Morgunblaðið - 09.05.2002, Page 51
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 51
KLOFNINGI skákheimsins í
tvær aðskildar fylkingar lauk á
sunnudaginn með sögulegu sam-
komulagi. Það felur í sér að fram-
vegis verður einn heimsmeistari í
skák, en ekki tveir eins og nú er.
Þannig hefur ástandið verið frá því
Kasparov klauf sig frá FIDE, al-
þjóðlegu skáksamtökunum, og efndi
til sinnar eigin heimsmeistara-
keppni. Í samkomulaginu er tekið
fram að FIDE verður umsjónaraðili
og eigandi heimsmeistaratitilsins í
skák.
Samkvæmt Prag-samkomulaginu
hefst hin sameiginlega heimsmeist-
arakeppni með Sparkassen-skák-
mótinu sem haldið verður í Dort-
mund í Þýskalandi 6.-21. júlí
næstkomandi. Upphaflega var þetta
mót reyndar hugsað sem fyrsta
skrefið í heimsmeistarakeppni Ein-
stein Group (London) sem tók við af
Brain Games fyrirtækinu í London
sem skipuleggjandi heimsmeistara-
keppni Kasparovs. Þátttakendur í
Dortmund verða 7 af 12 stigahæstu
skákmönnum heims:
1. Veselin Topalov (Búlgaría, 2.745)
2. Michael Adams (Bretland, 2.744)
3. Evgeny Bareev (Rússl., 2.724)
4. A. Morozevich (Rússland, 2.718)
5. Boris Gelfand (Ísrael, 2.710)
6. Peter Leko (Ungvl., 2.707)
7. Alexei Shirov (Spánn, 2.704)
Það stendur á stöku þar sem
Garry Kasparov neitaði boði um að
taka þátt í mótinu og þar með heims-
meistarakeppninni sem kennd hefur
verið við hann. Skipuleggjendur
mótsins áskilja sér rétt til að velja
heimamann í stað Kasparov og útlit
er fyrir að stigahæsti skákmaður
Þjóðverja, Christopher Lutz (2.644),
verði fyrir valinu.
Samhliða þessu móti verður hald-
ið opið skákmót og ljóst er að ís-
lenskir skákmenn verða þar á meðal
þátttakenda. Fjölmiðlar hafa sýnt
þessu móti mikinn áhuga og verður
umfjöllun m.a. á sjónvarpsstöðvun-
um WDR (6-8 klst.), ZDF og svo
auðvitað á Einstein TV sem hægt er
að ná í gegnum Eurobird gervi-
hnöttinn. Þrátt fyrir aukna umfjöll-
un um skák á Netinu og víðar virðast
skákmenn þó enn hafa mikinn áhuga
á að fylgjast með skákum á mótsstað
eins og sást þegar allir 10.000 mið-
arnir á Eurotel-skákmótið seldust
upp á svipstundu.
Að loknu mótinu í Dortmund fara
fram undanúrslit heimsmeistara-
keppninnar. Sigurvegarinn í Dort-
mund mun tefla einvígi við „Kasp-
arov“-heimsmeistarann Vladimir
Kramnik. Þá mun Kasparov, stiga-
hæsti skákmaður heims, tefla einvígi
við FIDE-heimsmeistarann Ruslan
Ponomariov. Sigurvegarar þessara
einvígja tefla síðan einvígi um
heimsmeistaratitilinn í október-nóv-
ember 2003. Þar með verður aftur
einn óumdeildur heimsmeistari í
skák.
Samkomulagið var undirritað af
þeim Kirsan Ilyumzhinov, forseta
FIDE, Bessel Kok, Garry Kasparov,
Vladimir Kramnik, Yasser Seirawan
og Alexey Orlov, forseta World
Chess Foundation.
Það er ýmislegt sem hefur vakið
athygli í sambandi við væntanlega
heimsmeistarakeppni og þá ekki
síst, að hvorki Anand né Ivanchuk
taka þátt í henni.
Stefán Kristjánsson, yngsti lands-
liðsmaður Íslands, sigraði á VN-
meistaramótinu sem lauk sl. helgi.
