Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MARKMIÐ átaks í öldrunarþjónustu
er að vekja athygli ungs fólks á at-
vinnutækifærum í þágu aldraðra,
stuðla að viðhorfsbreytingu til starfa í
öldrunarþjónustu og bæta ímynd
aldraðra í þjóðfélaginu, að því er fram
kom á kynningarfundi í Gerðubergi í
gær. Þar var veftorgið ellismellur.is
opnað formlega, en þar er að finna
margvíslegar upplýsingar sem tengj-
ast öldrunarþjónustu, auk þess sem
hægt er að sækja um vinnu við öldr-
unarþjónustu þar.
Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunar-
forstjóri í Sóltúni, sem er formaður
átakshópsins, sagði á fundinum að
það væri sérstakt verkefni stjórn-
valda að koma til móts við aukna þörf
eldri borgara fyrir hvers konar þjón-
ustu, tryggja hana í sessi og búa í hag-
inn fyrir vaxandi eftirspurn á kom-
andi árum. Markmið átaksins væri að
vekja athygli ungs fólks á atvinnu-
tækifærum í þágu aldraðra, stuðla að
viðhorfsbreytingu til starfa í öldrun-
arþjónustu og bæta ímynd aldraðra í
þjóðfélaginu.
Þá kynnti hún veftorgið ellismell-
ur.is, en þar koma saman aðilar sem
starfa við öldrunarþjónustu. Miðlað
er upplýsingum um atvinnutækifæri,
menntunarmöguleika og annað, svo
sem reynslusögur úr starfi. Jafnframt
verða þarna upplýsingar um kaup og
kjör og þar er að finna hlekki inn á
aðra tengda vefi. Þar verður einnig
hægt að sækja um störf hjá mismun-
andi atvinnurekendum í öldrunar-
þjónustu.
Fylgst með daglegu
lífi eldri borgara
Anna Birna sagði einnig að á mánu-
daginn kemur myndi sjónvarpið
frumsýna myndina „Lífið heldur
áfram“ þar sem fylgst væri með dag-
legu lífi eldri borgara sem lagt hafa
þessu átaki lið, en þar er brugðið upp
svipmyndum úr leik og starfi.
Fram kom að átakinu er ætlað að
styrkja stöðu þeirra fjölbreytilegu
starfa sem unnin eru í öldrunarþjón-
ustu. Opna augu og skerpa vitund um
kosti þess að starfa með eldri borg-
urum, jafnframt því sem þeirri spurn-
ingu sé velt upp hvort verið geti að
eldri borgarar séu vanmetinn mann-
auður og hvernig nýta megi reynslu
þeirra og starfskrafta í þágu sam-
félagsins og ekki síst jafnaldra sinna.
Anna Birna sagði einnig að aðrir
aldurshópar sem stæðu á tímamótum
ættu að beina sjónum að öldrunar-
þjónustunni og nefndi nýja vinnu-
markaðskönnun Hagstofunnar í því
sambandi, en þar kæmi fram að fimm
þúsund manns hefðu verið atvinnu-
lausir á landinu í apríl. Nóg af störfum
væru fyrir hendi í öldrunarþjónust-
unni og það væri mjög ánægjulegt ef
þessir einstaklingar gæfu sjálfum sér
það tækifæri að mæta til starfa í gjöf-
ulu og mannbætandi umhverfi.
Þá kom fram að menntunarkostir á
þessu sviði væru fjölbreytilegir. Á
framhaldsskólastigi væri kostur á
nýju námi, félagsliðanámi, en einnig
væri um að ræða sjúkraliðanám, mat-
artækni, hárgreiðslu- og snyrtinám,
fótaaðgerðarfræði, nuddnám, skrif-
stofunám og iðnnám, en þessar náms-
leiðir væri hægt að velja með eða án
stúdentsprófs. Hvað háskólanám
varðaði mætti nefna hjúkrunarfræði,
læknisfræði, sjúkraþjálfun, iðjuþjálf-
un, djáknanám, guðfræði, matarfræði
og næringarfræði, tannlæknisfræði,
þroskaþjálfun, talmeinafræði, nýjar
greinar eins og listmeðferðarfræði og
tónlistarmeðferðarfræði, sálfræði, fé-
lagsráðgjöf, stjórnunar- og viðskipta-
fræði, mannfræði og upplýsingatækni
hvers konar og þannig mætti áfram
telja, en allt væru þetta námsleiðir
sem þörf væri á í öldrunarþjónustu og
veittu fjölbreytt tækifæri.
