Morgunblaðið - 23.05.2002, Page 26

Morgunblaðið - 23.05.2002, Page 26
TILLÖGUR Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels um aðhalds- ráðstafanir í efnahagsmálum voru samþykktar í Knesset, þingi lands- ins, í gær með 65 atkvæðum gegn 26. Við fyrri atkvæðagreiðslu á mánudag voru tillögurnar felldar með 47 atkvæðum gegn 44. Þykir Sharon hafa styrkt verulega stöðu sína að undanförnu en 62% að- spurðra í skoðnakönnun segjast sammála stefnu hans í efnahagsmál- um. Miklir efnahagsörðugleikar eru í Ísrael vegna uppreisnar Palestínu- manna sem staðið hefur í hálft ann- að ár. Markmiðið með tillögunum er meðal annars að draga úr fjárlaga- halla. Sharon rak eftir atkvæða- greiðsluna á mánudag nokkra ráð- herra úr röðum bókstafstrúarflokka úr ríkisstjórninni og Shas-flokkur- inn styður ekki lengur stjórnina sem hefur því aðeins tryggan stuðning 60 þingmanna af 120. Var talið að stjórn Sharons gæti ef til vill fallið en í henni sitja auk hægrimanna Sharons nokkrir ráðherrar úr Verkamannaflokknum. Stjórnmála- skýrendur telja að Sharon muni nú leita til Shinui-flokksins sem er mið- flokkur og reyna þannig að fá aftur þingmeirihluta. Forsætisráðherrann neitaði að verða við kröfum Shas um breyt- ingar á tillögunum, þrátt fyrir hætt- una á stjórnarslitum og nýju kosn- ingum. Ljóst er að hann stendur nú sterkar en oft áður og í könnuninni naut hann stuðnings 50% þátttak- enda er spurt var hver ætti að veita ríkisstjórn forstöðu. Efnahagstillögur Shar- ons samþykktar á þingi Jerúsalem. AFP. Þykir hafa styrkt stöðu sína en óvíst hvort stjórn hans hefur meirihluta AP Sharon forsætisráðherra og Shimon Peres utanríkisráðherra við atkvæðagreiðsluna í gær. MIKIL öryggisgæsla var á flug- vellinum í Larnaca á Kýpur þegar tólf Palestínumenn, sem hafst hafa við á Kýpur síðan fimm vikna löngu umsátri Ísraelshers við Fæðingarkirkjuna í Betlehem lauk, héldu þaðan á brott í gær. Mönnunum tólf hefur verið veitt heimild til að dvelja „tímabundið“ í nokkrum aðildarríkjum Evrópu- sambandsins (ESB) en einn verður áfram á Kýpur. Samkomulag um lyktir umsát- ursins í Betlehem, sem náðist fyrir milligöngu Bandaríkjanna og ESB, gerði ráð fyrir að Palestínumenn- irnir þrettán, sem Ísraelar segja að séu hryðjuverkamenn, færu í útlegð til einhverra ESB-ríkjanna. Komust ESB-ríkin eftir nokkurt stapp loks að niðurstöðu um það á þriðjudag hvert senda skyldi mennina og héldu tólf þeirra á brott frá Kýpur í gær. Þrír þeirra voru fluttir til Ítalíu en spænsk herflutningavél flutti hina níu til Grikklands, þaðan sem sjö þeirra munu halda áfram til annarra Evr- ópusambandslanda. Stjórnvöld á Ítalíu og á Spáni hafa samþykkt að skjóta skjólshúsi yfir þrjá Palestínumenn hvort land, gríska stjórin og sú írska munu taka við tveimur mannanna og Portúgal og Belgía ætla að taka við einum hvort. Einn verður áfram á Kýpur, a.m.k. fyrst um sinn. Palestínu- mennirnir farn- ir frá Kýpur Reuters ekki beinlínis tekist að vinna hug og hjarta norsks almennings. Eftir að tilkynnt var um samband hans og Mörtu Lovísu til- kynnti konungshöllin tafarlaust að Behn, sem ólst upp í Moss, suður af Ósló, myndi ekki fá neinn titil eða verða fulltrúi kon- ungshallarinnar á nokkurn hátt. „Hann er nú alls ekki svona slæmur,“ sagði Marta Lovísa í viðtali við NRK, norska ríkissjónvarpið, í síðustu viku. Behn vinnur m.a. við framleiðslu heim- ildakvikmynda fyrir sjónvarp, en olli upp- námi í fyrra þegar sýndar voru myndir af honum í selskap vændiskvenna í Las Vegas sem voru að neyta kókaíns. Behn sagðist hafa verið að búa til fréttir um, en ekki lýsa stuðningi