Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 63

Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 63 Laugarneskirkja. Morgunbænir í kirkjunni kl. 6.45–7.05 alla virka daga. Langholtskirkja. Opið hús og samvera eldri borgara fellur niður í dag. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13:00. Helgistund, spil og kaffiveitingar Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrirbænasamvera á morgun, fimmtudag, kl. 19. Fyrirbæna- efnum er hægt að koma áleiðis að morgni fimmtudagsins milli kl. 10 og 12 í síma 421-5013. Sóknarprestur. Spilakvöld aldraðra fimmtudag kl. 20. Sóknarprest- ur. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 tónleikar Litlu lærisveinanna í 1. maí- kaffinu í Alþýðuhúsinu. Kl. 20 opið hús í KFUM&K-húsinu fyrir unglinga í 8.–10. bekk. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. Fíladelfía. Súpa og brauð fellur niður í dag. Krossinn – kökubasar. Hondúrashópur- inn í Krossinum verður með kökubasar og vöfflusölu í Krossinum í Hlíðarsmára í Kópavogi í dag, 1. maí, frá kl. 13–15. Hondúrashópurinn er að afla fjár fyrir byggingu sjúkrahúss í Hondúras sem nú er á lokastigi. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Bossakremið frá Weleda – þú færð ekkert betra Fæst í: Þumalínu, Heilsuhúsinu, Lyfju, Lyf og heilsu og Apótekinu STANDARD + STANDARD+ bílskúrshurðin frá Garaga eru framleiddar undir ströngu eftirliti í mörgum stærðum og litum og passa í næstum hvaða hurðarop sem er. Þessar hurðir eru framleiddar með varanleika og fallega hönnun í huga. Við bjóðum 15% afslátt af öllum pöntunum í maí. Sími 525 3000 • www.husa.is Bílskúrshurðir Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkv. 15. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega fram borin. Reikningar félagsins og tillaga stjórnar til fundarins munu ásamt fylgigögnum liggja frammi til kynningar fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Eyrarbakka, 30. apríl 2002. Stjórn Alpan hf. www.lookcookware.is - info@lookcookware.is Alpan hf., Búðarstíg 22, 820 Eyrarbakka Aðalfundur Alpan hf. Boðað er til aðalfundar Alpan hf. miðvikudaginn 15. maí 2002 kl. 16.00 í samkomuhúsinu Stað, Eyrarbakka. Opið hús í leikskólum OPIÐ hús verður í fjölda leikskóla í Reykjavík næstkomandi laugar- dag. Leikskólarnir eru Austurborg við Háaleitisbraut, Álftaborg að Safamýri 32, Ásborg að Dyngju- vegi 18, Brákarborg við Brákar- sund, Garðaborg að Bústaðavegi 81, Holtaborg að Sólheimum 21, Jörfi við Hæðargarð, Kvistaborg að Kvistalandi 26, Laugaborg og Lækjarborg við Leirulæk, Múla- borg að Ármúla 8a, Skógarborg við Áland, Steinahlíð við Suðurlands- braut og loks Sunnuborg að Sól- heimum 19. Verður opið í þessum leikskólum milli klukkan 11 og 13. Þá verður opið hús í fimm leik- skólum í Seljahverfi þennan dag. Það eru leikskólarnir Seljaborg við Tungusel þar sem verður opið milli klukkan 10 og 12, Hálsakoti við Hálsasel milli klukkan 10:30 og 12:30, Seljakoti við Rangársel milli klukkan 10:30 og 12:30, Jöklaborg við Jöklasel milli klukkan 11 og 13 og loks Hálsaborg við Hálsasel milli klukkan 11:30 og 13:30. Sömuleiðis verður opið hús í leikskólum í Hlíðahverfi á laugar- dag. Það eru leikskólarnir Hlíð- arborg, Hamraborg, Sólborg og Sólhlíð sem hafa opið milli klukkan 11 og 13. Geta gestir og gangandi kynnt sér uppeldisstarf þessara leikskóla, vinnu barnanna á yfirstandandi leikskólaári og skoðað húsnæði og leiksvæði leikskólanna. Stöndum vörð um Hafnarfjörð SAMFYLKINGIN í Hafnarfirði mun á fimmtudagskvöldið 2. maí kynna stefnuskrá jafnaðarmanna vegna bæjarstjórnarkosninganna nú í vor, í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju kl. 20. Ein- kunnarorð kosningabaráttunnar eru „Stöndum vörð um Hafnarfjörð“. Lúðvík Geirsson, oddviti framboðs- listans mun fylgja stefnuskránni úr hlaði með ávarpi til Hafnfirðinga. Þá munu ungir listamenn flytja lista- og menningardagskrá, en auk þess munu frambjóðendur Samfylkingar- innar fjalla um stefnu flokksins í bæjarmálum, segir í fréttatilkynn- ingu. Allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffiveitingar að kynningu og listviðburðum loknum, segir þar ennfremur. Ungir sjálfstæðismenn Standa við yfirlýs- ingar um skuldir UNGIR sjálfstæðismenn segjast standa við fyrri yfirlýsingar um skuldaaukningu Reykjavíkurborgar í tíð R-listans. Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Degi B. Eggerts- syni borgarfulltrúa að skuldaaukn- ingin sé 6,7 milljónir á dag, en sjálf- stæðismenn segja aukninguna rúm- lega 11 milljónir á dag. Ungir sjálfstæðismenn vísa í upp- lýsingar frá fjármáladeild Reykja- víkurborgar og fjárhagsáætlun meirihlutans fyrir árið 2002. „Þar sjáum við að heildarskuldir Reykjavíkurborgar í árslok eru áætlaðar 44,8 milljarðar í árslok án lífeyrisskuldbindinga. Samkvæmt skilgreiningu á hreinum skuldum í almennum reikningsskilum þá er rétt að draga frá þessari tölu hand- bært fé, veltufjármuni og langtíma- kröfur alls að upphæð 11,6 milljarða samkvæmt sömu áætlun. Þessi frá- dráttur gefur hreina skuldastöðu Reykjavíkurborgar upp á 33,2 millj- arða í árslok 2002. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- máladeild Reykjavíkurborgar um áætlaðan efnahag borgarinnar í árs- lok 2001 er þessi sama tala 29 millj- arðar í árslok 2001. Áætluð aukning hreinna skulda á árinu 2002 er því um það bil: 33,2 - 29 = 4,2 milljarðar, sem gefur hækkun upp á ríflega 11 milljónir króna á dag,“ segir í yfir- lýsingu SUS. LEIÐRÉTT Rangar tölur Í þriðjudagsblaði Morgunblaðsins voru rangar tölur gefnar upp um fjölda þeirra sem leitað hafa eftir mataraðstoð hjá Hjálparstarfi kirkj- unnar. Hið rétta er að 1.454 leituðu aðstoðar á tímabilinu 1. október til 1. apríl síðastliðinn og 1.230 á sama tíma veturinn áður. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Kosning á þing Sjálfsbjargar KOSNING á þing Sjálfsbjargar, landsambands fatlaðra, sem haldið verður dagana 7. til 9. júní 2002 í Reykjavík, verður í félagsheimili Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu, Hátúni 12 (Fé- lagsheimilinu) fimmtudaginn 2. maí kl. 20, segir í fréttatilkynningu. NÝ heimasíða Heilbrigðiseftirlits- ins í Bessastaðahreppi, Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi var opnuð í gær. Með síðunni er fyrirhugað að bæta upplýsingamiðlun um starf- semina. Meðal annars verða fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis birtar jafn- óðum á heimasíðunni auk frétta af Opnuðu nýja heimasíðu því sem á döfinni er í heilbrigðis- málum í sveitarfélögunum. Á mynd- inni má sjá Gunnar Val Gíslason, sveitarstjóra í Bessastaðahreppi, Sigurð Geirdal, bæjarstjóra Kópa- vogs, Magnús Gunnarsson, bæj- arstjóra í Hafnarfirði og Ásdísi Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra í Garðabæ, opna síðuna í gær en slóð- in þangað er heilbrigdiseftirlit.is. KOSNINGASKRIFSTOFA B-list- ans, listi óháðra og Framsóknar- flokks í Garðabæ verður opnuð í dag, miðvikudaginn 1. maí kl. 16 á Lyngási 17 (Video-Gallerý, efri hæð). Léttar veitingar verða á boðstólnum og eru allir þeir sem leggja vilja framboðinu lið vel- komnir. Sérstakur gestur verður Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, segir í fréttatilkynningu. Opna kosningaskrifstofu Óháðir og Framsóknarflokkurinn í Garðabæ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.