Morgunblaðið - 09.05.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 09.05.2002, Síða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 33 Verð kr. 39.863 M.v. hjón með 2 börn, 2 – 11 ára. Flug, gisting, skattar, 22. maí, viku- ferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, 22. maí, vikuferð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2 – 11 ára. Flug, gisting, skattar, 22. maí, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm þann 22. maí í 1 eða 2 vikur. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Aðeins 18 sæti í boði Stökktu til Benidorm 22. maí frá 39.863 HINN 26. apríl sl. sendi Flugráð frá sér ályktun þar sem vakin er athygli á því hvaða afleiðingar það hefur að loka tveimur flug- brautum af þremur á Reykjavíkurflugvelli og ætla að bjóða upp á flugvöll með einni flugbraut. Viðmiðunarhlutfall um nýtingu sem Al- þjóðaflugmálastofnun- in gerir ráð fyrir að sé 95% fellur niður í 82% eða flugvöllurinn verður að jafnaði lok- aður 64 daga á ári eingöngu vegna hliðarvinds. Varla þarf að taka fram að staðl- ar og viðmiðunarkröfur Alþjóða- flugmálastofnunarinnar eru byggð- ir á áratuga reynslu og rannsóknum. Flugmálastjórn Íslands hefur lagt gríðarlega vinnu og fjármuni í rannsóknir á íslenskum flugvöll- um, ekki síst á Reykjavíkurflug- velli vegna endurbyggingar flug- brauta og ekki síður til að upplýsa um staðreyndir vegna atkvæða- greiðslu, þar sem 18,4% af Reyk- víkingum á kjörskrá vildu að Reykjavíkurflugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016. Með þetta í huga og ekki síður að skipulagsyfirvöld Reykjavíkur- borgar þekkja kröfur Alþjóðaflug- málastofnunarinnar og rannsóknir Flugmálastjórnar kom tillaga um eina flugbraut á Reykjavíkurflug- velli verulega á óvart. Ekki kom síður á óvart hvernig formaður Skipulagsnefndar Reykjavíkur brást við ályktun Flugráðs. Formaðurinn hélt því fram í við- tölum við fjölmiðla: „að hægt sé að halda úti flugi á einni braut. Að vísu geti það verið erfitt á Íslandi vegna veðurs og því gæti verið að nýtingin verði ekki sú sama. Það eru hins vegar rekstrarlegar for- sendur en ekki flug- öryggisforsendur.“ Í fyrri hluta ofan- greindrar tilvitnunar kemur fram að þrátt fyrir allt gerir for- maðurinn sér grein fyrir því um hvað þetta mál snýst. Það er vegna veð- ur- og vindafars sem engum sem kemur nálægt flugi dytti í hug að bjóða upp á flugvöll með einni flugbraut í þessum landshluta. Síðasta setningin þar sem for- maðurinn heldur því fram að ekki sé um flugöryggislegar heldur rekstrarlegar forsendur að ræða lýsir hins vegar mjög alvarlegum misskilningi. Það hefur verið sýnt fram á það með rannsóknum að áhætta í flugi vex með hliðarvindi og eftir að ákveðnum hliðarvindi er náð vex hún í veldishlutfalli. Inn í þetta spila einnig fleiri sí- breytilegar veðuraðstæður sem eru ríkjandi hér á landi og ekki síst á suðvesturhorninu. Ein flugbraut mun þýða að stórum hluta lendingar í hliðar- vindi og mjög oft nálægt ystu ör- yggismörkum og er þá um að ræða samspil vinds, skyggnis, skýjafars og brautaraðstæðna. Þetta kallar formaður Skipulagsnefndar Reykjavíkuborgar rekstrarlegar forsendur. Þetta eru hins vegar hreinar flugöryggisforsendur. Það væri hægt að tala um rekstrarlegar forsendur ef áætl- unarflugið gæti valið sér eftir veðri þá daga sem hentaði því að fljúga. Flugvöllurinn er hjarta innanlandsflugsins en um hann fara yfir 90% farþega í inn- anlandsflugi sem krefst fyrst og fremst flugöryggis en á sama tíma rekstraröryggis til að tryggja fjár- hagslegan grundvöll. Ég ætla yfirvöldum í Reykjavík ekki að vilji þeirra standi til að skerða flugöryggi á Reykjavíkur- flugvelli en það er því miður það sem í tillögum