð, skráningu og öðr- um kostnaði af breytingu á rekstraformi og sölu fyrirtækja í eigu borgarinnar á árabilinu 1994–2001 var tæpar 43 milljónir króna á verð- lagi í febrúar í ár. Við bætist kostnaður vegna utanlandsferða vegna þessara verkefna sam- tals að fjárhæð rúmlega 2,5 milljónir kr. Sam- anlagt er um tæpar 45,5 milljónir kr. að ræða án virðisaukaskatts, en að meðtöldum virðis- aukaskatti er upphæðin tæpar 54 milljónir kr. Þetta kemur fram í svari Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni borgarfulltrúa um kostnað af breytingu á rekstrarformi og sölu borgarfyrirtækja. Guðlaugur Þór sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það væri gagnrýnivert að einn og sami aðilinn hafi fengið 19,2 milljónir kr. að meðtöldum vsk. af þessari upphæð. Fram kemur í svarinu að kostnaður af skýrslu starfshóps um sölu borgarfyrirtækja hafi verið 2,2 milljónir kr., en í starfshópnum áttu sæti Sigurður Kr. Friðriksson viðskipta- fræðingur, Skúli Bjarnason hrl. og Sveinn Andri Sveinsson hrl. Þá segir að greiðslur til sérfræðinga vegna undirbúnings við sölu Pípugerðar Reykjavíkur hf. var tæpar 1.300 þúsund kr. og Landsbréf sem önnuðust sölu hlutabréfanna fengu greidd- ar 1.271 þúsund kr. Söluverð var tæpar 120 milljónir króna. Söluverð Húsatrygginga Reykjavíkur var rúmar 168 milljónir króna, en útlagður kostn- aður borgarinnar til endurskoðenda og annarra sérfræðinga vegna sölunnar nam 2,2 milljón- um. Þá var rekstrarformi Malbikunarstöðvar Reykjavíkur og Grjótnáms breytt í Malbikun- arstöðina Höfða hf. og nema útgjöld borgar- sjóðs til sérfræðinga auk kostnaðar af stofnun félagsins 2,1 milljón kr., en fyrirtækið tekur þátt í samkeppni á markaði og hefur hlutfall ár- legra tekna félagsins af viðskiptum við Reykja- víkurborg verið 20–30% af heildartekjum, að því er fram kemur í svarinu. Söluverð hlutabréfa borgarinnar í Skýrr hf. var tæpar 230 milljónir kr. en kostnaður til sér- fræðinga, Landsbréfa og Kaupþings nam 1.405 þúsund kr. Fram kemur að greiðslur til sérfræðinga vegna undirbúnings að stofnun Félagsbústaða hf., m.a. skráning úttekt og verðmat á öllum íbúðum borgarinnar nam tæpum 8,6 milljónum króna og er þá skráning félagsins hjá Hagstof- unni meðtalin. Einnig kemur fram að kostnaður Reykjavík- urborgar af vinnu sérfræðinga vegna samein- ingar Hitaveitur, Rafmagnsveitu og Vatnsveitu Reykjavíkur nam tæpum 9,4 millljónum króna. Þá segir að kostnaður við sérfræðiaðstoð vegna Bústaða hf. nemi tæpum 7,4 milljónum kr. Afgreiðslu tillögu um stofnun Bústaða var frestað í borgarráði, en stuðst er við þessa vinnu í endurskipulagningu fasteignarekstrar borgarinnar með stofnun Fasteignastofu á þessu ári. Sérfræðikostnaður vegna Strætó bs. nam rúmlega 6,3 milljónum og vegna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. rúmum 870 þúsund- um kr. Fram kemur að ofangreindar tölur taki ekki til vinnuframlags borgarstarfsmanna vegna sölu eða formbreytingar fyrirtækjanna, sem í mörgum tilfellum sé verulegt. Þá kemur fram í svari borgarstjóra að ástæða sé til að leggja áherslu á að farsællega hafi tekist um þessi verkefni og breytingar hafi náðst fram í góðri sátt við starfsmenn og stjórnendur hjá borginni, auk þess sem um framkvæmdina var pólitísk sátt milli meirihluta og minnihluta og tillögur unnar í samvinnu beggja fylkinga. Ekkert bendi til annars en að þeim markmiðum sem sett voru við endur- skipulagningu ofangreinds rekstrar hafi náðst bæði hvað snerti þjónustu og fjárhagslegan ávinning. Er vísað í skýrslu PriceWaterhouse- Coopers í því sambandi en fyrirtækinu var falið að leggja mat á árangurinn af sameiningu veitustofnana. Þar komi fram að fjárhagslegur ávinningur