Einnig kom fram að í öldrunar-
þjónustu væri stór hópur starfs-
manna með mjög fjölbreyttan bak-
grunn og vinna þyrfti að starfstengdu
námi sem leiddi til starfsréttinda svo
sem félagsliða eða sjúkraliða. Þá
þyrfti starfsfólk af erlendu bergi brot-
ið að eiga kost á starfstengdu ís-
lenskunámi.
Loks kom fram að vekja þyrfti at-
hygli á bættum launakjörum og
bættri vinnuaðstöðu á þessu sviði. Ný
hjúkrunarheimili búin bestu mögu-
legri aðstöðu fyrir íbúa og starfsmenn
væri að finna á Íslandi og eldri hjúkr-
unarheimili ynnu markvisst að end-
urbótum sinna húsakynna. Upplýs-
ingatækni væri notuð í vaxandi mæli
sem og hvers kyns hjálpartæki sem
efldu sjálfsbjörg og léttu störfin.
Þannig hefði gríðarleg breyting og
þróun átt sér stað á þessu sviði, sem
styrkti stöðu þeirra sem störfuðu við
þetta og gerði störfin ánægjulegri og
léttari.
Hlutfall aldraðra mun
aukast á næstu árum
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra sagði að starfshópur um bætta
ímynd öldrunarþjónustu hefði verið
skipaður á sínum tíma af heilbrigð-
isrráðherra, en markmið hópsins
væri fyrst og fremst að vekja athygli
ungs fólks á atvinnutækifærum á
þessu sviði, stuðla að viðhorfsbreyt-
ingu til starfa í öldrunarþjónustu og
bæta ímynd öldrunar í þjóðfélaginu.
Hópurinn hefði að mörgu leyti farið
óhefðbundnar leiðir sem hann vonaði
að myndi skila árangri.
Jón sagði að hlutfall aldraðra af
íbúafjölda íslensku þjóðarinnar
myndi aukast á næstu árum. Öldrun-
arþjónusta væri ört vaxandi þjón-
ustugrein, ekki aðeins fyrir þá sem
þyrftu á umönnun að halda heldur
einnig í tengslum við ýmsa aðra þjón-
ustu og tómstundir sem eldri borg-
arar nýttu sér. Með betri lífskjörum,
þekkingu, heilsugæslu, lyfjum og
þjónustu væri ljóst að bæta mætti
heilsu og lífsgæði aldraðra.
Jón benti á að að eldri borgarar
væru nú um 32 þúsund talsins og
þyrftu þrjú þúsund þeirra á sérstakri
umönnun að halda. Flestir þeirra, eða
rúmlega 60%, byggju á höfuðborgar-
svæðinu og um 10% á Norðurlandi
eystra.Hann bætti því við að þessi
málaflokkur yrði mjög mikilvægur í
framtíðinni. „Það er einlæg von mín
að þetta átak sem nú er ýtt úr vör
muni skila sér þannig að augu manna
opnist fyrir því hversu gjöfult það er
að starfa í öldrunarþjónustu,“ sagði
Jón ennfremur.
Átakshópurinn er skipaður ýmsum
forvígismönnum á sviði öldrunarþjón-
ustu, en bakhjarlar átaksins eru heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
landlæknisembættið, Reykjavíkur-
borg, Garðabær, Kópavogur, Hafnar-
fjörður, Mosfellsbær, Landssamband
lífeyrissjóða, Efling – stéttarfélag,
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga,
Félag stjórnenda í öldrunarþjónustu,
Öldrunarráð Íslands, Vísindasjóður
Öldrunarfræðafélags Íslands og
Gerðuberg, félagsstarf eldri borgara.
Átakshópur um breytta ímynd öldrunarþjónustu á vegum heilbrigðisráðherra og sveitarfélaga
Þörf fyrir aukna
þjónustu mætt
Átaki um breytta
ímynd öldrunarþjón-
ustu var ýtt úr vör í
gær, en að undanförnu
hefur átakshópur á
vegum heilbrigðis-
ráðherra og nokkurra
sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu unnið
að því að finna úr-
lausnir vegna vaxandi
eftirspurnar eftir
starfsfólki í öldr-
unarþjónustu.
Morgunblaðið/RAX
Frá kynningarfundinum í Gerðubergi í gær. Anna Birna Jensdóttir, for-
maður átakshópsins, og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra.
