Morgunblaðið - 23.05.2002, Qupperneq 24
NEYTENDUR
24 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Skötuselur - Lúða
Túnfiskur - Hámeri
Hörpuskel - Rækjur
Á grillið
kjósum við fisk
Stór humar
Gnoðarvogi 44, sími 588 8686
BÓNUS
Gildir frá 23.–26. maí nú kr. áður kr. mælie.
Frosin ýsa með roði ............................... 399 554 399 kg
Frosnir ýsubitar roðl. og beinlausir ........... 679 799 679 kg
Goða pylsur .......................................... 559 799 559 kg
Gold kaffi, 500 g ................................... 179 Nýtt 358 kg
Frosinn útvatnaður saltfiskur ................... 499 579 499 kg
Reykt ýsa .............................................. 679 799 679 kg
Maryland kex 33% extra, 200 g .............. 85 Nýtt 425 kg
Prins póló, 30 st.................................... 999 1.395 33 stk
ESSÓ-stöðvarnar
Gildir til 31. maí nú kr. áður kr. mælie.
Góu Lindubuff, 50 g............................... 49 60 980 kg
Góu æðibitar stórir, 220 g ...................... 219 249 995 kg
Hersheys Almond Joy, 49 g..................... 99 120 2.020 kg
Hersheys Reese Stick, 42 g .................... 99 125 2.357 kg
11-11-búðirnar og KJARVAL
Gildir 23.–29. maí nú kr. áður kr. mælie.
Maxwell House kaffi ............................... 368 418 736 kg
Emmess jógúrtís, 1 ltr, allar teg............... 399 499 399 ltr
Ömmu heimshorn.................................. 439 539 1097 kg
LU Prince súkkulaðikex, 2x175g.............. 189 195 630 kg
LU Mikado kex....................................... 149 179 1987 kg
LU Pims Orange..................................... 179 199 1.193 kg
HAGKAUP
Gildir 23.–26. maí nú kr. áður kr. mælie.
Ferskar kjötv.rauðvínsl.svínakótil. ............ 999 1.198 999 kg
Tumi appelsínudrykkur, 2 ltr.................... 199 219 99 ltr
Maarud Dip it Paprika, 50 g.................... 89 115 1.780 kg
Maarud Dip it sour cream&onion, 50 g.... 89 115 1.780 kg
Mars 3 í pakka, 162 g ........................... 139 179 850 kg
KRÓNAN
Gildir 23.–29. maí nú kr. áður kr. mælie.
SS rauðvínslegin bógsteik ...................... 824 1.098 824 kg
SS kryddlegin lambarif........................... 326 408 326 kg
Pepsi, 2l kippa ...................................... 999 1.014 83 ltr
7-up, 2l kippa....................................... 999 1.014 83 ltr
Smarties............................................... 199 218 1.170 kg
Doritos 200 gr....................................... 189 198 945 kg
SAMKAUP/ÚRVAL
Gildir 23.–27. maí nú kr. áður kr. mælie.
Kjarnagr. Jarðarb/sveskjur.1 ltr ............... 199 239 199
Kjarnagr. Epla 1ltr .................................. 239 279 239
Kjarnagr. Bl.Ávextir 1L ............................ 199 236 199
Nói Bitar Malta/Hrís 200gr..................... 189 219 945
Nói Bitar 200gr.Smellir .......................... 199 239 995
Cadb. Dairy Milk 200g ........................... 199 249 995
Cadb.Wholenut/Fruit/Nut 200g ............. 229 269 1.145
Kinda Gúllas ......................................... 890 1.369 890
Kindasnitsel .......................................... 890 1.369 890
SELECT-verslanir
Gildir 25. apríl–29. maí nú kr. áður mælie.
