Morgunblaðið - 09.05.2002, Síða 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 47
svo ástarundur þín
mér auðnist skýrt að sjá:
hið fríða foldarskraut
hinn fagra stjarnaher
á loftsins ljómabraut
og ljóssins dýrð hjá þér.
(V. Briem.)
Guð blessi þig og varðveiti, þitt
langömmubarn
Oddný Jónsdóttir.
Jæja Oddný mín, þá ertu lögð af
stað í þitt síðasta ferðalag, sem þú
varst búin að bíða svo lengi eftir og
hlakkaðir mikið til. Alltaf varstu á
ferðinni, fórst í langa göngutúra oft á
dag meðan heilsan leyfði og sagðir að
þú gæfir upp öndina um leið og þú
hættir að ganga. Síðustu árin á Eir
fórstu um í göngugrind til að komast í
göngutúrana þína. En svo fór að halla
undan fæti og í lokin varstu keyrð um
í hjólastól.
Þú hafðir alltaf gaman af ferðalög-
um og fórst í síðustu utanlandsferðina
til Júgóslavíu árið 1980 en það ár
kynntist ég þér, þá 76 ára gamalli, en
eldhressri. Eftir það lá leiðin í sum-
arfrí í Hveragerði ár hvert. Þangað
komum við svo til þín í heimsókn um
helgar, þá var gjarnan farið í smábíl-
túr um sveitirnar fyrir austan fjall og
á kaffihús á eftir, oftast í Eden. Þegar
við Þóroddur eignuðumst Gunnar ár-
ið 1982, þitt fyrsta barnabarnabarn,
vildirðu honum allt það besta. Hann
var litli sólargeislinn þinn, alltaf átt-
irðu „hollt gott“ handa honum, vel
þroskaðar perur, súkkulaði rúsínur
og ís. Svo þegar við fórum til Ameríku
sendir þú okkur reglulega bréf með
því helsta sem var að ske í pólitíkinni
heima á Íslandi, en þú fylgdist alltaf
vel með stjórnmálum og reyndir að
hafa áhrif á okkur í þeim efnum. Þá
fylgdu alltaf smáráðleggingar til okk-
ar í leiðinni.
Þú hafðir ekki mikið á milli hand-
anna um ævina en oft gastu laumað að
okkur „smáaur“ eins og þú kallaðir
það, þegar við keyptum fyrstu íbúðina
o.fl. en eins var gert við alla og barna-
barnabörnin fóru ekki varhluta í þeim
efnum heldur. Þér fannst börnin hafa
allt of mikið af leikföngum og öðru
dóti, svo þegar þau áttu afmæli fengu
þau pening sem átti að nota þegar þau
færu í framhaldsnám, en henni var
mikið í mun að unga fólkið menntaði
sig.
Svo komu langömmubörnin eitt af
öðru og eru nú orðin 8. Við Þóroddur
eignumst svo Snorra Svein 1989, svo
þeir bræður kynntust langömmu
sinni vel og eiga um hana góðar minn-
ingar. Hún reyndi að vekja áhuga
þeirra á náttúrufegurð Íslands, með
því að segja þeim frá ferðalögum sín-
um um landið og gefa þeim steina sem
hún hafði safnað á ferðum sínum um
landið. Í steinunum sá hún ýmsar
kynjaverur sem hún benti strákunum
á.
Hollt mataræði var þér alltaf ofar-
lega í huga. Alla morgna byrjaðir þú á
að taka lýsi á fastandi maga, svo
fórstu í sturtu áður en þú fékkst aðal-
máltíð dagsins. Frekar ólystugt gums
að okkar mati en örugglega mjög
hollt. Þetta var ystuð súrmjólk með
hrísgrjónum, kotasælu, uppbleyttum
ávöxtum ásamt safanum, bönunum,
rjóma o.fl. Þetta dugði fram yfir há-
degi en þá var það gróft brauðmeti
ásamt kaffisopa. Kvöldmaturinn var
yfirleitt soðinn fiskur og kartöflur. En
á kvöldin oftast ávöxtur eða ís, sem
var í miklu uppáhaldi og aldrei var
eldað meira en akkúrat í matinn svo
enginn borðaði yfir sig, það var ekki
hollt. Við fluttum svo norður í land
1991, en þú komst og heimsóttir okk-
ur það ár á Akureyri og svo einu sinni
í Möðruvelli. En á Möðruvöllum
fannst þér gott að vera í svo mikilli
nálægð við náttúruna.
