Morgunblaðið - 09.05.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 09.05.2002, Síða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 23 Söluaðilar Navision Attain á Íslandi eru: Element HSC Landsteinar Ísland Maritech Strengur Tölvuþjónustan á Akranesi Einfalt að innleiða, auðvelt að aðlaga og öruggt í notkun. Á veginum til vaxtar verður þú að geta brugðist við breytingum, nýtt þér styrkleika þína og gripið sóknartækifærin þegar þau gefast. Sjáðu hvernig Navision getur hjálpað þér að fullnýta tækifærin á www.navision.is Navision Attain er ný kynslóð viðskiptahugbúnaðar frá Navision, byggð á hinu vinsæla kerfi Navision Financials HOLLUSTUVERND ríkisins hefur nú sérstakt eftirlit með öllum inn- flutningi á stjörnuanís (star anise) frá ríkjum utan evrópska efnahags- svæðisins og er innflutningur aðeins heimilaður að uppfylltum skilyrðum, samkvæmt upplýsingum frá Holl- ustuvernd ríkisins. „Stjörnuanís er þurrkaður ávöxt- ur eða fræbelgur af plöntunni illic- ium verum, sem er lágt tré og vex í Kína. Hann er notaður sem krydd í austurlenskri matargerð og sem bragðefni í suma áfenga drykki. Stjörnuanís er hægt að kaupa einan og sér eða blandaðan saman við önn- ur krydd og hann er jafnframt mik- ilvægur hluti af kínversku fimm- kryddablöndunni. Japanskur stjörnuanís er fenginn úr skyldu afbrigði, illicium anisatum. Hann er mjög svipaður og kínverska afbrigðið nema að hann inniheldur eitruð efnasambönd og er því ekki hæfur til manneldis,“ segir Hollustu- vernd. Verða innflytjendur stjörnuaníss því að framvísa heilbrigðisvottorði sem sýnir að tekið hafi verið sýni af umræddri jurt og að hún innihaldi ekki japanskan stjörnuanís. Þarf vottorðið að vera þannig útbúið að hægt sé að rekja það til viðkomandi sendingar. „Sé ofangreint skilyrði ekki upp- fyllt er farið fram á sýnatöku og rannsókn á kostnað innflytjenda,“ segir Hollustuvernd ríkisins. Bresk yfirvöld segja á heimasíð- unni www.food.gov.uk að hættuna á að fólk rugli saman kínverskum og japönskum stjörnuanís vel þekkta og ekki sé vitað til þess að japanskur stjörnuanís finnist í breskum mat- vælum. „Við mælum ekki með því að fólk hætti að nota stjörnuanís við matseld eða forðist matvæli bragð- bætt með honum,“ svo dæmi séu tek- in. Anís er notaður við meltingar- truflunum, gigt og krampa í melting- arfærum í austurlenskri læknisfræði og einnig er talið að hann hafi góð áhrif á lungnakvef og hósta með því að losa slím, segir að síðustu um stjörnuanís á health.yahoo.com. Þurrkaðir stjörnuanísávextir. Eftirlit með inn- flutningi á stjörnuanís

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.