Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 8

Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Það þarf að vera með réttu græjurnar þegar skóflustungan „Reykjavík fyrir Reykvíkinga“ verður tekin. Friðarstyrkur Rótarý Stuðlar að eflingu friðar ALÞJÓÐASAMTÖKRótarý hafa hleyptaf stokkunum nýj- um styrktarsjóði sem ber heitið Friðarstyrkur Rót- arýsjóðsins. 70 einstakling- ar munu á ári hverju hljóta styrk úr sjóði þessum og nú hefur það gerst á árdög- um þessa sjóðs, að ung ís- lensk kona hefur hlotið styrk úr honum. Það er Helga Bára Bragadóttir, menntaskólakennari á Ísa- firði, og hún svaraði nokkr- um spurningum um styrk- veitinguna og fleira henni tengt. Segðu okkur fyrst eitt- hvað um þennan nýja styrk Rótarýhreyfingarinnar, hver er tilgangurinn með honum og tilurð hans? „Rótarýsjóðurinn stendur fyrir umfangsmiklu mannúðar- og menningarstarfi um allan heim. Sem hluta af því starfi veitir hann námsstyrki. Friðarstyrkur Rót- arýsjóðsins er nýr námsstyrkur sem í fyrsta skipti er veittur í ár. Friðarstyrkurinn er handa þeim sem læra um og rannsaka mis- munandi hliðar á stríði og friði. Með því að veita hann vill Rótarý- sjóðurinn auðvelda fólki að fara í slíkt nám og þannig stuðla enn frekar að eflingu friðar í heimin- um. Á hverju ári munu 70 einstak- lingar fá Friðarstyrkinn til að stunda tveggja ára meistaranám í friðarfræðum. Komið hefur verið á samstarfi við sjö virta háskóla í Frakklandi, Japan, Argentínu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Bret- landi og styrkþegarnir munu stunda nám í þeim skólum. Styrk- irnir eiga að standa undir öllum náms- og dvalarkostnaði.“ Hvernig atvikaðist það að þú fékkst styrkinn? „Styrkurinn er alþjóðlegur sam- keppnisstyrkur, þ.e.a.s. hvert hinna 530 umdæma Alþjóða Rót- arýhreyfingarinnar mega senda eina umsókn og í framhaldi af því eru styrkþegarnir 70 valdir. Rót- arýklúbburinn á Akranesi benti mér á styrkinn sem ég vissi annars ekki af, enda í fyrsta skipti sem hann var í boði. Ég sótti um hann og var valin sem fulltrúi Rótarý- umdæmisins á Íslandi.“ Sem styrkþegi, til hvers er ætl- ast af þér? „Styrkþegum er auðvitað ætlað að standa sig vel í náminu og ljúka því á tilætluðum tíma. Þeir taka líka þátt í árlegum friðarmálþing- um sem Rótarý í samstarfi við há- skólana sjö mun standa fyrir. Einnig er ætlast til þess að styrk- þegarnir séu í sambandi við Rót- arý á meðan á námi stendur og eft- ir það og miðli þannig reynslu sinni og þekkingu inn í hreyf- inguna. Auk þess skuldbinda styrkþegarnir sig til að koma fram í fjölmiðlum og þar með kynna styrkinn og námið.“ Styrkurinn er kostun á tveggja ára háskólanámi, í hvaða nám ætl- arðu, hvers vegna og hvar? „Einn af skólunum sjö er University of Bradford í Englandi. Námið í Bradford er frábrugðið náminu í hinum skól- unum að því leyti að það er rann- sóknartengdara. Ég hef setið mörg ár á skólabekk og numið fróðleik upp úr bókum og frá kennurum. Ég tel vera kominn tíma til að ég fari sjálf að skapa þekkingu og því valdi ég þennan skóla. Eftir að hafa lokið ýmsum námskeiðum og unnið stutt rann- sóknarverkefni lýkur fyrsta árinu með hefðbundinni M.A. gráðu. Á seinna árinu vinnur hver og einn nemandi að sínu rannsóknarverk- efni sem svo lýkur með MPhil- gráðu. það sem ég ætla að leggja áherslu á í náminu eru frjáls fé- lagasamtök. Annars vegar þeirra hlutverk í uppbyggingu samfélaga eftir átök eða miklar samfélags- legar breytingar og hins vegar þátt þeirra í að viðhalda friðsam- legum samskiptum í fjölmenning- arlegum samfélögum.