Morgunblaðið - 09.05.2002, Side 56
56 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
#
$
% $!
!
%
!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞÚ SEM kominn ert á efri ár og
berð reynslu ævinnar á bakinu.
Láttu engan líta smáum augum á elli
þína.
Þú sem einn býrð að
þinni reynslu. Þú sem
einn getur miðlað
henni til komandi kyn-
slóða. Þú hefur svo
óendanlega mikið að
gefa, segja frá og
miðla.
Þú einn kannt svo
margar sögur af liðn-
um atburðum. Þú einn
hefur það sjónarhorn
á atburði liðins tíma
sem enginn annar
kann að hafa eða hefur
upplifað á sama hátt
og þú.
Þú sem einn getur á
þinn sérstaka hátt
miðlað af reynslu
þinni, sagt þínar sérstöku sögur,
sýnt þína mikilvægu umhyggju,
kærleika og ást. Allt á þinn einstaka
hátt. Á þann hátt sem þér einum/
einni er gefið. Það kemur enginn í
þinn stað. Hinir yngri þurfa á þér að
halda. Lát engan, aldrei nokkurn
tíma, líta smáum augum á elli þína,
ævi og reynslu. Því þú ert sérstakur.
Einstakt eintak. Hefur svo miklu að
miðla og mikið að gefa. Þú ert ekki
úreltur og láttu ekki telja þér trú um
að svo sé.
Þú ert einstakt eintak
Veröldin væri ekki söm ef þú hefð-
ir ekki verið. Hún væri svo miklu fá-
tækari án þinnar dýrmætu og ein-
stæðu reynslu, án þinna upplifanna,
sem þú þarft að miðla hinum ungu.
Þú sem hefur unnið og stritað í
áratugi. Þú sem hefur byggt upp
þetta þjóðfélag og greitt þína skatta
og skyldur. Þú sem hefur byggt upp
hverfin í borginni, alið
upp börnin og líklega
gætt barnabarna og
jafnvel barnabarna-
barna. Hvar væri
þjóðfélag okkar hefði
þinna dýrmætu krafta
og þjónustu ekki notið
við?
Miðlaðu komandi
kynslóðum af reynslu
þinni. Segðu sögurnar
þínar og kenndu bæn-
irnar sem þér voru
kenndar á þínum
ungu dögum og hafa
fylgt þér.
Líttu upp, vertu
hughraustur
Lát engan líta
smáum augum á elli þína. Líttu upp,
vertu hughraustur og glaður. Þú ert
skapaður og elskaður af Guði og þín
bíða laun. Líf um eilífð vegna Jesú,
sem sætt hefur heiminn við Guð og
frelsað þig frá synd og dauða.
Leyfðu honum að leiða þig inn til lífs-
ins eilífa sem hann hefur fyrirbúið
þér vegna fórnar sinnar, fyrir þig af
elsku til þín. Hann tekur á móti þér.
Þú getur treyst honum. Þú getur
öruggur hvílt í hans blessaða náð-
arfaðmi. Vegna hans átt þú átt lífið
framundan. Lífið eilífa, sem hann vill
gefa þér.
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON,
rithöfundur og áhugamaður um
lífið.
Lát engan líta
smáum augum á
elli þína
Frá Sigurbirni Þorkelssyni:
ÉG HEF lengi verið á leiðinni að sjá
leiksýningu Þjóðleikhússins; Með
fulla vasa af grjóti. Ég drattaðist
loks af stað að kvöldi 1. maí með
karlinum mínum. Við fengum sæti
uppi á svölunum. Ég mæli ekki sér-
staklega með því fyrir lofthrædda
þótt vel hafi sést á sviðið. Sýningin
var ein sú besta sem ég hef séð; svo
fyndin að mig verkjar enn í magann
núna daginn eftir. Þeir Hilmir Snær
Guðnason og Stefán Karl Stefánsson
fara svo sannarlega á kostum í öllum
hlutverkum sínum og var hrein unun
að sjá hve greinilegt var þegar þeir
skiptu um persónu. Ég hreinlega
stóð á öndinni yfir hæfileikunum.
Þetta er ekki á allra færi.
Fyrir sýningu pöntuðum við hjón-
in okkur kaffi og meðlæti sem við
fengum afgreitt hnökralaust í hléi
niðri í Þjóðleikhúskjallaranum við
kertaljós. Þetta var hápunkturinn á
góðri kvöldstund. Ég mæli sérstak-
lega með þessari sýningu fyrir þá
sem fara sjaldan í leikhús en vilja
vera vissir um að „sjá eitthvað gott“.
Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.
Hafið þúsund þakkir fyrir frábæra
sýningu!
FRIÐRIKA KRISTÍN
STEFÁNSDÓTTIR,
Hagamel 32, Reykjavík.
Með fulla vasa af grjóti
Frá Friðriku Kristínu
Stefánsdóttur: