Morgunblaðið - 09.05.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 09.05.2002, Qupperneq 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Friðrik var einn fjögurra bræðra sem ólust upp á Ásvalla- götu 65 í Verka- mannabústöðunum hjá ömmu okkar og afa, Sólveigu og Guðmundi. Það er naumast hægt að ímynda sér að þessir bræður Jó- hannes Óskar, Friðrik Jens, Guð- mundur Jóhann faðir okkar og Jó- hann hafi verið foreldrum sínum auðveldir viðureignar jafnfyrirferð- armiklir og þeir voru. Guðmundur afi var oftast á sjó, harður tog- arasjómaður úr Arnarfirði, en amma Sólveig sem var úr grösugum sveitum Borgarfjarðar gætti bús og barna. Það má segja að í þessum bræðrum hafi mæst einkenni þess- ara tveggja héraða, fálát harka Vestfjarðanna og mild náttúra Borgarfjarðar. Persónueinkenni afa og ömmu, afa sem las Íslendinga- sögur og kosningaræður foringja sjálfstæðismanna og kunni hvort tveggja utan að og ömmu sem las Laxness og önnur alþýðuskáld og vildi jöfnuð og mildi eins og Guðs- sonurinn frá Nasaret kenndi, mót- uðu þessa menn þegar þeir voru að alast upp á krepputímum, þegar bæði þurfti að sýna hörku og sam- kennd. Virðing fyrir borgaralegum gild- um var í hófi hjá þeim bræðrum og Skarphéðinn Njálsson í meiri met- um en flestir aðrir nema ef vera skyldi faðir hans. Orð eins og fág- aður eða „penn“ notuðu þeir um menn í vorkunnartón. Úr þessum jarðvegi spratt Friðrik frændi okk- ar, sem var þeirra næstelstur og FRIÐRIK JENS GUÐMUNDSSON ✝ Friðrik JensGuðmundsson fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1925. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 16. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 26. apríl. mesti íþróttamaður þeirra bræðra. Frábær glímumaður og seinna firnasterkur kringlu- kastari og kúluvarpari og keppti fyrir KR og Ísland fram á fullorð- insár. Friðrik útskrifaðist úr Samvinnuskólanum og lagði fyrir sig bók- hald og fjárreiður og starfaði við það að að- alstarfi, síðustu ára- tugina á Skattstofunni í Reykjavík. Í reynd starfaði hann við hvað- eina sem til féll til að framfleyta fjölskyldu sinni og taldi aldrei neitt eftir sér. Friðrik var í okkar huga maður sem aldrei tók sér frí. Þegar framtalsfrestur var að renna út og annir hjá honum voru slíkar að hann varla svaf, birtist hann allt í einu og spurði hvort maður hefði nokkuð hugað að því að telja fram. Venjulega svöruðum við neitandi enda lítið peningalega þenkjandi. Þetta vissi Friðrik og taldi ekki eftir sér að koma reiðu á skattaskilin hjá okkur sem ekki var alltaf auðvelt verk, en það vafðist ekki fyrir hon- um. Maður skynjaði bókmenntirnar í honum þegar kom að athugasemd- um og skýringum, maðurinn var skáld. Hann skildi manna best að lífið verður ekki tilgreint á skýrslum, en þó ber að gjalda keis- aranum það sem hans er. Það hvarflaði svo að manni seinna að hann hefði lítið hugsað um sjálf- an sig og laun og að fjölskylda hans hefði gjarnan viljað hafa hann heima í stað þess að hann væri að ala upp frændur sína og frænkur í reiðusemi. En svona var Friðrik frændrækinn og hjálpsamur. Við sáum stundum ekki mikið til Friðriks frænda okkar þegar allt lék í lyndi hjá okkur en ef erfiðleik- ar steðjuðu að þá var hann alltaf mættur og sum okkar eiga honum mikið að þakka. Hann stóð með manni eins og klettur þegar á þurfti að halda. Aldrei heyrðum við hann minnast á eigin erfiðleika. Friðrik var einn af þessum mönn- um sem alltaf eru á þönum og því fannst manni eðlilegt að hann æki um á jeppa til að komast hindr- unarlaust leiðar sinnar. Svo var hann líka forfallinn veiðimaður og stundum voru veiðistangir í bílnum en byssurnar lágu ekki á glámbekk þótt hann væri stundum með skot í vasanum. Maður vissi aldrei hvort hann var að koma eða fara, hann var bara mættur til að hjálpa manni, segja sögur eða spyrja hvort maður vildi ekki fá dálítið af kjöti og svo var hann rokinn út í jeppann, Overland, Wagoneer eða venjulegan Willys, enga slyddujeppa fyrir hann. Hvort þessi farartæki hans voru með pelastikk á annarri fram- fjöðrinni eða dálítið skálduð skipti ekki svo miklu máli ef þau voru ekta. Okkur bræðrunum gaf hann veiðistangir þegar við fermdumst og kenndi okkur ýmislegt í stangveiði og um íslenska náttúru heima í stofu eða á árbökkum. En fyrst og fremst var Friðrik afspyrnu skemmtilegur og kraftmikill maður sem ekki mátti neitt aumt sjá án þess að bjóða fram aðstoð sína. Pabbi og Friðrik voru miklir vinir og áttu að mörgu leyti skap saman, þeir voru stríðnari en góðu hófi gegndi og gátu sjaldan stillt sig um að espa menn upp ef þeir sáu