“ Er þetta spennandi og mikil upphefð, eitthvað sem kom þér á óvart? „Það er vissulega mikil upphefð í því að vera Friðarstyrkþegi Rót- arýhreyfingarinnar. Bæði vegna þess hve styrkurinn er einstaklega veglegur og líka vegna þess gíf- urlega fjölda sem sækir um hann. Það er mjög spennandi að fá að vera hluti af þessu stóra átaki Rót- arý. Ég hlakka mjög til að takast á við námið og vinna með og kynnast öðru fólki sem hefur líka áhuga á friðar- og mannúðarmálum. Það kom mér í sjálfu sér ekki á óvart að fá styrkinn enda hafði Rótarý- umdæmið á Íslandi með því að til- nefna mig lýst yfir að ég væri fylli- lega frambærilegur umsækjandi.“ Nú hefurðu verið valin til að tala á allsherjarþingi Rótarý í Katalón- íu í sumar, hvers vegna þú og hvað ætlarðu að segja? „Já, við erum tvö úr hópi Frið- arstyrkþeganna sem höfum verið valin til að taka þátt í þinginu í Barcelona. Við erum valin vegna þess að við þykjum hafa sérstakan bakgrunn og áhugaverðar hugmynd- ir um rannsóknarverk- efni. Við munum taka þátt í málstofu um frið- arstarf Rótarý og segjum þar frá þessum hlutum.“ Eitthvað að lokum? „Jú, það má kannski nefna það hér að Rótarý hefur nú þegar aug- lýst eftir umsóknum um Friðar- styrkinn fyrir skólaárin 2003– 2005. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Rótarýumdæmisins á Íslandi og á slóðinni www.rotary.- org Helga Bára Bragadóttir  Helga Bára Bragadóttir er fædd á Akranesi 1974. Stúdent frá Fjölbr. Vesturlands. Hefur kennsluréttindi og BA próf í mannfræði frá HÍ. Hefur lengi verið sjálfboðaliði á vegum Rauða krossins og situr nú í stjórn þar. Verið langdvölum er- lendis við nám og störf, m.a. við þróunaraðstoð í Mosambík, skiptinemi í Bólivíu, v/ jarð- arberjatínslu í Skotlandi og kennslu í Danmörku. Síðustu tvö ár hefur hún verið mennta- skólakennari á Ísafirði. Talar á alls- herjarþingi í Katalóníu SAMKEPPNISRÁÐ telur tilefni ekki vera til íhlutunar í þremur málum sem nýlega voru tekin fyrir. Um var að ræða kvartanir frá Shellnesti á Húsavík, Dýralækna- þjónustu Suðurlands og Sveini Skúlasyni héraðsdómslögmanni. Þá beinir ráðið í áliti sínu tilmælum til fjármálaráðherra um ákveðið jafn- ræði við greiðslu virðisaukaskatts. Shellnesti á Húsavík kvartaði yfir synjun Íslenskrar getspár um að setja upp lottóspilakassa í verslun- inni. Synjunin var talin takmarka möguleika verslunarinnar gagnvart keppinautum á Húsavík. Íslensk getspá taldi ekki kostnaðarlegar forsendur fyrir því að setja upp annan lottókassa á staðnum og fellst samkeppnisráð á þau rök. Segir ráðið Íslenska getspá hafa málefnalegar og hlutlægar ástæður fyrir synjuninni og því er ekki talin ástæða til afskipta ráðsins. Dýralæknaþjónusta Suðurlands lagði inn kvörtun vegna meintra samkeppnishindrana með starfs- skipan eftirlitsdýralækna á Suður- landi. Taldi fyrirtækið eftirlitsstörf dýralækna skarast við almenna dýralæknaþjónustu. Í ákvörðun sinni bendir samkeppnisráð á að eftirlitsdýralæknar starfi aðeins við eftirlit í sláturhúsum og stríði það ekki gegn samkeppnislögum. Skipan í prófnefnd Hæsta- réttar getur skapað tortryggni Héraðsdómslögmaður kvartaði til samkeppnisráðs vegna gildandi fyr- irkomulags við öflun málflutnings- réttinda fyrir Hæstarétti. Taldi hann m.a. að skipan prófnefndar fyrir Hæstarétti hamlaði sam- keppni á milli lögmanna. Sam- keppnisráð bendir á að seta starf- andi hæstaréttarlögmanns í prófnefnd geti, að teknu tilliti til samkeppnissjónarmiða, skapað tor- tryggni. Þrátt fyrir það telur sam- keppnisráð ekki tilefni vera til að aðhafast frekar. Samkeppnisráð hefur að auki skilað einu áliti vegna kvörtunar yf- ir túlkun ríkisskattstjóra á ákvæði í lögum um virðisaukaskatt sem mis- munar aðilum sem selja aðgöngu- miða að leik- eða söngsýningum og kvöldverð í tengslum við sýningarn- ar. Þeim tilmælum er beint til fjár- málaráðherra að beita sér fyrir því að samkeppnislegu jafnræði við greiðslu virðisaukaskatts við um- ræddar aðstæður verði komið á. Ákvarðanir, álit og tilmæli Samkeppnisráðs Ekki tilefni til íhlut- unar í þremur málum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.