Hann lagði Arnar Gunnarsson í úr-
slitaeinvígi, og er þetta annað árið í
röð sem Arnar tapar í úrslitum. Í
fyrra beið hann lægri hlut fyrir Jóni
Viktori Gunnarssyni, en Jón Viktor
gat ekki freistað þess að verja tit-
ilinn nú, vegna taflmennsku á Kúbu.
Flest úrslit
eftir bókinni
Sextán skákmenn unnu sér rétt til
að tefla í úrslitum VN-meistara-
mótsins, þar sem tefld voru fjögurra
skáka einvígi með útsláttarsniði. Úr-
slitin í 16 manna úrslitum urðu þessi:
Arnar Gunnarss. – Einar Valdimarss. 3-0
Stefán Kristjánss. – Jóhann Ingvarss. 3-0
Þorvarður Ólafss. – Davíð Kjartanss. ½-2½
Pétur Láruss. – Sigurður P. Steindórss. 3-1
Guðm. Sigurjónss. – Róbert Harðars. 0-3
Páll Gunnarss. – Björn Þorfinns. 1½-2½
Ingólfur Gíslas. – Bragi Þorfinnss. ½-2½
Atli Hilmarss. – Páll Þórarinss. 0-3
Hér urðu flest úrslit eftir bókinni,
en öruggur sigur Péturs Atla á Sig-
urði kom talsvert á óvart. Pétur Atli
hefur þó margsýnt að hann er öfl-
ugur skákmaður, þótt hann sé tals-
vert stigalægri en Sigurður. Þá náði
Páll Gunnarsson góðum árangri
gegn Birni Þorfinnssyni, en Páll
komst nýverið á stigalista FIDE og
hefur einatt veitt stigahærri skák-
mönnum skráveifu.
Þröstur Þórhallsson stórmeistari
sá um að draga í átta manna úrslit-
um og þar urðu úrslit þessi:
Róbert Harðarson – Páll Þórarinsson 1-3
Davíð Kjartans. – Stefán Kristjánsson 1-3
Bragi Þorfinns. – Björn Þorfinns. 1½-2½
Arnar Gunnars. – Pétur Atli Lárusson 3-0
Bræðurnir Björn og Bragi börð-
ust af mikilli hörku og hafði Björn,
sem er tveimur árum eldri og ögn
stigalægri, betur í taugatrekkjandi
viðureign. Arnar batt enda á sigur-
göngu Péturs Atla, Páll sigraði Ró-
bert í spennandi einvígi og Stefán
lagði Davíð af einurð og festu.
Skákdrottningin Harpa Ingólfs-
dóttir tók að sér að draga í undan-
úrslitum, og þar fóru leikar svona:
Björn Þorfinnsson – Stefán Kristjánsson 1-3
Páll Þórarinsson – Arnar Gunnarsson 0-3
Þar með hafði Arnar sigrað 3-0 í
öllum einvígjunum fram að úrslita-
viðureigninni, en sama afrek vann
hann einmitt á VN-mótinu í fyrra.
Stefán náði undirtökum þegar í byrj-
un í glímunni gegn Birni, sem náði
ekki að jafna metin í síðustu skák-
inni þrátt fyrir mikla flugeldasýn-
ingu.
Úrslitaeinvígið í VN-mótinu var
því milli Stefáns og Arnars. Fyrstu
skákinni lauk með jafntefli eftir
sviptingar, en Arnar sigraði í ann-
arri skákinni eftir grófan afleik Stef-
áns. Í þriðju skákinni hafði Stefán
svart og lagði allt í sölurnar fyrir sig-
ur og fórnaði drottningu fyrir tvo
létta menn og hættulega sókn.
Nokkrum leikjum síðar féll drottn-
ing Arnars eftir baneitrað umsátur
svörtu mannanna og Stefán innbyrti
vinninginn af miklu öryggi. Þar með
voru þeir jafnir fyrir síðustu skák-
ina, en hana tefldi Stefán af mikilli
dirfsku og knúði fram sigur eftir
harða baráttu.
Fyrir sigurinn hlaut Stefán 70
þúsund króna inneign hjá Viðskipta-
netinu, en 20 þúsund komu í hlut
Arnars. Þá voru dregin út nöfn
tveggja keppenda til viðbótar sem
hlutu 15 þúsund skiptikrónur hvor.
Þessi veglegu aukaverðlaun komu í
hlut Ingólfs Gíslasonar og Páls Þór-
arinssonar.
