Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hver bekkur myndaði eina röð og fór einn nemandi úr hverjum bekk, ásamt starfsmönnum, og hlóðu eina röð í einu. Hér er varðan fullhlaðin. NJARÐVÍKURSKÓLI fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir en framkvæmdir við skólahús í Ytri- Njarðvík hófust vorið 1942. Öll þessi vika er helguð afmælinu og fellur hefðbundið skólastarf niður á meðan. Afmælið hófst sl. mánudag með því að allir nemendur og starfs- menn skólans gengu út á skólalóð- ina og hlóðu steinvörðu í tilefni af- mælisins. Hver nemandi setti einn stein og allir starfsmenn skólans þannig að gera má ráð fyrir að um 510 steinar séu í vörðunni. Ásamt því að vera tákn um merkan áfanga í sögu skólans felur varðan í sér orðaleik og veltu hleðslumenn fyrir sér fjölbreytilegri merkingu orðs- ins á meðan á gjörningnum stóð. Í upphafi afmælisviku var einnig frumsýndur söngleikur sem fluttur er af nemendum skólans og heitir „Söngur tímans“. Þar er saga skól- ans rakin en höfundar verksins eru tveir kennarar við skólann, Mar- grét Stefánsdóttir og Tone Sol- bakk. Öllum nemendum skólans verður boðið á söngleikinn í vikunni en á morgun, laugardag og sunnu- dag gefst almenningi kostur á að njóta verksins. Sýningar fara fram í Frumleikhúsinu, kl. 20 á morgun en kl. 17 laugardag og sunnudag. Sýning sem spannar 60 ára sögu skólans Á morgun verður sérstök hátíð- ardagskrá á sal skólans og eru allir bæjarbúar velkomnir. Ýmislegt verður þá til gamans gert, m.a. munu nemendur í 10. bekk rekja sögu skólans og opnuð verður sýn- ing sem spannar 60 ára skólasög- una. Að sögn Gylfa Guðmundssonar skólastjóra var leitað til fyrrver- andi nemenda skólans vegna muna sem þeir kynnu að eiga eftir veruna í skólanum. „Viðtökur fólks voru mjög góðar og við erum að sýna muni jafnvel frá fyrstu nemendum skólans. Ég vil hvetja alla til þess að koma og líta á sýninguna sem er mjög merkileg. Ég vil jafnframt benda fólki á að hún stendur mjög stutt yfir, enda megum við ekki missa stofurnar lengur. Hefðbundið skólahald hefst aftur á mánudag,“ sagði Gylfi í samtali við Morgun- blaðið. Sýningin verður opin til kl. 17 á morgun og kl. 12–16 á laug- ardag. Táknræn varða hlaðin á skólalóðinni Njarðvík Njarðvíkurskóli fagnar sextíu ára afmæli sínu um þessar mundir SUÐURNES 14 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum á þriðjudag tillögu Skúla Þ. Skúlasonar þess efnis að fjölskyldu- og félagsþjónustan skili bæjarstjórn greinargerð þar sem leit- ast er við að svara spurningunni: „Er fátækt í Reykjanesbæ?“ Niðurstöð- urnar verða hafðar til hliðsjónar í stefnumótun Reykjanesbæjar í fjöl- skyldumálum. Í greinargerð sem fylgdi tillögunni segir: „Það öryggis- net sem Reykjanesbær tryggir íbúum sínum endurspeglast að sumu leyti í störfum Fjölskyldu- og félagsþjón- ustunnar, enda veitt allvíðtæk for- varnar- og ráðgjafarþjónusta hjá bæjarfélaginu.