við, vændiskonurnar. Spjátrungur með húðflúr Dagblaðið Aftenposten hefur lýst Behn sem spjátrungi og sagði að „venjulegir ungir Norðmenn nota ekki brilljantín [í hárið]“. Þegar ein bóka hans, 90 síðna verk, fékk hæstu einkunn hjá gagn- rýnanda dagblaðs lét Behn tattóvera einkunnina – mynd af teningshlið – á öxlina á sér, og gerði ekk- ert með aðra, öllu slakari dóma. Í Þrándheimi hefur undirbúningur fyrir brúðkaupið staðið í marga mánuði, og er borgin blómum skrýdd. Mikið verður um veislur, m.a. einkasamkvæmi fyrir vini brúðhjónanna, en meðal boðsgesta er ungt, evrópsk konungfólk, Játvarður prins í Bretlandi, Viktoría krónprinsessa í Svíþjóð og Felipe, krónprins á Spáni. Brúðkaups- ferðina á svo að fara til Flórens. Á MORGUN verða Norðmenn vitni að kon- unglegu brúðkaupi sem virðist vera eins og ævintýri með öfugum formerkjum. Í stað hinnar hefðbundnu sögu um almúga- manninn sem vinnur hjarta prinsessunnar og eignast hálft konungsríkið er það Marta Lovísa prinsessa sem ætlar að gefa upp á bátinn konungleg forréttindi sín til þess að geta búið – að mestu eins og venjulegt fólk – með manninum sem hún elskar. Vildi ekki titilinn Marta Lovísa er þrítug, dóttir Haralds 5. Noregskonungs og Sonju drottningar. Mannsefni hennar er Ari Behn, umdeildur rithöfundur sem nýtur ekki mikilla vin- sælda meðal almennings. Athöfnin fer fram í dómkirkjunni í Þrándheimi á morg- un. Marta Lovísa mun koma til kirkjunnar í fylgd föður síns á hestvagni. Fjölmiðlar, og ef til vill þúsundir Norðmanna, munu fylgjast vandlega með í Þrándheimi og hundruð þúsunda munu horfa á beina sjón- varpssendingu frá athöfn- inni. Þetta verður í eitt af fáum skiptum sem Marta Lovísa hefur komið fram opinberlega síðan hún af- salaði sér sjálfviljug titl- inum „konungleg hátign“ fyrr á þessu ári. Prinsessan bað um að losna við titilinn – og verða þar með af laununum sem fylgdu – til þess að gera lifað eðlilegu lífi og rek- ið fjölmiðlafyrirtæki sitt. Námsmaður og fleira Behn er danskur að uppruna, 29 ára fyrrverandi námsmaður, barþjónn, vöru- hússtarfsmaður og barnfóstra, og hefur Reuters Marta Lovísa og Ari Behn í Þrándheimi í gær. Ævintýri með öf- ugum formerkjum Ósló. AP. ’ Venjulegir ungirNorðmenn nota ekki brilljantín ‘ ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÍTIL stjarna í grennd við jörðina kann að verða að sprengistjörnu eftir milljónir ára og hugsanlegt er að hún eyði þá öllu lífi á jörðinni, að því er fram kemur í grein í næsta hefti vísindatímaritsins New Scientist sem kemur út á laugar- dag. Í greininni segir að stjarnan HR8210, sem er 150 ljósár frá jörð- inni og mjög nálægt henni í stjarn- fræðilegum skilningi, geti orðið að sprengistjörnu, þ.e. stjörnu sem stóreykur birtu sína skyndilega vegna þyngdarhruns. Geislunin frá sprengistjörnu getur eytt öllu lífi í allt að 200 ljósára radíus. HR8210 er svokallaður „hvítur dvergur í tvístirni“ sem mun draga til sín efni frá hinni stjörnunni, hrynja saman og verða að sprengi- stjörnu þegar massinn nær tilteknu marki. Stjörnufræðingar fundu tví- stirnið árið 1993 en hættan sem jörðinni kann að stafa af því kom ekki í ljós fyrr en stjörnufræðinemi við Harvard-háskóla, Karin Sand- strom, skrifaði ritgerð um það. Fyrstu útreikningar benda þó til þess að liðið geti „hundruð milljóna ára“ áður en stjarnan verður nógu massamikil til að verða að sprengi- stjörnu. Á þeim tíma kann stjarnan að hafa fjarlægst jörðina nógu mik- ið til að ekki stafi hætta af henni, að sögn New Scientist. Mun jörðinni stafa hætta af sprengistjörnu? París. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.