Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ við göngugötuna á Akureyri Upplýsingar í síma 860 8832. Til leigu 84 fm verslunarhúsnæði Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu ⓦ vantar Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. í Innbæinn TIL SÖLU Húseign - Hótel - Akureyri Einstakt tækifæri Húseign þessi við miðbæ Akureyrar er nú til sölu. Húsið stendur við Hafnarstræti nr. 67 og er alls um 538 fm. Mjög fallegt útsýni er yfir pollinn og er ástand hússins mjög gott. Húsið er innréttað sem 19 herbergja hótel. Í öllum herbergjum er bað, sjón- varp, mini-bar og peningaskápur. Allur búnaður til hótelreksturs fylgir. Allar nánari upplýsingar hjá fasteignasölunni Eignakjör ehf., Akureyri, sími 462 6441. STEFNUMÁL Sjálfstæðisflokks- ins fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar á Akureyri voru kynnt í gær, en flokkurinn gengur til kosninga undir kjörorðinu „Farsæl forysta“. Með því er vísað til verka hans og forystuhlutverks á því kjörtímabili sem senn lýkur. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri gerði grein fyrir markmið- um, forgangsverkefnum og fram- tíðarsýn listans þar sem m.a. kom fram að flokkurinn vill að Akureyri eflist sem framsækið bæjarfélag í fremstu röð og það sé tilbúið að takast á við ný verkefni til hags- bóta fyrir alla bæjarbúa. Einnig að það taki virkan þátt í breytingum á skipulagi sveitarstjórnarmála á Ís- landi, m.a. með því að hvetja til sameiningar sveitarfélaga á Eyja- fjarðarsvæðinu. Meðal markmiða má nefna að íbúar verði 17 þúsund árið 2006 og að rekstur bæjar- félagsins verði jákvæður allt kjör- tímabilið. Áætlanir geri ráð fyrir framkvæmdum upp á 4,3 milljarða króna á kjörtímabilinu og að lang- tímaskuldir muni aukast um 230 milljónir króna. Þá munu skatta- álögur ekki verða auknar. Jóna Jónsdóttir, 8. sæti, kynnti áherslur í atvinnumálum, en þar kom m.a. fram að á komandi kjör- tímabili verði 400 milljónum króna varið til að efla atvinnulíf í bænum. Núverandi skipulag varðandi þátt- töku bæjarins í atvinnumálum verður tekið til endurskoðunar, en áherslum verður breytt í þá veru að hlutverk bæjarfélagsins í at- vinnu-, markaðs- og kynningarmál- um verður samræmt. Þá mun flokkurinn knýja á um að stofn- unum sem þjóna öllu landinu verði valinn staður á Akureyri og tíma- bært sé að setja fram hugmyndir um að a.m.k. eitt ráðuneyti stjórn- sýslunnar verði á Akureyri. Mötuneyti í alla grunn- skóla árið 2005 Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram ítarlega stefnuskrá í skóla- og menntamálum og kynnti Laufey Petrea Magnúsdóttir, 6. sæti, þau helstu. Þar má nefna að nýbygging verður tekin í notkun við Brekku- skóla haustið 2005, framkvæmd- um við Síðuskóla verður lokið haustið 2004, tillögur verða gerðar um íþróttaaðstöðu við Giljaskóla og að mötuneytisaðstaða verður komin í alla grunnskóla bæjarins árið 2005. Þá mun flokkurinn einnig leggja áherslu á að skóla- hverfi verði opnuð og foreldrum gefinn kostur á að velja grunn- skóla fyrir börn sín. Loks má nefna að flokkurinn vill selja hús- næði Tónlistarskólans og flytja starfsemina annað, en fyrsti val- kostur er í húsnæði Húsmæðra- skólans við Þórunnarstræti. Tómstundasetur verði stofnað Þórarinn B. Jónsson, 3. sæti, gerði grein fyrir áherslumálum hvað varðar íþrótta- og tómstunda- mál, en þar verður stefnt að því að koma á laggirnar Tómstundasetri þar sem bæði Menntasmiðjan og Punkturinn verði til húsa auk þess sem renna á stoðum undir Mennta- smiðju unga fólksins. Eins mun flokkurinn einbeita sér að því að halda áfram öflugri uppbyggingu vetraríþrótta í bænum. Sigrún Jakobsdóttir, 4. sæti, greindi frá áherslu í umhverfis-, skipulags- og byggingarmálum sem og í ferðaþjónustu, en nefna má þar að miðbærinn verði mið- stöð opinberrar þjónustu, lista, menningar, verslunar og skemmt- unar og að lokið verði við endur- uppbyggingu vistgötu í Hafnar- stræti fyrir árslok 2004, sem og vinnu við skipulag á frágangi Skátagils og framkvæmdir verði hafnar. FSA verði háskólasjúkrahús Í máli Þóru Ákadóttur, 2. sæti, kom fram að bærinn ætti skilyrð- islaust að styðja og þrýsta á að FSA verði háskólasjúkrahús, búið sambærilegum tækjum til rann- sókna og lækninga og Landspítali – háskólasjúkrahús. Bjarni Jóns- son, 