Morgunblaðið - 09.05.2002, Side 24

Morgunblaðið - 09.05.2002, Side 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÆREYSKA stjórnin ætlar að sitja áfram þótt hún hafi ekki lengur meirihluta á Lögþinginu, að sögn Anfinns Kallsbergs lögmanns, for- sætisráðherra Færeyja. Stjórnar- flokkarnir fengu alls 16 af 32 sætum á þingi í kosningunum í liðinni viku og þurfa því stuðning a.m.k. eins þingmanns úr andstöðunni til að ná fram málum sínum. Kallsberg bend- ir á að hefðir séu fyrir minnihluta- stjórnum á Norðurlöndum þótt þær hafi ekki tíðkast í Færeyjum. Talsmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Kallsberg hart í gær og sögðu hann vera að fara á svig við lýðræðið. Auk Þjóðarflokks Kalls- bergs eiga Sjálfstjórnarflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn aðild að stjórninni. Kallsberg tilkynnti ákvörðun sína um að stjórnin sæti áfram á þriðjudagskvöld en þá hafði hann reynt árangurslaust að fá flokk jafnaðarmanna, sem eru andvígir hugmyndum stjórnarflokkanna um aukna sjálfstjórn Færeyja, til að mynda nýja stjórn á breiðari grund- velli með þátttöku flokksins. Kalls- berg skýrði einnig frá því að Þjóð- arflokkurinn og Sjálfstjórnarflokk- urinn hefðu gert með sér samning um að ef annar flokkurinn tæki þátt í samsteypustjórn myndi hinn einnig vera með. Vísar til nýrra laga Stjórnarandstaðan krefst þess að Kallsberg víki og síðan verði samið um nýtt stjórnarsamstarf en ekki reynt að lagfæra það sem er nú við lýði. Talsmenn stjórnarandstöðunn- ar vilja að Kallsberg segi af sér svo að leiðtogar flokkanna á þingi geti farið á fund þingforseta og tilnefnt þann sem þeir vilja að stjórni samn- ingaviðræðum um nýja stjórn. Jafnaðarmenn eru í stjórnarand- stöðu ásamt Sambandsflokknum og Miðflokknum en hinn síðasttaldi er með einn þingmann, Jenis av Rana. Hann segir það vera óhugnanlega þróun ef lögmaðurinn hyggist sitja áfram næsta kjörtímabil. „Við í stjórnarandstöðunni biðjum aðeins um að þingræðið sé haft í heiðri. Og þingræðið gerir lögmann- inum skylt að víkja eftir kosningar svo að svonefndar formannaviðræð- ur geti hafist. Við skiljum ekki þá ákvörðun samsteypustjórnarinnar að ætla að láta karla og konur sem valin voru fyrir fjórum árum stjórna Færeyjum,“ segir hann. Jenis bendir á að stjórnarsáttmál- inn hafi verið samþykktur 1998 og átt að gilda í fjögur ár. Kallsberg bendir á að Færeyjar hafi fengið ný heimastjórnarlög árið 1995 og þar sé rætt um möguleikann á að minnihlutastjórn sé við völd. Hann viðurkennir að það geti orðið erfitt að stjórna án meirihluta en segir að með ákvörðuninni geti skap- ast ný hefð í Færeyjum í takti við þróun mála annars staðar á Norð- urlöndum. Minnihlutastjórn hefur mjög lengi nánast verið regla í Dan- mörku. Kallsberg kveðst hafa rætt við jafnaðarmenn í fyrradag án fyr- irfram skilyrða, hann hafi boðað við- ræður milli fjögurra flokka en ekki jafnaðarmanna og stjórnarinnar. „Og það er slæmt að stjórnarand- staðan skuli nú hafa komið í veg fyrir myndun stjórnar á breiðum grund- velli. Sjálfur ætla ég ekki að segja af mér fyrr en meirhluti Lögþingsins óskar þess,“ sagði Kallsberg. Kallsberg situr þótt hann hafi ekki meirihluta Þórshöfn. Morgunblaðið. Vísar til norrænna hefða fyrir minnihlutastjórnum FJÖLDI fólks reyndi í gær að kom- ast inn í ræðismannsskrifstofur Bandaríkjanna og Japans í Shen- yang í norðausturhluta Kína í von um að fá hæli í löndunum. Að sögn fulltrúa s-kóreskra hjálparsamtaka var um að ræða flóttafólk frá N- Kóreu. Tveir komust alla leið inn í bandarísku skrifstofuna en hinir munu hafa verið handteknir. Shen- yang er um 200 km frá landamær- um Kína og N-Kóreu. Á myndinni sést kínverskur lögreglumaður grípa í mann við anddyri japönsku skrifstofunnar. Stjórnvöld í Kína hafa aukið gæslu við erlendar ræð- ismannsskrifstofur til að reyna að hindra flóttamenn í að komast inn. AP Norður-Kóreumenn vilja hæli PERVEZ Musharraf, forseti Pak- istans, sagði í gær að alþjóðlegir hryðjuverkamenn beindu nú sjón- um sínum að Pakistan með skipu- legum hætti en fjórtán manns féllu í sjálfsmorðsárás í borginni Karachi í fyrrinótt að íslenskum tíma. „Við teljum að svara þurfi þessum hryðjuverkaárásum af fullri hörku. Ríkisstjórn mín hefur allan hug á að gera það,“ sagði Musharraf. Ellefu Frakkar voru meðal þeirra sem biðu bana í sjálfsmorðs- árásinni