Morgunblaðið - 09.05.2002, Qupperneq 44
UMRÆÐAN
44 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐ frambjóðendur
D-listans fögnum því,
hve mikill áhugi er á
stefnu okkar, en hana
höfum við kynnt undir
kjörorðinu: Reykjavík í
fyrsta sæti. Þá er einn-
ig ljóst af viðbrögðum
kjósenda, að þeir
kunna vel að meta
ákvörðun okkar um að
leggja áherslu á for-
gangsmál í stefnunni
með því að bjóða kjós-
endum að gera við okk-
ur samning. Honum
hefur verið dreift til
allra Reykvíkinga og
þeir geta skuldbundið okkur til að
framkvæma samninginn með at-
kvæði sínu.
Fundir, umræðuþættir og blaða-
greinar snúast um stefnu okkar.
Menn velta fyrir sér einstökum at-
riðum í henni, vega og meta kostn-
aðarþætti og spyrja, hvernig við ætl-
um að framkvæma það, sem vekur
sérstakan áhuga hjá hverjum og ein-
um. Verða oft skemmtilegar og líf-
legar umræður um málin, þegar við
förum á vinnustaði eða hittum borg-
arbúa á öðrum vettvangi.
Margnota loforð
Það er áberandi, að stefnuskrá R-
listans hefur ekki vakið neinn sam-
bærilegan áhuga. Afstaða fjölmiðla
gagnvart R-lista stefnunni byggist á
því, að fjölmiðlamenn áttuðu sig
strax á því, að þarna er um marg-
nota loforð að ræða – ekkert nýtt
kemur fram.
Við kynningu á stefnu sinni sum-
ardaginn fyrsta lét R-listinn eins og
hann hefði lagt hana fram með ein-
hverju sérstöku kostnaðarmati.
Virtust einhverjir trúa þessu, áður
en þeir lásu stefnuna og sáu, að
hvergi er þar neina kostnaðartölu að
sjá. Í DV hinn 6. maí kemur síðan
fram í viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, að R-listinn hafi alls
ekki slegið neinni tölu á heildar-
kostnaðinn af stefnuskrá sinni – hins
vegar þykjast frambjóðendur listans
geta sagt kjósendum, hvað stefnu-
skrá okkar sjálfstæðismanna kostar!
Að sjálfsögðu er R-listinn ekki að
leita að því, sem sannara reynist,
þegar hann leggur kostnaðarmat á
stefnu D-listans. Frambjóðendur R-
listans búa einfaldlega til tölur, enda
sveiflast þær á milli milljarðatug-
anna.
Ósannindi Alfreðs
Það er ekki nóg með, að R-listinn
sjái það sér helst til framdráttar að
setja fram tilbúnar tölur vegna
kostnaðar við stefnu okkar sjálf-
stæðismanna heldur leggja tals-
menn listans sig einnig fram um að
fara með ósannindi, þegar þeir ræða
um það, hvernig eigi að fjármagna
stefnuna.
Nýjasta dæmið um það er grein
Alfreðs Þorsteinssonar hér í Morg-
unblaðinu í gær, þar sem hann held-
ur því blákalt fram, að það sé stefna
okkar sjálfstæðismanna að selja
Orkuveituna. Þess sést hvergi stað í
stefnuskrá okkar. Við ætlum að
selja gælufyrirtæki Alfreðs Línu.net
og segjum það skýrum stöfum. Við
höfum engin slík áform uppi um
Orkuveituna. Hvað gengur þeim
mönnum til, sem þurfa að reka kosn-
ingabaráttu sína á lygum um and-
stæðinga sína?
Marklaus málflutningur
Í sjálfu sér á ekki að koma á
óvart, að Alfreð Þorsteinsson seilist
lengra en góðu hófi gegnir í óvönd-
uðum málflutningi. Hitt hefur komið
mér meira á óvart, hve oft Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir umgengst sann-
leikann frjálslega, þegar við hitt-
umst til sjónvarpsumræðna. Ætla
ég að nefna nokkur
dæmi máli mínu til
stuðnings.
Í þættinum Silfri
Egils 28. apríl leitaðist
hún við að réttlæta
hina vitlausu R-lista-
hugmynd um eina flug-
braut á Reykjavíkur-
flugvelli frá 2016 til
2024 með því, að flogið
hefði verið á eina braut
á vellinum í eitt ár á
meðan hann var endur-
byggður á árunum
2000 og 2001 og það
hefði bara gengið vel.
Staðreyndin er hins
vegar sú, að það var aðeins í 53 daga
frá maí fram í ágúst 2000, sem flogið
var á eina braut og er að sjálfsögðu
ekki unnt að draga þá ályktun af því,
að ein braut í átta ár dugi til áætl-
unarflugs – enda telur Flugráð það
fráleitt.
