Morgunblaðið - 31.03.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 31.03.2002, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 39 Hótel Valberg Kaupmannahöfn Hótel Valberg er gott tveggja stjörnu hótel, rekið af metnaði á góðum stað í Kaupmannahöfn. Hótelið er vinsæll áningarstaður Íslendinga. Frá 1. júlí viljum við ráða íslenskan starfsmann til móttökustarfa og tilfallandi hótelverkefna. Við leggjum áherslu á góða þjónustulund og ábyrgðartilfinningu. Ákveðin tölvureynsla og tungumálakunnátta æskileg. Fastur vinnutími á virkum dögum kl. 7.30—15.00. Góð laun - möguleiki á þriggja herb. leiguíbúð. Skrifleg umsókn berist fyrir 15. apríl nk. Vala Baldursdóttir Hotel Valberg København. Sønder Boulevard 53 1720 København V hotel@valberg.dk — www.valberg.dk. „Au pair“ Danmörk Óskum eftir „au pair“ til Danmerkur frá ágúst 2002! Starfið felst aðallega í að hugsa um litlu dóttur okkar, hálfsárs, auk venjulegra heimilis- starfa. Hafðu samband við Maj-Britt í síma +45 4354 1588 eða á reskr01@ca.com . Sendiráð Bandaríkjanna Rannsóknarlögregla Sendiráð Bandaríkjanna leitar að rannsóknar- lögreglumanni til að aðstoða yfiröryggisfull- trúa sendiráðsins. Æskilegt er að umsækjendur hafi 4ra ára reynslu á sviði rannsókna hjá rannsóknarlög- reglu ríkisins eða í íslensku lögreglunni. Gott vald á enskri og íslenskri tungu er nauðsyn- legt. Mjög góð þekking í hegningarlögum er nauð- synleg. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Árslaun eru á bilinu íkr. 2.475.000—2.772.000. Nákvæm starfslýsing og umsóknareyðublöð má sækja í afgreiðslu sendiráðsins á Laufás- vegi 21, frá kl. 8.00—12.30 eða kl. 13.30—17.00 frá 26. mars. Skrifleg umsókn á ensku er nauð- synleg og henni ber að skila fyrir kl. 17.00 mánudaginn 8. apríl. Sendiráð Bandaríkjanna mismunar ekki um- sækjendum eftir kyni, aldri, trú eða kynþætti. Sjúkraliðar Sumarafleysing Laus er til umsóknar 75 % staða sjúkraliða við Heilsugæsluna í Garðabæ til afleysinga í sumar. Frekari upplýsingar veitir Jóna Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 520 1800. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra Heilsugæslunnar í Garðabæ, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ, fyrir 15. apríl 2002. Víðines, hjúkrunarheimili aldraðra, Kjalarnesi, 116 Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á kvöld- og helgarvaktir. Starfshlutfall eftir samkomu- lagi. Sumarvinna 2002 Starfsfólk óskast til afleysinga í sumar við aðhlynningu aldraðra. Fastráðning kemur til greina. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfor- stjóri, Borghildur Ragnarsdóttir, í síma 563 8803 eða 563 8801. Eldhús Starfsfólk óskast til afleysinga í sumar í eldhús. 12 stunda vaktir. Nánari upplýsingar gefur yfirmaður eldhúss, Áslaug Guðmundsdóttir, í síma 563 8807. Víðines hjúkrunarheimili aldraðra hefur verið starfsrækt í um þrjú ár. Á heimilinu eru tvær deildir, 19 og 18 rúma, og er iðjuþjálfi starfandi á heimilinu ásamt aðstoðarmanni. Við viljum leggja áherslu á heimilislegt umhverfi fyrir íbúa og starfsmenn. Víðines er staðsett á fallegum og friðsælum stað ca 10 km fyrir utan Mosfellsbæ. Bifreiðastyrkur er greiddur samkvæmt reglum þar um. Starf vigtar-, ísafgreiðslumanns/ hafnarvarðar Hafnasamlag Suðurnesja óskar eftir að ráða í eitt stöðugildi vigtarmanns/ísafgreiðslu- manns/hafnarvarðar. Starfið felst í vigtun á hafnarvigt, færslur í tölvukerfið Lóðsinn II, auk almennra skrifstofu- starfa. Ísafgreiðslumaður sér um að keyra út ís til viðskiptamanna. Vigtarmaður vinnur einnig á bakvöktum. Krafist er skipstjórnarréttinda v. starfs hafnar- varðar, sem sér einnig um að leysa af á hafn- sögubátnum Auðuni. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í júní nk. Umsóknir berist til hafnarstjóra á skrifstofu Hafnasamlags Suðurnesja, Víkurbraut 11, 230 Keflavík, eigi síðar en 11. apríl nk. Upplýsingar veitir hafnarstjóri í síma 421 4099. Hafnarstjórn Hafnasamlags Suðurnesja. Olíudreifing ehf Meiraprófsbílstjórar Sumarafleysingar Olíudreifing óskar eftir að ráða meiraprófsbíl- stjóra í sumarafleysingar hjá félaginu á Sel- fossi, Ísafirði og Akureyri. Æskilegt er að við- komandi sé með ADR réttindi, en ekki skilyrði. Allar nánari upplýsingar veita: Selfoss: Þorsteinn Guðmundsson, s. 550 9937 Ísafjörður: Auðunn Birgisson, s. 550 9900 Akureyri: Guðjón Páll Jóhannsson, s. 461 4070 Olíudreifing ehf. annast dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir Olíufélagið hf. og Olíuverzlun Íslands hf. Félagið hefur starfað síðan 1. janúar 1996. Hjúkrunarfræðingur — Rannsóknir Við óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa við rannsóknir. Um er að ræða eftirlit og blóðsýnatökur sjúklinga sem taka þátt í klín- ískum rannsóknum. Nánari upplýsingar má fá í síma 822 1444 (Jenný). Um er að ræða tímabundið starf (2 ár). Umsóknum skal skilað í afgreiðslu Húðlækna- stöðvarinnar, Smáratorgi 1, 200 Kópavogi, merkt: „Rannsóknir“, eða með tölvupósti á jennya@simnet.is .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.