Morgunblaðið - 09.05.2002, Side 22

Morgunblaðið - 09.05.2002, Side 22
RAFMAGNSÖRYGGISDEILD Löggildingarstofu barst ábending þess efnis nýlega að hér á landi hefði orðið það óhapp, að handfang gler- könnu sem fylgir Philips kaffivél losnaði svo af hlaust brunasár og skemmdir urðu á innanstokksmun- um. Um er að ræða kaffivél af gerðinni Philips Essence HD 7603 þar sem handfangið er fest við könnuna með lími á tveimur stöðum, samkvæmt upplýsingum frá Löggildingarstofu. Leyndur galli í límingu „Vegna slyssins lét rafmagnsör- yggisdeild Löggildingarstofu skoða kaffivélar af umræddri gerð. Sú skoðun leiddi ekki í ljós að festingum handfangsins væri ábótavant en þó kom á daginn að á nýrri gerðum hafði festingum þess verið breytt. Auk límsins sem hafði verið var kom- in málmklemma við efri brún könn- unnar til frekari styrkingar á festing u handfangsins.Við nánari eftir- grennslan hjá Philips í Hollandi kom fram að þar höfðu menn vitneskju um að galli gæti leynst í límingu handfanga á könnum sem framleidd- ar voru á ákveðnu tímabili. Sam- kvæmt upplýsingum þeirra höfðu farið fram rannsóknir og áhættu- greining á umræddum galla en málið ekki talið það alvarlegt að ástæða væri til að innkalla könnurnar. Af þessu tilefni hefur gæðadeild Philips í Hollandi óskað eftir að eft- irfarandi komi fram: „Philips hefur komist að raun um að á mjög takmörkuðum fjölda kaffi- véla af gerðunum HD 7603, HD 7605, HD 7607 og HD 7609 getur handfangið losnað af könnunni. Los- unin á sér stað smám saman og verð- ur greinileg áður en handfangið losn- ar alveg. Strax og þetta varð ljóst var samsetningu breytt þannig að festing handfangsins var styrkt til að koma í veg fyrir að þetta endurtæki sig.“ Löggildingarstofa hvetur eigend- ur kaffivéla af umræddri gerð til þess að vera á varðbergi og skipta þegar í stað um könnu verði þeir var- ir við los á handfanginu. Fólki er bent á að snúa sér til viðkomandi söluaðila í því sambandi,“ segir loks í frétt frá Löggildingarstofu. Laus handföng á könn- um kaffivéla frá Philips Kaffikanna sem gæti valdið slysi, ef ekki er vel að gætt. Rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu hvetur eigendur tiltekinna kaffivéla til að vera á varðbergi NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.sagamedica.com eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 6 1 3 4 /s ia .i s Angelica Angelica fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. Jón Gíslason, Borgarfirði: „Ég hef átt við veikindi að stríða. Mér hefur aukist kraftur eftir að ég fór að taka Angelicu. Nú er ég hressari, mér líður mun betur og er miklu meira á ferðinni en áður.“ BÓNUS Gildir 9.–12. maí nú kr. áður kr. mælie. Íslenskar agúrkur ................................... 79,- 79,- 79 kg. Prins póló 30 st..................................... 999,- 1395,- 33 st. Maryland kex, 33% extra, 200 g ............. 99,- Nýtt 495 kg Kaffi 500g ............................................ 179,- Nýtt 358 kg Goða pylsur .......................................... 559,- 799,- 559 kg Smjörvi 300 gr. ..................................... 129,- 154,- 258 kg ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 31. maí nú kr. áður kr. mælie. Góu Lindubuff, 50 g............................... 49 60 980 kg Góu æðibitar stórir, 220 g ...................... 219 249 995 kg Hersheys Almond Joy, 49 g..................... 99 120 2.020 kg Hersheys Reese Stick, 42 g .................... 99 125 2.357 kg 11-11-búðirnar og KJARVAL Gildir 9.–15. maí nú kr. áður kr. mælie. Iceberg ................................................. 299 398 299 kg Kea nautahakk UN-1, pakkað................. 783 979 783 kg Viennetta Vanilla ................................... 468 669 780 ltr Viennetta chocolate ............................... 468 669 780 ltr Kexsm. Kanilsnúðar ............................... 239 299 597 kg Kexsm. Kanilsnúðar m/súkkul. ............... 247 309 617 kg Kexsm. Sælusnúðar............................... 239 299 597 kg HAGKAUP Gildir 8.–12. maí nú kr. áður kr. mælie. SS VSOP helgarsteik.............................. 