Morgunblaðið - 09.05.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.05.2002, Qupperneq 20
mundur Þorsteinsson, Efri-Hreppi, Bjarni Vilmundarson, Mófells- stöðum, Ágúst Árnason, Felli Stóru-Drageyri og Guðrún Eiríks- dóttir, Mófellsstaðakoti. Á AÐALFUNDI Búnaðarfélagsins sem haldinn var 17. apríl sl. var þess minnst að 19. apríl voru liðin 120 ár frá stofnun félagsins, en Búnaðarfélagið var stofnað 19. apr- íl 1882. Aðalhvatamaðurinn að stofnun þess og fyrsti formaður var Guð- mundur Ólafsson, bóndi og alþing- ismaður á Fitjum í Skorradal, fæddur 1825 og dáinn 1889. Guðmundur nam búfræði í Dan- mörku á árunum 1847–1851 og var talinn best menntaði búfræðingur hér á landi á þeim tíma. Á stofn- fundinum gengu 14 bændur í félag- ið. Í dag eru félagsmenn 16. Núver- andi stjórn skipa: Þorvaldur Jóns- son, Innri-Skeljabrekku, formaður, Pétur Davíðsson, Grund, gjaldkeri og Jón Eiríkur Einarsson, Mófells- staðakoti, ritari. Í tilefni þessara tímamóta voru fjórir félagar gerðir að heið- ursfélögum, en þeir eru: Guð- 120 ára afmæli Búnaðar- félags Skorradalshrepps Morgunblaðið/Pétur Davíðsson Skýrsla um Búnaðarfélagið í Skorradalshrepp fardagaárið 1882. Skorradalur LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FUNDUR um sameiningarmál með íbúum Kirkjubólshrepps á Strönd- um var haldinn nýlega. Á fundinn sem haldinn var í félagsheimilinu Sævangi mætti félagsmálaráðherra, Páll Pétursson. „Ég ákvað að funda með íbúunum og fara yfir stöðuna. Um var að ræða tvo kosti, annars vegar að ganga frá sameiningarmálum nú þegar eða fresta því til áramóta. Mér var ekki stætt á því og hjó því á hnútinn og íbúar Kirkjubólshrepps sameinast því Hólmavík fyrir kosningar í vor því frestun á sameiningu er slæmur kostur,“ sagði Páll. Mjög skiptar skoðanir hafa verið meðal íbúanna um sameininguna og varð sá ágreiningur til þess að starf- andi oddviti þetta kjörtímabil, Matt- hías Lýðsson í Húsavík, sagði af sér og við oddvitastarfinu tók Guðjón Sigurgeirsson á Heydalsá. Félagsmálaráðherra sagði sam- einingu vera óumflýjanlega þar sem íbúatalan hafi verið undir lágmarki í rúm fjögur ár. Í október síðastliðnum fór af stað vinnuferli til að ganga frá málinu og voru tveir fulltrúar Kirkjubóls- hrepps núverandi og fyrrverandi oddviti í nefndinni ásamt manni frá ráðuneytinu og fleiri aðilum. Eins og áður hefur komið fram í fréttum var Háskólinn á Akureyri fenginn til að vinna að viðhorfskönn- un meðal íbúa Kirkjubólshrepps um hvoru sveitarfélaginu íbúarnir vildu sameinast, þ.e. Broddaneshreppi eða Hólmavík. Niðurstaðan varð sú að tveir þriðju völdu að sameinast Hólmavík. „Frá mínu sjónarmiði er eðlilegt að Broddaneshreppur sé að- ili að þessu sameiningarferli ef þar væri vilji til staðar,“ sagði félags- málaráðherra. Páll sagði samein- inguna góðan kost fyrir hreppana tvo. „Skólamálin eru sameiginleg og samvinna er um fleiri mál og fjár- hagsstaða beggja sveitarfélaganna er góð.“ Leituðu eftir fresti til sameiningar Á fundinum var lögð fram tillaga þess efnis að ekki komi til samein- ingar Kirkjubóls- og Hólmavíkur- hrepps næstu tvö árin en á þeim tíma verði unnið að vegabótum innan sýsl- unnar. Tillagan var samþykkt með fjórtán atkvæðum gegn fjórum og undirrituð af starfandi oddvita Kirkjubólshrepps. „Við höfum leitað eftir heitu vatni í hreppnum síðan 1997 og erum einnig að vinna að aðalskipulagi fyrir sveit- arfélagið og óskuðum eftir frestun á sameiningu til að ljúka þessum verk- efnum,“ sagði Björn Karlsson, vara- oddviti og bóndi á Smáhömrum. „Ég lít svo á að við séum lögformlegt stjórnvald eins og hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps og við höfum enn fullt forræði yfir fjármálum og eign- um hreppsins. Mér finnst það frem- ur lítilmannlegt þegar látið er að því liggja að við séum á gráu svæði og séum að gera eitthvað sem okkur sé ekki heimilt,“ sagði Björn. Kirkjubólshreppur sameinast Hólmavík Morgunblaðið/Arnheiður F.v. Björn Karlsson, Smáhömrum, Guðjón Sigurgeirsson, Heydalsá, og Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur á Orkustofnun, við borholuna. Strandir SJÓSTANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavíkur stóð fyrir tveggja daga móti í Grundarfirði nýver- ið. Mótið var hið fyrsta í stiga- móti til Íslandsmeistaratitils en mót þessi eru haldin víða um land á sumri hverju. Að þessu sinni ákvað stórn