Morgunblaðið - 09.05.2002, Side 61

Morgunblaðið - 09.05.2002, Side 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 61 NÚ stendur yfir ljósmyndasýning í Listamiðstöðinni Straumi af til- efni þriggja ára afmælis Fókuss, félags áhugaljósmyndara. Sýningin er umfangsmikil, en alls sýna 24 Fókusfélagar 198 ljósmyndir, og er viðfangsefnið eins fjölbreytt og sýnendur eru margir. Fókus er opið öllum áhuga- mönnum um ljósmyndun, og telur nú yfir 30 félagsmenn sem koma víða að. Farið er í ljósmyndaferð- ir, haldin ljósmyndakeppni, fag- menn halda fyrirlestra á fundum félagsins og kynna einnig nýjar vörur, s.s. filmutegundir, mynda- vélar og fleira. Alls konar fólk og myndir Pálmi Guðmundsson, stofnandi og formaður félagsins Fókuss, segir mikla þörf hafa verið fyrir álíka félag á sínum tíma. „Fólk var að dunda þetta hvert í sínu horni, sem er ekki jafnskemmti- legt. Ég bjóst aðallega við ungu fólki, en félagsmenn Fókuss eru á öllum aldri og koma úr öllum þrepum þjóðfélagsins,“ segir Pálmi. Fundir eru haldnir á tveggja vikna fresti yfir vetrarmánuðina en sjaldnar á sumrin. „Þá hittast félagar, ræða saman um ljós- myndun og bera saman bækur sínar. Félagsmenn sýna myndir á slides, pappír og stafrænt,“ út- skýrir Pálmi sem segir fé- lagsmenn munu kynna starfsemi sína í Straumi og hægt sé að ganga í félagið á staðnum. Einnig er vert að benda á margslungna heimasíðu félagsins sem Pálmi heldur utan um: www.ljosmynd- ari.is Margir þekkja myndir Pálma betur en þeir halda. Hann rekur nefnilega Íslensku ljósmyndaþjón- ustuna (www.islandia.is/pg) sem selur myndir og hefur m.a átt síðustu mynd kvöldsins í Rík- issjónvarpinu nú í 10 ár. Sýningin í Straumi, sem er sölusýning, stendur til 26. maí og verður opin fimmtudaga og föstu- daga frá kl. 17–21 og kl. 13–21 um helgar. Í dag er opið frá kl. 13–21. Skokkað í Reykjavík. Í Oddsskarði. Lambá í Borgarfirði. Ljósmynd/Pálmi Guðmundsson Sólarlag í Húnavatnssýslu. Umfangsmikil ljósmyndasýning í Straumi Lífið í Fókus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.