Morgunblaðið - 09.05.2002, Side 38
UMRÆÐAN
38 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
É
g las aftur Hringa-
dróttinssögu Tolk-
iens í kjölfar fyrsta
hluta kvikmyndar-
innar, vildi vera
reiðubúinn fyrir næstu tvo hluta. Í
lestrinum tók ég sérstaklega eftir
voninni, en þessi tilfinning gefur
þar kraftinn. Máttur vonarinnar
opinberaðist aftur fyrir mér núna í
vikunni eða þegar Aung San Suu
Kyi, táknmynd vonarinnar, var
sleppt úr stofufangelsi í Búrma.
Tolkien segir ávallt frá því hvort
vonin sé með í föruneyti hringsins
eða ekki. Eftir að Gandalfur hverf-
ur segir Aragon að þeir verði að
halda áfram
án vonarinnar,
en ferð án von-
ar er svo erfið
og sporin svo
þung. Um-
svifalaust og
vonin vaknar hjá föruneytinu aftur
verða sporin léttari, og viljinn
sterkari.
Vonin í Hringadróttinssögu er
engin venjuleg von, heldur von um
að ekkert sé ómögulegt. Það er
sama þótt myrkrið grúfi yfir deg-
inum, og sólin hörfi, enn er von, og
enn er þraukað en ekki látið und-
an. Hún lifir jafnvel þótt allir ráð-
gjafar vari við henni, og þótt sam-
félagið allt útiloki möguleikann.
Einstaklingurinn þarf ekki nauð-
synlega að missa von sína, sama
þótt allir aðrir hæðist að honum.
Sá sem missir vonina er búinn
að vera, nema einhverjum öðrum
takist að vekja hana aftur með
honum. Vonin lætur lítið yfir sér
og stundum tekur enginn eftir
henni, en hún hefur undramátt,
því hún er driffjöður verka.
Þrauka má jafnvel án ástar og
gleði, en ef vonin slokknar líka vill-
ast menn. Vonin lengir lífið, en
sjúklingur sem missir vonina deyr.
Brýni hann aftur á móti von sína,
lifir hann ótrúlegustu raunir og
sigrar dauðann í nokkrum orust-
um (þótt allir tapi stríðinu).
Vonin í Hringadróttinssögu er
von um hið ógerlega; að koma í
veg fyrir sigur hins illa, hún er
veik vegna þess að föruneytið er
fámennt og hringberinn er hobbit-
inn Fróði. En föruneytið berst
vegna þess að það missir ekki von-
ina um að koma megi í veg fyrir ill
endalok, og það heitir sér að gef-
ast ekki upp fyrr en það hefur leit-
að af sér vonina. „Von, er sést er
ekki von, því að hver vonar það,
sem hann sér? En ef vér vonum
það, sem vér sjáum ekki, þá bíðum
vér þess með þolinmæði.“ (Róm. 8,
24–25).
Von er byggð á einhverju, vonin
í Hringadróttinssögu er byggð á
hringnum. Von einstaklings er oft
byggð á honum sjálfum, öðru fólki
og stundum á guði. Von byggð á
öðrum er tvísýn, vegna þess að
annað fólk getur brugðist. Það er
jafnvel skynsamlegt að gera ráð
fyrir vonbrigðum ef vonin er reist
á öðrum. Hringberinn í sögunni
gat brugðist og menn voru ekki á
einu máli um hvort hann væri
traustsins verður. Von manna er
milli vonar og ótta. Hringberinn
þurfti aftur á móti að binda vonir
sínar við eigin sálargáfur; hæfi-
leika, dugnað, staðfestu, vilja og
áhuga. Honum var trúað fyrir
miklu og hann gat ekki vitað fyr-
irfram hvort hann stæðist raunina
til enda.
Von er byggð á grun um hvern-
ig hlutirnir gætu eða ættu að vera.
Vonin miðar á framtíðina, því eng-
inn ber nokkra von í brjósti um að
fortíðin breytist til betri vegar.
Vonin snýst um hið nýja, og sterk
von dregur jafnan kraft sinn frá
einhverju sem getur hugsanlega
orðið að veruleika. „Von er vak-
andi manns draumur,“ segir máls-
hátturinn. Og draumarnir eru
næsti veruleiki. Vonin er það sem
gefur vilja mannsins mátt, eða
hversu oft hneig hringberinn nið-
ur, og hversu oft gaf vonin honum
nýjan kraft til að rísa upp?
