Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 1
AP Bobby Frank Cherry, fyrrver- andi félagi í Ku Klux Klan, fyrir réttinum í Birmingham. BOBBY Frank Cherry, fyrrverandi félagi í samtökum bandarískra kyn- þáttahatara, Ku Klux Klan, var í gær dæmdur sekur um að hafa sprengt kirkju í borginni Birmingham í Ala- bama fyrir 39 árum. Fjórar ungar blökkustúlkur, ein þeirra aðeins 11 ára, fórust í kirkjunni. Cherry er 71 árs og er búist við að hann hljóti ævilangt fangelsi. Ódæð- ið í Birmingham vakti mikla athygli um öll Bandaríkin en um þetta leyti stóð mannréttindabarátta blökku- manna sem hæst. Víða kom til átaka milli þeirra og afla sem vildu halda við hefðbundnum aðskilnaði kyn- þáttanna og tryggja yfirburðastöðu hvítra. Kviðdóminn skipuðu níu hvítir borgarar og þrír svartir. Vitna- leiðslur einkenndust mjög af því að erfitt reyndist að rifja upp atburði svo langt aftur í tímann. Cherry var sakaður um að hafa átt þátt í sam- særi fjögurra Klan-félaga um að kveikja í kirkjunni sem nær ein- göngu var sótt af blökkumönnum. Áður höfðu tveir aðrir karlmenn ver- ið dæmdir fyrir þátttöku í morðun- um en einn lést án þess að koma fyrir rétt. Mál Cherrys, sem ávallt neitaði aðild að morðunum, var tekið fyrir aftur 1995 vegna nýrra vísbendinga, meðal annars vitnisburðar fyrrver- andi eiginkonu og barnabarns. Dæmt í 39 ára gömlu morðmáli Birmingham í Alabama. AP. 119. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 23. MAÍ 2002 PAKISTANAR vilja frið, en eru „viðbúnir átökum“ ef ráðist verður á þá, sagði talsmaður pakistanska ut- anríkisráðuneytisins, Aziz Ahmed Khan, í gær, er stjórn landsins brást í fyrsta sinn við hótun for- sætisráðherra Indlands, Atal Behari Vajpayee, um stríð vegna deilna ríkjanna um héraðið Kasmír. Í heimsókn til Kasmír í gær sagði Vajpayee að tími væri kominn til „afgerandi átaka“. Vajpayee ávarpaði indverska her- menn á vígstöðvunum í norðurhluta héraðsins, þar sem indverski herinn berst nú harðri baráttu við pakist- anskar hersveitir á landamærunum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, minnti í gær á skelfilegar afleiðingar sem átök milli tveggja kjarnorkuvelda gætu haft og hvatti Pakistana til að hætta að styðja hryðjuverkamenn í indverska hluta Kasmír. En jafnframt yrðu Indverj- ar að „bjóðast til að hefja viðræður um að leysa öll deilumál þjóðanna - þar á meðal deiluna um Kasmír,“ sagði Blair. Indverjar segja að stjórnarfyrirkomulag héraðsins sé innanríkismál sem þeir þurfi ekki að ræða við Pakistana. Heita uppreisnarmönnum „siðferðilegum“ stuðningi Um þriðjungur héraðsins, sem réttu nafni heitir Jammu og Kasmír, er undir stjórn Pakistans. Flestir íbúarnir eru múslímar eins og Pak- istanar en þorri Indverja er á hinn bóginn hindúatrúar. Pervez Musharraf, forseti Pakist- ans og stjórn hans gáfu út yfirlýs- ingu síðdegis í gær þar sem sagði að Pakistanar vildu frið en væru reiðu- búnir að berjast ef ráðist yrði á þá. Þeir myndu ekki leyfa að landsvæði þeirra yrði notað til árása á Ind- verja en veita sem fyrr „íbúum Jammu og Kasmír siðferðilegan og stjórnmálalegan stuðning í lög- mætri baráttu þeirra fyrir réttinum til sjálfsákvörðunar“. Ríkin tvö hafa þegar safnað sam- tals um einni milljón hermanna að landamærunum í Kasmír, en liðs- flutningarnir þangað hófust í kjölfar þess að Indverjar sökuðu Pakistana um að bera ábyrgð á blóðugri árás á indverska þinginu í desember sl. Átök brutust út á föstudaginn var, eftir að Indverjar kenndu hryðjuverkamönnum, með aðsetur í Pakistan, um tilræði er framið var í Jammu í Kasmír í síðustu viku. Pakistanar segjast vera búnir undir styrjöld Islamabad, Srinagar, London. AFP, AP. Reuters Indverskir hermenn úr röðum trúflokks sikha veifa við brottförina frá lestarstöð í Ahmedabad í gær. Mennirnir eru á leið til Jammu og Kasmír, umdeilds héraðs á