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI krefst
sakfellingar yfir þremur mönnum,
sem ákærðir eru fyrir bensín-
sprengjuárás á aðsetur bandaríska
sendiráðsins og sendiherrans við
Laufásveg hinn 21. apríl 2001. Við
árásina blossaði upp eldur á fram-
hlið hússins en skamma stund tók
að slökkva hann með handslökkvi-
tæki.
Einn sakborninganna hefur geng-
ist við því að hafa útbúið sprengjuna
og játar að hafa borið eld að kveiki-
þræði og kastað sprengjunni í
sendiráðið. Hann kallaði verknaðinn
heimskupör við aðalmeðferð málsins
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og
bar við ölvun.
Annar meðákærðu sagði að aldrei
hefði verið ætlunin að kasta bensín-
sprengjunni á sendiráðið og þriðji
meðákærði sagðist ekki hafa tekið
þátt í að búa til sprengjuna. Hefði
hann ekki áttað sig á hvað gerst
hefði enda ofurölvi. Báðir með-
ákærðu fylgdu hins vegar þeim sem
bjó til sprengjuna að sendiráðinu og
stöðvuðu hann ekki við árásina og
telur saksóknari það m.a. vera til
marks um hlutdeild þeirra í brotinu.
Krefst hann sakfellingar og telur
saksóknari að meðákærðu hefðu
getað tekið í taumana en ekki gert
það og telur að sekta eigi þá um
100–150 þúsund krónur. Verjendur
ákærðu krefjast sýknu. Dómur
verður kveðinn upp 28. maí.
Bensínsprengjuárás á
bandaríska sendiráðið
Krafist sak-
fellingar og
allt að 150 þús.
króna sektar
ORKUSTOFNUN fékk í gær við-
urkenningu fyrir að vera ríkis-
stofnun sem hefur skarað fram úr
og verið til fyrirmyndar í starfi
sínu. Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra afhenti Þorkatli Helgasyni
orkumálastjóra verðlaunin, verð-
launagripinn Vegvísi sem Jón
Snorri Sigurðsson gullsmiður hann-
aði og smíðaði.
Þrjár stofnanir fengu viðurkenn-
ingu fyrir góðan árangur í rekstri,
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins,
Fiskistofa og Ríkiskaup.
Fimm manna nefnd hafði það
hlutverk að velja það ríkisfyrirtæki
sem þótti skara fram úr. Óskað var
eftir tilnefningum frá ráðuneytum
og ríkisstofnunum. Almenningur
gat einnig tilnefnt fyrirmynd-
arstofnun á vef stjórnarráðsins og á
vef Morgunblaðsins, www.mbl.is.
Nefndin ákvað að afla frekari
upplýsinga frá 20 stofnunum. Segir
í fréttatilkynningu að valið hafi ver-
ið erfitt, enda séu aðstæður þeirra á
margan hátt ólíkar. Öruggt sé að í
hópi þeirra stofnana sem ekki hlutu
viðurkenningu að þessu sinni séu
margar af fyrirmyndarstofnunum
framtíðarinnar.
Í niðurstöðu nefndarinnar segir
m.a. að Orkustofnun sé jarð-
hitarannsóknarstofnun á heims-
mælikvarða. Á síðustu árum hafi
verið unnið markvisst að ýmsum
umbótum í rekstrinum. Orkustofn-
un hafi fyrir nokkru aðgreint
stjórnsýsluhlutverk sitt frá rann-
sóknarhlutanum, til að tryggja bet-
ur faglegt sjálfstæði þeirra sem við
rannsóknir starfa og fjárhagslega
aðgreiningu samkeppnisrekstrar.
Fjármálastjórnun hafi verið styrk
og stofnunin haldi sig ávallt innan
fjárlaga. Starfsfólk hafi einnig ver-
ið jákvætt gagnvart breytingum og
þróunarstarfi og hafi tekið þátt í að
breyta hlutverki og verkefnum
stofnunarinnar á síðustu árum.
Þetta er í fjórða sinn sem verðlaun-
in eru veitt, Landgræðsla ríkisins
hlaut verðlaunin árið 2000, Svæð-
isskrifstofa um málefni fatlaðra á
Reykjanesi árið 1998 og Kvenna-
skólinn í Reykjavík árið 1996.
Orkustofnun til fyrirmyndar
Morgunblaðið/RAX
Þorkell Helgason orkumálastjóri og Geir H. Haarde fjármálaráðherra
með verðlaunagripinn Vegvísi sem veittur var í fjórða sinn í gær.