Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 57 STRÍÐSÁSTANDIÐ fyrir botni Miðjarðarhafs hefur verið til umfjöll- unar í fjölmiðlum og ýmsir tjáð skoð- un sína á þessu hörmungar- ástandi. Menn eru ekki á einu máli um hvor hinna stríðandi aðila beri meiri ábyrgð á hvernig komið er. Þó virðast fleiri kenna Ísr- aelum um vegna óvenju harkalegr- ar framgöngu gegn palestínsku þjóð- inni. Í grein í Morgunblaðinu 16. apr- íl sl. ritar Guðbrandur Gíslason um „orsök og afleiðingu“ ástandsins og nauðsyn þess að gera sér grein fyrir orsökum til þess að átta sig á af hverju átökin standa. Í annarri grein í Morgunblaðinu 25. apríl skrifar Sig- urður Þórarinsson um „lýðræðisríkið Ísrael“. Þar segir Sigurður m.a.“ í landi þar sem stjórnmálamenn afla sér fylgis meðal þjóðarinnar fyrir kosningar með því að líkja nágrönn- um sínum, Palestínumönnum, við veirufaraldur, sem beri að útrýma“. Það var við þessa setningu, sem und- irritaður staldraði við. Svipaðar setn- ingar hafði maður heyrt áður. Til að fara til baka í sögunni um 70 ár, má rifja upp að það var reyndar annar aðili, sem þá var að ná völdum í Þýskalandi, Adolf Hitler, sem klifaði sífellt á setningu á svipuðum nótum: „gyðingar eru landlaus þjóð og það verður að aflúsa þýsku þjóðina og heimsbyggðina af þessum sníkjudýr- um og tortíma þeim“. Þegar hann sat í fangelsi 1923 skrifaði hann bókina „Mein Kampf“, sem fjallaði um póli- tískar áætlanir kæmist hann til valda. Þar er mikið fjallað um gyð- inga og hvernig hann ætli að losa sig við þá, t.d. að senda þá í útlegð til Madagaskar. Einnig er fjallað um landvinninga í austri til aukins land- rýmis Þjóðverja. Bókin er full póli- tískum áróðri og gífuryrðum enda tóku stjórnmálamenn og áhrifamenn á Vesturlöndum ekkert mark á því sem þar er skrifað og töldu það tómt rugl. Ég leyfi mér að rifja þetta upp hér vegna þess að það var nákvæm- lega þetta sem Hitler framkvæmdi þegar hann komst til valda. Skipu- lega tókst honum að kynda undir gyðingahatri í Þýskalandi. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að ræða útrýmingarherferð nasista, en þó vil ég bæta hér nokkru við. Undirritaður var búsettur í Þýskalandi í mörg ár og starfaði sem arkitekt m.a. í Weimar en þar eru staðsettar Buchenwald-fangabúðirn- ar gömlu. Við heimsókn í búðirnar, sem nú þjóna sem safn, fékk ég lýs- ingu frá fyrstu hendi í smáatriðum á því hvernig útrýmingin var fram- kvænd í Ausscwitz, en Buchenwald var millistöð (til geymslu) á leiðinni þangað. Lýsingar voru svo skelfilegar að manni brestur hugmyndaflug til þess að ímynda sér að hægt sé að fram- kvæma slíkt. Til að kóróna ódæðið voru fórnarlömbin látin greiða eigin tortímingu. Inneignir þeirra í þýsk- um bönkum var hertekið af SS til að greiða kostnað við framkvæmd hel- fararinnar, þar sem aðgerðin var ekki á ríkisfjárlögum. Helförin er sú sögulega martröð, sem ísraelar og gyðingar um allan heim hafa ekki en komist yfir. Henni er haldið á lofti í Þýskalandi og Ísrael komandi kynslóðum til viðvörunar með réttu. Slíkt má aldrei gerast aft- ur segja Þjóðverjar og Ísraelsmenn, en hvað hefur verið að gerast – eru ekki Ísraelsmenn í útrýmingarher- ferð gegn Palestínu- mönnum og nota aðferðir nasista, spyrja menn. Það þarf að setja sig í spor Ísraela, sem eru umsetnir arabaþjóðum á alla vegu. Ísrael óttast um öryggi sitt sem þjóð. Ætti þess þá heldur að sýna samningalipurð og mildi með hliðsjón af biturri reynslu fyrri tíma í stað hrokafullrar framkomu gagnvart Palestínu. Auga fyrir augatönn fyrir tönn; trúabragðastríð heyra, því miður enn ekki sögunni til. Sameinuðu þjóðirn- ar verða nú að beita sér af alvöru og höggva á þennan hnút. HARALDUR V. HARALDSSON, Teigagrund 6, Hvammstanga. Heggur sá er síst skyldi Frá Haraldi V. Haraldssyni: Haraldur V. Haraldsson Í NÚTÍMA samfélagi hraða og sam- keppni er nauðsynlegt að geta tjáð sig af öryggi, opinberlega eða fyrir hóp, ef á þarf að halda um það sem hug- urinn stendur til. Geta stjórnað fund- um og samkomum af leikni, kunna skil á fundarsköpum og hafa færni í mannlegum samskiptum. Mikilvægt er að hafa leikni á þessu sviði fyrir þá sem vilja vera samkeppnisfærir eða láta að sér kveða í viðskipta- og at- vinnulífi, algjör forsenda í öllum for- ystustörfum. Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrr- verandi forseti Íslands hefur leikni í fallegri framkomu og að tjá sig af ör- yggi, hvort sem er í minni hópum eða á alþjóðlegum vettvangi, svo að eftir er tekið. Íslendingar eru stoltir af henni sem málsvara sínum víða um heim, enda er hún eftirsótt sem fyr- irlesari. Það eiga reyndir ITC-aðilar samnefnt með henni, þeir eru víða eft- irsóttir sem fyrirlesarar og fundar- stjórnendur. Í tilefni af alþjóðlegum kynningar- dögum ITC-þjálfunarsamtakanna, International Training in Comm- unication, 19. og 20. apríl sl. bárust til- mæli frá alþjóðasamtökum ITC um að velja Samskiptajöfur ársins. Það sem hann þarf að hafa til að bera er: Að koma vel fyrir, vera þekktur, elsk- aður og virtur, áberandi, vinsæll, aðili sem dregur að sér athygli almennings og er leikinn í mannlegum samskipt- um. Landsamtökum ITC á Íslandi er því heiður af að velja frú Vigdísi Finn- bogadóttur fyrrverandi forseta Ís- lands sem Samskiptajöfur ársins 2002. Formlega veitir hún útnefning- unni viðtöku við hátíðarkvöldverð á Landsþingi ITC-samtakanna sem haldið er í Hásölum í Hafnarfirði 11. maí nk. ITC-þjálfunin byggist á þjálfun til forystustarfa. Undirstaða þjálfunar- innar er að byggja upp einstakling- inn, þannig að hann sé betur undir það búinn að takast á við verkefni sem bíða hans í starfi og einkalífi. Við erum nýgengin inn í nýtt ár- þúsund, mörg okkar hafa á þessum tímamótum strengt þess heit að bæta okkur sjálf, verða betri manneskjur og vinnukraftur. Spurt okkur spurn- inga eins og hvert við stefnum, hvað við viljum og hvað við getum gert bet- ur. Hvaða leiðir höfum við? Svarið er einfalt; ITC. Að vera aðili eru viss forréttindi, góð fjárfesting. Æ oftar má heyra hjá forsvarsmönn- um framsækinna fyrirtækja að lykill- inn að velgengninni sé að þakka góðu starfsfólki þ.e. mannauðnum. ITC hefur dregið fram í dagsljósið leynda hæfileika margra félaga. Það er aldrei of seint að takast á við sjálfan sig. Þann dag sem við hættum að vilja vera betri í því sem við gerum, hætt- um við að vera góð. Þjálfunarsamtök- in eru opin öllum og í þeim eru bæði karlar og konur á ýmsum aldri, engin aldurstakmörk, ekkert kynslóðabil. Margir stjórnmálamenn hafa feng- ið sína þjálfun hjá ITC. Einnig fjöldi fólks á vinnumarkaðnum. Að vera fé- lagi er góð fjárfesting, þar sem tími, vinna og peningar skila sér í miklum arði, í persónulegum sjálfsþroska. Framfarir aðila eru miklar, kjarkur og áræði eykst. Verðum öruggari í hver við erum, hvað við getum og hvað við viljum. Fáum góða ávöxtun og breytum áhyggjum í uppbyggj- andi orku. Sjá nánar á heimasíðu Landssam- taka ITC, www.simnet.is/itc. GUÐRÚN S. VIGGÓSDÓTTIR, formaður útbreiðslu- og kynning- arnefndar Landssamtaka ITC. Að tjá sig af öryggi Frá Guðrúnu S. Viggósdóttur: ÉG ÆTLA að gerast svo djarfur aft- ur að ávarpa alla lesendur Morgun- blaðsins nær og fjær, alla sem ég þekki innanlands og erlendis, Ís- lendinga jafnt og alla hina mörgu útlendinga sem fylgjast með les- endabréfum þessa merkilegasta dag- blaðs í heimi. Áð- ur var það kallað að stinga niður penna sem í dag má kallast að pota í lyklaborð rétt fyrir kosningar, til að hafa áhrif á aðra kjósendur með sama lýðræðisrétt og maður sjálfur á kjör- dag – sama valið. Við höfum séð tölur, reikninga birta, fréttir og auglýsing- ar, áróður á báða bóga og skiptar skoðanir. Mér sýnist veltiásinn frelsi/ afskipti vera Sjálfstæðisflokkurinn/ hinir nú sem endranær og vona að sem flestir nái að beina augunum upp úr úrtölunum og átta sig á alþjóðlegu mikilvægi landsins, ekki síst í orku- málum. Frá því að Davíð Oddsson tók við störfum