Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 43
HÁÞRÝSTI
ÞVOTTATÆKI
Verð frá kr.
11.900,-
Í GÆR voru sam-
þykktar nýjar úthlut-
unarreglur Lánasjóðs
íslenskra námsmanna.
Mikil vinna hefur legið
í endurskoðun regln-
anna að þessu sinni og
eiga þeir sem til
þekkja eftir að sjá
töluverðar breytingar.
Það sem helst stendur
upp úr fyrir aðildar-
félaga Bandalags ís-
lenskra sérskólanema
er afnám tekjuteng-
ingar við maka og
hækkun á grunnfram-
færslu um 8,63% á
milli ára, úr 69.500 krónur í 75.500
krónur. Það má samt ekki gleyma
því að hér er alls ekki um háar fjár-
hæðir að ræða fyrir hvern einstak-
ling og var hækkunin miðuð við það
í þetta skiptið að námsmenn væru
ekki á lægri framfærslu en þeir sem
leita þurfa til atvinnuleysistrygg-
inga. Afnám tekjutengingar við
maka er líka framfara skref náms-
mönnum til mikilla bóta. Eins og
áður sagði voru töluverðar breyt-
ingar gerðar á reglunum, bæði í
framsetningu og efnislega. Nú hef-
ur skapast ný leið fyrir námsmenn
til að stytta námstíma
sinn (í árum) þar sem
nú verður þeim gefinn
kostur á því að taka
lán að sumri til ef við-
komandi skóli býður
upp á fullt nám í þeirri
grein sem viðkomandi
stundar. Þetta er ekki
síst til bóta fyrir þá
sem eiga í erfiðleikum
með að finna sér sum-
arvinnu og geta því
haldið áfram sínu
námi. Það er ennþá
margt í reglum um út-
hlutun lána hjá LÍN
sem námsmannahreyf-
ingarnar telja að þurfi
að breyta og verður þeirri vinnu
haldið áfram að sama krafti sem
fyrr.
Breyttar lána-
reglur hjá LÍN
Fjóla Margrét
Hrafnkelsdóttir
Höfundur er formaður BÍSN.
BÍSN
Nú hefur skapast ný
leið, segir Fjóla Mar-
grét Hrafnkelsdóttir,
fyrir námsmenn til að
stytta námstíma sinn.
NÚ virðast ýmsir
vera farnir að skera upp
herör gegn því sem
Hallfríður Þórarins-
dóttir mannfræðingur
kallar heimavarnarliðið
og það bersýnilega í
háðungarskyni. Þetta
lið er að hennar dómi og
skoðanasystkina henn-
ar gamaldags að vera að
elta ólar við fólk út af
hreinum smámunum
eins og t.a.m. erlendum
slettum, ambögum og
„meinlausum“ málvill-
um. Þeim þykir alveg
ástæðulaust að kippa
sér upp við það þótt
nafnorða- og sagnbeygingar séu
þverbrotnar. Enginn heilvita maður
ætti því að láta sér detta í hug að fetta
fingur út í slíka hégilju eða hégóma.
Boðberar nýfrjálshyggju eða algjörs
frjálsræðis í málnotkun eru heldur
betur að sækja í sig veðrið á þessum
síðustu „framfara“-tímum. Málrækt
og hreintungustefna er hins vegar lit-
in hornauga. Nú skal láta allt flakka.
Sérhver maður má nú tala og skrifa
eftir sínu höfði. Auk þess virðist
mönnum alveg í sjálfsvald sett hvaða
merkingu þeir leggja í íslensk orð og
jafnvel orðatiltæki. Þótt slíkt geti
óneitanlega leitt til misskilnings, þá
verður bara að hafa það.
Hinn 11. sept. 2001 flutti mann-
fræðingurinn Hallfríður Þórarins-
dóttir fyrirlestur á vegum Sagnfræð-
ingafélagsins undir heitinu:
„Hnattvæðing og íslensk þjóðar-
ímynd – tveir pólar á sama ás
(svo!!!)“. Þar kemst hún m.a. að þeirri
undarlegu niðurstöðu að flestir land-
ar hennar sem aðhyllast hreintungu-
stefnu séu jafnframt haldnir fyrirlitn-
ingu á útlendingum. Ja, djarft er talað
og djúpt er hugsað eða
hitt þó heldur.
Hallfríður kveðst
vera alin upp í andúð á
erlendum orðum. Í ljósi
þessarar yfirlýsingar
hennar ber ekki á öðru
en ég undirritaður hafi
fengið langtum betra
uppeldi en hún, sökum
þess að ég var alinn upp
í ást á orðum, jafnt inn-
lendum sem erlendum.
Orð skulu standa og að
baki þeirra hugsunin
klár og skýr. Stundum
vill verða misbrestur á
þessu. Mér þykir því
miður fara harla lítið
fyrir nákvæmninni í yfirlýsingu Hall-
fríðar. Hefði ekki verið nær fyrir
hana að orða þetta eitthvað á þessa
leið: „Ég er alin upp í andúð á notkun
erlendra orða í íslensku máli.“ Nánar
tiltekið slettum.
Í grein sem birtist í heimspekiriti
ryðst heimspekingurinn Björn Þor-
steinsson fram á ritvöllinn með nokk-
uð róttækar skoðanir, er varða þýð-
ingar á erlendum heimspeki-
hugtökum á íslensku. Í stuttu máli
sagt telur hann það ekki ómaksins
vert að vera að burðast við að íslenska
þau. Það sé ólíkt hampaminna að not-
ast bara við þau erlendu. Hann tekur
þannig í sama streng og mannfræð-
ingurinn.
Þeim hugmyndaríku mönnum, sem
auðgað hafa íslenska tungu með ný-
yrðum á borð við síma, þyrlu, tölvu og
andúð, verður seint fullþakkað. Við
stöndum ennfremur í þakkarskuld
við lækna og verkfræðinga, sem hafa
verið manna ötulastir við að íslenska
fræðiheiti sérgreina sinna, eins og íð-
orðasöfn þeirra bera fagurt vitni. Ef
ykkur heimspekingum hefur láðst að
plægja ykkar akur, þá hvet ég ykkur
lögeggjan til að taka fram plóginn og
bretta upp ermarnar. Ég á bágt með
að trúa því, að þið viljið vera eftirbát-
ar annarra. Rekið nú af ykkur slyðru-
orðið og það svo að eftir því verði tek-
ið.
Þeim mönnum, sem leyfa sér þá
óhæfu að segja „að læra eða kenna
námskeið“, fer fjölgandi með degi
hverjum og eru reyndar komnir á
hlemmiskeið. Enda þótt enskumæl-
andi menn segi: „To teach a course“
gengur það engan veginn hér að þýða
„course“ námskeið heldur námsgrein.
Misþyrmingar á móðurmálinu eru
sem sagt orðnar daglegt brauð og það
illu heilli. Í beinu framhaldi af þessu
verða nefnd aðeins tvö dæmi, hið
fyrra um málspjöll og hið síðara um
misheppnaða þýðingu. Við skulum
hafa það á hreinu að fái málsóðar að
fara sínu fram óáreittir og óhreins-
aðir er voðinn vís. Væri ekki snjall-
ræði að koma á málsóðahreinsun,
svona eitthvað í líkingu við hunda-
hreinsun eins og hún tíðkaðist í gamla
daga? Það mætti svo hugsanlega fela
Íslenskri málnefnd eða Orðabók Há-
skólans það vandasama verk. Það
veitir áreiðanlega ekki af smátiltekt
jafnt í þeim menningarranni sem öðr-
um.
Er röðin var komin að bókstafnum
L í útvarpsþættinum frá A–Ö var
rætt við leikskáldið Árna Ibsen. Eins
og gefur að skilja snerist viðtalið að-
allega um leikritun. Á einum stað
komst Árni býsna einkennilega að
orði. Hann talaði nefnilega um að
„skrifa leikhús“. Ég ætlaði naumast
að trúa mínum eigin eyrum. Ja, svo
bregðast krosstré sem önnur tré. Ef
svona talsmáti næði fótfestu gætu
menn alveg eins sagt að skrifa sjúkra-
hús, sláturhús, guðshús, náðhús,
hóruhús o.s.frv.
Í fréttatíma RÚV var greint frá at-
viki sem gerðist á „póstskrifstofu“
(postoffice) Ég hygg að flestum Ís-
lendingum sé tamara orðið pósthús.
Á Skjáeinum stakk Hrafn Gunn-
laugsson upp á því að í stað síma yrði
tekið upp orðið „teli“ (af grískum upp-
runa og beygist eins og peli). Hann
virtist þannig ekki vera fyllilega
ánægður með nýyrðasmíði Pálma
Pálssonar menntaskólakennara, sem
að dómi flestra er ósvikin völundar-
smíði. Ég efast stórlega um að Hrafn
hafi gert sér fullkomna grein fyrir af-
leiðingunum af þessu nýyrði sínu.
Fyrsti liðurinn í samsettum orðum
yrði ekki sím- heldur tel-, eins og
t.a.m. tel-tal, -stöð, -skeyti, -hringing,
-reikningur o.s.frv. Þá yrði vitanlega
sagt að „tala í tela“. Hrafn hefur oft
fengið skrýtnar flugur í höfuðið, en ég
hygg að þessi sé sú langfurðulegasta.
Að lokum þetta. Við horfumst því
miður í augu við þá dapurlegu stað-
reynd að erlendar slettur, einkum úr
ensku, verða æ algengari, jafnt í út-
varpi sem sjónvarpi. Það er lítið fagn-
aðarefni. Er enginn vilji meðal þjóð-
arinnar að reisa rönd við þessari
óheillaþróun?
Hvort er skárra dönsku- eða
enskuskotin íslenska?
Halldór
Þorsteinsson
Tungumál
Erlendar slettur,
einkum úr ensku, verða
æ algengari, segir
Halldór Þorsteinsson,
jafnt í útvarpi sem
sjónvarpi. Það er
lítið fagnaðarefni.
Höfundur er skólastjóri Málaskóla
Halldórs.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni