Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 63 Laugarneskirkja. Morgunbænir í kirkjunni kl. 6.45–7.05 alla virka daga. Langholtskirkja. Opið hús og samvera eldri borgara fellur niður í dag. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13:00. Helgistund, spil og kaffiveitingar Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrirbænasamvera á morgun, fimmtudag, kl. 19. Fyrirbæna- efnum er hægt að koma áleiðis að morgni fimmtudagsins milli kl. 10 og 12 í síma 421-5013. Sóknarprestur. Spilakvöld aldraðra fimmtudag kl. 20. Sóknarprest- ur. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 tónleikar Litlu lærisveinanna í 1. maí- kaffinu í Alþýðuhúsinu. Kl. 20 opið hús í KFUM&K-húsinu fyrir unglinga í 8.–10. bekk. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. Fíladelfía. Súpa og brauð fellur niður í dag. Krossinn – kökubasar. Hondúrashópur- inn í Krossinum verður með kökubasar og vöfflusölu í Krossinum í Hlíðarsmára í Kópavogi í dag, 1. maí, frá kl. 13–15. Hondúrashópurinn er að afla fjár fyrir byggingu sjúkrahúss í Hondúras sem nú er á lokastigi. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Bossakremið frá Weleda – þú færð ekkert betra Fæst í: Þumalínu, Heilsuhúsinu, Lyfju, Lyf og heilsu og Apótekinu STANDARD + STANDARD+ bílskúrshurðin frá Garaga eru framleiddar undir ströngu eftirliti í mörgum stærðum og litum og passa í næstum hvaða hurðarop sem er. Þessar hurðir eru framleiddar með varanleika og fallega hönnun í huga. Við bjóðum 15% afslátt af öllum pöntunum í maí. Sími 525 3000 • www.husa.is Bílskúrshurðir Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkv. 15. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega fram borin. Reikningar félagsins og tillaga stjórnar til fundarins munu ásamt fylgigögnum liggja frammi til kynningar fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Eyrarbakka, 30. apríl 2002. Stjórn Alpan hf. www.lookcookware.is - info@lookcookware.is Alpan hf., Búðarstíg 22, 820 Eyrarbakka Aðalfundur Alpan hf. Boðað er til aðalfundar Alpan hf. miðvikudaginn 15. maí 2002 kl. 16.00 í samkomuhúsinu Stað, Eyrarbakka. Opið hús í leikskólum OPIÐ hús verður í fjölda leikskóla í Reykjavík næstkomandi laugar- dag. Leikskólarnir eru Austurborg við Háaleitisbraut, Álftaborg að Safamýri 32, Ásborg að Dyngju- vegi 18, Brákarborg við Brákar- sund, Garðaborg að Bústaðavegi 81, Holtaborg að Sólheimum 21, Jörfi við Hæðargarð, Kvistaborg að Kvistalandi 26, Laugaborg og Lækjarborg við Leirulæk, Múla- borg að Ármúla 8a, Skógarborg við Áland, Steinahlíð við Suðurlands- braut og loks Sunnuborg að Sól- heimum 19. Verður opið í þessum leikskólum milli klukkan 11 og 13. Þá verður opið hús í fimm leik- skólum í Seljahverfi þennan dag. Það eru leikskólarnir Seljaborg við Tungusel þar sem verður opið milli klukkan 10 og 12, Hálsakoti við Hálsasel milli klukkan 10:30 og 12:30, Seljakoti við Rangársel milli klukkan 10:30 og 12:30, Jöklaborg við Jöklasel milli klukkan 11 og 13 og loks Hálsaborg við Hálsasel milli klukkan 11:30 og 13:30. Sömuleiðis verður opið hús í leikskólum í Hlíðahverfi á laugar- dag. Það eru leikskólarnir Hlíð- arborg, Hamraborg, Sólborg og Sólhlíð sem hafa opið milli klukkan 11 og 13. Geta gestir og gangandi kynnt sér uppeldisstarf þessara leikskóla, vinnu barnanna á yfirstandandi leikskólaári og skoðað húsnæði og leiksvæði leikskólanna. Stöndum vörð um Hafnarfjörð SAMFYLKINGIN í Hafnarfirði mun á fimmtudagskvöldið 2. maí kynna stefnuskrá jafnaðarmanna vegna bæjarstjórnarkosninganna nú í vor, í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju kl. 20. Ein- kunnarorð