landamærum Indlands og Pakistans. Indverjar saka Pakist- ana um að styðja hryðjuverkamenn í indverska hluta héraðsins. Bæði ríkin ráða yfir kjarnorkuvopnum. Vajpayee segir kominn tíma til afgerandi átaka ALI Khamenei erkiklerkur, trúar- leiðtogi Írans, hafnaði í gær hug- myndinni um viðræður við Banda- ríkin, lýsti henni sem „landráðum“ og „heimsku“, og reyndi að kveða niður orðróm um að ríkin hefðu hafið leynilegar viðræður. „Á meðan Bandaríkin gera fjár- hagsáætlun um aðgerðir gegn Íran væri það heimska og landráð að vilja semja um viðræður við þau,“ sagði Khamenei í ræðu sem hann flutti við athöfn þar sem minnst var frelsun borgarinnar Khorramshahr, sem Írakar hernámu í stríðinu við Íran á árunum 1980–88. „Þeir sem tala um samningaviðræður við Bandaríkin vita ekkert um stjórnmál.“ Í annarri ræðu varaði Khamenei við því að Bandaríkjastjórn væri að reyna að „læsa skítugum klónum í Íran á lævíslegan hátt með menning- arlegum, efnahagslegum og pólitísk- um aðferðum til að endurheimta áhrif sín“. Umbótasinnaðir embættismenn og fjölmiðlar í Íran hafa fullyrt á síð- ustu vikum að fram hafi farið leyni- legar viðræður milli íranskra og bandarískra embættismanna frá því í nóvember, annaðhvort á Kýpur eða í Tyrklandi. Hart hefur verið deilt um þessar fullyrðingar í Íran. Stjórnin fyrir- skipaði leyniþjónustunni fyrr í mán- uðinum að rannsaka málið og fletta ofan af þeim embættismönnum sem tekið hefðu þátt í viðræðunum ef full- yrðingarnar reyndust réttar. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í stefnuræðu sinni í janúar að Íran væri á meðal þriggja ríkja sem mynduðu „öxul hins illa“ og ýj- aði að því að Bandaríkin kynnu að grípa til aðgerða gegn landinu í „stríðinu gegn hryðjuverkastarf- semi“. Mohsen Rezai, fyrrverandi yfir- maður úrvalssveita Íranshers, Bylt- ingarvarðanna, sagði í fyrradag að Bandaríkjastjórn hefði ætlað að undirbúa árásir á Íran en hætt við það vegna „and- spyrnu Palestínu- manna“. „Banda- ríkjastjórn hugðist hefja stríð við Íran á næsta ári eftir að hafa ráðist á Afganistan í fyrra og ætlaði fyrst að losa sig við stjórn Íraks á þessu ári,“ sagði Rezai. „Þessi áform urðu að engu vegna andspyrnu Palestínumanna á her- numdu svæðunum.“ Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna segir í skýrslu, sem lögð var fyrir þingið í fyrradag, að Íran hafi verið „helsta stuðningsríki hryðju- verkasamtaka í heiminum“ í fyrra vegna stuðnings landsins við palest- ínskar hreyfingar sem barist hafa gegn Ísraelum, svo sem Hizbollah, Hamas, Íslamskt Jíhad og Alþýðu- fylkinguna fyrir frelsi Palestínu, PFLP. Khamenei hafnar við- ræðum við Bandaríkin Lýsir hugmynd- inni sem land- ráðum og heimsku Ali Khamenei Teheran. AFP. Dýrkeypt merkja- vara í Danmörku SÁ háttur framleiðenda merkja- vöru að hafa hönd í bagga með verðlagningu hennar út úr búð og skipta aðeins við ákveðnar versl- anir kostar danska neytendur tugi milljarða íslenskra króna á ári hverju. Kemur það fram í könnun, sem danska samkeppnisráðið hef- ur látið gera. Með því að skipta aðeins við út- valdar verslanir er komið að mestu í veg fyrir samkeppni og sam- keppnisráðið áætlar, að þessir verslunarhættir kosti danska neyt- endur hátt í 50 milljarða ísl. kr. ár- lega. Kom þetta fram í Berlingske Tidende í gær. „Krafa um að verslun skuli vera með eitthvert sérstakt útlit til að fá að selja ákveðna vöru getur verið réttlætanleg þegar um er að ræða mjög viðkvæma eða vandmeðfarna vöru. Þegar eldhúshnífur eða ann- að eldhúsáhald er alls staðar selt á sama verðinu, þá er ljóst, að eitt- hvað er ekki í lagi með samkeppn- ina,“ sagði Finn Lauritzen hjá sam- keppnisráðinu. Þar á bæ hefur nú verið ákveðið að taka sérstaklega á málum af þessu tagi. Framleiðendur úthluta völdum verslunum leyfi til að selja vöruna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.