“ Sundurliðun á útgjöldum vegna fé- lagsþjónustunnar er skýrð í árs- skýrslu stofnunarinnar og undirstrik- ar sú sundurliðun fjölbreytt öryggis- net félagsþjónustunnar, segir enn- fremur í greinargerðinni. Kynferðisbrotamál of mörg „Á árinu 2001 voru útgjöld 183 milljónir eða um 17 þúsund krónur á hvern íbúa í Reykjanesbæ. Á árinu 2000 voru sömu útgjöld 162 milljónir og aukning milli ára því um 12%. Barnaverndarmál eru orðin stærsti málaflokkur Fjölskyldu- og félags- þjónustunnar en á síðastliðnu ári voru 221 mál barna þar til vinnslu. Málefni unglinga, kynferðisbrotamál og fóst- urmál eru of mörg og hefur því miður fjölgað síðustu árin samkvæmt upp- lýsingum starfsmanna. Hugtakið fá- tækt hefur nánast eingöngu fjárhags- lega merkingu í huga okkar en af sjálfsögðu er fátækt af ýmsum toga. Það er því gagnlegt fyrir bæjarfull- trúa og starfsfólk Reykjanesbæjar að fá frekari greiningu á félagslegum að- stæðum íbúa bæjarfélagsins,“ segir í greinargerðinni. Er fátækt í Reykja- nesbæ? Reykjanesbær F-LISTINN, listi framfarasinnaðra kjósenda í Garði, opnar kosninga- skrifstofu sína í litla sal Samkomu- hússins laugardaginn 11. maí kl. 12. Frambjóðendur listans og sveitar- stjóri kynna stefnuskrá F-listans og svara fyrirspurnum. F-listi opnar skrifstofu Garður LÚÐRASVEITATÓNLEIKAR verða haldnir í Kirkjulundi, félags- heimili Keflavíkurkirkju, á morgun, föstudaginn 10. maí, kl. 17.30. Það eru Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og A.T. Mahan High School á Keflavík- urflugvelli, sem standa að tónleikun- um þar sem fram koma elstu deildir lúðrasveita beggja skólanna. Fyrir allmörgum árum hófst sam- starf milli tónlistarskólanna í Keflavík og Njarðvík og skólanna á Keflavík- urflugvelli, bæði barna- og unglinga- skólanna, um lúðrasveitastarf, með þeim hætti að þessir skólar héldu ár- lega sameiginlegt lúðrasveitamót á Keflavíkurflugvelli, oft einnig með þátttöku annarra tónlistarskóla á Suðurnesjum. Tónlistarskóli Reykja- nesbæjar hefur haldið þessu sam- starfi áfram, nemendum og aðstand- endum þeirra til gagns og gleði, segir í frétt frá Tónlistarskólanum. Tónleikarnir í Kirkjulundi á morg- un eru afrakstur lúðrasveitamóts sem stendur yfir á Keflavíkurflugvelli í dag, uppstigningardag. Stjórnandi lúðrasveitanna verður dr. Eric Measles, sem er enskur lúðrasveitastjórnandi, og staddur er hér á landi í boði A.T. Mahan High School. Lúðrasveita- tónleikar í Kirkjulundi Keflavík ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Á FUNDI bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar á þriðjudag voru lagðir fram og samþykktir ársreikningar ársins 2001. Miklar umræður urðu um reikningana en meirihluti lagði fram bókun þess efnis að niður- staða ársreikningsins væri í megin atriðum eins og áætlanir gerðu ráð fyrir, ársreikningur Reykjanesbæj- ar fyrir árið 2001 sýnir hagnað upp á tæpar 617 milljónir króna. Minni- hlutinn sagði árið 2001 vera versta rekstrarár í sögu bæjarfélagsins. „Heildareignir eru rúmir 10,6 milljarðar eða 975.000 kr. á íbúa, eigið fé er rúmir 5,4 milljarðar eða 497.000 kr. á íbúa og skuldir eru rúmir 4,3 milljarðar eða 399.000 kr. á íbúa,“ segir í bókun meiri- hlutans. „Gengisfall íslensku krón- unnar á síðari hluta árs 2001 vegur þungt í útreikningi á skuldum á hvern íbúa, en nú í maí 2002 hefur það gengið til baka, og hafa skuldir því lækkað á fyrstu 4 mánuðum ársins 