Morgunblaðið - 09.05.2002, Síða 14
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Hver bekkur myndaði eina röð og fór einn nemandi úr hverjum bekk, ásamt starfsmönnum, og hlóðu eina röð í einu. Hér er varðan fullhlaðin.
NJARÐVÍKURSKÓLI fagnar 60
ára afmæli um þessar mundir en
framkvæmdir við skólahús í Ytri-
Njarðvík hófust vorið 1942. Öll
þessi vika er helguð afmælinu og
fellur hefðbundið skólastarf niður á
meðan.
Afmælið hófst sl. mánudag með
því að allir nemendur og starfs-
menn skólans gengu út á skólalóð-
ina og hlóðu steinvörðu í tilefni af-
mælisins. Hver nemandi setti einn
stein og allir starfsmenn skólans
þannig að gera má ráð fyrir að um
510 steinar séu í vörðunni. Ásamt
því að vera tákn um merkan áfanga
í sögu skólans felur varðan í sér
orðaleik og veltu hleðslumenn fyrir
sér fjölbreytilegri merkingu orðs-
ins á meðan á gjörningnum stóð. Í
upphafi afmælisviku var einnig
frumsýndur söngleikur sem fluttur
er af nemendum skólans og heitir
„Söngur tímans“. Þar er saga skól-
ans rakin en höfundar verksins eru
tveir kennarar við skólann, Mar-
grét Stefánsdóttir og Tone Sol-
bakk. Öllum nemendum skólans
verður boðið á söngleikinn í vikunni
en á morgun, laugardag og sunnu-
dag gefst almenningi kostur á að
njóta verksins. Sýningar fara fram í
Frumleikhúsinu, kl. 20 á morgun en
kl. 17 laugardag og sunnudag.
Sýning sem spannar
60 ára sögu skólans
Á morgun verður sérstök hátíð-
ardagskrá á sal skólans og eru allir
bæjarbúar velkomnir. Ýmislegt
verður þá til gamans gert, m.a.
munu nemendur í 10. bekk rekja
sögu skólans og opnuð verður sýn-
ing sem spannar 60 ára skólasög-
una. Að sögn Gylfa Guðmundssonar
skólastjóra var leitað til fyrrver-
andi nemenda skólans vegna muna
sem þeir kynnu að eiga eftir veruna
í skólanum. „Viðtökur fólks voru
mjög góðar og við erum að sýna
muni jafnvel frá fyrstu nemendum
skólans. Ég vil hvetja alla til þess að
koma og líta á sýninguna sem er
mjög merkileg. Ég vil jafnframt
benda fólki á að hún stendur mjög
stutt yfir, enda megum við ekki
missa stofurnar lengur. Hefðbundið
skólahald hefst aftur á mánudag,“
sagði Gylfi í samtali við Morgun-
blaðið. Sýningin verður opin til kl.
17 á morgun og kl. 12–16 á laug-
ardag.
Táknræn varða hlaðin á skólalóðinni
Njarðvík
Njarðvíkurskóli fagnar sextíu ára afmæli sínu um þessar mundir
SUÐURNES
14 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar
samþykkti á fundi sínum á þriðjudag
tillögu Skúla Þ. Skúlasonar þess efnis
að fjölskyldu- og félagsþjónustan skili
bæjarstjórn greinargerð þar sem leit-
ast er við að svara spurningunni: „Er
fátækt í Reykjanesbæ?“ Niðurstöð-
urnar verða hafðar til hliðsjónar í
stefnumótun Reykjanesbæjar í fjöl-
skyldumálum. Í greinargerð sem
fylgdi tillögunni segir: „Það öryggis-
net sem Reykjanesbær tryggir íbúum
sínum endurspeglast að sumu leyti í
störfum Fjölskyldu- og félagsþjón-
ustunnar, enda veitt allvíðtæk for-
varnar- og ráðgjafarþjónusta hjá
bæjarfélaginu.“
Sundurliðun á útgjöldum vegna fé-
lagsþjónustunnar er skýrð í árs-
skýrslu stofnunarinnar og undirstrik-
ar sú sundurliðun fjölbreytt öryggis-
net félagsþjónustunnar, segir enn-
fremur í greinargerðinni.
Kynferðisbrotamál of mörg
„Á árinu 2001 voru útgjöld 183
milljónir eða um 17 þúsund krónur á
hvern íbúa í Reykjanesbæ. Á árinu
2000 voru sömu útgjöld 162 milljónir
og aukning milli ára því um 12%.
Barnaverndarmál eru orðin stærsti
málaflokkur Fjölskyldu- og félags-
þjónustunnar en á síðastliðnu ári voru
221 mál barna þar til vinnslu. Málefni
unglinga, kynferðisbrotamál og fóst-
urmál eru of mörg og hefur því miður
fjölgað síðustu árin samkvæmt upp-
lýsingum starfsmanna. Hugtakið fá-
tækt hefur nánast eingöngu fjárhags-
lega merkingu í huga okkar en af
sjálfsögðu er fátækt af ýmsum toga.
Það er því gagnlegt fyrir bæjarfull-
trúa og starfsfólk Reykjanesbæjar að
fá frekari greiningu á félagslegum að-
stæðum íbúa bæjarfélagsins,“ segir í
greinargerðinni.
Er fátækt
í Reykja-
nesbæ?
Reykjanesbær
F-LISTINN, listi framfarasinnaðra
kjósenda í Garði, opnar kosninga-
skrifstofu sína í litla sal Samkomu-
hússins laugardaginn 11. maí kl. 12.
Frambjóðendur listans og sveitar-
stjóri kynna stefnuskrá F-listans og
svara fyrirspurnum.
F-listi opnar
skrifstofu
Garður
LÚÐRASVEITATÓNLEIKAR
verða haldnir í Kirkjulundi, félags-
heimili Keflavíkurkirkju, á morgun,
föstudaginn 10. maí, kl. 17.30. Það eru
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og
A.T. Mahan High School á Keflavík-
urflugvelli, sem standa að tónleikun-
um þar sem fram koma elstu deildir
lúðrasveita beggja skólanna.
Fyrir allmörgum árum hófst sam-
starf milli tónlistarskólanna í Keflavík
og Njarðvík og skólanna á Keflavík-
urflugvelli, bæði barna- og unglinga-
skólanna, um lúðrasveitastarf, með
þeim hætti að þessir skólar héldu ár-
lega sameiginlegt lúðrasveitamót á
Keflavíkurflugvelli, oft einnig með
þátttöku annarra tónlistarskóla á
Suðurnesjum. Tónlistarskóli Reykja-
nesbæjar hefur haldið þessu sam-
starfi áfram, nemendum og aðstand-
endum þeirra til gagns og gleði, segir
í frétt frá Tónlistarskólanum.
Tónleikarnir í Kirkjulundi á morg-
un eru afrakstur lúðrasveitamóts sem
stendur yfir á Keflavíkurflugvelli í
dag, uppstigningardag.
Stjórnandi lúðrasveitanna verður
dr. Eric Measles, sem er enskur
lúðrasveitastjórnandi, og staddur er
hér á landi í boði A.T. Mahan High
School.
Lúðrasveita-
tónleikar í
Kirkjulundi
Keflavík
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Á FUNDI bæjarstjórnar Reykja-
nesbæjar á þriðjudag voru lagðir
fram og samþykktir ársreikningar
ársins 2001. Miklar umræður urðu
um reikningana en meirihluti lagði
fram bókun þess efnis að niður-
staða ársreikningsins væri í megin
atriðum eins og áætlanir gerðu ráð
fyrir, ársreikningur Reykjanesbæj-
ar fyrir árið 2001 sýnir hagnað upp
á tæpar 617 milljónir króna. Minni-
hlutinn sagði árið 2001 vera versta
rekstrarár í sögu bæjarfélagsins.
„Heildareignir eru rúmir 10,6
milljarðar eða 975.000 kr. á íbúa,
eigið fé er rúmir 5,4 milljarðar eða
497.000 kr. á íbúa og skuldir eru
rúmir 4,3 milljarðar eða 399.000
kr. á íbúa,“ segir í bókun meiri-
hlutans. „Gengisfall íslensku krón-
unnar á síðari hluta árs 2001 vegur
þungt í útreikningi á skuldum á
hvern íbúa, en nú í maí 2002 hefur
það gengið til baka, og hafa skuldir
því lækkað á fyrstu 4 mánuðum
ársins 2002 með gengisbreytingu
og greiðslum bæjarsjóðs um 30.000
kr. á íbúa og eru nú um 370.000 kr.