Heyra fuglasönginn og svo bara
þessa miklu ró í sveitinni. En þú
treystir þér ekki í svona langt ferða-
lag aftur. Síðast þegar við hittumst á
Eir var minni þínu farið að hraka og
það tók smátíma fyrir þig að muna
hver við vorum, en minningin um þig
mun lifa með okkur og margt það sem
þú hafðir til málanna að leggja. Ég
vona að þetta síðasta ferðalag verði
eins og þú vonaðist eftir og hlakkaðir
til eftir langa ævi.
Þakkir fyrir allt,
Jónína.
Pabbi minn var besti
pabbinn í öllum heila
heiminum. Hann
kenndi mér að fíla góða tónlist. Ég
man þegar hann tók mig með sér á
æfingar á RENT og þá tók ég þá
ákvörðun að verða söngkona og
leikkona. Hann leyfði mér líka að
koma með á æfingar á öðrum leik-
ritum sem hann vann í. Það var
skemmtilegt. Ég man vel eftir sumr-
inu þegar hann var svo mikið með
okkur Halldóri, þá gerðum við ým-
islegt saman. Ég man þegar við pabbi
og mamma vorum í tívolíinu í Hels-
inki, þá var pabbi miklu meiri krakki
heldur en ég. Honum fannst það æð-
islegt.
Pabbi var einstök persóna og
gítarhetja. Pabbi var stofnandi með
okkur Halldóri í hljómsveit. Nú er-
um við bara tvö í henni. Ég þakka
fyrir að hann hafi verið pabbi minn
þó að ég hafi ekki fengið að njóta
hans lengi. Þegar pabbi var veikur
lofaði hann mér að hann ætlaði að
vaka yfir mér sem engill. Það er gott
að vita af því. Hvíl þú í friði elsku
pabbi minn.
Unnur Sara Eldjárn.
Ég kveð vin minn Kristján Eldjárn
með miklum trega og djúpri sorg.
Við mættumst fyrst í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð. Hann gaf sig
strax fram með fyndni og gleði. Þessi
drengur var ólíkur öllum, svo greind-
ur og vel máli farinn og svo var hann
gítarmaður. Það var einhvern veginn
alveg sjálfsagt að hann væri með gít-
ar. Hann spilaði á hann í eina skiptið
sem ég söng.
Gítarmaðurinn var líka í öndvegi
þegar ég hitti hann í síðasta sinn.
Hann spilaði Abbalög í barrokk-
útsetningu eins og ekkert væri sjálf-
sagðara. Það undarlega og ómögu-
lega var á hans valdi og hug-
myndaauðgi hans voru engin
takmörk sett. Hann gladdi mann með
tilveru sinni.
Ég bið almættið að leiða fólkið
hans í gegnum sorgina stóru.
Ég mun heiðra minningu Krist-
jáns Eldjárns alla mína ævidaga.
Eva María Jónsdóttir.
Það er þungt að horfa á eftir ung-
um fjölskylduföður og hæfileika-
manni kveðja þetta jarðlíf þegar allar
dyr voru að opnast fyrir honum.
Þegar við rifjum upp góðar stundir
með Kristjáni Eldjárn verður okkur
ljóst hversu mikilvægt er að njóta
hvers augnabliks í lífinu því ekki líður
á löngu þar til þessi augnablik eru lið-
in. Stundirnar sem við fáum að njóta
með þessum kæra vini verða ekki
fleiri, en minningarnar lifa. Söknuð-
urinn er óbærilegur en þegar sorgin
virðist ætla að buga mann er gott að
eiga hlýjar og góðar minningar til að
styðjast við.
Eldjárn gaf okkur svo margt.
Hann gaf okkur sögurnar, brandar-
ana, hin ógleymanlegu Giuliani-
kvöld, tónlistina, lífsbaráttuna og
ómetanlegan stuðning. Það má líka
segja að hann hafi leitt okkur hjónin
saman fyrir rúmum sjö árum síðan.
Við erum þakklát fyrir að hafa átt
svona góðan vin og fengið að njóta
kímnigáfu hans og lífsgleði.
Elsku Eyrún, Unnur Sara, Þórar-
inn, Unnur, Úlfur, Ari og Halldór,
megi Guð og allar góðar vættir vaka
yfir ykkur og styðja í þessari miklu
sorg. Blessuð sé minning Kristjáns
Eldjárns.
Einar Kristján Einarsson og
Anna Ellen Douglas.
KRISTJÁN
ELDJÁRN
✝ Kristján EldjárnÞórarinsson Eld-
járn gítarleikari
fæddist í Reykjavík
16. júní 1972. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi aðfaranótt
22. apríl síðastliðins
og var útför hans
gerð frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 30.
apríl.
Mig langar að minn-
ast Kristjáns Eldjárns
gítarleikara í fáeinum
orðum fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar. Leiðirn-
ar lágu saman á Ás-
vallagötunni sem
nágrannar og var
ánægjulegt að fá að
fylgjast með þegar
hann óx úr grasi og var
að byrja að læra á gít-
arinn. Síðan átti Krist-
ján eftir að spila marg-
ar kvöldstundirnar
fyrir gesti veitinga-
hússins okkar og eru
þær stundir ógleymanlegar.
Hugsum okkur laugardagskvöld á
veitingastað niðri í miðbæ og gestir
staðarins að borða. Hurðin opnast og
inn kemur látlaus ungur maður og
heldur á gítartösku, kemur sér fyrir
við hornið á barnum, tekur gítarinn
úr töskunni og sest við að spila. Allt
fumlaust og ljúfir gítartónar taka að
líða um salinn og gítarleikarinn verð-
ur strax hluti af heildinni. Allt í einu
hættir fólk að borða, lítur upp og
leggur við hlustirnar, nú hefur tón-
listarmaðurinn náð fullri athygli
gesta og hann leikur af hjartans lyst
og maturinn verður kaldur á diskun-
um. Klapp, fagnaðarlæti og allir
ánægðir, gítarleikarinn og veitinga-
maðurinn horfast snöggt í augu og
vita að tónlistin hefur fangað augna-
blikið.
Þannig munum við fjölskyldan
mest eftir Kristjáni Eldjárn gítar-
leikara, þeim prúða pilti, sem nú spil-
ar fyrir aðra gesti á æðri stöðum.
Það er sárt að sjá á eftir þessum
hæfileikaríka dreng og sendum við
Eyrúnu, Unni Söru, Þórarni, Unni,
Úlfi, Ara og Halldóri okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur vegna fráfalls
hans.
Jakob H. Magnússon
og fjölskylda.
Strákurinn í næsta húsi var besti
vinur minn. Við urðum vinir í Haga-
skóla og gengum saman til prests ár-
ið sem við fermdumst. Okkur var
skylt að mæta í messu á sunnudags-
morgni þetta ár. Þegar maður er
þrettán ára eru slík stefnumót ekki
efst á óskalistanum. Kristján leysti
þetta vandamál fyrir okkur báða. Við
mættum í messuna og sátum aftast
með gamla fólkinu og deildum með
okkur vasadiskói sem hann faldi í
jakkavasanum. Þannig gátum við
notað tímann til andlegrar vakningar
jafnt á trúar- og tónlistarsviðinu.
Þegar maður er þrettán ára getur
maður sofið endalaust. Sérstaklega á
sunnudagsmorgnum. Til þess að
svipta okkur ekki svefninum fundum
við upp kerfi sem gerði okkur kleift
að sofa undir messunni. Annar okkar
hallaði sér í smástund á meðan hinn
stóð vaktina. Hlutverk vaktmannsins
var að vekja þann sem svaf ef prest-
inn fór að gruna eitthvað misjafnt.
Nú er strákurinn í næsta húsi sofn-
aður í síðasta sinn. En í huga mér
vakir hann enn. Vertu sæll, gamli vin-
ur.
Jón Atli Jónasson.
>?
.0
% 3 &$!
"7 3 BC
2 $3
+7
5! ,
8,
#$
! # $
& -!: !
0' &# ' &
& $7 &# '
! 2
$
# #% '# # #% +
9
0
./
6 7" &
'% =
"
,
:
1
,
##
! #% $$
; ,
/8
/
,
<
/#$% &( !
0' '
"$% 5 ! !
'# 53 !
3D 2 589 ' 2
" >0' !
7 & '
0' ! 5 0!
$ '
2 0' ' -! ! +
=
0
./0
./
!&
'
!
(
,
)!
& 8 0' ' # 7 0' !
: /!6 ! -! 3"( '
'# #% +
8
/
-+"/
6 7" 3
7
$7
!>
?,!:
&
$
5!
' " '+
<
/
,
*
#
! # $
; ,
/
8
*
9
-"
$ :3'
"3'3
7& #! &
&
'
!
>5'
>-! ! +
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
við Nýbýlaveg, Kópavogi