Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 26
ERLENT
26 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RIGNING og þoka hömluðu í gær
rannsókn á flaki þotu Egypt Air
sem brotlenti á hæð skammt frá
flugvellinum við Túnisborg í Tún-
is í fyrradag. Að minnsta kosti
fimmtán manns fórust, en 62
voru um borð.
Vélin var að koma frá Kaíró.
Tugir slösuðust, en yfirvöld á
flugvellinum við Túnisborg sögðu
í gær að nokkrir hefðu sloppið al-
gerlega ómeiddir úr slysinu.
Túnísk kona, Narjess Hadada,
sagði frá því að flugvélin hefði
lent í ókyrrð í aðflugi að vell-
inum. „Við fundum fyrir höggum,
en áhöfnin fullvissaði okkur um
að þetta væri bara vegna
skýjanna.
Allt í einu sáum við eldglæring-
ar og svo rakst vélin í jörðina.“
Hadada greip börnin sín tvö og
hljóp út um stórt gat sem mynd-
aðist hafði á vélina er hún brot-
lenti. „Mér finnst eins og ég sé
endurborin,“ sagði Hadada.
Aðrir farþegar sögðu að flug-
mennirnir hefðu losað eldsneyti
úr tönkum vélarinnar skömmu
áður en hún brotlenti, og kann
það að hafa komið í veg fyrir að
eldur kviknaði í henni við lend-
inguna, en búast má við að þá
hefðu mun fleiri farist.
Þoka og rigning var er slysið
varð og samband við vélina hafði
rofnað nokkrum sekúndum áður
en hún fórst, rétt eftir að áhöfnin
sendi út neyðarkall.
Skyggnið var svo enn verra
vegna sandroks frá Sahara-
eyðimörkinni.
Mohamed Amine, yfirflugþjónn
um borð, tjáði AP að hann teldi
að slæmt veður og slæmt skyggni
væru helstu orsakir slyssins.
Amine hlaut minniháttar meiðsl
í slysinu.Reuters
Slæmt veður talið
líklegasta orsökin
BOGIN í baki tekur YangHuanyi á móti gestum áheimili sínu í Kína, gest-um sem koma hvaðanæva
úr heiminum til að hitta þessa 95 ára
konu. Í knýttum höndum heldur hún
á jaskaðri minnisbók. Þar er að
finna ástæðu þess að svo margir út-
lendingar leggja leið sína í þessa
sveit í Suður-Kína að hitta Yang.
Á síður minnisbókarinnar hefur
Yang skrifað dapurlega sögu um
stúlku sem er föst í óhamingjusömu
hjónabandi, sem eru algeng örlög
stúlkna í dreifbýlinu í Kína. En þessi
saga er ekki það sem vekur athygli.
Það sem máli skiptir er hvernig
Yang skráði hana: Á einstöku rit-
máli sem búið var til og hefur gengið
kynslóð fram af kynslóð meðal
kvennanna í Jiangyong-sýslu – og
verið haldið frá feðrum þeirra, eig-
inmönnum og sonum.
Löngu áður en vestrænir popp-
sálfræðingar fengu þá hugmynd að
kynin töluðu sitthvort tungumálið
voru konurnar í Jiangyong farnar að
tala eigið mál daglega. Með sínum
sérstöku samskiptaháttum – er
nefnast „nushu“ á kínversku, eða
„kvennarit“ – hefur þeim tekist að
hasla sínu eigin tungumáli völl í
heimi, þar sem karlmenn hafa tögl
og hagldir.
Þetta er fágæt samstaða meðal
kvenna í einhverjum elsta menning-
arheimi veraldar, og var henni hald-
ið leyndri þar til fyrir tuttugu árum.
Tungumálið er oftast ritað, en
stundum talað og sungið, og með því
hafa konur getað skipst á skoðunum,
sagt kjaftasögur og deilt reynslu
sinni á meðan flestar kynsystur
þeirra í Kína hafa verið ólæsar og
oftast verið taldar heyra undir eig-
inmenn sína.
Saumað í vasaklúta
Konurnar í Jiangyong voru
bundnar við heimilið, en notuðu
venjulega hluti sem vopn í sjálfstæð-
isbaráttu sinni. Þannig skrifuðu þær
upp sögur í bækur, saumuðu þær í
vasaklúta og máluðu þær á blæ-
vængi. Konur hvarvetna bera kennsl
á þessar sögur. Tregablandin
nushu-kvæði tjá söknuð vegna fjar-
staddra vina, í sendibréfum er
kvartað yfir illgjörnum eig-
inmönnum og enn illskeyttari
tengdamæðrum, sögur tjá af-
brýðisemi í garð óvina og keppi-
nauta.
Konurnar dreifðu ritunum meðal
náinna vina sinna, „eiðsvarinna
systra“ sem mynduðu lítil kvenfélög
er gegndu lykilhlutverki í samstöðu
kvennanna andspænis valdi karl-
mannanna. „Með brunn sér við hlið
verður maður ekki þyrstur, með
systur sér við hlið örvæntir maður
ekki,“ segir útbreiddur nushu-
málsháttur. Fræðimenn telja að
Yang sé síðasta konan á lífi sem ólst
upp við nushu sem lifandi þátt í til-
verunni, eina konan sem þekkir hefð
er mun deyja þegar Yang deyr.
Hendur hennar eru farnar að
skjálfa of mikið til að hún geti skrif-
að að ráði. Sálufélagar hennar, sem
fyrrum lásu skrif hennar, hlógu að
bröndurum hennar og grétu yfir
sorgum hennar, eru horfnir. Og
yngri kynslóðin, barnabörn Yangs
og barnabarnabörn, hefur enga þörf
fyrir nushu. „Nú lærir þetta eng-
inn,“ segir Yang. „Þær fara allar út
á vinnumarkaðinn.“
Laðar að ferðamenn
Nokkrir kínverskir og vestrænir
fræðimenn eru að reyna að varð-
veita ritmálið, og nokkrar konur og
embættismenn í Jiangyong eru líka
að reyna að halda í það í þeirri von
að geta notað það til að laða að
ferðamenn. En líkt og latína er
nushu ekki lengur lifandi tungumál,
og hefur orðið að lúta í lægra haldi
fyrir útbreiðslu mandarín-kínversku
og opinberri menntun fyrir stúlkur
sem sjá enga þörf fyrir leynilegan
samskiptamáta líkt og mæður þeirra
höfðu fyrrum.
„Þetta er ekki lengur mikilvægur
þáttur í lífi neinna,“ segir Cathy L.
Silber, sérfræðingur í nushu-
rannsóknum og kennari við Will-
iams College í Massachusetts í
Bandaríkjunum. Kynslóð eftir kyn-
slóð kenndu mæður dætrum sínum
nushu. Ömmur kenndu dætrum
barna sinna þegar þær voru heima
að spinna, sauma, elda og syngja,
einangraðar frá karlmönnunum.
„Við bjuggum uppi og fórum aldrei
niður, því síður út að vinna,“ sagði
Yang.
Yang nam ásamt stúlku í ná-
grenninu, Gao Yinxian, sem varð á
endanum afkastamikill nushu-
höfundur. „Ég var um tíu ára göm-
ul,“ sagði Yang. „Mér fannst svo
gaman að læra að syngja söngvana
og síðan að skrifa.“ Aðskilnaður
kynjanna þýddi að karlmennirnir
veittu nushu litla athygli. Hefðu þeir
lagt við hlustir hefðu þeir ef til vill
getað skilið talmálið, sem er ekki
ólíkt málinu sem talað er í Jian-
gyong-sýslu, þar sem um 240 þús-
und manns búa.
En nushu er fyrst og fremst rit-
mál. Samsetning fylgdi ákveðnum
venjum. Yfirleitt var ritað í bundnu
máli, oftast sjö tákn í línu, svipað
þeim mynstrum sem er að finna í
munnlegum kínverskum sagna-
hefðum á borð við óperu.
„Vitlausar reglur“
Margir þeirra nushu-texta er
varðveist hafa og eru nú í höndum
fræðimanna eru svonefndir „sancha-
oshu“. Það eru ofnir bæklingar sem
brúður fékk að gjöf frá konunum í
fjölskyldu sinni. Innan í er að finna
söngva og kvæði sem endurspegla
dapurleika vegna aðskilnaðarins og
reiði út í hefðina sem neyddi giftar
konur til að yfirgefa æskuheimili sitt
og flytjast á heimili eiginmanns síns.
„Keisarinn hefur sett vitlausar regl-
ur,“ sagði í mörgum þessara brúð-
arbóka.
