Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stórsigur KR-stúlkna í fyrstu umferð kvennaboltans/B3 Jóhannes Karl Guðjónsson gerði glæsimark í Bodø/B2 4 SÍÐUR12 SÍÐUR VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM Morg- unblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað „Í fullu fjöri“ frá Lands- sambandi eldri borg- ara. Blaðinu verður dreift um allt land. Sérblöð í dag www.mb l . i s Kosningahandbók fylgir Morg- unblaðinu í dag. Í henni er að finna upplýsingar um framboðslista í öll- um stærstu sveit- arfélögum landsins sem bjóða fram í kosningunum nk. laugardag. Þar koma einnig fram upplýs- ingar um úrslit sveit- arstjórnarkosning- anna 1998.                                ! " #$     %&&'!( %)* $                                      ! " ""                         !   "   #  "         ++!  %,* $'!  -  % ..'                              !   "   #  "   KLAMY4DÍA er sá kynsjúkdóm- ur sem hefur færst hvað mest í vöxt hér á landi og náði hámarki sínu á síðasta ári þegar ríflega 2.100 tilfelli voru skráð, sam- kvæmt nýlegri ársskýrslu land- læknisembættisins. Er það mesta tíðni þessa kynsjúkdóms á Norð- urlöndum, aukning um 16% milli ára og 37% meiri tíðni en árið 1998. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs voru ríflega 500 tilfelli skráð, sem er fækkun um 6% miðað við sama tíma í fyrra. Haraldur Briem sóttvarnalæknir sagði í samtali við Morgunblaðið að klamydía væri greinilega orðin útbreiddasti og alvarlegasti kyn- sjúkdómurinn hér á landi, tíðni hennar væri orðin alltof mikil og væri mikið áhyggjuefni. Heilbrigð- isyfirvöld á heimsvísu stæðu ráð- þrota frammi fyrir þessari þróun, það hefði m.a. komið fram á læknaráðstefnu í Englandi sem hann sat nýlega. Haraldur sagði að forvarnarátak fyrir tveimur árum meðal ungs fólks hefði t.d. ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Hæsta tíðni sjúkdómsins á Norðurlöndum Hann sagði að samanburð við tíðni sjúkdómsins á öðrum Norð- urlöndum bæri að túlka með var- úð, líklegt væri að íslensk yfirvöld væru duglegri við skráninguna en nágrannar okkar á Norðurlöndum. Þar væri þó þróunin í sömu átt, þ.e. að tíðni klamydíu væri að aukast en minna bæri á sjúkdómi eins og lekanda. Aðspurður um skýringar á þess- ari aukningu sagðist sóttvarna- læknir ekki hafa þær á reiðum höndum. Sérstaka athygli vekti að tíðni lekanda væri minni en áður og erfitt væri að meta hvort kyn- hegðan landans væri að breytast. „Þessar sýkingar hegða sér svo- lítið eins og síldin, sem kemur og fer. Faraldurinn hefur þannig eig- ið líf. Ef við hefðum ekki klamydíu og horfðum aðeins á þróun lek- anda þá gætum við sagt að allt væri í góðum málum hér, sem við getum því miður ekki,“ sagði Har- aldur. Afleiðingar þess að greinast með sjúkdóminn geta verið alvarlegar, að sögn Haraldar, einkum fyrir konur. Um 60% skráðra tilfella hér eru hjá konum en sóttvarnalæknir taldi að hlutur karlmanna væri vanskráður. Hann sagði rannsókn- ir benda til að 10% kvenna sem greindust mættu búast við viðvar- andi bólgum í grindarholi, sem gætu t.d. leitt til ófrjósemi og ut- anlegsfósturs. Sem leið í baráttunni við klam- ydíu nefndi Haraldur þann mögu- leika að bjóða fólki að koma í rannsókn og láta fara fram nokk- urs konar kembileit. Sjúkdómur- inn væri mjög smitandi og mik- ilvægast væri að ná til smitberanna. Margir væru ein- kennalausir eða -litlir og leituðu því ekki læknis. Klamydíutilfellum fer stöðugt fjölgandi á Norðurlöndunum Tíðni sjúkdóms- ins mest á Íslandi FYRSTU andarungarnir hafa lit- ið dagsins ljós á Tjörninni í Reykjavík og má þá með sanni segja að sumarið sé komið. Þessi andafjölskylda synti um í róleg- heitum í gær en eitthvað hefur steggnum þótt skorta á athygl- ina, þar sem hann gerði sér lítið fyrir og réðst að kollunni. Tókust þau á um stund en hvorugu varð þó meint af. Hins vegar hefur Morgunblaðið engar fregnir haft af því hvort steggurinn hafi verið gerður brottrækur úr fjölskyld- unni eða tekinn í sátt. Vænt- anlega mun hið fyrra þó vera lík- legra því stuttu síðar sást til steggsins spóka sig um með ann- arri kollu, á meðan hin nýbakaða andamóðir sinnti ungunum sín- um. Uppeldi unganna virðist því lenda alfarið á kollunni. Hjónaerjur á Tjörninni Morgunblaðiðið /RAX Vann 14,2 millj. í Vík- ingalottói BÓNUSVINNINGUR í Víkinga- lottóinu gekk út í gærkvöldi en vinningsupphæðin var tæpar 14,2 milljónir kr. Vinningsmiðinn var seldur í Snælandsvídeói í Núpalind í Kópa- vogi og var að upphæð 14,2 millj- ónir kr. eins og fyrr sagði. Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en hann var að upphæð 44 milljónir kr. Viðbygging áformuð við Austur- stræti 17 FJALLAÐ var um leyfi til að byggja viðbyggingu við sjöundu hæð húss sem stendur við Austur- stræti 17 á fundi skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur- borgar í gær. Lagt var fram bréf Guðna Páls- sonar arkitekts fyrir hönd eigenda hússins varðandi leyfi til að byggja létta viðbyggingu við 7. hæð húss- ins, en þar er nú rekin líkamsrækt- arstöð World Class. Var samþykkt á fundinum að kynna erindið fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu. SAMRÁÐSNEFND ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga hyggst taka fyrir hvort borga skuli húsaleigubætur þegar um leigu á herbergjum er að ræða en slíku er ekki til að dreifa í dag. Þetta kom fram á fundi Geðhjálpar með fulltrú- um þriggja stærstu framboðslist- anna í borginni fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar næstkomandi laugardag. Í fyrirspurnum á fundinum var m.a. spurt hvort nokkur rök lytu að því að ekki væru borgaðar húsaleigu- bætur fyrir herbergi á sama hátt og fyrir annað húsnæði. Það voru Björk Vilhelmsdóttir, frambjóðandi R- lista, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, frambjóðandi D-lista og Ólafur F. Magnússon, frambjóðandi F-lista, sem sátu fyrir svörum og í máli allra þeirra kom fram að þau teldu að greiða ætti húsaleigubætur fyrir stök herbergi. Sagði Björk augljóst að þarfir fólks fyrir húsnæði væru mismunandi og þeir sem hefðu þörf fyrir herbergi ættu að sjálfsögðu að fá húsaleigubætur. Ekki nægði að fjölga félagslegum leiguíbúðum heldur þyrfti einnig að auka sveigj- anleikann í húsaleiguúrræðum. Vilhjálmur benti á að húsaleigu- bætur væru samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga þar sem ríkið borg- aði 55% og sveitarfélögin 45% bót- anna. Hann sagði samráðsnefnd rík- isins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fjallar um þessi mál, nýlega hafa víkkað út reglurnar varðandi bæturnar á þann veg að nú væri heimilt að borga húsaleigubæt- ur þegar um sambýli væri að ræða og sömuleiðis til stúdenta, sem ekki var áður hægt. „Þetta mál með her- bergin verður tekið upp í þessari samráðsnefnd og mér finnst nauð- synlegt að þetta verði skoðað mjög rækilega. Þar geta sveitarfélögin komið að þessu og ef ríkið er tilbúið að bæta herbergjunum við þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að það verði gert.“ Rætt um að rýmka rétt til húsaleigubóta Leiga á herbergjum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.