Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 45 FYRIR skömmu birti Birgir Bald- ursson tónlistarmaður grein í Morg- unblaðinu undir fyrirsögninni „Já, kirkjan boðar hindurvitni“. Var grein Birgis svar við grein séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar en tilefni þeirrar síð- arnefndu var grein eftir Aðalheiði Ingu Þorsteinsdóttur um aðskilnað ríkis og kirkju. Þar lét Aðalheiður þau orð falla að kirkjan boðaði hindur- vitni. Í grein sinni staldrar Birgir við þessi orð Aðalheiðar en víkur ekki að spurningunni um aðskilnað ríkis og kirkju. Fóru þessi orð nokkuð fyrir brjóstið á séra Jóni en Birgir finnur sig knúinn til þess að verja þau. Lang- ar mig að gera nokkrar athugasemdir við grein Birgis. Birgir hefur grein sína á því að taka undir þau orð að kirkjan boði hindur- vitni. Í beinu framhaldi af því heldur hann því fram að öll trúarbrögð snúist um að skýra heiminn yfirnáttúrulegum skýringum. Grein Birgis fjallar að sönnu ekki um öll trúarbrögð heldur eingöngu kristindóminn og skulum við því halda okkur við hann. Birgir heldur því sem sé fram að kristindómurinn snúist um það að skýra heiminn yfir- náttúrulegum skýringum og þ.a.l. hljóti kirkjan eða nánar tiltekið íslenska þjóðkirkjan að boða hindurvitni. Hvað á Birgir við með þessu? Hann skrifar: „…allt frá því vísindaleg aðferð kom til skjalanna hefur hún varpað hverri yf- irnáttúruskýringunni af annarri út í horn og teflt fram náttúrulegum skýr- ingum í staðinn. Það sem hinir trúuðu kalla „sköpunarverk“ hefur að stærstu leyti verið skýrt mekanískum skýring- um og engin þörf lengur að troða guð- um eða öðrum slíkum tilgátum inn í dæmið. Slíkar getgátur hljóta því að falla undir hindurvitni, séu þær bornar á borð sem einhver sannleikur.“ Sú fullyrðing Birgis að það sem hinir trúuðu kalli „sköpunarverk“ hafi að stærstu leyti verið skýrt mekan- ískum skýringum er í sjálfu sér um- deilanleg. Ástæðan er sú að það ligg- ur engan veginn ljóst fyrir fyrirfram hvernig trúmenn skilja hugtakið „sköpunarverk“. Sumir trúmenn skilja sköpunarsögu Biblíunnar þann- ig að Guð hafi skapað hinn efnislega heim líkt og trésmiður smíðar stól. Þetta eru þeir trúmenn sem lesa sköpunarsöguna bókstaflega. Þeir trúa gjarnan á sköpunarsöguna líkt og börn trúa á hana. Að þeirra dómi þarf ekki að túlka orð hennar. En þeir trúmenn eru að sjálfsögðu einnig til sem telja að ekki megi skilja sköpunarsöguna bókstaflegum skiln- ingi. Sá sem skilji hana þannig átti sig ekki á merkingu hennar þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir telja gjarnan að sköpunarsöguna beri fyrst og fremst að lesa sem líkingu fyrir vissu hjart- ans. Hverja setningu hennar þurfi að hugleiða. Þeir trúmenn sem lesa sköpunarsöguna með þessum hætti skilja hugtakið „sköpunarverk“ ekki efnislegum skilningi líkt og bókstafs- trúarmennirnir. Fremur telja þeir að hugtakið tákni trúarreynslu sína. Nú virðist mér sem auðvelt sé að taka undir fullyrðingar Birgis að svo miklu leyti sem þeim er stefnt gegn kristnum bókstafstrúarmönnum. Þeir sjá iðulega höfuðandstæðing sinn í náttúruvísindunum. Þau hafa tætt heimsmynd þeirra í sundur. Náttúruvísindin kenna okkur að Guð skapaði ekki heiminn eins og trésmið- ur smíðar stól. En þar með er ekki sjálfgefið að heimurinn sé ekki sköp- unarverk Guðs. Vísindin kenna okkur það eitt að við verðum að hafna bók- stafsskilningnum á sköpunarsögunni en þar með er ekki sagt að okkur beri að hafna henni í öllum skilningi. Í ljósi þess sem hér hefur verið sagt hlýtur sú niðurstaða Birgis að kirkjan boði hindurvitni að