VN-meistaramótið var haldið af
Skákfélaginu Hróknum og tókst vel í
alla staði, og er vonandi að þessi
skemmtilegu mót verði fastur liður í
íslensku skáklífi á komandi árum.
Skákheimurinn sameinast á
nýjan leik undir merkjum FIDE
Garry Kasparov, Kirsan Ilyumzhinov, forseti FIDE, og Vladimir
Kramnik undirrita samkomulagið í Prag.
SKÁK
Prag, Tékklandi
PRAG-SAMKOMULAGIÐ
6. maí 2002
Daði Örn Jónsson
NÝ vefsíða Landhelgisgæslunnar
hefur verið opnuð. Vefsíðan er byggð
á forritinu Vefþór frá Hugviti sem er
þannig úr garði gert að vefstjóri get-
ur með auðveldari hætti en áður sett
inn á hana tilkynningar, fréttir og
annað efni. Fréttir verða settar á
upphafssíðu jafnóðum og fréttatil-
kynningar eru sendar til fjölmiðla.
Slóðin er http://www.lhg.is.
Upplýsingar um hlutverk og starf-
semi Landhelgisgæslunnar er að
finna á heimasíðunni. Þar er einnig
fræðsluefni varðandi leit og björgun,
móttöku þyrlu og sprengjur sem
Landhelgisgæslan sér um að fjar-
lægja og eyða.
Á heimasíðunni er einnig að finna
umfjöllun um Sjómælingar Íslands,
sem eru deild innan Landhelgis-
gæslunnar, en hún gefur reglulega
út tilkynningar til sjófarenda sem
eru aðgengilegar þar. Þar er einnig
að finna myndir af skipakosti og loft-
förum Landhelgisgæslunnar.
Ný vefsíða Land-
helgisgæslunnar
NÚ í byrjun maí opnaði ljósmynda-
félagið Fókus ljósmyndasýningu,
„LÍFIÐ Í FÓKUS“, í Listamiðstöð-
inni Straumi við Straumsvík, sunnan
Hafnarfjarðar. Þar sýna 24 fé-
lagsmenn um 200 ljósmyndir af ýms-
um toga tengdar áhugasviði hvers
og eins í ljósmyndun. Hér er því um
mjög viðamikla og fjölbreytta sýn-
ingu að ræða sem áhugavert er að
skoða. Pálmi Guðmundson formaður
Fókuss segir félagið vera rúmlega
þriggja ára gamalt ljósmyndafélag á
höfuðborgarsvæðinu, opið öllum
áhugamönnum um ljósmyndun og
eru félagsmenn nú um 35. Pálmi
segir starf félagsins helst felast í að
efla ljósmyndun sem áhugamál hjá
fólki. Farið er í ljósmyndaferðir,
haldnar ljósmyndakeppnir, fagmenn
halda fyrirlestra á fundum félagsins,
haldnar eru kynningar o.fl. Sýningin
verður opin til sunnudagsins 26. maí
og er opnunartími á virkum dögum
kl. 17-21 og á frídögum kl. 13-21.
Sýningin er sölusýning.
Lífið í Fókus
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ragnar Jespersen, Arnar Már Hall Guðmundsson og Baldur Birgisson
Fókusfélagar setja upp myndir Arnars á sýningunni.
Straumi. Morgunblaðið.
Ljósmyndasýning opnuð í Straumi
Í DAG, 9. maí, uppstigningardag,
verður Hörpuhátíð barnanna í Ás-
landsskóla í Hafnarfirði og hefst hún
kl. 13.30. Þar verður brugðið upp
svipmynd af hópverkefni sem börnin
hafa verið að vinna að síðustu daga.
Það fjallar um börn í öðrum löndum
víða í heiminum, lífskjör þeirra og
lifnaðarhætti.
Börnin völdu sér löndin sjálf í
samvinnu við kennara.
Foreldrum, ömmum og öfum er
boðið á hátíðina og eru flutt atriði á
sal í um það bil 1½ klukkustund.
Fyrst eru sex ára börn í Töfra-
heimum (heimarnir eru sama og
bekkir) sem völdu sér Spán.
Þá kemur Kína sem 6 og 7 ára
börn völdu sér í Vinaheimum.
Síðan koma Snjallheimar, 7 og 8
ára börn, þau völdu sér Mið- og Suð-
ur- Ameríku.
Þá eru Undraheimar, sem eru 8 og
9 ára börn með Ástralíu.
Á eftir þeim koma Stjörnuheimar,
sem eru líka 8 og 9 ára börn og eru
þau með Egyptaland.
Hetjuheimar, 9 og 10 ára nemend-
ur, völdu sér Afríku og að lokum
koma 11 og 12 ára nemendur í Sig-
urheimum, en þeir hafa verið að
vinna með hin ýmsu lönd Evrópu og
munu gefa innsýn í vinnu sína með
aðstoð tækninnar.
Að lokinni dagskrá á sal er for-
eldrum og börnum boðið upp á smá
veitingar og síðan geta þeir gengið
um skólann og skoðað vinnu barna
sinna, bæði í sérstökum básum og
annars staðar.
Hörpuhátíð í Áslandsskóla
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð Kópavogi býður í ókeypis
rútuferð um Kársnes og Vatns-
enda laugardaginn 11. maí. Allir
eru velkomnir, fullorðnir jafnt sem
börn.
Farið verður af stað kl. 10 að
morgni frá kosningaskrifstofu VG
að Hamraborg 11. Skoðaðar verða
náttúruperlur Kópavogs í fylgd
þeirra Tryggva Þórðarsonar,
vatnavistfræðings, Colettu Burling
leiðsögumanns og Þorleifs Frið-
rikssonar sagnfræðings. Kaffi og
pönnukökur verða í boði framboðs-
ins á Vatnsenda. Ferðin er ókeypis
og öllum opin en vinsamlega til-
kynnið þátttöku fyrirfram.
Rútuferð um Kópavog
Lögreglustjóri
ákveður hraðatakmörk
Ónákvæmni gætti í frásögn blaðs-
ins í gær af breyttum hraðatakmörk-
um í Reykjavík en af fréttinni mátti
skilja að endanleg ákvörðun um þau
væri í höndum borgarráðs. Hið rétta
er að lögreglustjóri tekur endanlega
ákvörðun um hraðatakmörk sam-
kvæmt tillögum sveitarstjórna. Um-
ræddar breytingar hafa því ekki tekið
gildi og munu ekki gera fyrr en lög-
reglustjóri hefur tekið afstöðu til
þeirra. Er beðist velvirðingar á þessu.
Margæsir ekki helsingjar
Þau leiðu mistök urðu hér í Morg-
unblaðinu í gær að margæsirnar á bls.
4 voru sagðar vera helsingjar. Biðst
Morgunblaðið velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTT
ÞÓRÐUR Snæbjörnsson, umboðs-
maður VÍS í Hveragerði í tæp 20
ár, lét af störfum 1. maí sl. vegna
aldurs. Hann hóf störf hjá Bruna-
bótafélagi Íslands haustið 1982 en
árið 1989 var Brunabótafélagið
sameinað Samvinnutryggingum og
úr varð VÍS, Vátryggingafélag Ís-
lands. Það vantar því einungis 5
mánuði upp á að Þórður hafi sinnt
starfi sínu sem umboðsmaður í 20
ár. Hinn 13. apríl 1984 flutti félag-
ið starfsemi sína í núverandi hús-
næði í Reykjamörk 1. Það var því
sannarlega tilefni til að þakka
Þórði vel unnin störf fyrir félagið
þegar hann hætti nú um mánaða-
mótin. Þegar Þórður var inntur
eftir því hvað hann hygðist gera
nú við starfslok svaraði hann að
bragði. „Ég ætla að fara að slæp-
ast.“
Við starfi Þórðar tekur Kristinn
Kristjánsson sem unnið hefur á
bæjarskrifstofum Hveragerðisbæj-
ar sl. 14 ár. Hann mun einnig
sinna sölu fasteigna hjá Fasteigna-
sölunni Gimli, sem hefur verið
hans aukavinna í 16 ár, í húsnæði
VÍS. Aðspurður sagði Kristinn að
nýja starfið legðist vel í sig og
hann hefði fengið hlýjar móttökur
hjá starfsfólki VÍS.
Umboðs-
mannaskipti
hjá VÍS
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Kristinn Kristjánsson (t.v.) og
Þórður Snæbjörnsson.
Hveragerði. Morgunblaðið.