Á borgarafundi Ríkisútvarpsins 5.
maí hélt hún því fram, að R-listinn
hefði hreinsað strandlengjuna, en
áður hefði klóakið runnið hér í fjör-
urnar. Hefur það farið fram hjá
Ingibjörgu Sólrúnu, sem Grafar-
vogsbúar segja réttilega, að hjá
þeim sé hreinsun strandlengjunnar
alls ekki lokið, þar rennur klóakið
enn í fjörurnar?
Útlistun Ingibjargar Sólrúnar á
skuldastöðu Reykjavíkurborgar
verður í raun einkennilegri eftir því
sem umræður um það mál og 40%
frávik frá áætlun ársins 2001 verða
meiri. Þegar hún tekur Landsvirkj-
un sem dæmi er hún í raun að bera
saman ólíka hluti. Um 82% af skatt-
tekjum Reykjavíkur fara í rekstur
og á undanförnum árum hafa 17
þúsund milljónir verið teknar úr
Orkuveitu Reykjavíkur til að bæta
stöðu borgarsjóðs, sem stendur und-
ir þessum rekstri. Ingibjörg Sólrún
ætti að vita, að kostnaður Lands-
virkjunar er að langstærstum hluta
fjármagnskostnaður vegna lang-
tímalána, sem tekin eru vegna fjár-
festinga með endingu um 100 ár og
afskriftartíma upp á um 40 ár.
Rekstrarkostnaður Landsvirkjunar
er tiltölulega lítill. Ef það er ekki fá-
viska, sem ræður þessum saman-
burði Ingibjargar Sólrúnar við stöðu
Landsvirkjunar, er um rangfærslu
gegn betri vitund að ræða.
Hið sama verður uppi á teningn-
um, þegar hún segir stefnu okkar á
D-listanum um að stöðva skulda-
söfnun jafngilda því til dæmis, að
ekki megi taka lán úr Íbúðalána-
sjóði. Skyldu menn alltaf auka
skuldir með því að taka fé að láni?
Óverðskuldað stolt
Það hefur verið rauður þráður í
málflutningi Ingibjargar Sólrúnar
og kom enn fram í viðtalsþættinum
Ísland í dag á Stöð 2 7. maí, að hún
sé stolt af skuldunum sínum, af því
að þær hafi runnið til að reisa skóla
en Sjálfstæðisflokkurinn hafi safnað
skuldum til að reisa Perluna og Ráð-
húsið.
Af þessu tilefni skora ég á Ingi-
björgu Sólrúnu að svara þessu: Var
ekki málum háttað þannig í árslok
1991, að þá var engin nettó peninga-
leg skuld hjá borginni? Á þeim tíma
var byggingu Perlunnar lokið og að-
eins eftir innri frágangur í Ráðhús-
inu. Enn spyr ég Ingibjörgu Sól-
rúnu: Skapaðist skuldin árin 1991
FLEIPUR Í
STAÐ STEFNU
Björn Bjarnason
Í kosningabaráttunni
hafa talsmenn R-listans
lagt áherslu á fleipur,
segir Björn Bjarnason,
en ekki skýra stefnu.
SKOÐUN
FLESTUM Kópa-
vogsbúum ætti að vera
ljóst að í dag er höfn í
bænum. Reyndar hefur
höfnin verið til staðar í
nokkra áratugi og
hafnarsvæðið verið
leiksvæði margra
barna og unglinga í
vesturbæ Kópavogs.
Lengi vel var höfnin
eingöngu bryggjustu-
bbur og sjóvarnargarð-
ur ásamt fiskvinnslum
og lönduðu nokkrir
trillukarlar afla sínum
þar. Á síðustu árum
hefur mikil uppbygg-
ing átt sér stað á hafnarsvæðinu og
jafnframt hafa skuldir hafnarinnar
(hafnarsjóðs) aukist mikið. Búið er
að byggja viðlegukant fyrir stærri
skip og hefur landfylling aukist
þannig að myndast hefur stórt svæði
fyrir hafnsækinn iðnað. Margir
spyrja hvort þörf sé á slíkri höfn og
hvort Kópavogsbær eigi að standa í
rekstri stórskipahafnar og sýnist sitt
hverjum. Staðreyndin er hins vegar
sú, að í tíð núverandi meirihluta var
tekin sú ákvörðun að fara í uppbygg-
ingu hafnarinnar og þá ákvörðun og
þær framkvæmdir er ekki hægt að
taka til baka. Kópavogsbúar eiga í
dag höfn sem getur tekið á móti
stærstu togurum og flutningaskip-
um en einnig skuldir upp á rúmlega
200 milljónir króna. Tekjur hafnar-
innar hafa verið mjög litlar og ekki
staðið undir rekstri, hvað þá afborg-
unum af skuldum.