Breyting á eignarformi Hitaveitu
Suðurnesja í hlutafélag koma aftur
á móti til góða. Lykiltölur ársins
2001 samanborið við árið 2000 sýna
verulegan bata á öllum sviðum,“
segir í bókuninni.
Versta rekstrarár
í sögu bæjarins
Þegar rekstrarafkoma bæjar-
sjóðs er skoðuð kemur í ljós að
aldrei hefur jafnlítið verið eftir til
að framkvæma fyrir,“ segir í bók-
un minnihlutans. „Í ljós kemur að
þegar sá kostnaður sem fer í rekst-
ur er dreginn frá skatttekjum og
gert hefur verið ráð fyrir greiðslu
lána vantar rúma 131 milljón á að
dæmið gangi upp.“ Samtals hefur
því, að sögn minnihlutans, vantað á
þessu kjörtímabili tæpar 195 millj-
ónir til að endar næðu saman. „Þá
er þó ekki farið að setja krónu í
viðhald eða framkvæmdir. Á kjör-
tímabilinu nemur eignfærð fjár-
festing tæpum 1.946 milljónum
króna en ný lántaka rúmum 2.872
milljónum. Það er því augljóst að
ekki gengur fyrir meirihlutann að
bera eingöngu einsetningu grunn-
skólanna fyrir sig þegar rætt er
um þessa miklu skuldaaukningu
bæjarsjóðs.“
Þá gagnrýndi minnihlutinn að
færð var niðurfærsla á eign bæj-
arfélagsins í Hitaveitu Suðurnesja.
„Það að sú eingreiðsla sé tekju-
færð undir rekstri veldur því að
vandræðagangur meirihlutans með
reksturinn er í fljótu bragði ekki
eins sýnilegur. Hún dugar þó ekki
til að slá ryki í augu þeirra sem
fylgjast með fjárreiðum bæjarins,“
en í bókuninni er vísað í bréf Eft-
irlitsnefndar með fjármálum sveit-
arfélaga þar sem segir: „Sam-
kvæmt fyrirliggjandi gögnum
hefur framlegð sveitarfélagsins ár-
ið 2001 lækkað frá árinu á undan
ef frá eru tekin áhrif í tengslum
við stofnun Hitaveitu Suðurnesja
hf.“
Ársreikningar samþykktir í bæjarstjórn
Hagnaður upp á
617 milljónir króna
Versta rekstr-
arár í sögu
bæjarins, segir
minnihlutinn
Reykjanesbær
STÓR handverkssýning verður
haldin í íþróttahúsinu við Sunnu-
braut í Keflavík um helgina. Á laug-
ardaginn verður einnig opnað nýtt
safn í Reykjanesbæ, Bátafloti Gríms
Karlssonar, í Duus-húsunum í Kefla-
vík.
Handverkssýningin verður opnuð
í íþróttahúsinu við Sunnubraut í
Keflavík klukkan 12 á laugardag.
Um er að ræða sölusýningu og telja
aðstandendur hennar hjá Markaðs-
og atvinnumálaskrifstofu Reykja-
nesbæjar að hún verði stærsta hand-
verkssýningin í ár. Sýnendur koma
alls staðar að af landinu til að sýna.
Sýningin verður opin laugardag og
sunnudag frá klukkan 12 til 18.
Unnið hefur verið að endurbótum
á Duus-húsunum í Keflavík og verð-
ur fyrsti hluti þeirra tekinn í notkun
á laugardag með opnun Bátaflota
Gríms Karlssonar. Grímur hefur
lengi smíðað bátalíkön og á sýningu
á þeim 59 verkum hans sem Reykja-
nesbær hefur eignast er hægt að sjá
þróun báta á Íslandi frá 1860.
Sýningin verður opnuð fyrir al-
menning á laugardaginn kl. 15 og
verður eftir það opin frá kl. 11 til 18
alla daga. Þarna verða einnig til sýn-
is ýmsir hlutir sem Byggðasafn Suð-
urnesja á og tengjast sögu sjávar-
útvegs á Íslandi.
Handverks-
sýning og
nýtt safn
Reykjanesbær