999 1.328 999 kg KS læri 1/1 frosið.................................. 799 1.088 799 kg Ferskar kjötv. Óðals UN hakk 600g.......... 699 999 699 kg Hatting minibrauð 600g......................... 219 289 360 kg Pringles karrý 200g ............................... 189 219 945 kg Ágætis rauðar kartöflur 2 kg ................... 199 259 100 kg Ágætis gullauga kartöflur 2 kg ................ 199 259 100 kg Ágætis premier kartöflur 2 kg.................. 199 259 100 kg FJARÐARKAUP Gildir 8.–11. maí nú kr. áður kr. mælie. Grill svínakótilettur................................. 898 1.495 898 kg Grill lamba frampartsneiðar .................... 599 883 599 kg Kjarnafæðis grillsósur 3 teg .................... 99 170 495 kg Hunangsmarineraðar svínakótilettur ........ 998 1237 998 kg Blómkál................................................ 249 349 249 kg MS kókómjólk 6x250ml ......................... 298 324 199 ltr KRÓNAN Gildir 9.–15. maí nú kr. áður kr. mælie. Frosin ýsuflök........................................ 599 749 599 kg SS Rauðvínslegið lambalæri ................... 996 1.328 996 kg Svali Appelsínu 3x1/4 ........................... 99 108 132 ltr Rófur .................................................... 99 135 99 kg Hvítkál.................................................. 99 109 99 kg Heimaís 2 ltr vanilla og súkkulaði............ 399 529 199 ltr SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 9.–15. maí nú kr. áður kr. mælie. Vex Uppþv.lög. Skógar.500ml ................. 159 149 298 kg Vex Uppþv.lög. Sótthr.500 ml ................. 159 149 298 kg Vex Uppþv.lög. Sítr.500ml ...................... 149 139 278 kg Vex Uppþv. töflur 30 st. .......................... 560 449 15 st. Vex Uppþv.véladuft 1.5kg ....................... 449 399 599 kg Mjöll mýkir m/vorilmi 2 ltr ...................... 369 299 150 kg Mjöll mýkir m/sumarilmi 2 ltr ................. 369 299 150 kg Nýr Geisli Fylling 525ml ......................... 204 169 322 kg Nýr Geisli m/Dælu 525ml ...................... 249 229 436 kg SELECT-verslanir Gildir 25. apríl–29. maí nú kr. áður mælie. Freyju rís stórt ....................................... 85 110 Nóa kropp, 150 g.................................. 179 235 1.190 kg BKI kaffi, 500 g ..................................... 339 387 678 kg Lorenz kartöfluflögur, 25 g...................... 79 99 3.160 kg Lorenz kartöfluflögur í stauk, 100 g ......... 199 240 1.990 kg McVites Caramel kex, 300 g ................... 236 276 790 kg Drykkjarjógúrt 2 teg., 250 ml .................. 69 89 276 ltr Pantene Cls sjampó, 200 ml .................. 379 309 1.900 ltr Pantene Cls hárnæring, 200 ml .............. 379 309 1.900 ltr SPARVERSLUN, Bæjarlind Gildir til 12. maí nú kr. áður mælie. Jarðarber 200g box ............................... 79 239 395 kg Camembert 150g.................................. 229 247 1.526 kg WC 12 rúllur Nobless ferskju .................. 699 869 58 st. Filippo Olífuolía 750ml .......................... 449 499 598 ltr Filippo Ólífuolía extra 750ml .................. 498 571 664 ltr UPPGRIP-verslanir OLÍS Maí tilboð nú kr áður kr. mælie. Freyju lakkrísdraumur stór ...................... 89 110 Rolo kex ............................................... 199 nýtt Toffy Crisp ............................................. 85 99 Fresca ½ ltr plast .................................. 109 140 ÞÍN VERSLUN Gildir 9.–15. maí nú kr. áður kr. mælie Bacon hleifur 20% afsl........................... 532 665 532 kg Pepperoni hleifur 20 % afsl. ................... 532 665 532 kg BKI Classic 500 g.................................. 299 388 598 kg Brownie Cookies 200 g .......................... 159 189 795 kg Freyju Hrís Flóð 200 g ............................ 