Morgunblaðið - 09.05.2002, Qupperneq 46
MINNINGAR
46 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Oddný Þórðar-dóttir fæddist 14.
ágúst 1904 á Hall-
anda í Hraungerðis-
hreppi í Flóa. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eiri aðfara-
nótt 21. apríl sl. á 98.
aldursári. Foreldrar
hennar voru Þórður
Helgason, f. 17.6.
1870, d. 11.4. 1951, og
Gróa Erlendsdóttir, f.
4.6. 1877, d. 28.2.
1960. Systkini hennar
voru alls tólf, en eftir
lifa Jórunn, f. 16.6. 1912, Elín, f.
18.12. 1914, og Erlendur, f. 29.4.
1922.
Einkadóttir Oddnýjar og Þóris
Guðmundssonar, kennara á
Hvanneyri, f. 4.6. 1896, d. 20.6.
1937, er Sigurlaug, bókavörður, f.
12.12. 1932. Maður hennar er
Sveinn Jónsson, prentari og leigu-
bílstjóri, f. 24.8. 1931, og eiga þau
þrjá syni. Þeir eru: 1) Þóroddur,
náttúrufræðingur og tilrauna-
stjóri á Möðruvöllum í Hörgárdal,
f. 1.8. 1956. Kona hans er Jónína B.
Grétarsdóttir, tækni-
teiknari, f. 11.8. 1957.
Synir þeirra eru Gunn-
ar, f. 2.8. 1982, og
Snorri Sveinn, f. 29.6.
1989. 2) Jón Garðar,
netagerðarmeistari á
Skagaströnd, f. 24.7.
1957. Sambýliskona
hans er Íris Björg Fjól-
mundsdóttir, f. 15.12.
1968. Dætur þeirra
eru Lena Rut, f. 17.7.
1990, og Heba Líf, f.
13.6. 1996. Dóttir Jóns
úr fyrri sambúð er
Oddný, f. 19.3. 1985. 3) Þórður,
prentari í Reykjavík, f. 29.9. 1966.
Dætur hans eru Ágústa Dóra, f.
21.8. 1988, Alexandra Lind, f. 15.5.
1990, og Lovísa Rós, f. 14.3. 1993.
Oddný lærði karlmannafata-
saum og starfaði við það lengst af,
fyrst á Akureyri og síðar í Reykja-
vík. Oddný rak flatkökugerð í
Reykjavík um tíma en síðustu
starfsárin sá hún um köku- og
brauðbakstur á Vífilsstaðaspítala.
Útför Oddnýjar fór fram í kyrr-
þey.
Við minnumst með trega daganna
sem við áttum í bernsku með ömmu á
Vífilsstöðum. Við áttum heima í Goð-
heimum, sem í þá daga var hálfklárað
úthverfi í Reykjavík. Þar var vítt til
allra átta og sannkallaður ævintýra-
heimur fyrir ofvirka stráka og sem
Einar Már Guðmundsson lýsir svo
eftirminnilega í Riddurum hringstig-
ans. Aðalfararskjótinn okkar var reið-
hjólið, okkur voru allir vegir færir og
ekkert stóðst okkur snúning. Það
sagði amma okkar að minnsta kosti
og hún hafði alltaf rétt fyrir sér. Við
notuðum hvert tækifæri sem gafst til
að hjóla upp Breiðholtið, vestur yfir
Vatnsendahæðina og niður að Vífils-
staðaspítala þar sem amma vann. Á
bögglaberanum höfðum við gúmmí-
bát, árar og veiðistangir, en nesti
þurftum við ekki. Því á Vífilsstöðum
beið amma okkar með heitt súkkulaði
og nýbakað rjúkandi bakkelsi. Hún
var líka ávallt búin að útvega okkur
veiðileyfi í Vífilsstaðavatni. Þar veidd-
um við stórsilunga sem fóru létt með
að draga gúmmíbátinn okkar þangað
sem þeim sýndist. Á bryggjuræfli,
sem skagaði út í vatnið, fylgdist
Oddný amma með okkur úr fjarska,
með sólina á vesturhimni í bakið og
eldhússvuntuna blaktandi undan
vindinum sem kom alla leið norðan úr
Faxaflóa. Þarna komumst við bræð-
urnir, Þóroddur og Jón Garðar, í
fyrsta sinn í kynni við dásemdir sil-
ungsveiða, dásemda sem við erum
enn að njóta að fullu. Það eigum við
Oddnýju ömmu að þakka.