Hvað er til ráða?
Meirihlutinn kvartar sáran yfir
því að ekkert hafi fengist úr ríkis-
sjóði eða Hafnarbótasjóði við gerð
hafnarinnar og ekki virðist 2. þing-
maður sjálfstæðis-
manna í Reykjanesi
hafa unnið mikið í mál-
inu. Sá grunur vaknar
að farið hafi verið út í
miklar framkvæmdir
og skuldsetningu án
þess að tekjumöguleik-
ar hafnarinnar hafi ver-
ið kannaðir til hlítar.
Annar vandi sem há-
ir rekstri hafnarinnar
er takmörkuð flutn-
ingsgeta frá höfninni.
Mikil íbúðarbyggð er á
Kársnesinu og eru allir
sammála um að umferð
vöru- og gámaflutingabifreiða í
gegnum íbúðarhverfi sé ótæk. Eins
og staðan er í dag er í raun einungis
ein leið frá höfninni inn á stofnæða-
kerfi höfuðborgarsvæðisins, eftir
Vesturvör, Kársnesbraut og Ný-
býlavegi. Þessi leið er þó ekki góð því
margt fólk býr við þessar götur og
þurfa börn og unglingar að fara þar
yfir til að komast í t.a.m. skóla og
sundlaug. Vandinn er einnig sá, að
þessar götur voru ekki gerðar fyrir
þungaflutninga og nóg er umferðin á
Nýbýlavegi svo ekki sé bætt á hana
gámaflutningabílum. Ef tekjur hafn-
arinnar eiga að aukast er ljóst að
umferð flutningabíla um Kársnesið
mun einnig aukast. Tryggja þarf að
framtíðarstarfsemi hafnarinnar taki
mið af íbúðarbyggðinni á Kársnesinu
og að öryggi barna og annarra veg-
farenda sé í fyrirrúmi.
Höfnin sem hluti af
útivistarsvæði
Af þessu er ljóst að höfnin er kom-
in til að vera og snýst þá spurningin
um hvernig hún nýtist bæjarbúum
sem best? Í höfninni er aðstaða fyrir
smábáta. Hún er hluti af útivistar-
svæði Kópavogsbúa og liggur
göngustígurinn um Kársnesið um
hafnarsvæðið. Þangað getur fólk
komið og siglt bátum sínum og veitt
fram af bryggjunum. Strandlengja
Kársnessins er vinsæl hjá skokkur-
um og göngufólki og má hugsa sér
veitingastað við höfnina sem gæti
verið þægilegur áningarstaður fyrir
útivistarfólk. Mikil og fjölbreytt at-
vinnustarfsemi er við höfnina. Höfn-
ina má nota til fræðslu fyrir nem-
endur grunn- og framhaldsskóla
Kópavogs því þar má komast í kynni
við grunnatvinnuvegi þjóðarinnar,
sem eru fiskveiðar og fiskvinnsla,
ásamt því að kynnast annars konar
starfsemi.
Til að Kópavogshöfn nýtist sem
best þarf að huga vel að umhverfi
hennar og þeirri starfsemi sem þar
þróast. Mikilvægt er að ganga sem
allra fyrst frá lóðasvæði hafnarinnar
þannig að höfnin verði ekki eingöngu
fyrir athafnafólk heldur einnig til
yndisauka fyrir Kópavogsbúa.
Framtíð
Kópavogshafnar
Þór Ásgeirsson
Höfundur er í hafnarstjórn í Kópa-
vogi og skipar 7. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Kópavogur
Til þess að Kópavogs-
höfn nýtist sem best,
segir Þór Ásgeirsson,
þarf að huga vel að um-
hverfi hennar og
þeirri starfsemi sem
þar þróast.
FORSETI bæjar-
stjórnar Garðabæjar,
Laufey Jóhannsdóttir,
skrifar grein í Mbl. 1.
maí sl. um málefni aldr-
aðra í Garðabæ. Yfir-
skrift greinarinnar er
„Málefni eldri borgara
sett í forgang“. Þar
reynir hún að gera mik-
ið úr afrekum Sjálf-
stæðisflokksins á yfir-
standandi kjörtímabili.
Ætla mætti að allt sem
gert hefur verið í þeim
málum síðustu árin í
Garðabæ væri Lauf-
eyju og hennar flokki að
þakka. Greinin minnir
helst á hið fornkveðna: „Betra er að
veifa röngu tré en öngu.“ Það er af og
frá að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft
frumkvæðið í þessum málaflokki.