2002 með gengisbreytingu og greiðslum bæjarsjóðs um 30.000 kr. á íbúa og eru nú um 370.000 kr. Breyting á eignarformi Hitaveitu Suðurnesja í hlutafélag koma aftur á móti til góða. Lykiltölur ársins 2001 samanborið við árið 2000 sýna verulegan bata á öllum sviðum,“ segir í bókuninni. Versta rekstrarár í sögu bæjarins Þegar rekstrarafkoma bæjar- sjóðs er skoðuð kemur í ljós að aldrei hefur jafnlítið verið eftir til að framkvæma fyrir,“ segir í bók- un minnihlutans. „Í ljós kemur að þegar sá kostnaður sem fer í rekst- ur er dreginn frá skatttekjum og gert hefur verið ráð fyrir greiðslu lána vantar rúma 131 milljón á að dæmið gangi upp.“ Samtals hefur því, að sögn minnihlutans, vantað á þessu kjörtímabili tæpar 195 millj- ónir til að endar næðu saman. „Þá er þó ekki farið að setja krónu í viðhald eða framkvæmdir. Á kjör- tímabilinu nemur eignfærð fjár- festing tæpum 1.946 milljónum króna en ný lántaka rúmum 2.872 milljónum. Það er því augljóst að ekki gengur fyrir meirihlutann að bera eingöngu einsetningu grunn- skólanna fyrir sig þegar rætt er um þessa miklu skuldaaukningu bæjarsjóðs.“ Þá gagnrýndi minnihlutinn að færð var niðurfærsla á eign bæj- arfélagsins í Hitaveitu Suðurnesja. „Það að sú eingreiðsla sé tekju- færð undir rekstri veldur því að vandræðagangur meirihlutans með reksturinn er í fljótu bragði ekki eins sýnilegur. Hún dugar þó ekki til að slá ryki í augu þeirra sem fylgjast með fjárreiðum bæjarins,“ en í bókuninni er vísað í bréf Eft- irlitsnefndar með fjármálum sveit- arfélaga þar sem segir: „Sam- kvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur framlegð sveitarfélagsins ár- ið 2001 lækkað frá árinu á undan ef frá eru tekin áhrif í tengslum við stofnun Hitaveitu Suðurnesja hf.“ Ársreikningar samþykktir í bæjarstjórn Hagnaður upp á 617 milljónir króna Versta rekstr- arár í sögu bæjarins, segir minnihlutinn Reykjanesbær STÓR handverkssýning verður haldin í íþróttahúsinu við Sunnu- braut í Keflavík um helgina. Á laug- ardaginn verður einnig opnað nýtt safn í Reykjanesbæ, Bátafloti Gríms Karlssonar, í Duus-húsunum í Kefla- vík. Handverkssýningin verður opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík klukkan 12 á laugardag. Um er að ræða sölusýningu og telja aðstandendur hennar hjá Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykja- nesbæjar að hún verði stærsta hand- verkssýningin í ár. Sýnendur koma alls staðar að af landinu til að sýna. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag frá klukkan 12 til 18. Unnið hefur verið að endurbótum á Duus-húsunum í Keflavík og verð- ur fyrsti hluti þeirra tekinn í notkun á laugardag með opnun Bátaflota Gríms Karlssonar. Grímur hefur lengi smíðað bátalíkön og á sýningu á þeim 59 verkum hans sem Reykja- nesbær hefur eignast er hægt að sjá þróun báta á Íslandi frá 1860. Sýningin verður opnuð fyrir al- menning á laugardaginn kl. 15 og verður eftir það opin frá kl. 11 til 18 alla daga. Þarna verða einnig til sýn- is ýmsir hlutir sem Byggðasafn Suð- urnesja á og tengjast sögu sjávar- útvegs á Íslandi. Handverks- sýning og nýtt safn Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.