teljast mjög vafa- söm. Ég þykist nokkuð viss um að flestir prestar íslensku þjóðkirkjunnar séu ekki bókstafstrúarmenn. Veit Birgir um einhvern prest þjóðkirkj- unnar sem sér ástæðu til þess að amast við mekanískum skýringum á nátt- úrunni? Getur Birgir bent á einhvern prest þjóðkirkjunnar sem telur t.d. að kenna beri sköpunarsöguna í stað nátt- úrufræði í grunnskólum landsins? Staðreyndin er sú að prestar þjóðkirkj- unnar hafa yfirleitt ekki áhuga á vís- indalegum eða frumspekilegum spurn- ingum um tilurð heimsins, a.m.k. ekki sem prestar. Sem slíkir hafa þeir yf- irleitt áhuga á allt öðrum hlutum, nefnilega hjartanu, hjartans rökum. Af þessum sökum tel ég að röksemdir Birgis bíti yfirleitt ekki á prestum þjóð- kirkjunnar. Birgir skrifar: „Kenningar hans [kristindómsins] er engan veginn hægt að prófa eða rökstyðja. Þvert á móti er gert tilkall til þess að staðhæf- ingunum sé trúað án þess að nokkur rökstuðningur komi til.“ Það er vissulega erfitt fyrir trúmanninn að rökstyðja kenningar kristindómsins með þeim hætti sem Birgir krefst. Hvernig getur hann t.d. rökstutt það vísindalega að Guð hafi skapað heim- inn? Á móti kann trúmað- urinn að spyrja hvort kristin trú snúist yfirhöf- uð um það að rökstyðja þetta vísindalega. Einn og sami maður- inn getur vel aðhyllst mekanískar skýringar á náttúrunni en jafnframt verið ein- læglega trúaður. Hér mætti svo sem nefna það til umhugsunar að ýmsir hinna miklu brautryðjenda vísinda- byltingarinnar á 17. öld voru einlæglega trúaðir, t.d. menn eins og René Descartes og John Locke. Afar hæpið er að þeir hafi aðeins játað trú sína til að forðast ofsóknir eins og stundum er haldið fram, e.t.v. einkum um þann fyrr- nefnda. Hið harmræna við grein Birgis Baldurs- sonar, „Já, kirkjan boðar hindurvitni“, er að hann setur þar fram ýmsar röksemdir sem í vissum skilningi er hægt að taka undir. Það er hægt að taka undir þær að svo miklu leyti sem þeim er stefnt gegn kristnum bókstafstrúarmönn- um. Ég þykist hins vegar nokkuð viss um að prestar íslensku þjóðkirkjunn- ar eru í fæstum tilvikum ef nokkru bókstafstrúarmenn. Þeir þurfa því að öllum líkindum ekki að hafa áhyggjur af röksemdum Birgis. Þeim er í reynd stefnt gegnt allt öðrum en prestum ís- lensku þjóðkirkjunnar. Helgi Sæmundur Helgason Trú Ekki er ljóst fyrirfram, segir Helgi Sæmundur Helgason, hvernig trú- menn skilja hugtakið „sköpunarverk“. Höfundur er BA í heimspeki. Boðar kirkjan hindurvitni? Borgartúni 30 • 105 Reykjavík • sími 510 5000 • mottaka@lifeyrir.is • lifeyrir.is N O N N I O G M A N N I IY D D A • N M 0 5 4 9 6 /s ia .is ÞÚKEMSTLENGRA ÁOKKARKOSTUM! *Samkvæmt úttekt og samanburði Morgunblaðsins á séreignarlífeyrissjóðum, 24. okt. 2001. Mótframlag launagreiðanda í séreignasparnað hækkaði 1. janúar 2002 í 2%. Njóttu kostanna án þess að borga meira, skráðu þig í Sameinaða lífeyrissjóðinn. Lægsta umsýslugjald,* sem til lengri tíma sparar umtalsverðar fjárhæðir. Hæsta ávöxtun á innlendum skuldabréfasjóði.* Hæsta ávöxtun á erlendum hlutabréfaleiðum.* Hæsta ávöxtun á aldursleiðum.* Enginn sölukostnaður. Verði vanskil á séreignarsparnaði verða þau innheimt af starfsmönnum sjóðsins. Reiknað á Netinu! Finndu ávöxtun mismunandi tímabila og ávöxtunarleiða á lifeyrir.is. Séreignarsparnaður sem stendur upp úr Sameinaði lífeyrissjóðurinn er einn af stærstu lífeyrissjóðum landsins. Í rekstri sjóðsins eru kostir stærðarinnar nýttir til fulls, viðskiptavinum til hagsbóta. Þess vegna fögnum við samanburði á séreignarlífeyrissjóðum, hvenær sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.