Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 41
Sveitarfélögin eru
það stjórnvald sem
stendur almenningi
næst. Þau fara með
verkefni sem hafa mikil
áhrif á daglegt líf íbúa
þeirra. Með lögum eru
sveitarstjórnum falin
verkefni og heimildir til
tekjuöflunar sem þau
hafa töluvert svigrúm
til þess að útfæra og
nýta eftir þeirri stefnu
sem rekin er hverju
sinni af kjörnum fulltrú-
um. Hugmyndafræði
skiptir því miklu máli á
vettvangi sveitar-
stjórna. Hugmyndir
sjálfstæðismanna um framtak ein-
staklinga, hófsama skattheimtu og
ábyrgð í rekstri eiga því afar brýnt
erindi á þessu sviði. Á grundvelli
þessa hefur Seltjarnarnes skipað sér í
forystusveit bæjarfélaga.
Ungt fólk vill lægri skatta
Allt frá stofnun bæjarfélagsins hef-
ur Seltjarnarnes verið undir ábyrgri
stjórn sjálfstæðismanna. Í dag er Sel-
tjarnarnes í hópi eftirsóknarverðustu
sveitarfélaga landsins þar sem opin-
ber gjöld eru í lágmarki og skuldir
sveitarfélagsins með því lægsta sem
gerist. Þetta skiptir miklu máli vegna
þess að eftir því sem skuldir eru lægri
gefst meira svigrúm til að gera góðan
bæ enn betri. Þegar fram í sækir
blasa við lægri skattar. Ungt fólk vill
lægri skatta.
Unga fólkið sem hefur alist upp á
Nesinu þekkir bæinn vel. Hér eru
framúrskarandi skólar með öflugu
skólastarfi. Vel er staðið að íþrótta-
og tómstundamálum. Náttúrugæði
eru hér með eindæmum góð og skyn-
samlega staðið að
skipulagsmálum þar
sem ákvarðanir eru
teknar að vel ígrunduðu
máli í sátt við bæjarbúa.
Lífsgæði og heill fjöl-
skyldunnar eru leiðar-
ljós okkar sjálfstæðis-
manna á Seltjarnarnesi.
Ungt fólk sækist eftir
slíku umhverfi.
Þeir sem eru nú að
kjósa í fyrsta skipti
verða að velta vandlega
fyrir sér þeim kostum
sem standa til boða. Í
raun er valið sáraeinfalt
þar sem N-lisinn er ekki
kostur. Hann er ókost-
ur. Í bæjarstjórnarkosningunum býð-
ur einn flokkur fram, Sjálfstæðis-
flokkur, og sundurleit fylking manna
með mismunandi hugsjónir, N-listi.
Valkosturinn fyrir kjósendur er því
afar skýr. Áframhaldandi forysta Sel-
tjarnarnesbæjar undir stjórn sjálf-
stæðismanna eða varasöm vinstri
beygja. Við sjálfstæðismenn heitum
því að fylgja hugsjónum okkar.
Áherslur okkar eru skýrar. Áfram vel
rekið bæjarfélag, fjölskyldan í fyrir-
rúmi, efling íþrótta og heilsu, mark-
viss menntun fyrir börn og unglinga,
umhverfi sem við getum verið stolt af
og virðing fyrir hagsmunum einstak-
lingsins.
Varðveitum stöðugleikann
Eitt mikilvægasta verkefni nýrrar
bæjarstjórnar er að varðveita þann
stöðugleika og ráðdeild sem einkennt
hefur Seltjarnarnesbæ. Sú bæjar-
stjórn má alls ekki hafa meirihluta N-
lista, sundurleitrar fylkingar sem hef-
ur það eitt sameiginlegt að vera á
móti sjálfstæðisfólki. Kosningabar-
átta N-listans gengur nefnilega út á
það að sverta verk sjálfstæðismanna,
nánar tiltekið þeirra sem bæjarbúar
hafa treyst í 10 kjörtímabil í röð til
þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir
sig. Slíkt ber vott um tortryggni
gagnvart Seltirningum. En ekki eru
heilindi N-listans gagnvart bæjarbú-
um meiri en svo að eitt helsta bitbein
þeirra í ómálefnalegri baráttu við að
koma sjálfstæðismönnum frá er að
hvetja til þess að tilhæfulausri skaða-
bótakröfu gagnvart bænum, og þar
með bæjarbúum öllum, sé fylgt
dyggilega eftir. Já, tilgangurinn helg-
ar meðalið.
Virðing fyrir verðmætum
Sjálfstæðismenn bera virðingu fyr-
ir hvers konar verðmætum, hvort
sem það eru mannleg verðmæti, um-
hverfi eða fjármunir. Um þetta verð-
ur fyrst og fremst kosið 25. maí. Kjós-
um Sjálfstæðisflokkinn og tryggjum
að Seltjarnarnes verði áfram öðrum
sveitarfélögum fyrirmynd. Tryggjum
stöðugleika en jafnframt áframhald-
andi framfarir og umbætur í þágu
allra bæjarbúa Seltjarnarness. X-D.
Áframhaldandi forysta
Magnús Örn
Guðmundsson
Seltjarnarnes
Kosningabarátta N-
listans, segir Magnús
Örn Guðmundsson, ber
vott um tortryggni
gagnvart Seltirningum.
Höfundur skipar 10. sæti á lista
sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi.
TILKOMA fjórða
framboðslistans til
sveitarstjórnarkosning-
anna í Hveragerði sýnir
að unga fólkið í bænum
vill hafa meiri áhrif á
gang mála. Einnig
bendir tilkoma fram-
boðsins til þess að ekki
hafi verið leitað nægjan-
lega til ungmenna af nú-
verandi bæjarstjórn í
vinnu við stefnumótun.
Þrátt fyrir að jákvætt sé
að ungir Hvergerðingar
láti til sín taka í pólitík,
með sérstöku framboði, getur það þó
haft eitt neikvætt í för með sér,
þ.e.a.s. að sjálfstæðismenn haldi
áfram hreinum meirihluta og
áherslur Samfylkingarinnar og
óháðra nái ekki fram að ganga eftir
kosningar. En þær miðast m.a. að því
að auka áhrif unga fólksins í stjórnun
bæjarins. Tilkoma háhraðanets um
allan bæ ætti til dæmis að auðvelda
ungu fólki, sem vill nýta sér nútíma
samskiptatækni, að setjast að í
Hveragerði. Nú í byrjun
21. aldar á slíkt háhraða-
net að vera jafn sjálfsagt
og vatn, hiti og rafmagn.
Núverandi ráðamenn
hafa þó ekki sýnt neinn
skilning á því, en þau
bæjarfélög sem hafa
stigið markviss skref í
þessa átt hafa þegar náð
ákveðnu forskoti í sam-
keppni um íbúa og fyr-
irtæki, sem gera sjálf-
sagðar kröfur í
samfélagi upplýsinga,
tækni og þekkingar. Ef
frambjóðendur Sam-
fylkingarinnar og óháðra komast til
valda og áhrifa í Hveragerði eftir
kosningar verður m.a. leitað til unga
fólksins á íbúaþingum. Jafnframt
þyrfti að stofna sérstakt ungmennar-
áð er hefði verulegt áhrifavald sem
gæti skilað miklu inn í stefnumótun til
framtíðar í Hveragerði. Þar þarf m.a.
að taka mið af þörfum unga fólksins
og annarra íbúa sem vilja nýta á skil-
virkan hátt alla möguleika Netsins og
fjölbreytilegrar samskiptatækni til
afþreyingar, atvinnuþátttöku, náms
og stjórnmálaþátttöku. Við viljum
vinna með unga fólkinu í Hveragerði
og öðrum íbúum bæjarins. Það sam-
starf getur skipað Hveragerði í
fremstu röð bæjarfélaga sem hefur
þá alla burði til að keppa við önnur
sveitarfélög hér á landi.
Meira vald til unga
fólksins í Hvergerði
Þorsteinn Hjartarson
Höfundur skipar 1. sæti á lista
Samfylkingarinnar og óháðra
í Hveragerði.
Hveragerði
Við viljum vinna með
unga fólkinu í Hvera-
gerði, segir Þorsteinn
Hjartarson, og öðrum
íbúum bæjarins.
MÉR líður seint úr
minni fundur á aðal-
ráðstefnu UNESCO í
París í fyrrahaust sem
eg átti þess kost að
sækja. Þar ræddu vís-
indaráðherrar frá öll-
um þjóðum heims í
fyrsta sinn hin flóknu
og umdeildu málefni
siðfræði erfðarann-
sókna. Menntamála-
ráðherra Íslendinga
var falin fundarstjórn
á lokafundi hring-
borðsumræðna þar
sem ályktun fundarins
var borin upp. Óhætt
er að segja að skoðanir
hafi verið skiptar, enda vart við öðru
að búast á þingi þar sem saman
koma fulltrúar ólíkra aðstæðna,
trúarbragða og stjórnmálaskoðana.
Björn Bjarnason stjórnaði fundin-
um af festu og skörungsskap. Hann
átti ekki lítinn þátt í því að fulltrúar
hinna ólíku þjóða sem þarna sátu
komu sér saman um fyrstu ályktun
Sameinuðu þjóðanna í viðkvæmasta
deilumáli nútímans; þeir mæltu
gegn klónun mannvera.
Björn Bjarnason lyfti grettistaki í
embætti menntamálaráðherra.
Undir stjórn hans var gengið skipu-
lega til verks í menntamálum, skóla-
stigin tekin fyrir eitt af öðru og þau
bætt. Þegar upp var staðið lá varla
nokkur steinn óhreyfður. Með þessu
var grunnur lagður að enn frekari
framförum í skólakerfinu enda verk-
efnin ærin og óþrjótandi eðli máls-
ins samkvæmt. Um breytingarnar
ríkti sátt og því fóru þær tiltölulega
hljótt eins og títt er þegar vel er
gert. Björn var sem ráðherra í
miðjum klíðum í stór-
tækum skipulagsbreyt-
ingum á málefnum vís-
indarannsókna þegar
hann söðlaði um til að
leiða Sjálfstæðisflokk-
inn til sigurs í borgar-
stjórn Reykjavíkur.
Þau mál eru í góðum
höndum, en frumvörp
um rannsóknir og þró-
un bíða haustþings til
samþykktar. Eg veit
að djarfar hugmyndir
Björns Bjarnasonar
munu setja svip sinn á
málefni rannsókna,
þróunar og mikilvægi
þeirra fyrir atvinnu- og
menningarlíf þjóðarinnar um langa
framtíð.
Í starfi mínu í Rannsóknarráði Ís-
lands fann eg vel einlægan áhuga
Björns Bjarnasonar á vísindum og
rannsóknum og vilja hans til að
vinna þeim málum brautargengi
eins og öðrum málum sem honum er
trúað fyrir. Eg sá hann setja sig inn
í flóknustu mál, móta skoðanir sínar
í samráði við fjölda manns og fylgja
þeim síðan af öryggi og ótrúlegum
dugnaði. Enda kemur ekki á óvart
að störf Björns á vettvangi mennta
og menningar nutu iðulega víðtæks
fylgis óháð flokkslínum. Það fann eg
sjálfur bæði í hópi samstarfsmanna í
Háskólanum og Rannsóknarráði og
víðar þar sem málin bar á góma.
Við Reykvíkingar eigum þess nú
kost að kjósa Björn Bjarnason og
vaskan hóp samhentra frambjóð-
enda D-listans til forystu í borgar-
stjórn. Við getum kosið borgar-
stjóra sem við treystum fyrir
uppbyggingu og þróun höfuðborg-
arinnar, treystum til að festa hana í
sessi sem borg menningar og
mennta, treystum til að efla borgina
sem miðstöð þekkingariðnaðar á
heimsmælikvarða, treystum til að
láta áætlanir um framkvæmdir og
fjármögnun standast. Við treystum
Birni Bjarnasyni vegna þess að verk
hans tala.
Djörfung og festa
Hafliði Pétur
Gíslason
Höfundur er prófessor í eðlisfræði.
Reykjavík
Við treystum Birni
Bjarnasyni, segir Hafliði
Pétur Gíslason, vegna
þess að verk hans tala.