Við minnumst með trega allra
sunnudaganna heima í stofunni hjá
mömmu og þar sem Oddný amma
stjórnaði bridsi. Brids var hennar
ástríða og það var enginn maður með
mönnum nema hann kynni Vínarkerf-
ið. Við lærðum því á unga aldri að
spila og á meðal okkar eru enn ákafir
bridspilarar, þökk sé ömmu.
Amma reyndi sem lengst að spila,
síðast með eldri borgurum. Fyrst
kvartaði hún reyndar yfir því hvað
þeir voru upp til hópa lélegir spilarar,
en seinna fór hún að njóta þess jafn
mikið og forðum daga.
Við minnumst með trega heitu um-
ræðanna um pólítík og trúmál sem
amma var ósjaldan dugleg að koma af
stað. Amma var mjög pólitísk. Hún
var ákafur kvenréttinda- og verka-
lýðssinni. Samt kaus hún alltaf Fram-
sóknarflokkinn.
Hún hafði mikla trú á leiðtogum
flokksins, Ólafi Jóhannessyni, Stein-
grími Hermannssyni og Halldóri Ás-
grímssyni. Hún átti þó alltaf erfitt
með að þola daður flokksins við Sjálf-
stæðisflokkinn og þá sérstaklega þeg-
ar Halldór og Davíð fóru í stjórnar-
myndunarviðræður 1991 þó að
möguleikar væru einnig á vinstri
stjórn þá. Ömmu var heitt í hamsi og
hringdi því beint í Halldór og hótaði
honum því, að ef hann gengi í sæng
með Davíð myndi hún aldrei kjósa
flokkinn framar. Þegar hún sagði
okkur þessa sögu bætti hún glottandi
við: „Ég var ekkert að segja honum
hvað ég væri gömul (87 ára) því ég
verð örugglega dauð þegar kemur að
næstu alþingiskosningum“. Amma
varð ekki sannspá því að í næstu
kosningum, 1995, var hún enn sprell-
lifandi og að sjálfsögðu kaus hún
Framsóknarflokkinn. Já, amma var
alla tíð höfðingjadjörf og var ófeimin
að segja meiningu sína. Hún hafði dá-
læti á Ingibjörgu Sólrúnu borgar-
stjóra. Þess vegna hringdi hún í borg-
arstjórann þegar hún vildi fá setta
upp heppilega rólu fyrir gamla fólkið í
Hlíðunum þar sem það gæti rólað og
hvílt sig á milli spássitúra. Og Ingi-
björg var ekki lengi að kippa því í lið-
inn fyrir hana.
Amma var alla tíð áskrifandi að
málgagni flokksins, Tímanum. Betra
blað fannst ekki í veröldinni. Þegar
Tíminn var einungis orðinn fjórblöð-
ungur var samt alltaf svo mikið og
gott efni í blaðinu og miklu meira les-
efni heldur en í sunnudagsblaði
Moggans. Þegar við dvöldum erlendis
og pabbi sendi okkur íslensku blöðin
út sá amma alltaf til þess að lauma
málgagninu með í pakkann, svo að
staðreyndir mála færu örugglega
ekki fram hjá okkur.
Amma var hagsýn kona og ekki
vildi hún láta flokkinn eyða nokkru í
sig. Þess vegna hringdi hún alltaf í
kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokks-
ins til biðja þá um að keyra sig á kjör-
stað. Það er því ekki ólíklegt að Odd-
nýju sé að finna í skrám
Sjálfstæðisflokksins yfir dygga
stuðningsmenn.
