Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 1

Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 1
107. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 9. MAÍ 2002 STJÓRNVÖLD í Ísrael bjuggu sig í gær undir að hefna hryðjuverksins í einu úthverfa Tel Aviv í fyrrakvöld en það varð 16 manns að bana auk árásarmannsins. Getgátur voru um, að gripið yrði til meiriháttar hernað- araðgerða, hugsanlega á Gaza, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, þvingaður í útlegð. Arafat fordæmdi hryðjuverkið í gær en Ar- iel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði hann bera ábyrgð á því og hót- aði hefndum. Sharon batt enda á heimsókn sína í Washington er fréttir bárust af hryðjuverkinu og skipaði ríkisstjórn sinni að koma saman til fundar er hann kæmi til Ísraels, seint í gær- kvöld eða í nótt. Palestínska heimastjórnin, sem óttast grimmilegar hefndir Ísraela, yfirgaf höfuðstöðvar sínar í Ramallah í gær og Arafat skoraði á George W. Bush Bandaríkjaforseta að senda al- þjóðlegt gæslulið á vettvang. Sagði hann, að Ísraelar væru búnir að eyði- leggja alla innviðu heimastjórnarinn- ar á Vesturbakkanum og þar með ör- yggissveitir Palestínumanna. Heima- stjórnin væri því ófær um að koma í veg fyrir sjálfsmorðsárásir. Aldrei þessu vant taka sumir Ísraelar undir það með honum. Arafat kom fram í palestínska sjónvarpinu í gær og skipaði mönn- um sínum að beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir í Ísrael. Nokkru síðar tilkynnti hann, að 14 menn hefðu verið handteknir í Gaza, grunaðir um að tengjast hryðjuverkinu í Tel Aviv. Evrópusambandið, Rússland og Mannréttindastofnun SÞ fordæmdu í gær hryðjuverkið í Ísrael en Hamas- samtökin hafa lýst því á hendur sér. Ágreiningur við Bandaríkjamenn Sharon er sagður hafa sett það sem skilyrði fyrir friðarviðræðum við Palestínumenn, að heimastjórnin verði stokkuð upp, og ísraelskur embættismaður sagði í gær, að Bandaríkjastjórn væri sama sinnis. Það virðist þó ofmælt því að Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær, að umbætur á heimastjórninni væru nauðsynlegar en væru ekkert skilyrði fyrir viðræð- um. Umsátur Ísraela um Fæðingar- kirkjuna í Betlehem hélt áfram í gær þrátt fyrir samninga um, að því lyki með því, að 13 palestínskir byssu- menn yrðu sendir úr landi. Hafði ver- ið samið um það að Ítölum forspurð- um, að þeir tækju við þeim, en þeir neita því. Líkur þóttu á nýju sam- komulagi í gær um að allir fengju að fara úr kirkjunni nema mennirnir 13, sem yrðu þar áfram þar til eitthvert ríki vildi taka við þeim. Reuters Ísraelskt vélmenni dregur burt særðan palestínskan ungling en sprengja, sem hann bar innanklæða, sprakk fyrr en hann ætlaði. Átti þetta sér stað rétt við borgina Haifa í Ísrael í gærmorgun en í fyrrakvöld varð annar Palestínumaður 16 Ísraelum og sjálfum sér að bana með sprengingu í Tel Aviv. Palestínumenn óttast hefndarárásir Ísraela Arafat lætur handtaka menn tengda hryðjuverkinu Jerúsalem. AP, AFP.  „Ný skilyrði“/35 ÍRANSKUR þingmaður staðfesti í gær, að írönsk stjórnvöld hefðu ný- lega átt leynilegar viðræður við sjálfa erkifjendurna, Bandaríkja- menn, þótt því hafi verið neitað op- inberlega. „Öfugt við það, sem utanríkisráð- herrann hefur sagt, þá hafa átt sér stað leynilegar viðræður við Banda- ríkjamenn,“ sagði Mohsen Mirdami, formaður utanríkismálanefndar ír- anska þingsins og kunnur umbóta- sinni. „Þetta er hálfvandræðalegt og ég tel, að þessar viðræður eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum.“ Írönsk dagblöð hafa haldið því fram, að þessar viðræður hafi átt sér stað, annaðhvort á Kýpur eða í Ank- ara í Tyrklandi. Íran og Bandaríkin hafa ekki haft með sér stjórnmála- samband í 22 ár og opinber stefna í Íran er að hafa ekkert samband við Bandaríkin nema um málefni Afgan- istans. Fyrr á árinu sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti, að Íran væri eitt af ríkjunum í „hinum illa öxli“ ásamt Írak og Norður-Kóreu. Segir viðræðu- bannið út í hött Mirdami lýsti þeirri skoðun fyrir nokkrum vikum, að rétt væri að ræða við þá bandaríska þingmenn, sem ekki væru „fjandsamlegir“ Ír- an, og annar umbótasinni, Mohamm- ad Naimipour, sagði fyrir skömmu, að bannið við viðræðum við Banda- ríkjastjórn væri út í hött. Ali Khamenei, hinn andlegi leiðtogi landsins, er aftur á móti andvígur öllum viðræðum. Leyni- legar við- ræður við Írana Teheran. AFP. UM 240 manns, lögreglumenn, her- menn og skæruliðar maóista féllu í gær í hörðum bardögum í Nepal. Að sögn embættismanna hafa 600 skæruliðar verið felldir á sex dögum og hermenn hafa umkringt aðra 500. Til að hefna harðra árása hersins gerðu maóískir uppreisnarmenn í Nepal árásir á tvennum vígstöðvum í gær og felldu að minnsta kosti 140 her- og lögreglumenn og misstu sjálfir 14 menn, að sögn hersins. Rúmlega hundrað her- og lögreglu- menn féllu í bænum Gama í vest- urhluta landsins, þar sem um 500 uppreisnarmenn umkringdu sam- eiginlega bækistöð hers og lögreglu. Gama er höfuðvígi maóista, sem hafa barist gegn konungsveldinu í Nepal síðan 1996. Umsátrið um bækistöðina þar hófst á þriðjudags- kvöld, og herinn notaði þyrlur til að flytja liðsauka til mannanna í bæki- stöðinni, en vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlunum. Allir sem voru í bækistöðinni voru felldir. Bandarísk hernaðaraðstoð Á meðan bardagarnir stóðu í Gama náði herinn aftur á sitt vald búðum lögreglu í bænum Chainpur, sem er um 400 km austur af höf- uðborginni Katmandu. Fjórir lög- reglumenn féllu þar, og hermenn fundu lík 14 uppreisnarmanna. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur beðið þingið að sam- þykkja tæplega tveggja milljarða króna hernaðarstyrk við Nepal og þar eru nú á milli 10 og 20 banda- rískir hernaðarsérfræðingar. Grimmileg átök milli skæruliða og stjórnarhersins í fjallaríkinu Nepal Hundruð manna liggja í valnum Katmandu. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.