þeirra felst. Í svörum formanns Skipulags- nefndar sem ekki eru öll tíunduð í þessari grein kemur fram hroki gagnvart notendum innanlands- flugsins, flugrekendum og sam- gönguyfirvöldum. Ef áhugi er á því að finna leið sem sætt gæti ólík sjónarmið um það hvort Reykja- víkurflugvöllur á að fara eða vera þá er afstaða formanns Skipulags- nefndar ekki vænleg leið. Um rekstrarlegar forsendur og flug- öryggisforsendur Hilmar B. Baldursson Reykjavíkurflugvöllur Vegna veður- og vinda- fars dettur engum sem kemur nálægt flugi í hug, segir Hilmar B. Baldursson, að bjóða upp á flugvöll með einni flugbraut í þessum landshluta. Höfundur er formaður Flugráðs og starfandi flugstjóri. ÉG er í kosningabar- áttu þessa dagana og orðin gjörkunnug kosningaloforðum R- og D-lista. R-listinn hamrar stöðugt á því að á Reykjavík skuli vera alþjóðlegur borgar- bragur. Ég held að R- listinn hafi nú þegar náð að mynda alþjóð- legan borgarbrag í miðborginni. Mér finnst miðborgin nefni- lega minna æ meir á melluhverfi í stórborg- um erlendis – með afar alþjóðlegum blæ: nektarstöðum með vændi og búllum sem menn veltast út af síðla nætur og venjulegir borg- arbúar voga sér þar hvergi nærri af ótta við líkamsárásir. Einmitt þannig er þetta víða í stórborgum erlendis – oftast þó í úthverfum en ekki í hjarta borganna, því sá atvinnurekstur sem hér var lýst hefur afar neikvæð áhrif á fasteignaverð. Það var líka vanda- mál til skamms tíma að unglingar söfnuðust saman í stórum hópum í miðborginni um helgar. Nú heyrir sá vandi sögunni til; það þorir enginn í bæinn. En af því að R-listinn er svo menn- ingarlega sinnaður hefur verið ákveðið að verja 6 milljörðum króna í tónlistar- og ráðstefnuhöll við höfn- ina. Ég er hlynnt tónlistarhöllinni en því miður virðist skipulag hennar vanhugsað því svo er að sjá sem þess sé vandlega gætt að menningarhöllin sé ekki í neinum tengslum við miðborgina – hún er reyndar skorin úr öll- um tengslum við hana með hraðbraut. Þetta er væntanlega gert til þess að menningarvit- arnir þurfi ekkert að hafa af sollinum að segja þegar þeir ganga inn í þennan grjótkas- tala til að njóta há- menningarinnar þar. Eitt helsta kosninga- loforð D-listans er að bæta hag eldri borgara og öryrkja. Núna, þeg- ar barist er um völdin í Reykjavík, lofar Sjálfstæðisflokkurinn að bæta hag eldri borgara og öryrkja. En hvernig eiga borgarbúar að geta trú- að því að Sjálfstæðisflokkurinn beri skyndilega hag öryrkja svo mjög fyr- ir brjósti? Er þetta ekki sami flokk- urinn og sneri sig út úr Öryrkja- dómnum í fyrra og hefur alls ekki sýnt það í landsmálunum að hann vilji gera það fyrir öryrkja og aldr- aða sem hann lofar nú í borginni? Oddvitar framboðanna eru sífellt spurðir að því hvað kosningaloforð þeirra kosti. D-listinn hefur ekki gef- ið skýr svör, giskað er á 10 milljarða, en R-listinn áætlar að kosningalof- orð hans muni kosta 2,5 milljarða. Sjálfa fýsir mig reyndar meira að vita hvað kosningaherferðir þeirra R- og D- lista kosta. Við í F-listanum fullyrðum að kostnaðurinn snúist ekki um peninga heldur gildismat. Þar sem hinir ætla að eyða meiru ætlum við að breyta forgangsröðun en ekki auka álögur á borgarbúa. Við í F-listanum munum ekki ráða ein, en við trúum því að við getum haft áhrif til góðs á það afl sem velst til að stjórna. Það er nefnilega ekki svo ýkja dýrt að setja velferðar-, umhverfis- og ör- yggismál í forgang, það kostar frek- ar vilja en peninga. Kosningabrellur R- og D-lista Margrét Sverrisdóttir Höfundur skipar 2. sæti á F-lista frjálslyndra og óháðra. Reykjavík Við í F-listanum, segir Margrét Sverrisdóttir, munum ekki ráða ein, en við trúum því að við getum haft áhrif til góðs á það afl sem