Morgunblaðið - 09.05.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 09.05.2002, Qupperneq 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 39 Í kosningabarátt- unni fyrir komandi borgarstjórnarkosn- ingar hefur margoft komið fram í máli frambjóðenda, þar á meðal Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, þriðja manns á lista Sjálf- stæðisflokksins, að ef D- listi nái meirihluta í borginni muni hann bjóða fimm ára börnum skólavist í grunnskóla. Það vill nú svo til að fyrir stuttu ályktaði stjórn Félags leik- skólakennara um að skoða þyrfti hvort ekki væri rétt að bjóða öllum fimm ára börnum skólavist í leikskóla, for- eldrum þeirra að kostnaðarlausu. Ennfremur var velt upp þeirri spurningu hvort rétt væri að gera síðasta árið í leikskóla að skyldu. Stjórn og samninganefnd Félags grunnskólakennara, með þáverandi formann félagsins, Guðrúnu Ebbu, í broddi fylkingar, ályktaði stuttu seinna og tók eindregið undir álykt- un Félags leikskólakennara. Hvað hefur gerst síðan Guðrúnu Ebbu var boðið þriðja sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins? Hún hefur vent sínu kvæði í kross með því að vilja nú gera tilraun með fimm ára börn í grunnskólum borgarinnar. Mér er spurn hvað veldur þessum umskipt- um frambjóðandans? Fimm ára börn áfram í leikskóla Í stefnuskrá Reykjavíkurlistans er loforð um að öllum fimm ára börnum verði boðið leikskóla- nám hluta úr degi for- eldrum að kostnaðar- lausu. Ég fagna þessu loforði. Í umræðu um þessa tillögu hefur hins vegar mátt skilja orð frambjóðenda á þann veg, að leik- skólastarf muni breytast yfir í form- legra hefðbundið nám fimm ára barna. Ég vara við þeirri hugmynd. Frá fyrsta degi barns í leikskóla fer fram undirbúningur að því sem koma skal, þ.á m. grunn- skólanámi. Hugmyndafræði og kennsluaðferðir leikskólans falla mun betur að þörfum fimm ára barna en þær kennsluaðferðir sem notaðar eru í grunnskólum. Það þarf að mínu mati miklu frekar að gera tilraunir með að færa hug- myndafræði leikskólanns inn í yngstu bekki grunnskólans. Leikskólinn er skóli Leikskólinn er skóli og skil- greindur sem fyrsta skólastigið í ís- lenska skólakerfinu með lögum frá 1994. Sá misskilningur virðist vera í gangi að börn læri eingöngu á hefð- bundinn hátt, þ.e.a.s. að lesa, skrifa og reikna. Það er viðurkennt að börn á leikskólaaldri læra mest og best í gegnum leik. Í leikskólum eru börnum m.a. kennd undirstöðuat- riði fyrir stærðfræði, lestur og skrift. Í leikskólum á Íslandi er unnið merkilegt starf, sem ég full- yrði að sé með því besta sem þekk- ist. Ég skora á frambjóðendur að kynna sér störf leikskólanna, t.d. með því að fá að fylgjast með starf- inu dagspart. Ég er viss um að þeir verða margs vísari. Umskipti Guð- rúnar Ebbu Þröstur Brynjarsson Leikskólabörn Hvað hefur gerst síðan Guðrúnu Ebbu var boð- ið þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins? spyr Þröstur Brynj- arsson. Hún hefur vent sínu kvæði í kross með því að vilja nú gera tilraun með fimm ára börn í grunnskólum borgarinnar. Höfundur er varaformaður Félags leikskólakennara. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Finndu flinn tvífara! G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • g l i t n i r . i s • S í m i 5 6 0 8 8 0 0 Frjáls bílafjármögnun Glitnis kemur flér í samband vi› rétta bílinn • fiú ræ›ur hvar flú tryggir • Ábyrg›armenn allajafna óflarfir • Hagkvæm fjármögnun • Hægt a› fá lánslofor› • Sameiningarlán gó›ur kostur • Einfalt, fljótlegt og flægilegt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.