Fimm
skrautfjaðrir
Laufey setur fram fimm áherslu-
atriði í grein sinni. Við þau er ástæða
til að gera athugasemdir.
1) Laufey talar um að auka þurfi
hjúkrunarrými í Garðabæ og bjóða
upp á dagvistun og hvíldarinnlagn-
ir. Henni virðist sem sé ekki kunn-
ugt um að nú þegar er boðið upp á
hvíldarinnlagnir í Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Holtsbúð. Um
dagvistunina er það að segja að
sjálfstæðismenn hafa ekki barist af
krafti fyrir því að fá leyfi fyrir
hana. Heilbrigðisráðuneytið synj-
aði bænum um leyfi til rekstrar
dagvistarrýma. Þegar undirrituð
lagði fram tillögu í bæjarstjórn í
byrjun ársins 2001 um að bæjar-
stjórn Garðabæjar léti í ljós
óánægju sína með synjun ráðu-
neytisins hlaut tillagan ekki stuðn-
ing fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Henni var vísað til bæjarráðs.
Áhuginn var nú ekki
meiri!
2) Laufey talar um að
auka áherslu á fjöl-
breytileika framboðs
á íbúðum í Garðabæ.
Sumir vakna upp við
vondan draum rétt
fyrir kosningar! Nú á
allt í einu að grípa í
taumana og gera eitt-
hvað! Í mörg ár hafa
sjálfstæðismenn ekki
þóst sjá að fólk, ekki
síst fólk á eftirlauna-
aldri, væri að flytja
úr bænum til annarra
sveitarfélaga vegna
lítils framboðs á
minni íbúðum.
3) Laufey segir að flokkur sinn vilji
endurskoða afslátt af fasteigna-
gjöldum til eldri borgara svo hægt
verði að veita sanngjarnan afslátt.
Gott ef satt væri! Í byrjun þessa
árs lagði minnihlutinn í bæjar-
stjórn Garðabæjar fram tillögu um
að álagningarprósenta fasteigna-
skatts á íbúðarhúsnæði yrði lækk-
uð, úr 0,385% í 0,375%. Sú lækkun
átti að vera framlag Garðabæjar til
baráttunnar gegn hækkandi verð-
lagi. Það tók fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins í bæjarstjórn þrjár vikur
að manna sig upp í að fella tillög-
una. Minnt skal á í þessu samhengi
að það er viðtekin venja sjálfstæð-
ismanna að fella tillögur minnihlut-
ans og gera þær síðar að sínum.
4) Laufey talar einnig um að auka
framboð til tómstundastarfs aldr-
aðra, svo sem í Garðabergi. Árið
1998 lagði undirrituð fram tillögu
um að veita fé til eflingar starfi Fé-
lags eldri borgara. Tilgangurinn
var að stuðla að auknu frumkvæði
þeirra til að hafa meiri áhrif á
ákvarðanir sem bæjarstjórn tekur
um kjör og hag þeirra í bæjarfélag-
inu. Tillagan fékk lítinn stuðning
hjá sjálfstæðismönnum.
5) Loks segir Laufey það eitt af
áhersluatriðum sjálfstæðismanna
að gert verði ráð fyrir tíma fyrir
eldri borgara í fyrirhugaðri inni-
sundlaug í íþróttahúsinu í Hofs-
staðamýri. Gott er að heyra. Um
langt árabil hefur verið mikil þörf á
innisundlaug í Garðabæ. Sjálfstæð-
ismenn höfðu engan áhuga á því að
sundlaugin yrði byggð. Meira að
segja fulltrúar flokksins í íþrótta-
og tómstundaráði höfnuðu því að
mæla með gerð hennar. Væntanleg
innisundlaug er því ekki verk sjálf-
stæðismanna, alls ekki. Það var
fyrir tilstilli okkar í minnihlutanum
í bæjarstjórn og kröftugs þrýst-
ings frá foreldrafélagi Hofsstaða-
skóla að laugin fékkst loks sam-
þykkt.
Frumkvæðið
Að framansögðu er ljóst að frum-
kvæðið í þessum málum er hjá Garða-
bæjarlistanum. Með því að kjósa
hann geta bæjarbúar tryggt meiri
framsýni og skilvirkari vinnubrögð í
málefnum aldraðra í Garðabæ.
Fjaðrafok íhaldsins
Lovísa
Einarsdóttir
Garðabær
Með því að kjósa Garða-
bæjarlistann, segir
Lovísa Einarsdóttir,
geta bæjarbúar tryggt
meiri framsýni og skil-
virkari vinnubrögð í
málefnum aldraðra.
Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar
2. sæti Garðabæjarlistans.