af sameiningu Rafmagnsveitu og Hitaveitu var 240 millj. kr. á verðlagi í október í haust og 165 milljónir kr. af sameiningu Orku- veitunnar og Vatnsveitunnar. Í yfirliti og sundurliðun vegna kostnaðar við sölu eða formbreytingu einstakra fyrirtækja kemur fram að Skúli Bjarnason hrl. hefur feng- ið hæstar greiðslur fyrir sérfræðiaðstoð á tíma- bilinu eða rúmar 16,3 milljónir kr. án vsk. en hann hefur fengið greiðslur fyrir öll ofangreind verkefni nema vegna Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins bs. Þar af nema greiðslur vegna sam- einingar orkufyrirtækjanna tæpum 5,4 milljón- um kr. og greiðslur vegna Strætós bs., þar sem að hluta til er um greiðslu vegna frumskýrslu að ræða, tæpum 5,2 milljónum kr. Meðal annarra sem fengið hafa greiðslur á ofangreindu tímabili vegna sérfræðiaðstoðar má nefna Þórarin Magnússon, verkfræðing, sem fengið hefur tæpar 6,8 milljónir kr., en tæpar 5 milljónir kr. þar af eru vegna Bústaða hf., Svein Andra Sveinsson, hrl., sem fengið hefur rúmar 4,9 milljónir kr. og Sigurð Kr. Friðriksson viðskiptafræðing sem fengið hefur tæpar 3,5 milljónir kr., en allar ofangreindar upphæðir eru án virðisaukaskatts. Virðast vera áskrifendur að sérfræðiverkefnum Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi sagði í samtali við Morgunblaðið það gagnrýni- vert að einn aðili, Skúli Bjarnason hrl. fengi frá borginni 19,2 milljónir kr. með vsk. fyrir níu verkefni og það yrði ekki séð að það væri verið að sækja til hans neina sérfræðiþekkingu sem ekki væri innan Ráðhússins. Í þessum tölum sé ekki greiðsla vegna sölu Áburðarverksmiðj- unnar sem hann einhverra hluta vegna hafi einnig séð um en ekki embættismenn borgar- innar. Hann bætti því við að almennt talað væri eðlilegt að kaupa sérfræðiþekkingu að þegar hún væri ekki fyrir hendi hjá Reykjavíkurborg sjálfri, en það væri ekkert sem benti til þess að um það væri að ræða í þessum tilfellum. Þarna virtist um það að ræða að menn væru áskrif- endur að sérfræðiverkefnum hjá borginni og það væri það sem stæði upp úr þegar þessar tölur væru skoðaðar og hvað stæði að baki þeim. „Maður spyr sig þess vegna hvað það sé sem ráði þessu. Af hverju í ósköpunum gera menn þetta, því alla vega fara menn ekki vel með peninga almennings í þessum tilvikum,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann benti á að sérstök lögfræðideild starf- aði hjá borginni, sem gæti sinnt þessum verk- efnum, auk þess sem þar störfuðu borgarritari og aðrir embættismenn sem hefðu unnið sam- bærileg verkefni og ekki fengið neitt aukreitis fyrir það. Í því sambandi væri mjög athygl- isvert að bera saman Strætó bs. og kostnað við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. Í fyrr- nefnda tilvikinu væri kostnaður borgarinnar 7,3 milljónir kr. út af því að það væri verið að kalla til sérfræðinga á sama tíma og kostnaður vegna slökkviliðsins væri tæp 800 þúsund. Hann bætti því við að það hefði tekið mjög langan tíma að fá svar við fyrirspurninni eða um fjóra mánuði. Aðkeypt sérfræðiaðstoð Reykjavíkurborgar vegna sölu og breytinga á rekstrarformi fyrirtækja Heildar- kostnaðurinn 45,5 milljónir Sjálfstæðismenn gagnrýna að einn aðili hafi fengið 16,3 milljónir kr. í greiðslur á tímabilinu NEMENDUR fjórða bekkjar Ár- túnsskóla hafa undanfarið verið að vinna með dagblöð í skólanum sín- um. Þeim lék forvitni á að vita hvernig dagblöð verða til og þess vegna heimsóttu þau Morgunblaðið í gær. Börnin skoðuðu m.a. prent- smiðjuna og þótti mikið til koma um stærð hennar. Þau fengu einnig að kynnast því hvernig fréttir verða til og gátu m.a. sagt blaða- manni Morgunblaðsins þær fréttir að framkvæmdir við viðbyggingu Ártúnsskóla