Freyju rís stórt ....................................... 85 110
Nóa kropp, 150 g.................................. 179 235 1.190 kg
BKI kaffi, 500 g ..................................... 339 387 678 kg
Lorenz kartöfluflögur, 25 g...................... 79 99 3.160 kg
Lorenz kartöfluflögur í stauk, 100 g ......... 199 240 1.990 kg
McVites Caramel kex, 300 g ................... 236 276 790 kg
Drykkjarjógúrt 2 teg., 250 ml .................. 69 89 276 ltr
Pantene Cls sjampó, 200 ml .................. 379 309 1.900 ltr
Pantene Cls hárnæring, 200 ml .............. 379 309 1.900 ltr
SPARVERSLUN, Bæjarlind
Gildir til 26. maí nú kr. áður mælie.
Svínabógur m/beini............................... 399 499 399 kg
Svínahnakki m/beini ............................. 598 879 598 kg
Svínahamborgarhryggur ......................... 979 1.399 979 kg
Svínakótilettur....................................... 798 1.298 798 kg
Svínarifjasteik ....................................... 298 469 298 kg
Svínasnitsel .......................................... 798 1.389 798 kg
Bayonne skinka ..................................... 979 1.219 979 kg
UPPGRIP-verslanir OLÍS
Maí tilboð nú kr áður kr. mælie.
Freyju lakkrísdraumur stór ...................... 89 110
Rolo kex ............................................... 199 nýtt
Toffy Crisp ............................................. 85 99
Fresca ½ ltr plast .................................. 109 140
ÞÍN VERSLUN
Gildir 23.–29. maí nú kr. áður kr. mælie
Hamborgarar og brauð ........................... 311 389 311 pk
Kryddlegnar svínakótilettur ..................... 1.174 1468 1.174 kg
Hunt́s BBQ sósur 510 g ......................... 198 247 376 kg
Hunt́s tómatsósa 680 g ......................... 139 153 194 kg
Orville örb. popp 297 g .......................... 169 207 557 kg
Freyju rís kubbar 170 g .......................... 198 249 1.148 kg
Party mix 170 g ..................................... 189 237 1.096 kg
Swiss Miss 737 g .................................. 489 598 635 kg
Helgartilboð
Verðupplýsingar sendar frá verslunum
Kjötvörur og snakk á tilboðsverði
ópulöndum um það hvaða varnarefni
séu að finnast í ávöxtum og grænmeti
þar og að eftirlit hérlendis taki einnig
mið af þeim upplýsingum. Ávextir og
grænmeti sem flutt er til landsins
kemur víða að, bæði frá ríkjum Evr-
ópusambandsins og löndum utan
þess, og segir Elín að um 7.000 tonn
hafi verið flutt inn frá löndum utan
ESB frá janúar til nóvember árið
2001 og 9.000 tonn frá ESB-ríkjum á
sama tímabili. Íslendingar flytja
meira magn af ávöxtum og grænmeti
frá Bandaríkjunum en hin Norður-
löndin, að hennar sögn.
Finnist eitthvert efni yfir svoköll-
uðum aðgerðarmörkum þar sem tillit
er tekið til óvissu í mælingum er
framleiðendum boðið að endurtaka
mælinguna og dreifing á vörunni
stöðvuð á meðan. Verði sama niður-
staða í síðari mælingu er varan inn-
kölluð. Gerist það um það bil fjórum
sinnum á ári. Fylgst er með næstu
tveimur sendingum af sömu vöru frá
viðkomandi framleiðanda og fá þær
sendingar ekki að fara í dreifingu fyrr
en niðurstöður rannsókna liggja fyrir.
Varnarefni oftast í ávöxtum,
sjaldnast í grænmeti
Elín segir algengast að varnarefni
finnist í ávöxtum frá Spáni, einkum
sítrusávöxtum. Einnig finnast varn-
arefni nokkuð oft í grænum eplum og
selleríi. Hvað ávextina varðar er oft-
ast um að ræða sveppalyf sem úðað er
eftir uppskeru.
Varnarefni yfir leyfilegum mörk-
um finnast síður í grænmeti, segir El-
ín, og sjaldan eða aldrei í paprikum,
tómötum og gúrkum.