forsætisráðherra sem drif- kraftur nauðsynlegra breytinga í stjórnkerfi landsins, með fulltingi Sjálfstæðisflokksins og aðstoð nokk- urra stjórnmálamanna sem erfitt er að henda reiður á hvaða stjórnmála- flokki tilheyrðu þennan rúma áratug sem liðinn er síðan, hefur allt breyst þótt lengi tregðist sumir við að fylgja kalli tímans. Svo kalla kjánarnir Sjálf- stæðisflokkinn íhald! Römm er sú taug og laxnesska. Í þeim sveitarfélögum hérna fyrir sunnan Reykjavík þar sem sjálfstæð- ismenn hafa stjórnað með sóma og ég þekki best til, horfa menn með ugg í brjósti á skuldasukk R-listans í höf- uðborg landsins. Fyrir áramót birti Gunnar Birgisson samanburð á skuldasöfnun Kópavogs, Landsvirkj- unar og Reykjavíkur miðað við vísi- tölu, þar sem borgin var komin í tæp- lega 900 árið 2001, meðan samanburðaraðilarnir höfðu ekki náð 200 allan áratuginn. Þótti þó sumum Landsvirkjun allstórtæk á stundum í lántökum og allir geta séð framfar- irnar sem átt hafa sér stað í Kópavogi. Garðabær og Hafnarfjörður dafna einnig sem og Suðurnes en höfuð- borgin brennur einhvern veginn út á sama tíma. Meira að segja voru uppi raddir sem vildu slíta úr henni hjart- að, flugvöllinn, rétt eftir að byrjað var á viðgerð hans fyrir þúsundir milljóna og samgönguráðherra hafði kynnt nýja umferðarmiðstöð fyrir allt land- ið, eina mikilvægustu samgöngubót þjóðarinnar í áratugi. Ég tek kannski of sterkt til orða stundum og tala jafnvel af mér eftir milljón kílómetra setu í sæti leigubíl- stjóra á svæðinu. Margt af því sem maður hefur séð og frétt telst – rétti- lega – óhæft til birtingar og getur því ekki verið tekið til álita hér, né vil ég taka þátt í blaðadeilum blekkinga- meistaranna á vinstri vængnum – jafnvel beinum lygum í sjónvarpinu eins og einn þeirra leyfði sér, með þeim afleiðingum að hinn þátttakand- inn í spjallinu, Guðlaugur Þór Þórð- arson borgarfulltrúi, varð orðlaus yfir ósvífninni. Það fékk líka illilega á mig að sjá og heyra prúðmennið, ég vil segja afburðamanninn Sturlu Þórðar- son samgönguráðherra, ataðan svo auri af litlum karli sem virðist ætla beinlínis að sameinast persónu í Ís- landssögunni. Aðrir svona skítkastar- ar eru jafnaumkunarverðir. Vinstri- menn greinast í tvo hópa: Blekkingameistarana og nytsömu sakleysingjana. Maður ætti að forðast báða hópana. Allflest bréf til blaðsins að undan- förnu hafa snúist um deilurnar á Pal- estínusvæðinu og hroðaleg ódæðin þar sem sjúkir menn hafa staðið fyrir á báða bóga. Þeir albiluðustu vitna í verulega áfáar, þúsunda ára gamlar, illskiljanlegar heimildir, greinilega meingallaðar eða gróflega rangtúlk- aðar, eftir ástandinu að dæma. Allir virðast búnir að gleyma því að það voru Bretar sem tóku þetta land af Tyrkjum 1918, ef ég man rétt og af- hentu það Sameinuðu þjóðunum þrjá- tíu árum síðar, þegar þetta átakan- lega fyrirbæri, Ísraelsríki, var búið til. Þá munaði um atkvæði Íslands í öryggisráðinu segja menn og þess vegna finnum við til ábyrgðar á ástandinu. Af hverju skyldi utanrík- isráðherra ekki krefjast þess í heim- sókninni fyrirhuguðu að Ísraelsmenn bökkuðu með allan her og landtöku- lýð innfyrir upprunalega sett landa- mæri SÞ? Eða enn betra; frestaði heimsókninni þar til þessum kröfum hefði verið fullnægt og samið um stríðsskaðabætur handa Palestínu- mönnum, þar með talinn uppbygging- arkostnað til aðstoðar flóttamönnun- um sem dvalið hafa við glæpsamlega slæman aðbúnað í bráðabirgðabúðum allt of lengi víða í Arabalöndunum. Þetta ófremdarástand er ekki ein- göngu á ábyrgð Bandaríkjanna eins og sumir vilja vera láta, heldur sam- eiginlegt vandamál allra aðildarríkja og samtaka innan Sameinuðu þjóð- anna. Grundvallarmeinsemdin virðist innbyggð á svæðinu: Torskilin trúar- brögð. Græðgi, reiði og fáfræði. PÁLL P. DANÍELSSON, myndstjóri, Vogatungu 25, Kópavogi. Forsætisráðherra drifkraftur nauðsynlegra breytinga Frá Páli P. Daníelssyni: Páll P. Daníelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.