gengju vel. Morgunblaðið/Golli Ártúnsskóli í heimsókn FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Páll Pétursson, hefur ákveðið að óska eftir viðbótarfjárheimild í fjáraukalögum ársins 2002 til að mæta rekstrarvanda Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins á yf- irstandandi ári og frá síðasta ári. Í tilkynningu frá félagsmálaráðu- neytinu segir að verði fjárauka- lagatillaga ársins ekki samþykkt að öllu leyti muni ráðuneytið leita allra leiða til lausna á rekstrar- vanda stöðvarinnar í samráði við forsvarsmenn hennar, þannig að þjónustan verði ekki skert. Í rekstraráætlun stöðvarinnar fyrir þetta ár er reiknað með skerðingu á þjónustu við greiningu 6 ára og eldri barna. Að mati full- trúa Greiningarstöðvarinnar hefur slík sparnaðaraðgerð í för með sér 10 milljóna króna útgjaldalækkun fyrir stöðina. Stefnt að breyttum lögum um starfsemi stöðvarinnar Á fundi fulltrúa félagsmálaráðu- neytins og stöðvarinnar nýlega var farið rækilega yfir rekstraráætl- unina og segir ráðuneytið að eind- rægur vilji sé til þess að leysa vandann. Í því sambandi lagði ráðuneytið til að fyrirætluð skerð- ing á þjónustu á þessu ári verði dregin til baka nú þegar, enda segir félagsmálaráðherra að slík þjónustuskerðing sé ekki í takt við sínar áherslur. Samfara þessari vinnu eru ýmsir þættir til umfjöllunar í félagsmála- ráðuneytinu sem tengjast Grein- ingarstöðinni. Í nýlegu svari ráð- herra við fyrirspurn á Alþingi kom t.d. fram að algengi einhverfu muni fjölga mikið á næstu árum. Ráðherra segist hafa brugðist strax við með því að óska eftir við- bótarframlagi til stöðvarinnar fyr- ir árið 2003. Þá stefnir ráðherra að því að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Greiningarstöðina á hausti kom- anda. Áður en það gerist á að fara fram fagleg og fjárhagsleg skoðun á starfsemi stöðvarinnar. Það er mat ráðuneytisins að marka þurfi stöðinni enn skýrari framtíðarsýn þar sem starfsrammi og áherslur komi glöggt fram. Þá hefur Stjórn- arnefnd málefna fatlaðra sam- þykkt fyrir sitt leyti framlag til stöðvarinnar vegna búnaðarkaupa. „Félagsmálaráðuneytið fagnar umræðu um Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins og lýsir yfir einlægum vilja sínum til að skapa stöðinni gott og vænlegt rekstr- arumhverfi til framtíðar,“ segir að endingu í tilkynningu félagsmála- ráðuneytisins. Rekstrarvandi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins Félagsmálaráð- herra óskar eftir viðbótar- fjárheimild „FÉLAGIÐ Ísland-Palestína fordæmir þá hryðjuverkastjórn sem situr við völd í Ísrael. Ísr- aelsríki hefur um áratugaskeið ofsótt Palestínumenn á grund- velli trúarbragða og þjóðernis og svipt þá grundvallarréttind- um sínum. Félagið lýsir furðu sinni á þeirri bíræfni ferðamálaskrif- stofu ríkisstjórnar Ísraels að efna til kynningar á skemmti- og sólarlandaferðum til lands- ins á sama tíma og heimurinn stendur á öndinni vegna fram- ferðis Ísraelshers,“ segir í fréttatilkynningu frá Félaginu Ísland-Palestína. Mótmælastaða við Grand hótel Félagið Ísland-Palestína ætl- ar að standa fyrir mótmæla- stöðu í dag, fimmtudag, fyrir framan Grand hótel, þar sem kynning Ísraelsstjórnar fer fram. Félagið hvetur borgarbúa til að fjölmenna og sýna samhug sinn með þjáningum Palestínu- manna og stuðning við baráttu þeirra gegn hernámi. Kynning- in hefst klukkan 18:00 og mun mótmælastaðan hefjast klukk- an 17:30. Nýskipaður sendiherra Ísr- aels gagnvart Íslandi mun að öllum líkindum verða viðstadd- ur kynninguna, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Félagið Ísland – Palestína Mótmæla ferðakynn- ingu Ísra- elsstjórnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.