Við minnumst þess þegar amma fór
að missa kraftinn, hætti að geta
hreyft sig, lesið og spilað eins mikið
og hún vildi. Þegar líkaminn fylgir
ekki viljanum. Það var erfitt fyrir
konu eins og Oddnýju ömmu að þurfa
aðstoð. En þegar hún var búin að
venja sig við nýjar aðstæður tók hún
gleði sína á ný og kvartaði aldrei
framar yfir örlögum sínum. Það er
ekki síst að þakka frábæru starfsfólki
á hjúkrunarheimilinu Eir sem sá um
að ömmu liði vel síðustu æviárin. Þeg-
ar við heimsóttum hana á Eir minn-
umst við fölskvalausu gleðinnar sem
skein úr augum hennar þegar hún sá
okkur. Síðustu mánuðina var minnið
nánast horfið og af svip hennar mátti
lesa að hún skammaðist sín hálfpart-
inn að þekkja ekki þetta fólk sem tal-
aði við hana, snerti og kyssti. Engu að
síður voru þessar heimsóknir ómet-
anlegar fyrir okkur öll og alltaf
kvaddi hún okkur með … „mikið var
gaman að fá ykkur í heimsókn …
þakka ykkur kærlega fyrir komuna“.
Með þessum fátæklegu orðum vilj-
um við minnast ömmu okkar sem hef-
ur verið svo stór partur af lífi okkar.
Ömmu sem lifði fyrir okkur af því að
við vorum af hennar meiði. Ömmu
sem gerði engar kröfur og elskaði
okkur skilyrðislaust.
Þóroddur, Jón Garðar og Þórður
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti ég segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þessar línur Hallgríms lýsa afstöðu
Oddnýjar til dauðans. Nú er komið að
kveðjustund. Oddný var tilbúin fyrir
töluverðum tíma síðan að yfirgefa
þennan heim. Hún var hvergi bangin
því hún vissi það vel að hennar biði
eitt og annað spennandi. Hún sagði
við mig ekki alls fyrir löngu að hún
hefði alltaf verið hrifin af því að
ferðast og nú væri hún tilbúin að fara
að komast í enn eitt ferðalagið, hún
hlakkaði til. Það var alltaf gaman að
ræða þessa hluti við Oddnýju vegna
þess að við vorum alltaf á sama máli
og stóðum fastar á því að þessi tilvera
okkar hér á jarðríkinu væri bara brot
af því sem sálir okkar hefðu komist í
kynni við og að framhald yrði á
þroskaferli þeirra. Það voru nú ekki
allir á sama máli, og hver hefur rétt á
sinni meiningu. Oddný sagði við mig
eitt sinn fyrir löngu, að þegar hún
væri búin að yfirgefa þennan heim
ætlaði hún með einhverjum brögðum
að láta mig vita að kenning okkar
væri rétt. Vonandi líður ekki á löngu
þar til ég verð móttækileg, hvort sem
það verður í svefni eða vöku. Oddný
var kona með skoðanir á mönnum og
málefnum og pólítísk fram í fingur-
góma. Hún var fróð um þau málefnu
sem vöktu áhuga hennar og varð
henni oft heitt í hamsi við eldhúsborð-
ið þegar þau mál bar á góma. Það var
einmitt í forsetakosningunum hér um
árið og við vorum búsett í Kaup-
mannahöfn þegar Oddný kannaði það
hvort við ætluðum ekki örugglega að
nýta okkur kosningaréttinn. Við höfð-
um ekkert fylgst með þessum kosn-
ingum að ráði og hefðum örugglega
gleymt því að kjósa ef hún hefði ekki
minnt okkur á það og sagði okkur
auðvitað í leiðinni hver ætti að verða
fyrir valinu. Auðvitað gerðum við
þetta fyrir hana.
Oddný var alveg yndisleg kona og
hafði hugmyndaflug í lagi, hver önnur
en hún hefði fengið rólu í hverfið sitt
til að halda sér í formi. Hún gerði sér
lítið fyrir og hringdi í Ingibjörgu Sól-
rúnu og bað um rólu á tiltekinn stað.
Það tókst, en það versta var að upp
var sett einhver gamlingjaróla sem
var í raun bekkur til að hvíla sig á.
Oddný vildi bara venjulega rólu, helst
með gryfju til að geta notið hreyfing-
arinnar og rólað sér hressilega. Hún
hugsaði vel um heilsuna og sjálfa sig.
Morgunmaturinn hennar var sam-
blanda af alls konar trefjum og
vítamínum sem hún blandaði og bjó til
sjálf og það sem hún borðaði almennt
var hollt og gott. Hún hreyfði sig og
gekk eins mikið og hún hafði tök á,
enda varð hún langlíf þegar upp var
staðið. Þegar hún var níræð hafði hún
nægan þrótt til að fara með fjölskyld-
unni í bústað yfir helgi og lengi vel
eftir það var hún nokkuð hress.
Oddný var ákaflega góð og traust
sínum nánustu. Hún stóð þétt við bak
drengjanna sinna (barnabarna) þegar
þeir voru í ströngu námi eða að hefja
búskap. Við eigum henni öll mikið að
þakka, ekki síst fyrir umhyggju henn-
ar, tryggð og áþreifanlega væntum-
þykju. Við vissum það öll að þessi
stund væri óumflýjanleg en þrátt fyr-
ir vissu manns er kveðjustundin erfið
og góðar minningar það sem verður
að duga.
Lovísa Rós biður góðan Guð að
taka vel á móti yndislegri langömmu
sinni og þakkar henni fyrir allar góðu
stundirnar. Hún þakkar fyrir öll ljúfu
jólin sem þær áttu saman og vonar að
þau verði líka góð hjá Guði, nú getur
langamma spilað á ný.
Elsku Sigurlaug, Sveinn, Tóti, Jón,
Þóroddur og fjölskyldur þeirra. Við
sendum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur á þessari stund.
Ingibjörg Reynisdóttir,
Lovísa Rós Þórðardóttir.
Hún Oddný Þórðardóttir lang-
amma mín var jarðsett 29. apríl. Hún
fékk að lifa langa ævi en ég veit að
hún var orðin þreytt í lokin og þess
vegna óska ég einlægt að henni líði vel
í dag og ég mun rifja upp allar góðu
minningarnar sem ég á um hana frá
því ég var lítil.
Lát opnast augu mín,
minn ástvin himnum á,
ODDNÝ
ÞÓRÐARDÓTTIR
!
"
#$
! #%
!
"#$% ! & &$!'
() & !
('
' &
* +
, -
../ 0# 1
2 $3
&
'
!
(
)!
4! 0' (!&' & 5
67 !
" %0' (!& !
2 0' (!&' 0' #$% !
) 89
4! !
3&.:' &( '
!
$%
4! !
2'
2 ! +
!
*
/) ;/
../
* (
!93'# <=
+
! ,
-
#$
!
# $
.
,
&
& ,
/0
!
!
1*
++ # 2$$23$ %'$3$+4$
$% >#$% '
0!
& ! 2 "+
*( '
-! 6 ! -!: '
& ! >#$%
$% '
$!-!: ! 0! -!: '
&>#$% ' #$%
%3 ! +
*
/?
-.
../ "' '
6 &
+2
5! ,
6
/
##
! #% $$
$!/( '
&@
$! !
$ (
$!'
& 5
$! ! "2 -% '
/ A
$! ! / 2 >5'
@
2
$! !
) 3( !
$ ( 7" ('
$ ( '
A
$ ( ! +
"
/-
../ "6 *<
2
&: (
7:$5 : (
+3
5!
"
!*&*
7 : ! +
''
: ' " % & !
'# #% +