269 298 1.345 kg Nóa súkkulaði rúsínur 200 g................... 139 168 695 kg Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum Kartöflur og jarðarber á tilboðsverði Hvaða plastumbúðum tekur Sorpa við til endurvinnslu? Er í lagi að fara með sjampóbrúsa og umbúðir utan af lgg, svo dæmi sé tekið? Gyða S. Björnsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Sorpu, segir að fyr- irtækið taki við skilagjaldsskyldum áldósum, plastflöskum og glerflösk- um og eru 8 krónur greiddar fyrir hverja einingu. „Einnota drykkjar- umbúðum er hægt að skila á allar endurvinnslustöðvar Sorpu og tekið við 1.000 einingum að hámarki. Sé um að ræða meira magn þarf að fara með það til Endurvinnslunnar hf. Endur- vinnslan tekur við umbúðum sem ber- ast til Sorpu, pressar þær í bagga og flytur út til endurvinnslu erlendis. Umbúðir sem bera skilagjald sam- kvæmt reglugerð eru drykkjarum- búðir úr plasti, gleri, áli og stáli undan öli, gosdrykkjum, ávaxtasafa og orku- drykkjum. Athygli er vakin á því að umbúðir undan drykkjum frá Mjólk- ursamsölunni bera ekki skilagjald,“ segir á heimasíðu Sorpu. Gyða segir að plastumbúðir sem ekki falla undir fyrrgreinda skilgrein- ingu eigi að fara með öðru óflokkuðu heimilisrusli. „Margar af þessum um- búðum er erfitt að endurvinna. Sumar mjólkurvöruumbúðir eru til dæmis gerðar úr þremur ólíkum tegundum af plasti. Lokið getur verið af einni gerð, dollan af annarri og skeiðin af þeirri þriðju, svo dæmi séu tekin, og slíkar umbúðir er erfitt að endur- vinna. Aðrar eru hreinlega óendur- vinnanlegar,“ segir hún. 175% aukning á skilum á fernum Gyða segir að margföld aukning hafi orðið í skilum á fernum til endur- vinnslu fyrstu þrjá mánuði ársins frá sama tíma í fyrra. „Fyrstu þrjá mán- uði ársins komu 37.160 kíló af fernum til endurvinnslu. Á sama tímabili í fyrra höfðu borist 13.430 kíló. Það er því óhætt að segja að íbúar á suðvest- urhorninu hafi tekið vel við sér,“ segir hún. Umrædd aukning er 175% milli ára og segir Gyða hugsanlega mega skýra þessa þróun með kerfi sem tek- ið var upp síðastliðið sumar þar sem gámum var fjölgað og ýmist voru settir upp tveir grenndargámar víðs vegar um höfuðborgina, annar fyrir fernur og hinn fyrir dagblöð, eða einn tvískiptur gámur, þar sem fernur eru öðrum megin og blöð hinum megin. Áður voru blöð og fernur í sama gámi og ætlast til þess að fernurnar væru settar í plastpoka áður en þeim var skilað, að hennar sögn. „Farið var út í kynningarátak þegar fyrirkomulag- inu var breytt, sem líklega hefur haft sín áhrif og einnig er líklegt að verk- efni eins og Vistvernd í verki, sem unnið er hjá Landvernd, hafi haft sitt að segja,“ segir hún. Gyða bendir á að enn sé nokkuð um að fólk skili fernum í plastpokum og vill vekja athygli á því að það eigi ekki lengur við. „Það er mjög mikilvægt að halda fernum og plastpokum aðskild- um og að engir aðskotahlutir fylgi. Hreint hráefni er ein forsenda endur- vinnslu,“ segir Gyða S. Björnsdóttir að endingu. Plastumbúðir án skilagjalds í ruslið SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL SMYRJA er létt og mjúkt jurta- olíuviðbit með smjörbragði og inniheldur helming af þeirri fitu sem er í hefðbundnu fullfeitu viðbiti, segir í tilkynningu frá Kjarnavörum hf. Helstu kostir hennar eru lágt fituinnihald, hátt hlutfall fjölómettaðra fitu- sýra, gott smjörbragð og lítið af transfitusýrum og kólesteróli, segir ennfremur. Hún inniheldur hátt hlutfall fjölómettaðra fitusýra og er sögð henta vel fyrir þá sem vilja minnka fitu í fæðinu og halda kólesteróli í skefjum. „Smyrja hentar sem viðbit á brauð og hana má einnig nota sem bráð á grænmeti, pasta og í bakaðar kartöflur. Smyrja inniheldur vatn, fljótandi og hertar jurta- olíur (þ. á m. sojaolíu), bindiefni (gelatín, lesitín, ein- og tvíglýs- eríð fitusýra), nýmjólkurduft, salt, rotvarnarefni (kalíum sorb- at), sýru (sítrónusýru) og litar- efni (beta karótín). Smyrja er ætluð fyrir stóreld- hús og mötuneyti fyrst um sinn, segir loks í tilkynningu frá Kjarnavörum. Jurtaolíuvið- bit með smjörbragði Endingargóð skyndirakvél B. MAGNÚSSON hf. hefur hafið innflutning á AVID 4 Shaving System, samanbrotinni skyndirak- vél úr plasti sem hægt er að nota 40 sinnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Rakvélin hefur verið verðlaun- uð fyrir að sameina þægindi og gæði, segir ennfremur, en með henni fylgja fjórir tveggja blaða rakvélarhausar. NÝTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.