Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 40

Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ VIRÐIST vera hlaupinn einhver mið- aldaheimska í fólk úr öllum flokkum varð- andi miðborg Reykja- víkur. Hvern einasta dag opnar maður blað eða hlustar á einhvern vitringinn í útvarpi eða er knúinn til að horfa á hann í sjónvarpi, þar sem dreginn er upp hryllingsmynd af mið- borginni. Fyrst heldur maður e.t.v. að verið sé að tala um rústir gam- alla landnámsbæja en kemst svo að því að fólk er að tala um mið- borg Reykjavíkur nútímans. Ég hef búið í og við miðborg Reykjavíkur í 20 ár. Ég man þá tíð þegar ég var sjálfur unglingur í borginni og Hallærisplanið var skelfilegasta vandamál góðborgara Reykjavíkur. Þá var varla til fé- lagsmiðstöð fyrir unglinga, hvað þá önnur afdrep eins og Hitt húsið eða hvefamiðstöðvar, húsdýragarður eða fjölskyldugarður. Þá þótti koma kólerunni næst að bærinn væri full- ur af börnum undir 16 ára aldri í miðborginni eftir klukkan tíu á kvöldin – öll kvöld og það mökkur af þeim. Þetta þekkist ekki lengur. Í þá tíð voru 4-5 matsölustaðir í miðborginni. Matstofa Austurbæjar, Naustið, Hótel Borg og Askur. Eng- inn þessara staða mátti selja áfengi á miðvikudögum og milli kl. 13:30 og 18:00 hina dagana. Þjónustan var lít- il og samkeppnin engin. Þá var engin Kringla til og engin Smáralind og Glæsi- bær og Kjörgarður voru villtustu verslun- arsamsteypur sem maður hafði séð. Það var ekki einu sinni sjónvarp á fimmtudög- um og amerískum her- mönnum var bannað að vera á almannafæri eft- ir klukkan 11:30 á kvöldin utan við girð- inguna á Keflavíkur- flugvelli. Ég get ekki sagt að ég sakni þessa ástands. Nema hvað að mér þykir framför að börn á aldrinum 10-16 ára séu ekki að þvæl- ast í hópum eftirlitslaust í miðborg- inni á kvöldin og nóttunni, sérstak- lega um helgar. Mér er alveg sama hvort bölmóðir predikarar sem útúða miðborginni eru úr einum flokki eða öðrum. Þetta fólk sést sjaldan eða aldrei í mið- borginni eftir klukkan sex í eftirmið- daginn en dundar sér við að föndra hryllingssögur í kósíheitum úthverf- anna á meðan við miðborgarbúarnir látum okkur líða vel og sífellt betur í okkar heimahögum. Stundum finnst mér eins og stjórnmálamenn og fjöl- miðlar á Íslandi telji eða vilji helst að raunveruleikinn í Reykjavík sé klipptur út úr lélegri amerískri Hollywood-hrollvekju. Og það sem verra er. Stundum er eins og fólk trúi þessari firru. Á undanförnum tíu árum hefur hver gæðaveitingastaðurinn á fætur öðrum sprottið upp í miðborginni. Nú getur maður fengið mat frá öll- um heimshornum og þjónustu á heimsmælikvarða alla daga ársins nánast, ef frá eru taldir þeir dagar sem þjóðkirkjan hefur tekið frá og neytt upp á okkur í lúterskri frekju sinni. Skemmtileg handverksverk- stæði, sýningarsalir, skringilegar verslanir, tískuhús og kaffihús eru á hverju horni í þessari miðborg sem var dauðinn holdtekinn fyrir ekki meira en einum áratug. Á sama tíma hljómar umræðan eins og andskot- inn og allt hans hyski hafi fengið sér lögheimili í 101-Reykjavík. Hvað heyrir maður um miðborg Reykjavíkur? Endalausan bévítis grát og gnístran tanna frá fólki gasprandi um óheyrilegan fíkniefna- vanda og glæpalýð í þessum annars fallega miðbæ. Á sama tíma og þetta væl ætlar mann algerlega að æra heyrist hvorki púst né stuna um þann fíkniefnavanda sem hefur tröll- riðið þjóðinni í aldir alda og valdið ómældum skaða. Það er nánast aldr- ei minnst á að þjóðin kann ekki að drekka brennivín. Að heilu fjölskyld- urnar og ættirnar, skólarnir og hverfin eru að bugast undan þeim vanda sem ríkisfíkniefnið veldur. Hvers vegna er það? Gæti það verið vegna þess að meirihluti þjóðarinnar kann svo óskaplega vel við að fá sér í glas, að vera glaður á góðravina- fundi, að detta í það, verða fullur og gleyma svo öllu daginn eftir? Ég á engin börn. En ég þekki hóp af þeim, skyldmenni og önnur börn. Mörg þeirra eiga engan fullorðinn að til að tala við, vegna þess að þegar foreldrarnir, systkinin og aðrir virðulegir eldri borgarar eru ekki að vinna eru þeir að sletta úr klaufun- um á þennan eina sanna íslenska hátt. Þau eru full. Þeim tíma er ekki varið í uppeldi eða fyrirmyndarsýn- ingu. Þrátt fyrir þetta er aðdáun- arvert hvað íslensk æska er almennt fallegt og gott fólk. Hvað sprettur mikið af góðum hlutum frá því. Ég efa að það séu til mörg lönd sem geta státað af eins glæsilegri og gjörvu- legri æsku. Nýjasta tískufyrirbærið er að skvetta úr koppum reiði sinnar á nokkra nektardansstaði í borginni. Ég hef að vísu ekki sótt þá alla og jafnvel þótt guð gæfi mér vöxtinn til þess myndi ég ekki hafa þor til að koma þar fram. En á þeim stöðum sem ég hef komið inn á hef ég ekki séð meiri ósóma en almennt gerist á héraðsmótum í sýslum landsins. Þar hagar fólk sér almennt vel en ef gestirnir eru í of miklu vinfengi við Bakkus geta þeir vissulega sett stórt strik í heimilisbókhaldið með gleði sinni á slíkum stöðum. Þetta segi ég, maðurinn með engan áhuga á létt- klæddum konum. Samt hefur mér tekist að eyða stórum upphæðum innan um þessar ljúfu konur sem leggja leið sína norður undir heim- skautsbaug til að leyfa okkur að njóta elsku sinnar og fegurðar. Svo er verið að abbast upp á lög- regluna. Lögreglan fer auðvitað bara eftir lögum landsins og hlýðir því gelti sem ráðamenn senda frá sér hverju sinni. Mér finnst almenna lögreglan, eins undirmönnuð og hún er, standa sig alveg ágætlega. Að sjálfsögðu mætti sjá fleiri vinalega trausta menn og konur í úniformi tölta um bæinn á kvöldin og um helgar. Menn og konur sem reyna að koma vitinu fyrir æpandi drykkju- lýð, ofurölvi á dropunum frá Hösk- uldi og Geir Haarde. En þá verða menn að vera viljugir til að borga fyrir það. Við eigum fallega og góða miðborg sem hefur yfir sér vaxandi brag al- þjóðlegrar borgar. Þar starfar gott fólk 24 tíma sólarhringsins og þar og í nágrenninu býr líka úrvalsfólk. Ég mun ekki kjósa framboð sem telur miðbæinn upphaf og endi alls ills á Íslandi og mun strika út hvern þann á þeim framboðslista sem ég kýs sem heldur því fram að miðborg Reykjavíkur sé vondur staður. Það má alltaf gera betur fyrir miðborg- ina eins og aðra hluta borgarinnar. Það fólk sem heldur því fram mun ég kjósa í kosningunum eftir nokkra daga Rústirnar í miðborg Reykjavíkur Heimir Már Pétursson Miðborgin Ég mun ekki kjósa framboð, segir Heimir Már Pétursson, sem tel- ur miðbæinn upphaf og endi alls ills á Íslandi. Höfundur er íbúi í miðborg Reykjavíkur. MARGIR rekja uppruna þess Evrópu- samstarfs sem við þekkjum í dag til svo- kallaðrar Schuman yf- irlýsingar frá 9. maí 1950. Síðan hefur 9. maí orðið að hátíðar- degi Evrópu. Þann dag, klukkan 18:00, lýsti Robert Schuman, þáverandi utanríkis- ráðherra Frakklands, því yfir að samruna- ferli Evrópu væri haf- ið. Yfirlýsingin fól í sér þá trú að besta leiðin til að koma böndum yfir skrið- drekana sem höfðu valtað yfir álf- una þvera og endilanga áratugina á undan væri fólgin í auknu sam- starfi Evrópuþjóða. Þrátt fyrir há- leit markmið um frelsi og frið var það líka ís- köld skynsemishyggj- an sem réð för. Það þótti einfaldlega skyn- samleg ráðstöfun að vinna saman að sam- eiginlegum viðfangs- efnum í stað þess að þjóðir Evrópu stæðu gráar fyrir járnum frammi fyrir hver annarri við landamær- in. Schuman yfirlýsing- in leiddi svo til und- irritunar Parísarsátt- málans um kola- og stálbandalag Evrópu um það bil ári síðar. Sex Evrópu- þjóðir, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland, ákváðu að vinna saman að ákveðnum sameiginlegum við- fangsefnum. Síðan hefur samstarf lýðræðisaflanna í Evrópu verið í sí- felldri þróun og mótun. Samstarfið hefur færst út til nýrra viðfangs- efna og 9 Evrópuþjóðir hafa bæst í hópinn. Nú bíða 13 ríki í Mið- og Austur-Evrópu inngöngu. Evrópa á afmæli í dag Eiríkur Bergmann Einarsson ESB Nú bíða, segir Eiríkur Bergmann Einars- son,13 ríki í Mið- og Austur-Evrópu inngöngu. Höfundur er stjórnmálafræðingur og starfar hjá Evrópusambandinu. SAMFYLKINGIN í Árborg fer fram undir kjörorðinu; Nýtt afl – nýir tímar, með fé- lagslegt réttlæti að leiðarljósi. Markmiðið er að skapa öflugt og fjölskylduvænt sam- félag, þar sem saman fer kraftmikil upp- bygging atvinnutæki- færa og mannvænt vel- ferðarsamfélag, sem býður börnum sínum upp á menntun í hæsta gæðaflokki. Samfylk- ingin ætlar að veita nýju afli inn í atvinnulíf Árborgar með mark- vissum aðgerðum. Ný sýn á Árborg Við setjum fram nýja sýn til fram- tíðar í öllum helstu málaflokkum Ár- borgar. Hér er deiglan og miðjan á einu blómlegasta íbúð- arsvæði Íslands og við ætlum að efla Árborg, þannig að sveitarfélag- ið megi valda sívaxandi hlutverki sínu með reisn og glæsibrag. Við ætlum að gera átak í atvinnumálum Árborgar. Ungt fólk vill setjast að í Árborg en fá atvinnutækifæri og lág laun fæla frá. Frumkvöðlasmiðja Samfylkingin ætlar að setja á laggirnar frumkvöðlasmiðju. Í þá smiðju geta hug- myndaríkir einstaklingar leitað með hugarfóstur sín og hugmyndir að uppbyggingu atvinnutækifæra. Þau atvinnutækifæri sem eru líkleg til árangurs ætlum við að styrkja á meðan verið er að byggja upp fyr- irtækið. Það þarf að virkja mannauð- inn sem á svæðinu er með því að skapa farveg og hvatningu fyrir vænlegar hugmyndir að atvinnu á svæðinu. Setjum Árborg í fremstu röð. Nýtt afl í Árborg Guðjón Ægir Sigurjónsson Árborg Samfylkingin ætlar að setja á laggirnar frum- kvöðlasmiðju, segir Guðjón Ægir Sigur- jónsson, sem hug- myndaríkir einstakling- ar geta leitað í. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Árborg. ÞAÐ þykir víst ófínt að vera ekki sammála vísindagarði í Vatns- mýri, eða þekkingar- þorpi á sama stað. Svo ekki sé talað um tón- listarhöll í höfninni. Frambjóðendur Sjáfls- tæðisflokks og R-lista nota hvert andartak til að lýsa yfir áhuga sín- um á þvílíkum fram- kvæmdum. Svo hratt vilja stjórnmálamenn fara að þeir skuld- binda þjóðina hiklaust til að sjá drauma sína rætast. Milljarðar hér og milljarðar þar. Það styttist óðum í kosningarnar. Ekki er að sjá annað en að Sjálf- stæðisflokkur og R-listi sitji tveir í borgarstjórn eftir kosningarnar. Vonandi láta borgarbúa það ekki gerast og velja aðra valkosti. Varla stendur til að verðlauna framgöngu Sjálfstæðisflokks og flokkanna að baki R-listanum með því að kjósa annað þessara framboða. Getur ver- ið að kjósendur hafi ekki kjark til að breyta. Ef svo er, er þá ekki réttara að segja að það þurfi ótrú- legan kjark til að breyta ekki. Mig langar að vekja athygli borg- arbúa á að enginn frambjóðandi D- og R-lista hefur í einu orði minnst á eflingu atvinnulífs í borginni. Að vísindagarðinum og tónlistarhöllinni frátöldu. Enginn virðist hafa minnsta áhuga á að efla hér al- menna atvinnu. Svo ekki sé talað um að vernda þá sem fyrir eru. Kannski er réttara og nauðsynlegra að byrja þar. Ein af frumatvinnugreinum borg- arinnar og þjóðarinnar eru fiskveið- ar og vinnsla. Það fer ekki á milli mála að tilvera þeirrar atvinnu truflar mikið það sunnudagafólk sem er í framboði. Svo illa virðist þetta fólk haldið að það tekur sér ekki einu sinni í munn heiti atvinnu- greinarinnar. Sennilega yrði því bumbult. Gáum að því að upphaf okkar samfélags má rekja til út- gerðar frá Reykjavík. Atvinna við vesturhöfnina er eitt okkar mesta menningarverðmæti. Okkur ber að hlúa að því sem við eigum. Í stað fleiri listasafna væri nær að hafa þar sjóminjasöfn og annað það sem minnir okkur á uppruna okk- ar. Það væri umhverf- isslys ef fiskiskip verða flæmd úr vest- urhöfninni eða úr borginni. Viss er ég um að ferðamönnum þykir meira um vert að skoða okkar helstu atvinnugrein en ganga um tóma sali menning- arinnar. Það eru eflaust rök til byggingar tónlistar- hallar. En væri þá ekki kjörið að byggja hana þar sem pláss er fyrir hana og öðru ekki rutt til hliðar? Nú virðist mega byggja á háskólavæðinu. Eins er byggt í þökk eða óþökk á Laug- arnesi. Fleiri staðir koma eflaust til greina. Í átökum D-lista og R-lista er einna mest rifist um hvort kapall Línu.nets gangi upp. Þá er tekist á um fjármál borgarinnar. Af verkum R-listans er augljóst að þar er fólk sem er illa treystandi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt sig kærulausa með almannafé og á ég þar við ábyrgðina fyrir Íslenska erfðagreiningu. Kjósendur verða að líta til þess að það eru fleiri valkostir. F-listinn, Frjálslyndi flokkurinn og óháðir, er alvöruvalkostur. Þann lista skipa frambjóðendur sem eru ærlegir, heiðarlegir, skulda engum neitt. Engum öðrum en kjósendum það að ætla að vinna fyrir þá af alvöru og alúð. Sýnum kjark og breytum til hins betra. Maður með mönnum Birgir Hólm Björgvinsson Höfundur skipar 11. sæti framboðs- lista Frjálslyndra og óháðra. Reykjavík F-listinn, Frjálslyndi flokkurinn og óháðir, segir Birgir Hólm Björgvinsson, er alvöru valkostur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.