„Ennþá minna finnst í innlendu
grænmeti, árið 2000 voru engin varn-
Elín segir að hjá Evrópusamband-
inu séu samræmdar reglur um hvaða
varnarefni sé leyfilegt að finnist í
matvælum, svo sem ávöxtum og
grænmeti, og er þá til dæmis átt við
skordýraeitur, illgresiseyða, sveppa-
lyf, plöntuhormón og stýriefni sem
örva vöxt.
Skimað fyrir svipuðum efnum
hér og á Norðurlöndum
Hún segir skimað fyrir svipuðum
efnum í ávöxtum og grænmeti hér-
lendis og á Norðurlöndum, að und-
anskyldum svokölluðum diþíókarba-
mötum, sem Hollustuvernd hefur
ekki tækjabúnað til þess að skima
fyrir enn sem komið er. Um er að
ræða átta brennisteinssambönd sem
notuð eru sem sveppalyf, einkum á
ávexti, ýmist saman eða hvert í sínu
lagi, að hennar sögn.
„Diþíókarbamöt (ethylen thiourea)
eru krabbameinsvaldur í tilraunadýr-
um og geta haft áhrif á starfsemi
skjaldkirtils dýra eða valdið fæðing-
argöllum, en ekki hefur verið sýnt
fram á tengsl efnisins við slík áhrif í
mönnum,“ segir Elín.
Hún segir að þótt skimað sé fyrir
færri varnarefnum hérlendis en í
löndunum í kringum okkur fái Holl-
ustuvernd reglulega skýrslu frá Evr-
ÚTKOMAN í mælingum á varnar-
efnum í ávöxtum og grænmeti er yf-
irleitt tiltölulega góð,“ segir Elín Guð-
mundsdóttir, fagdeildarstjóri hjá
Hollustuvernd ríkisins. Einungis
2–3% sýna mældust yfir leyfilegum
mörkum á síðasta ári, að hennar sögn.
Sýni eru tekin af ávöxtum og græn-
meti hjá innflytjendum og dreifing-
araðilum einu sinni til tvisvar í viku
og fari magn varnarefna yfir leyfileg
mörk er ávallt brugðist við.
Varnarefni sem skimað er fyrir eru
fleiri nú en þegar mælingar hófust
fyrst árið 1991 og er leitað að 40 efn-
um um þessar mundir, segir Elín
ennfremur. Efnin hafa verið valin
með tilliti til reynslu erlendis, sem og
hvaða efna innlendir framleiðendur
nota og einnig er tekið mið af
áherslum Evrópusambandsins. Valið
er endurskoðað reglulega og segir El-
ín stefnt að því að fjölga varnarefnum
sem skimað er fyrir á næstu árum
hér.
Áætlun um sýnatöku er gerð ár-
lega og við gerð hennar er þess gætt
að fjöldi sýna endurspegli neyslu.
Stuðst er við tölur um framleiðslu og
innflutning á grænmeti og ávöxtum
og einnig er tekið mið af því í hvaða
matvælum aðrar þjóðir finna helst
varnarefni.
arefni yfir leyfilegum mörkum í inn-
lendri framleiðslu. Árið 2001 fundust
varnarefni yfir leyfilegum mörkum í
3% af innfluttum ávöxtum og græn-
meti, 4% í ávöxtum og 2% í grænmeti,
og ekkert í innlendu grænmeti,“ segir
hún.
Elín segir að þriðjaheimsríki, sem
kölluð eru, noti önnur efni við ræktun
ávaxta og grænmetis en löndin í
kringum okkur og erfitt sé að fylgjast
með þeim. „Það er ekki mikið flutt inn
frá þessum löndum hingað til Íslands,
en þó eitthvað, svo sem Fílabeins-
ströndinni, Zimbabve, Senegal, Gíneu
og Malasíu, svo dæmi séu tekin, og þá
er aðallega um að ræða exótíska
ávexti á borð við mangó, passíuávexti
og fleira.“
Tekið var 141 sýni af 23 mismun-
andi tegundum grænmetis árið 2000.