7. sæti, nefndi að bærinn myndi gera meiri kröfu um aukna hlutdeild í fjárveitingum ríkissjóðs til menningarmála í landinu. Sjálfstæðisflokkurinn kynnir stefnumál sín Framsækið bæjarfélag tilbú- ið að takast á við ný verkefni Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri í ræðustól á kynningarfundi Sjálf- stæðisflokksins. Laufey Petrea Magnúsdóttir, Sigrún Jakobsdóttir og Þórarinn B. Jóns- son voru á meðal frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins sem kynntu stefnu flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar síðar í mánuðinum. STEFÁN Boulter opnar sýningu á verkum sínum í Ketilhúsinu á Ak- ureyri í dag, uppstigningardag, kl. 14. Stefán nam í Flórens á Ítalíu og hjá norska kitsch-málaranum Odd Nerdrum. Síðasta einkasýning hans var í San Francisco. Í hugum listfræðinga er kitsch öf- ugþróun eða í besta falli til marks um lélegan smekk. Kitsch-málari leggur ríka áherslu á handverkið, sækir í fjársjóð fortíðar og fjallar um hið eilífa. Sýningin er aðeins opin í fjóra daga og lýkur henni sunnudaginn 12. maí. Opið er daglega frá kl. 14–18. Sýning í Ketilhúsi VINSTRI grænir bjóða konum á Akureyri til samverustundar í kosn- ingamiðstöð sinni við göngugötuna í Hafnarstræti í kvöld, fimmtudags- kvöldið 9. maí og hefst það kl. 20.30. Í frétt frá framboðinu segir að þetta sé hressandi, notaleg og skapandi kvöldstund í Græna húsinu og að boðið verði upp á söng, spjall og veit- ingar, osta, brauð og ávexti. Kvennakvöld hjá VG SAMFYLKINGIN á Akureyri boð- ar til fundar undir yfirskriftinni „Borgarsamfélag á Akureyri – draumsýn eða raunhæft markmið?“. Fundurinn verður haldinn í kosn- ingamiðstöðinni við Ráðhústorg laugardaginn 11. maí kl. 11. Frummælendur eru Hermann Tómasson framhaldsskólakennari og Stefán Jón Hafstein útgáfustjóri. Fundurinn er öllum opinn á með- an húsrúm leyfir. Borgara- samfélag Samfylkingin ÁRLEG fuglaskoðunarferð Ferða- félags Akureyrar verður farin á laugardag, 11. maí. Fararstjóri verð- ur Jón Magnússon. Farið verður frá húsakynnum félagsins við Strand- götu 23 og hefst ferðin kl. 16. Fólk er hvatt til að mæta með sjónauka, hentugan skófatnað, skjól- fatnað og góða skapið. Skrifstofan verður opin á föstudaginn milli kl 17:30 og 19:00. Fuglaskoð- unarferð FYRSTU þorskseiðin voru flutt frá Grindavík norður í seiðaeldisstöð Útgerðarfélags Akureyringa á Hauganesi fyrr á þessu ári. Hafa þau þyngst um 70% eða um 1% á dag. Þetta kemur fram á heimasíðu ÚA og þar segir Óttar Már Ingva- son verkefnisstjóri fiskeldis hjá fé- laginu, að þessi vöxtur sé í takt við það sem búist var við. Nú eru í seiðastöðinni á Hauga- nesi um sex þúsund fiskar og er stefnt að því að þeir verði settir út í sjókvíar síðla sumars. Þorskseiðin á Hauganesi hafa fengið fóður með mismunandi fituinnihaldi og er til- gangur rannsóknarinnar að rann- saka áhrif mismunandi fóðursam- setningu kynþroska fisksins. Óttar Már segir að þess sé ekki að vænta að fram komi marktækar niður- stöður fyrr en á síðari stigum eld- isins. Þorskur eldistegund fram- tíðarinnar á norðurslóð Óttar Már var á dögunum á fisk- eldissýningu í Skotlandi og kynnti sér það nýjasta í þessari atvinnu- grein. Í tengslum við sýninguna voru haldnir nokkrir fyrirlestrar og segir Óttar Már greinilegt að mikl- ar væntingar séu um að þorskur eigi eftir að verða eldistegund framtíðarinnar á norðurslóð. Enn sem komið er eru Norðmenn þeir einu sem hafa tekið stóra skrefið í þorskeldinu og hafa byrjað upp- byggingu á alvöru klak- og seiða- stöðvum. Skotar, Íslendingar og Kanadamenn virðast hins vegar vera á svipuðu róli í þorskeldi um þessar mundir. Þessar þjóðir hafa allar ákveðnar væntingar til þorsk- eldis, en hafa enn ekki tekið stóra skrefið, sem felst í ákvörðun um uppbyggingu á stórfelldri seiða- framleiðslu og kynbótum. Nú þegar eru á bilinu 20–25 seiðastöðvar í Noregi, sem annað hvort eru komn- ar í rekstur eða eru í uppbyggingu. Líklegt er að samanlögð fram- leiðslugeta þessara stöðva verði nægjanleg til að framleiða seiði í 250–300.000 tonna matfiskeldi inn- an fárra ára. Óttar Már segir ljóst að áform Norðmanna í þessum efn- um séu bæði áræðin og stórtæk. Þorskseiðin þyngst um 1% á dag Seiðaeldisstöð ÚA á Hauganesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.