Með bréfum bárust lausafregnir
og kjaftasögur gátu breiðst út. Í
einu bréfi segir af örvilnaðri brúður
sem hafði verið látin giftast til-
teknum manni og komst svo að því
að hann var líkamlega fatlaður. Í
öðru segir frá árás tígrisdýrs á ökr-
unum. Fáein nushu-bréf eru full af
illkvittni og háði, sagði Silber. Ein
sérstaklega meinyrt kona skrifaði
annarri: „Hjá dýrunum kviknar þó
eðlunarfýsn á fengitímanum, en þú
... “ Af bréfinu er ekki ljóst hvað
hafði vakið þessa illsku, þótt geta
megi sér til um ástæðuna.
Í öðrum bréfum er minnst á
stjórnmál, að minnsta kosti að því
marki sem þau hafa áhrif á heim-
ilislífið. Í söngtexta frá fyrri hluta
tuttugustu aldar eru kínversk
stjórnvöld gagnrýnd fyrir að kalla of
marga drengi í herinn. Í öðru er lýst
hvernig japanskar sprengjuárásir
neyddu fólk til að flýja til fjallanna
umhverfis Jiangyong og leita þar
skjóls í hellum.
Sjálfstæði í hugsun
Þótt textarnir sýni fram á óvænt
sjálfstæði í hugsun varar Silber við
því að þeir séu túlkaðir sem niðurrif.
Rétt sé það, að konurnar hafi kvart-
að yfir reglunum sem keisarinn setti
um hjónabandið „sem er í sjálfu sér
pólitísk afstaða,“ segir Silber. „En
það er ekki verið að segja: Steypum
keisaranum af stóli.“
Kynslóð eftir kynslóð skrifuðu
konurnar í Jiangyong bréf sín,
sömdu ljóð og höfðu samskipti sín í
milli án mikilla utanaðkomandi af-
skipta. Karlarnir í kringum þær
skildu hvorki upp né niður í skrif-
unum. Ein saga segir frá konu sem
var handtekin í nærliggjandi sýslu
og talin vera njósnari, eftir að lög-
regla fann nushu-texta í fórum
hennar, sem lögreglumennirnir
skildu ekkert í.
Í menningarbyltingunni 1966–76
var nushu gagnrýnt sem leifar af
lénsskipulaginu. „Konurnar sem
kunnu nushu og komu saman til að
syngja nushu-söngva voru hand-
teknar og sættu gagnrýni,“ sagði
Zhou Shuoyi. „Og það sem þær
höfðu í fórum sínum var gert upp-
tækt og brennt.“ Zhou er fyrrver-
andi embættismaður á menningar-
málaskrifstofu Jiangyong-sýslu og
er af mörgum talinn hafa mikinn
áhuga á nushu-fræðum. Þegar hann
var barn rakst hann á tilvísun til
málsins, og á sjötta áratugnum ving-
aðist hann við konur sem kunnu það
til hlítar.
1958 var hann fordæmdur sem
„hægrimaður“, í og með vegna
fræðastarfa sinna varðandi nushu og
sendur í nauðungarvinnu. Tuttugu
árum síðar hlaut hann uppreisn æru
og fór þá að gera umheiminum
kunnugt um nushu. Þá voru margar
kvennanna sem kunnað höfðu málið
látnar; aðrar voru í fyrstu hræddar
um að verða sóttar til saka og vildu
því ekkert eiga við skriftir.
Ráðamenn í sýslunni líta fyrst og
fremst á nushu sem fyrirbæri sem
geti laðað að ferðamenn. Í einu
þorpi var settur upp skóli þar sem
málið var kennt, í og með til að
draga að ferðafólk, en hætti rekstr-
inum vegna fjárskorts. Kennarinn,
Hu Meiyue, er barnabarn Gao
Yinxian, nushu-rithöfundarins, og
hefur reynt að kenna öðrum það
sem hún kann, en jafnvel dóttir
hennar hefur engan áhuga.
Einkamál
kvennanna í
Jiangyong
Jiangyong í Kína. Los Angeles Times.
Kynslóð fram af kynslóð lærðu konurnar í þessari
sýslu í Suður-Kína tungumál sem karlmenn í sveit-
inni höfðu engan aðgang að og þannig gátu kon-
urnar í Jiangyong deilt reynslu sinni, skipst á skoð-
unum og jafnvel gagnrýnt keisarann.
Los Angeles Times/James Bear
Yang Huanyi heldur á nushu-skrifum í knýttum höndum sínum.
’ Keisarinn hefursett vitlausar
reglur ‘