Oftast voru tekin sýni af agúrkum,
gulrótum, jöklasalati, kartöflum,
kínakáli, papriku og tómötum og
einnig var fjöldi sýna tekinn af blað-
lauki, blómkáli, brokkólí, gulrófum,
hvítkáli og stilkselju.
Alls greindust 10 mismunandi
varnarefni í því 141 grænmetissýni
sem tekið var til greiningar árið 2000,
samkvæmt skýrslu Hollustuverndar.
Hvað ávexti áhrærir voru tekin 159
sýni af 16 tegundum árið 2000, flest af
appelsínum, eplum og perum, og
greindust 23 tegundir varnarefna í
þessum 159 sýnum. „Almennt grein-
ist meira af varnarefnum í ávöxtum
og er algengara að ávextir innihaldi
fleiri en eina tegund varnarefna. Lítið
sem ekkert er ræktað af ávöxtum hér
á landi og var aðeins eitt sýni tekið af
jarðarberjum. Engin varnarefni
greindust í því, segir Hollustuvernd
ennfremur.
Loks segir að mikilvægt sé að hafa
í huga að leifar varnarefna sem finn-
ist í ávöxtum séu að miklum hluta í
ysta lagi, til dæmis hýði eða berki, og
því sé góð regla að skola ávexti og
grænmeti vel fyrir neyslu og fjar-
lægja ysta lag þar sem við á. „Það er á
ábyrgð framleiðenda og innflytjenda
að matvæli uppfylli settar reglur og
mikilvægt að þeir sem flytja inn
ávexti og grænmeti þekki sína birgja
og treysti þeim. Ástæða er til þess að
benda á að þau mörk sem sett eru fyr-
ir varnarefni eru alla jafna mjög lág
og magn þeirra sem finnast kann í
matvælum á að vera langt undir því
sem hugsanlega gæti verið varasamt
heilsu manna,“ segir Elín Guðmunds-
dóttir að síðustu.
Varnarefni í 2–3%
grænmetis og ávaxta
$%%$ $%%& $%%' $%%( $%%) $%%* $%%+ $%%, $%%% &---
.
(
'
&
$
-
AÐSKOTAEFNI eru efni sem berast í matvæli eða
myndast í þeim, til dæmis af völdum örvera, og breyta
eiginleikum, samsetningu, gæðum eða hollustu mat-
vælanna. Leifar varnarefna í matvælum teljast til að-
skotaefna. Aðskotaefni eru efni sem ekki er æskilegt
að séu í matvælum. Varnarefni eru efni sem notuð
eru gegn illgresi, sveppum og meindýrum við fram-
leiðslu og geymslu matvæla, bæði til þess að verja þau
og einnig til þess að draga úr rýrnun uppskerunnar. Í
vissum tilvikum eru varnarefni einnig notuð til þess
að hafa áhrif á vöxt og viðgang ákveðinna matvæla,
svo sem spírun kartaflna og þar með geymsluþol.
Varnarefnum má skipta í nokkra flokka, svo sem
skordýraeitur, illgresiseyða, sveppalyf og stýriefni,
sem stjórna vexti plantna. Hér á landi eru um það bil
100 varnarefni skráð og leyfileg til notkunar en þó er
aðeins lítill hluti þeirra notaður. Í flestum tilvikum
gilda ákveðnar reglur og skilyrði um meðhöndlun og
notkun slíkra efna og þá einnig leyfilegt magn þeirra
í lokaafurð. Árið 2000 tók gildi ný reglugerð um að-
skotaefni í matvælum. Í reglugerðinni, sem meðal
annars er byggð á tilskipunum ESB, eru tilgreind
leyfileg hámarksgildi fyrir varnarefni í matvælum og
í henni kemur fram hvernig staðið skuli að eftirliti
með varnarefnum í matvælum. Óheimilt er að fram-
leiða eða dreifa matvælum sem innihalda varnarefni
umfram þau hámarksgildi sem sett hafa verið, sam-
kvæmt upplýsingum frá Hollustuvernd ríkisins.
Skilgreining á varnarefnum