sér leik á borði en það var frekar rík kímnigáfa en illkvittni sem réð ferð- inni og oft voru þeir óborganlegir saman. Einu barna okkar varð að orði í huggunarskyni þegar séð varð að hverju færi, að afi yrði glaður að sjá hann, sem lýsir Friðriki og vin- áttu þeirra vel. Friðrik var heilsulaus síðustu ár- in og hefur það ekki verið auðvelt fyrir slíkan mann, en hann tók því eins og það karlmenni sem hann var. Þetta hafa líka verið erfiðir tímar fyrir Sigríði konu hans og fjölskyldu og við vottum þeim inni- lega samúð okkar um leið og við kveðjum okkar uppáhaldsfrænda með söknuði. Gunnar Örn Guðmundsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Guðmundur H. Guðmundsson, Elín Helena Guðmundsdóttir. Á þessum tímamót- um er svo margt sem kemur upp í hugann. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fylgdist með því hvernig þú drakkst morgunkaffið þitt, hvernig þú pírðir saman augun þegar þú saupst á heitu kaffinu. Svo tókstu með þér nesti, ég man alltaf eftir því að það var ávallt það sama; ein appelsína, SÍMON GUÐJÓNSSON ✝ Símon Guðjóns-son fæddist í Voðmúlastaðahjá- leigu í Austur-Land- eyjum 9. september 1918. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi 26. apríl síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Ás- kirkju 6. maí. skyrdolla og rúnn- stykki með osti. Á þess- um tíma varstu með sjoppu vestur í bæ. Ég man hvað það var alltaf mikið að gera hjá þér, sérstaklega fyrir jólin. Þá þurfti pabbi alltaf að fara og hjálpa þér að loka og fólk streymdi að, því alltaf gleymdist eitthvað í öllum látun- um. Síðan kom að því að þú hættir þeim rekstri. Eitthvað af gotteríinu fylgdi þér þó heim til þín og mér er minnisstætt að í neðsta skápnum var stór kassi af Hrauni. Á þennan skáp mændi ég oft og mikil hátíð var það að fá eitt stykki. Þetta var á þeim tíma þegar eins lítra kók dugði vel fyrir fimm manna fjölskyldu og það bara á sunnudögum. Þú plantaðir í mig miklum áhuga á sögu og ferðalögum. Ég man þegar þú og amma komuð frá Grikklandi. Þá fékk ég hellenska riddara stand- andi í hestvögnum með spjót og sverð. Við töluðum ósjaldan um at- burði mannkynssögunnar og það gerðum við fram á síðustu stundu. Þú varst alltaf að stúdera þessi fræði. Þó að þú hafir ferðast mikið langaði þig að gera miklu meira af því. Við ræddum oft um þá staði sem þig langaði að sjá. Það var ótrúlegt að heyra lýsingar þínar á því sem á daga þína hafði drifið. Maður getur ekki annað en verið þakklátur fyrir það sem maður hefur sjálfur eftir að hafa heyrt sum- ar af þeim lýsingum. Oft vorum við saman uppi í sum- arbústað að planta trjám og dytta að ýmsu. Þar kynntist ég hinni miklu vandvirkni og nægjusemi sem ein- kenndi þig, svo ekki sé talað um sérviskuna. Okkur kom ávallt vel saman þó að oft ættum við fjörugar rökræður og værum ekki alltaf sam- mála. Síðustu tvö ár eru mér ofarlega í huga. Sá tími með þér var mjög dýrmætur, þú bjóst þá í Rauðagerði 70 á neðri hæð en foreldrar mínir á þeirri efri. Ég hitti þig nánast á hverjum degi og átti við þig smá- spjall. Ég hafði mikla ánægju af því að fylgja þér í meðferðina sem átti að reyna að kveða niður sjúkdóminn sem grasseraði í þér. Það að geta veitt þér styrk og verið með þér var mér mikilvægt. Ég lét oftar en ekki jákvæðnisgusurnar ganga á þér og ég hugsa að það hafi gert sitt gagn, þér hætti nefnilega stundum til þess að halda það versta því að þá yrði maður ekki fyrir vonbrigðum. Það var þó alltaf stutt í húmorinn og kát- ínuna hjá þér. Ég mun sakna þín nafni. Símon A. Haraldsson. =           / /   3A3  ,  % BC  2 $3     <     ! ,     -     #$  ! #3 $$ : & >  !  -! *3   &' >   &' $%60! & !    5> @  & !   67 ' # #% '# # #% + 9     "/ - ../ 6 7,  E   @    & ,     8,    #$  ! #3 $$ ;    ,        *   //   /     &! 322'333  & -!F      -!' 2$!6 0! & 0! & ' -!/ G7 !  %6 #$% 0! & !  GA  GA ' &: & 0! & !  " ! "6 ' -!:-!   !  -!"2   '   " 6 ! '# # #% + "                G> .. *#'   %     <        ##  ! #% $$ -!: $ ' 0! -! !   $  !     $ '  $  !  " &  &(  ' *3  $ ' 2! &#$  !   &  $ '  57  !   H $ ' "!(6 &  3& !  # #% # # #%  '# # # #% + "   /     / ,"0 .   2$ #5&B "      @        ##  ! #% $$ -!: +  2 !   +/(   '  5$!  !     2  ' -!: & 5  ! + =     !         , / /  ../ 6 7 &%& ( & ,  % IJ  63   ,    6 ,   +  ! "      :  ,!   ##  ! # $$ 0'   (    (   !  3 -!' /#$%   (   !  $  ( # #% '# # #% +        - /")   3# &        !      ! ,     , /     #+  ! # $$   A $  !    >   $ $  !  0! & 6'  &(   $ '  +-! !    !3  $  !  "!( (  $ '  &@  A  & !    '# #% +
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.