Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 39

Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 39 Í kosningabarátt- unni fyrir komandi borgarstjórnarkosn- ingar hefur margoft komið fram í máli frambjóðenda, þar á meðal Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, þriðja manns á lista Sjálf- stæðisflokksins, að ef D- listi nái meirihluta í borginni muni hann bjóða fimm ára börnum skólavist í grunnskóla. Það vill nú svo til að fyrir stuttu ályktaði stjórn Félags leik- skólakennara um að skoða þyrfti hvort ekki væri rétt að bjóða öllum fimm ára börnum skólavist í leikskóla, for- eldrum þeirra að kostnaðarlausu. Ennfremur var velt upp þeirri spurningu hvort rétt væri að gera síðasta árið í leikskóla að skyldu. Stjórn og samninganefnd Félags grunnskólakennara, með þáverandi formann félagsins, Guðrúnu Ebbu, í broddi fylkingar, ályktaði stuttu seinna og tók eindregið undir álykt- un Félags leikskólakennara. Hvað hefur gerst síðan Guðrúnu Ebbu var boðið þriðja sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins? Hún hefur vent sínu kvæði í kross með því að vilja nú gera tilraun með fimm ára börn í grunnskólum borgarinnar. Mér er spurn hvað veldur þessum umskipt- um frambjóðandans? Fimm ára börn áfram í leikskóla Í stefnuskrá Reykjavíkurlistans er loforð um að öllum fimm ára börnum verði boðið leikskóla- nám hluta úr degi for- eldrum að kostnaðar- lausu. Ég fagna þessu loforði. Í umræðu um þessa tillögu hefur hins vegar mátt skilja orð frambjóðenda á þann veg, að leik- skólastarf muni breytast yfir í form- legra hefðbundið nám fimm ára barna. Ég vara við þeirri hugmynd. Frá fyrsta degi barns í leikskóla fer fram undirbúningur að því sem koma skal, þ.á m. grunn- skólanámi. Hugmyndafræði og kennsluaðferðir leikskólans falla mun betur að þörfum fimm ára barna en þær kennsluaðferðir sem notaðar eru í grunnskólum. Það þarf að mínu mati miklu frekar að gera tilraunir með að færa hug- myndafræði leikskólanns inn í yngstu bekki grunnskólans. Leikskólinn er skóli Leikskólinn er skóli og skil- greindur sem fyrsta skólastigið í ís- lenska skólakerfinu með lögum frá 1994. Sá misskilningur virðist vera í gangi að börn læri eingöngu á hefð- bundinn hátt, þ.e.a.s. að lesa, skrifa og reikna. Það er viðurkennt að börn á leikskólaaldri læra mest og best í gegnum leik. Í leikskólum eru börnum m.a. kennd undirstöðuat- riði fyrir stærðfræði, lestur og skrift. Í leikskólum á Íslandi er unnið merkilegt starf, sem ég full- yrði að sé með því besta sem þekk- ist. Ég skora á frambjóðendur að kynna sér störf leikskólanna, t.d. með því að fá að fylgjast með starf- inu dagspart. Ég er viss um að þeir verða margs vísari. Umskipti Guð- rúnar Ebbu Þröstur Brynjarsson Leikskólabörn Hvað hefur gerst síðan Guðrúnu Ebbu var boð- ið þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins? spyr Þröstur Brynj- arsson. Hún hefur vent sínu kvæði í kross með því að vilja nú gera tilraun með fimm ára börn í grunnskólum borgarinnar. Höfundur er varaformaður Félags leikskólakennara. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Finndu flinn tvífara! G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • g l i t n i r . i s • S í m i 5 6 0 8 8 0 0 Frjáls bílafjármögnun Glitnis kemur flér í samband vi› rétta bílinn • fiú ræ›ur hvar flú tryggir • Ábyrg›armenn allajafna óflarfir • Hagkvæm fjármögnun • Hægt a› fá lánslofor› • Sameiningarlán gó›ur kostur • Einfalt, fljótlegt og flægilegt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.