Von er vænting, hún er tilgáta
hugans um betri tíð. Hvaðeina
fölnar við hlið hennar, eða hver
myndi vilja selja von sína? Hinn
vonglaði getur lyft grettistaki, en
hinn vonlausi vinnur engin afrek.
Hvað sem á dynur, og hversu mik-
ið sem mannsekjan missir, þá má
hún aldrei missa vonina. Svo lengi
sem endirinn hikaði, svo lengi átti
hringberinn einhverja von í brjósti
sínu, og hélt áfram ferðinni, og
jafnvel þegar aðeins skuggi henn-
ar var eftir, birtist hún í Sóma, vini
hringberans. Vinurinn vissi nefni-
lega að vonstola maður er sigraður
maður, en ósigraður maður svo
lengi sem síðasti vonarneistinn
kulnar ekki.
Von í brjósti, jafnvel leynd von,
er sterkasta vopnið gegn kúg-
unarvaldi. Barátta á nefnilega
rætur sínar að rekja til von-
arinnar. Það vissi og veit Aung
San Suu Kyi, en það vissi herfor-
ingjastjórnin í Búrma ekki. Fjór-
tán ára markvisst starf við að buga
Suu Kyi var til einskis, hún vissi að
hún var vonarberi þjóðar sinnar.
Hin langa barátta við herfor-
ingjana hefur gert hana að „tákn-
mynd lýðræðisbaráttu í heiminum
og haldið lífi í vonarglætunni í
heimalandi hennar“. (Mbl. 7/5).
Von Suu Kyi er engin venjuleg
von, og hún hefur ekki enn lokið
verkefni sínu. Ferð hennar er ekki
lokið, hún þarf áfram að bera von
þjóðar sinnar og það er ekki létt
byrði. Heldur jafnþung og byrði
hringberans.
Von er ósk, þrá og bæn. Hún er
bjartsýni og hughreysti, en sá sem
missir hana kemst á vonarvöl. Von
er bæn hjartans, þrá sálarinnar og
ósk hugans sem getur ræst. Sér-
hver einstaklingur þarf að þekkja
von sína, hvert hún beinist; hver er
vonarkrafturinn? Sá sem vill
þekkja sjálfan sig, þarf að þekkja
von sína, því vonin færir nýjan
kraft og gefur viljanum vængi,
jafnvel til að fljúga þangað sem all-
ir telja fjarstæðukennt. Hún ljær
lífsbaráttunni þindarleysi og
göngunni þrótt. Margir þurfa að
bera von fyrir aðra, og sumir fyrir
heilt samfélag eins og Fróði í
Hringadróttinssögu og Suu Kyi í
Búrma. Þau eru fuglarnir sem
syngja í dimmunni fyrir dögun
(Hope is the bird that sings, while
the dawn is still dark).
Vakandi
draumur
Markvisst starf við að buga Suu Kyi
var til einskis, hún vissi að hún var
vonarberi þjóðar sinnar. Hún er
táknmynd lýðræðisbaráttu í heiminum
og hefur haldið lífi í vonarglætunni
í heimalandi sínu.
VIÐHORF
Eftir Gunnar
Hersvein
guhe@mbl.is
HEIMAÞJÓNUSTA
ljósmæðra er þjónusta
sem veitt er vegna fæð-
inga og umönnunar
sængurkvenna og
barna þeirra í heima-
húsum. Er þetta til að
þjónusta einstaklinga í
barneignarferlinu.
Barneignarferlið er líf-
eðlislegt ferli en ekki
sjúkdómur. Það nær til
meðgöngu, fæðingar og
sængurlegu. Auk lífeðl-
islegra þátta mótast
það af tilfinningalegum
og félagslegum þáttum.
Verðandi foreldrar
eiga rétt á bestu barn-
eignarþjónustu sem völ er á hverju
sinni þar sem öryggi móður og barns
er haft að leiðarljósi.
Valmöguleikar
Verðandi foreldrar þurfa að vita
hvaða valmöguleikar eru í boði varð-
andi þjónustu hvort sem er í með-
göngu, fæðingu eða sængurlegu.
Þegar vitað er að barn er í vændum
má yfirleitt fá upplýsingar á heilsu-
gæslustöðvum hjá ljósmóður eða
lækni, um valmöguleikana varðandi
þjónustu um eftirlit í meðgöngu, fæð-
ingu og sængurlegu.
Heimaþjónusta ljósmæðra er boð-
in þeim sængurkonum sem óska þess
og gengið hafa í gegn um eðlilega
meðgöngu og eðlilega fæðingu.