í Karachi, auk þriggja heimamanna. Atburðurinn átti sér stað kl. 2 í fyrrinótt að ísl. tíma, en þá var klukkan átta að morgni í Pakistan. Ók ódæðismaðurinn, sem talið er að hafi verið Pakistani, bif- reið sinni, en hún var full af sprengiefni, inn í farartæki Frakk- anna fyrir utan Sheraton-hótelið í Karachi. Mennirnir frönsku störfuðu allir hjá frönsku ríkisfyrirtæki sem und- anfarið hefur veitt pakistanska sjó- hernum tæknilega aðstoð við bygg- ingu kafbáta í Karachi, sem er hafnarborg. Auka viðbúnað á landamær- unum að Afganistan Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á ódæðinu en Musharraf sagði að það hefðu drýgt „einhverjir sem vilja valda óróa í innanríkismálum Pakistan“. Áður hafði verið haft eft- ir forsetanum að hann teldi að sprengjutilræðið væri hefnd vegna þeirrar samvinnu sem pakistönsk stjórnvöld hafa átt við Bandaríkja- menn í hernaðaraðgerðum þeirra í Ellefu Frakkar og þrír Pakistanar féllu í hryðjuverkaárás í Karachi í Pakistan Reuters Lögreglumaður stendur við brak ökutækis sem sprengjumaður ók á í Karachi með þeim afleiðingum að 14 dóu. nágrannaríkinu Afganistan. Gat Jean-Pierre Kelche, yfirmaður franska heraflans, sér þess jafnvel til að um hefði verið að ræða liðs- menn al-Qaeda samtaka Sádí-Arab- ans Osama bins Ladens. Musharraf sagði að eitt af mark- miðum tilræðisins hefði án efa verið að reyna að skaða samskipti Pakist- ans og Frakklands en að ódæðis- mönnunum yrði ekki kápan úr því klæðinu. Hefur þegar verið ákveðið að efla öryggisráðstafanir við landamæri Afganistans til muna í því skyni að koma í veg fyrir að liðsmenn al- Qaeda geti komist yfir landamæri ríkjanna og til Pakistans. Gruna al- Qaeda-liða um ódæðið Islamabad. AFP. TUTTUGU og eins árs háskóla- nemi í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við fjölda rörsprengjutilræða. Hinn meinti tilræðismaður, Luke J. Helder, var handsamaður eftir elt- ingaleik á hraðbraut um 80 km austur af Reno í Nevadaríki á þriðjudagskvöldið. Umkringdur af þjóðvegalögreglumönnum henti Helder byssu út um gluggann á bíl sínum, en að minnsta kosti ein önn- ur byssa fannst við leit í bílnum, auk tóla til sprengjugerðar. Helder er grunaður um að hafa komið rörsprengjum fyrir í fjölda póstkassa í miðríkjum Bandaríkj- anna frá því sl. föstudag. Sex sprengjanna sprungu og særðust sex manns. Líta yfirvöld á sprengjutilræðin sem hryðjuverk. Helder á yfir höfði sér 30 ára til lífstíðarfangelsi, verði hann fundinn sekur. Lýsing á bifreið Helders og skrá- setningarnúmer hennar hafði verið tilkynnt í fjölmiðlum um öll Banda- ríkin og á þriðjudaginn tilkynnti vegfarandi á þjóðvegi 80 um ferðir bifreiðarinnar á vesturleið. Eftir að hafa elt hann um 65 km leið, oft á ofsahraða, náði lögreglan honum og þá gafst hann upp án mótþróa. Hann var handtekinn átta klukkustundum eftir að alríkislög- reglan hafði lýst eftir honum, og faðir hans kom fram í fjölmiðlum og bað hann þess lengstra orða að „meiða ekki fleiri. Þú ert búinn að fá athyglina sem þú vildir fá“. Flestum sprengjunum fylgdu bréf þar sem bandarísk stjórnvöld voru gagnrýnd og varað við því að búast mætti við fleiri tilræðum. Ákærður vegna fjölda rörsprengjutilræða AP Helder færður í varðhald í Reno. Las Vegas, Reno. AFP, AP. ALGERT aflahrun hefur orðið í smokkfiskveiðum við Falklandseyjar á þessu ári, en veiðarnar hafa verið helsta tekjulind eyjaskeggja undan- farin ár. Þetta eru niðurstöður breskra vísindamanna, sem gerðar verða opinberar í dag. Smokkfisksaflinn í ár nemur minna en tíu þúsund tonnum og áætlað er að hann verði ekki meiri en sem sam- svarar 73 þúsund tonnum á fiskveiði- árinu öllu. Það er ekki nema þriðj- ungur þess sem venjulega veiðist og þegar vel hefur árað hefur tekist að landa um 250 þúsund tonnum. Þykir því ljóst að veiðarnar í ár verða þær minnstu frá því að farið var að veiða smokkfisk við Falklandseyj- ar fyrir fimmtán árum. Í niðurstöðum vísindamannanna, sem birtar verða í ritinu Science, kemur fram að afla- bresturinn skýrist líklega af hærra hitastigi sjávar á hrygningarslóðum smokkfisksins á liðnu ári, sem veldur því að stór hluti ungviðisins drepst. Smokkfiskur lifir aðeins eitt ár og því getur verið afar sveiflukennt ár frá ári hversu stór stofninn er. Áfall fyrir efnahag Falklandseyja París. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.