velst til að stjórna. ÞAÐ hefur verið at- hyglisvert að fylgjast með umræðum um ríkisábyrgð til Ís- lenskrar erfðagrein- ingar (ÍE) á Alþingi síðustu vikur. Sumir eru á móti ríkisábyrgð sem prinsip, en aðrir notuðu tækifærið enn einu sinni til að fá út- rás fyrir neikvæðni. Hvers vegna er fólk með neikvæðni í garð stærri fyrirtækja eins og t.d. Íslenskrar erfðagreiningar, álfyr- irtækja svo og virkj- ana á hálendinu sem tengjast orkufrekum iðnaði? Af hverju er fólk neikvætt út í virkjun við Kárahnjúka, – jafnvel fólk sem hefur engan áhuga á þessari nátt- úru? Auðvitað er jákvætt að geta keyrt hraðbrautir yfir hálendið sem víðast, stoppað á fallegum stöðum og andað að sér ómenguðu fjallalofti, fengið sér göngutúr og teygt úr sér. Virkjun þýðir ný tæki- færi til að komast til að sjá stór- brotna náttúru – hvort sem það eru gljúfrin við Kárahnjúka eða eitt- hvað annað. Við getum ekki notið þessar náttúru nema komast á staðinn! Það er nóg eftir af gljúfr- um við Kárahnjúka þótt virkjun verði byggð, en þá er fyrst auðvelt að komast á svæðið. Af hverju geta sumir ekki hugsað sér að skoða neitt á hálendinu nema hossast um í rykmekki eða drullufeni? Er það til að geta skemmt sér í fúlustu al- vöru (njóta náttúrunnar í geð- vonskukasti með öll vit full af ryki)? Hvað skyldi það hafa kostað þjóðina mörghundruðfaldar ríkisábyrgðir til ÍE allt eineltið á Einari Ben., skáldi og at- hafnamanni? Eða Skúla á Laxalóni sem vildi fyrstur hefja eldi á regnbogasilungi? Neikvætt kerfisapp- arat þvældist fyrir Skúla í áratugi, en apparatið rauk svo sjálft til að fjárfesta – „nú get ÉG“ – sem auðvitað mistókst með stórtjóni. Skattborg- ararnir greiddu langt- um hærri upphæð á brölti kerfisins í fiskeldi og lánamokstri ríkisins í fiskeldi, að frumkvæði þess kerfis sem þvældist fyrir Skúla, en um- rædda 20 milljarða ábyrgð í ÍE! Þótt það hafi „tekist vel“ hjá nei- kvæðum að djöflast á Einari Ben., Skúla og fleiri ónefndum frum- kvöðlum er mér nóg boðið vegna ábyrgðarlausrar framkomu nei- kvæðra og læknaklíkunnar út í Kára og ÍE. Auðvitað er neikvæð umfjöllun skaðleg fyrir ÍE. Er það ekki til- gangurinn? Það gilda svipuð lögmál í at- vinnurekstri og íþróttum. Hvatning skilar árangri. Neikvætt umtal veldur tjóni! Hvað myndi gerast í þróttum ef gert væri út sérstakt lið til að hía á þá sem keppa fyrir okk- ur í íþróttum? Auðvitað er áhætta fólgin í 20 milljarða ríkisábyrgð á láni til ÍE. Sumir ættu samt að hugleiða – um leið og þeir skammast sín (ef þeir kunna) – að þótt þessir 20 millj- arðar myndu falla á ríkissjóð er það vasapeningur með gati miðað við allan þann skaða sem neikvæðni og öfund út í frumkvöðla og atvinnu- rekendur hafa valdið hérlendis. Ef Einar Ben. hefði náð að virkja fyrir 100 árum, byggja orkufrekan iðnað (m.a. áburðarverksmiðju), leggja járnbrautir og margt margt fleira með fjármagni erlendra athafna- manna, eins og hann var búinn að útvega, hefðu lífskjör hérlendis batnað hraðar og fátækt verið eytt langtum fyrr. Er það ekki merki- legt að sumir þeir, sem djöflast á ÍE (reyna að skerða lífskjör hér- lendis), skuli vaða uppi samtímis með málflutning um að fátækt hér- lendis sé nú öðrum að kenna! Er kannski djöfulgangurinn síð- ustu vikur ótti við að Kára og ÍE takist að einangra genið sem veld- ur neikvæðni og öfund og finna upp mótefni við þessum verstu plágum Íslandssögunnar fyrir utan svarta- dauða og móðuharðindi? Ótti við erfðagreiningu? Kristinn Pétursson Ríkisábyrgð Er kannski djöfulgang- urinn síðustu vikur ótti við, segir Kristinn Pétursson, að Kára og ÍE takist að einangra genið sem veldur neikvæðni og öfund? Höfundur er fiskverkandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.