Sjóstanga- veiðifélagsins að halda mótið í Grundarfirði og komu kepp- endur úr hinum ýmsu sjóstanga- veiðifélögum víða að af landinu. Gistu keppendur á Hótel Fram- nesi og í lok móts á laugardags- kvöld var hátíð í samkomuhúsi Grundarfjarðar. Mjög vel aflað- ist fyrri daginn en stíf norðanátt á laugardag gerði keppendum erfitt fyrir. Fjórtán bátar voru notaðir við veiðarnar og voru keppendur 62. Fyrri daginn veiddust alls tæp 19 tonn en seinni daginn tæp þrjú tonn en heildarafli báða dagana var 21 tonn. Aflinn var síðan seldur á Fiskmarkaði Íslands fyrir rúmar 2,6 milljónir króna. Sá er mestan afla dró í karlaflokki var Helgi Bergsson, Sjóstangaveiðifélagi Snæfellsbæjar, en afli hans vó 646 kg samtals. Hjá konum var það Hafdís Gísladóttir, sama fé- lagi, sem náði mestum afla eða samtals 510 kg. Þyngsta fiskinn dró Pétur Sigurðsson, Sjóstanga- veiðifélagi Akrueyrar, það var þorskur sem vó 13,820 kg. Mokfisk- irí á sjó- stöng á Grund- arfirði Grundarfjörður UNDANFARNA þrjá mánuði hefur verið í gangi heilsu- og sjálfstyrk- ingarátak 62 kvenna á Skagaströnd. Átakinu er að ljúka um þessar mund- ir en lýkur þó ekki formlega fyrr en um miðjan maí með óvissuferð. Hópurinn sem að átakinu stendur var nú nýverið með menntasmiðju fyrir konurnar í Fellsborg. Þar var kynning á ýmsum möguleikum í sam- bandi við fjarnám og aðra menntun. Á kynninguna mættu fulltrúar frá fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki, Farskóla Norðurlands vestra og Svæðisvinnumiðluninni á Blönduósi. Sögðu fulltrúarnir frá hvað þeirra stofnanir hafa upp á að bjóða fyrir konur. Einnig voru kynntar ýmsar aðrar námsleiðir í framhaldsskólum og skólum á háskólastigi. Þá gátu konurnar farið í áhugasviðspróf til að gera sér betur grein fyrir hvert hug- ur þeirra stefndi í sambandi við nám og störf í framtíðinni. Á kynningunni voru líka nokkrar listakonur sem kynntu sínar list- og verkgreinar. Þar gátu konurnar fengið að prófa að framleiða ýmsa smáhluti úr gleri, leir, pappamassa og leðri auk þess að fást við myndlist til að átta sig á hvort það væri eitt- hvað sem þær langaði til að gera meira af. Í þessu þriggja mánaða átaki hafa konurnar gert margt skemmtilegt auk þess að stunda líkamsrækt af kappi. Þannig hafa þær sótt sjálf- styrkingarnámskeið, haldið frábært skemmtikvöld þar sem allar konurn- ar tróðu upp með einhver atriði, feng- ið fræðslu um hirðingu húðar og hárs, og mætt á fyrirlestur um næringar- fræði. Konurnar sem þátt tóku í átakinu eiga vart orð til að lýsa ánægju sinni með hvernig til tókst eða svo vitnað sé í eina konuna: „Þetta er búið að vera frábærlega skemmtilegt. Ég held samt að stærsti plúsinn við þetta allt saman sé að þetta er ómetanlegt félagslega. Maður hefur kynnst fullt af konum sem maður bauð varla góð- an daginn fyrir átakið. Svo hefur þetta líka sýnt manni fram á hve mik- il forréttindi það eru að búa úti á landi.“ Menntasmiðja kvenna vel sótt Skagaströnd Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Í félagsheimilinu Fellsborg var eitthvað um að vera í hverju horni og konurnar á sjálfstyrkingarnámskeiðinu niðursokknar í áhugamál sín. STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga svf. samþykkti á fundi í sl. viku að kaupa stóran hlut í MT-bílum í Ólafsfirði, en fyrirtækið framleiðir slökkvibíla. KEA kaupir 17 milljóna króna hlut af 25 milljóna króna hlutafjár- aukningu í fyrirtækinu. Eftir hluta- fjáraukninguna á Nýsköpunarsjóður 31,08% hlut í fyrirtækinu, Sigurjón Magnússon, stofnandi og fram- kvæmdastjóri MT-bíla, 27,69%, KEA svf. 20,92% og Tækifæri hf. 20,31%. Nýverið samþykkti bæjarstjórn Ólafsfjarðar að kaupa 3 milljóna hlut í fyrirtækinu og koma þeir fjármunir inn í fyrirtækið á næstu þremur ár- um. Verkefnastaða MT-bíla er mjög góð um þessar mundir. Á næstu dög- um mun fyrirtækið afhenda Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins nýja Scania slökkvibifreið, þá fullkomn- ustu sem MT-bílar hafa smíðað til þessa. Nú eru í smíðum þrjár slökkvibifreiðar, ein fer til Tálkna- fjarðar, önnur til Færeyja og samn- ingar eru á lokastigi um þá þriðju. Á næsta ári liggur fyrir að afhenda tvær slökkvibifreiðar, önnur er fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og hin fer til Bolungarvíkur. KEA kaupir stóran hlut í MT-bílum í Ólafsfirði Ólafsfjörður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.