Þá er miðað við að sængurkonan
og nýfædda barnið hennar útskrifist
af fæðingarstofnuninni innan 36 klst.
frá fæðingunni.
Sængurkonur sem hafa möguleika
á að fá heimaþjónustu ljósmæðra eru:
1. Sængurkonur sem hafa verið í
mæðraskoðun hjá ljósmæðrum í
MFS einingum (Meðganga – Fæðing
– Sængurlega) MFS einingarnar eru
starfræktar frá Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi, Hringbraut,
Reykjavík.
Þjónusta í MFS er
fólgin í því að sama ljós-
móðirin sinnir verðandi
móður/föður í með-
göngunni, fæðingunni
og sængurlegunni. Yf-
irleitt er það einnig
sama ljósmóðirin sem
tekur á móti barninu og
sinnir móður/föður og
barni þeirra í sængur-
legunni á sjúkrahúsinu
og heima fyrir. Gert er
ráð fyrir því að sæng-
urkonan og nýfætt barn
hennar útskrifist af
sjúkrahúsinu innan 36
tíma frá fæðingunni.
2. Sængurkonur sem
fæða á sjúkrahúsi eða öðrum fæðing-
arstofnunum og hafa verið í mæðra-
skoðun á heilsugæslustöðvum í sínu
hverfi eða sínu byggðarlagi, eða í
mæðraskoðun á Miðstöð mæðra-
verndar við Barónsstíg í Reykjavík.
Mjög oft eru verðandi foreldrar búnir
að ganga frá því við sína ljósmóður
sem þau eru hjá í mæðraskoðun að fá
heimaþjónustu ljósmæðra frá henni
eða einhverri annarri ljósmóður.
3. Einnig er valmöguleiki á að fæða
í heimahúsi. Nokkrar ljósmæður taka
að sér heimafæðingar. Þær sinna
verðandi foreldrum í fæðingunni og í
sængurlegunni heima fyrir. Ef verð-
andi foreldrar óska eftir því að fæða í
heimahúsi geta ljósmæður sem við-
komandi kona er hjá í mæðraskoðun
komið henni/þeim í samband við þær
ljósmæður sem sinna heimafæðing-
um.
Samningur
Heimaþjónusta ljósmæðra er sjálf-
stætt rekin af ljósmæðrum. Ég tel
mjög mikilvægt að þessi þjónusta
verði áfram til staðar því komið hefur
í ljós í rannsóknum að heilbrigðar
konur geta jafn örugglega fætt heima
hjá sér og á sjúkrastofnun. Er því
mikilvægt að við ljósmæður sjáum til
þess að sængurkonur hafi áfram
möguleika á þessari ljósmæðraþjón-
ustu í framtíðinni.
Nýlega var gerður samningur á
milli Ljósmæðrafélags Íslands og
Tryggingastofnunar ríkisins varð-
andi heimafæðingar og heimaþjón-
ustu ljósmæðra. Samningurinn var
samþykktur á félagsfundi Ljós-
mæðrafélags Íslands þann 22. apríl
sl.
Þar með féll úr gildi samningur
sem gerður var 27. apríl 1999.
Samningur þessi gerir ráð fyrir því
að veita sængurkonum sem fara heim
af fæðingarstofnun innan 36 klst. frá
fæðingu allt að 8 heimaþjónustuvitj-
anir, og skulu þær vera veittar innan
10 daga frá fæðingu.
Ef sængurkonur hafa fætt barn
sitt í heimahúsi er gert ráð fyrir
allt að 11 vitjunum til þeirra, og
skal þeim vera sinnt innan 10 daga
frá fæðingu. Einnig er gert ráð fyrir 3
vitjunum fyrir fæðinguna til þeirra
kvenna sem fæða heima.
Ekki er gert ráð fyrir því að ljós-
móðirin sem sér um heimaþjónustu
sé á bakvakt en gert er ráð fyrir því í
þessum samningi að mögulegt sé að
veita bráðaútkall til sængurkvenna
sem hafa fengið heimaþjónustu ljós-
mæðra.
Ljósmæður sem sinna heimaþjón-
ustunni gæta þess að foreldrar séu
vel upplýstir hvert á að leita ef eitt-
hvað bjátar á hjá móður eða barni og
ekki næst í ljósmóðurina.
Heimaþjónusta
ljósmæðra
Halla
Halldórsdóttir
Fæðingar
Heimaþjónusta ljós-
mæðra, segir Halla
Halldórsdóttir, er sjálf-
stætt rekin af þeim.
Höfundur er ljósmóðir.