kosningabaráttunnar eru „Stöndum vörð um Hafnarfjörð“. Lúðvík Geirsson, oddviti framboðs- listans mun fylgja stefnuskránni úr hlaði með ávarpi til Hafnfirðinga. Þá munu ungir listamenn flytja lista- og menningardagskrá, en auk þess munu frambjóðendur Samfylkingar- innar fjalla um stefnu flokksins í bæjarmálum, segir í fréttatilkynn- ingu. Allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffiveitingar að kynningu og listviðburðum loknum, segir þar ennfremur. Ungir sjálfstæðismenn Standa við yfirlýs- ingar um skuldir UNGIR sjálfstæðismenn segjast standa við fyrri yfirlýsingar um skuldaaukningu Reykjavíkurborgar í tíð R-listans. Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Degi B. Eggerts- syni borgarfulltrúa að skuldaaukn- ingin sé 6,7 milljónir á dag, en sjálf- stæðismenn segja aukninguna rúm- lega 11 milljónir á dag. Ungir sjálfstæðismenn vísa í upp- lýsingar frá fjármáladeild Reykja- víkurborgar og fjárhagsáætlun meirihlutans fyrir árið 2002. „Þar sjáum við að heildarskuldir Reykjavíkurborgar í árslok eru áætlaðar 44,8 milljarðar í árslok án lífeyrisskuldbindinga. Samkvæmt skilgreiningu á hreinum skuldum í almennum reikningsskilum þá er rétt að draga frá þessari tölu hand- bært fé, veltufjármuni og langtíma- kröfur alls að upphæð 11,6 milljarða samkvæmt sömu áætlun. Þessi frá- dráttur gefur hreina skuldastöðu Reykjavíkurborgar upp á 33,2 millj- arða í árslok 2002. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- máladeild Reykjavíkurborgar um áætlaðan efnahag borgarinnar í árs- lok 2001 er þessi sama tala 29 millj- arðar í árslok 2001. Áætluð aukning hreinna skulda á árinu 2002 er því um það bil: 33,2 - 29 = 4,2 milljarðar, sem gefur hækkun upp á ríflega 11 milljónir króna á dag,“ segir í yfir- lýsingu SUS. LEIÐRÉTT Rangar tölur Í þriðjudagsblaði Morgunblaðsins voru rangar tölur gefnar upp um fjölda þeirra sem leitað hafa eftir mataraðstoð hjá Hjálparstarfi kirkj- unnar. Hið rétta er að 1.454 leituðu aðstoðar á tímabilinu 1. október til 1. apríl síðastliðinn og 1.230 á sama tíma veturinn áður. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Kosning á þing Sjálfsbjargar KOSNING á þing Sjálfsbjargar, landsambands fatlaðra, sem haldið verður dagana 7. til 9. júní 2002 í Reykjavík, verður í félagsheimili Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu, Hátúni 12 (Fé- lagsheimilinu) fimmtudaginn 2. maí kl. 20, segir í fréttatilkynningu. NÝ heimasíða Heilbrigðiseftirlits- ins í Bessastaðahreppi, Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi var opnuð í gær. Með síðunni er fyrirhugað að bæta upplýsingamiðlun um starf- semina. Meðal annars verða fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis birtar jafn- óðum á heimasíðunni auk frétta af Opnuðu nýja heimasíðu því sem á döfinni er í heilbrigðis- málum í sveitarfélögunum. Á mynd- inni má sjá Gunnar Val Gíslason, sveitarstjóra í Bessastaðahreppi, Sigurð Geirdal, bæjarstjóra Kópa- vogs, Magnús Gunnarsson, bæj- arstjóra í Hafnarfirði og Ásdísi Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra í Garðabæ, opna síðuna í gær en slóð- in þangað er heilbrigdiseftirlit.is. KOSNINGASKRIFSTOFA B-list- ans, listi óháðra og Framsóknar- flokks í Garðabæ verður opnuð í dag, miðvikudaginn 1. maí kl. 16 á Lyngási 17 (Video-Gallerý, efri hæð). Léttar veitingar verða á boðstólnum og eru allir þeir sem leggja vilja framboðinu lið vel- komnir. Sérstakur gestur verður Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, segir í fréttatilkynningu. Opna kosningaskrifstofu Óháðir og Framsóknarflokkurinn í Garðabæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.