VELFERÐ fjöl-
skyldunnar, menntun
barna okkar, heil-
brigði, félagslegt ör-
yggi, jafnræði og virk-
ur réttur til að hafa
áhrif á okkar nánasta
umhverfi og samfélag,
eru atriði sem skipta
miklu í okkar lífi. Við
berum öll ábyrgð og
höfum ríkar skyldur.
Á sama hátt er skylda
þeirra mikil, sem falið
er að stýra okkar
sameiginlega heimili.
Við gerum kröfur um
ábyrgð og trúnað og
ekki síður kröfur um
samstarf og samvinnu um upp-
byggingu og rekstur bæjarfélags-
ins okkar.
Samfylkingin í Hafnarfirði hefur
lagt fram með skýrum og afdrátt-
arlausum hætti stefnumál sín og
áherslur við stjórn Hafnarfjarðar-
bæjar á komandi kjörtímabili.
Stefnuskráin var formlega kynnt á
fjölmennum og glæsilegum fundi í
Hásölum í síðustu viku og á næstu
dögum munu frambjóðendur Sam-
fylkingarinnar ganga í öll hús í
Hafnarfirði og afhenda bæjarbúum
stefnuskrá okkar jafnaðarmanna.
Höfuðáherslur okkar eru að:
Standa vörð um það samfélag
sem við höfum byggt upp saman.
Standa vörð um menntun og
uppeldi barna okkar.
Standa vörð um lýðræðislegan
rétt til áhrifa.
Standa vörð um
ábyrgan rekstur
bæjarins okkar.
Aukin áhrif og
bætt þjónusta
Við ætlum að auka
áhrif bæjarbúa með
því að leggja stærri
mál í dóm kjósenda og
tryggja samráð á
íbúaþingum. Við ætl-
um að skera niður í
yfirstjórn bæjarins,
einfalda stjórnsýsluna
og hætta að sóa fjár-
munum bæjarins í
einkaframkvæmdir
þar sem bærinn eign-
ast aldrei neitt.
Við ætlum að endurgreiða
hækkun fasteignagjalda til bæjar-
búa í samræmi við tillögur okkar í
bæjarstjórn á nýliðnum vetri. Við
ætlum að skipuleggja Norðurbakk-
ann í sátt við bæjarbúa og með til-
liti til umhverfisins. Við ætlum að
byggja upp nýtt miðbæjartorg á
Thorsplani, efla mannlíf og menn-
ingu og bæta ásýnd og útlit bæj-
arins.
Við ætlum að stórauka mark-
visst forvarnarstarf, m.a. með því
að greiða þátttökugjöld allra barna
10 ára og yngri í íþrótta- og æsku-
lýðsstarfi og koma upp kaffi- og
menningarhúsi fyrir ungt fólk í
miðbænum.
Við ætlum að ljúka strax við
uppbyggingu Suðurhafnar og efla
með markvissum hætti atvinnulíf í
bænum. Hefja strax endurbætur á
Víðistaðaskóla og leysa einsetn-
ingu Setbergsskóla innan hverfis-
ins.
Við ætlum að bjóða uppá hollan
og næringarríkan mat fyrir grunn-
skólanemendur, stytta biðlista eft-
ir leikskólaplássi og tryggja jöfnuð
við nágrannasveitarfélögin vegna
daggæslugjalda hjá dagforeldrum.
Efla þjónustu við eldri borgara og
tryggja gott framboð af lóðum og
íbúðum sem henta þeirra þörfum.
Við eigum sameiginlegt
markmið
Kosningarnar í Hafnarfirði hinn
25. maí nk. snúast um grundvall-
aratriði. Þær snúast um það hvort
haldið verður áfram á braut einka-
væðingar og óstjórnar í fjármálum
eða hvort ábyrgð og jöfnuður eiga
að ráða ferðinni.
Við hvetjum alla Hafnfirðinga til
að kynna sér stefnumið og
áherslur okkar jafnaðarmanna. Við
treystum á stuðning ykkar og lið-
sinni, því við eigum það markmið
sameiginlegt að vilja standa vörð
um Hafnarfjörð.
Stöndum vörð
um Hafnarfjörð
Lúðvík
Geirsson
Hafnarfjörður
Frambjóðendur okkar
munu ganga í öll hús í
Hafnarfirði, segir
Lúðvík Geirsson, og
afhenda bæjarbúum
stefnuskrá Samfylk-
ingarinnar.
Höfundur er bæjarfulltrúi og
oddviti Samfylkingarinnar í
Hafnarfirði.