Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 30

Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN Jóhanna Ólafsdóttir mezzó-sópransöngkona hreppti um liðna helgi„Lieder Prize“, sigurverðlaun fyrirsöng í í ljóðasöngskeppni Guildhall School of Music and Drama í London sem kennd er við Franz Schubert. Söngkeppnin er haldin ár- lega og kostuð af söngkonunni Veru Rosza, sem var kennari margra frægra söngkvenna, þar á meðal Kiri Te Kanawa og Önnu Sofiu von Otter. Þrjátíu og fimm söngnemar tóku þátt í keppninni, en aðeins fimm komust í undanúrslit. Á föstudag- in fór úrslitakeppnin fram og þar náði Guðrún Jó- hanna þessum árangri. Guðrún Jóhanna stundar nám í óperudeild Gu- ildhall School of Music and Drama. Hún er á fyrra ári af tveimur í óperudeildinni, en lauk í fyrra mastersprófi úr almennri söngdeild. Meðal þeirra sem sátu í dómnefnd voru kan- adíska sópransöngkonan Nancy Argenta sem hef- ur sungið hér á landi, síðast í óratoríu Händels, Joshua á Kirkjulistahátíð í fyrra; og píanóleik- arinn Roger Vignoles, sem líka hefur leikið á Ís- landi, en hann er meðleikari margra frægustu ljóðasöngvara í dag. Guðrún Jóhanna er ánægð með árangurinn þótt hún vilji ekki gera mjög mik- ið úr þessu, þar sem keppnin sé einungis haldin innan skólans. En ekki má gleyma því að Guildhall skólinn er meðal virtutu tónlistarskóla í Evrópu og þar hafa margir frægustu söngvarar heims alið manninn í sínu söngnámi. En fleira bar til tíðinda hjá Guðrúnu Jóhönnu um helgina. „Ég komst í fjögurra manna lokaúrslit í annarri söngkeppni, Susan Longfield-keppninni. Keppnin er haldin í minningu um söngkonuna Susan Long- field sem lærði í Guildhall. Hún dó ung, en söng á sínum tíma með gamla kennaranum mínum heima, Ruth L. Magnússon. Þessi keppni er líka haldin innan skólans, og kannski ekki vert að segja frá þessu nema ég vinni; – það kemur í ljós á þriðjudaginn.“ Í fyrra vann Guðrún Jóhanna til verðlauna í al- þjóðlegri söngkeppni, Maggie Tate Competition í Covent Garden. Verðlaunin, veitt fyrir franskan ljóðasöng, voru námsstyrkur, kenndur við Miriam Licette, en verðlaununum er ætlað að styrkja söngvara til þátttöku í masterklössum hjá við- urkenndum söngvurum og söngkennurum í Frakklandi. Guðrún notaði styrkinn til að sækja námskeið hjá Lorraine Nubar og Jean Pierre Blivet í Nice. Í Schubert-keppninni sem Guðrún Jóhanna sigraði í á föstudaginn söng hún þrjá söngva eftir Schubert, Gretchen am Spinnrade, Du bist die Ruh og Der Musensohn, en auk þess tvö lög eftir Brahms, Immer leiser wird mein Schlummer og Dort in den Weiden. Þátttakan í úrslitaslagnum gekk ekki alveg snurðulaust fyrir sig. „Það var píanóleikarinn minn sem bað mig að taka þátt í keppninni með sér, en píanóleikarar keppa þar einnig til verðlauna. En kvöldið fyrir úrslitakeppnina var hún að spila á tónleikum í Portúgal og ætlaði að fljúga til London um nótt- ina. Hún fékk þó ekki flug fyrr en um morguninn, og auk þess varð tveggja tíma seinkun á fluginu. Það fór því svo að hún gat ekki spilað með mér í keppninni og ég þurfti að fá annan píanóleikara til að spila með mér. Við vorum reyndar búnar að búa okkur undir það að þetta gæti mögulega gerst, og ég var búin að æfa prógrammið einu sinni með nýja píanóleikaranum. Hún spilaði svo mjög vel, og þó hún fengi ekki verðlaun, fékk hún sérstaka viðurkenningu.“ Verður í hlutverki Rosinu í Rakaranum í Sevilla í sumar Um helgina kom í ljós að Guðrún Jóhanna hefði hreppt námsstyrk Íslandsbanka, þannig að segja má að ekki hafi ein báran verið stök þessa helgi. Þá var ennfremur afráðið að hún syngi með óp- erufélaginu, Opera à la Carte, í sumar. Þar verður hún í hlutverki Rosinu í Rakaranum í Sevilla og verða sýningar bæði í Linbury-salnum í Covent Garden og á Írlandi. Þekktasta aría Rosinu, Una voce poco fa, er einmitt meðal þess sem Guðrún Jóhanna syngur í úrslitum Susan Longfield keppninnar á þriðjudaginn. Guðrún Jóhanna segir að hún þurfi leyfi frá skólanum til að syngja sem atvinnumanneskja með óperufélagi í sumar, en það sé ekkert tiltöku- mál, því skólinn vilji einnig að nemendur öðlist sem víðtækasta reynslu. Guðrúnu Jóhönnu hefur boðist að syngja prufusöng fyrir óperu sem sett verður upp í febrúar í London. Ef það gengur eft- ir, segir hún það möguleika að hætta í skólanum áður en önninni lýkur, það sé ekki óalgengt að langt komnir nemendur óperudeildarinnar geri það, fái þeir góð atvinnutilboð. „Þetta er hlutverk Agnesar í óperunni Beatrice di Tenda eftir Bell- ini, en við sjáum nú hvað setur, – ég á enn eftir að fara í prufusönginn. Næsta verkefni er að klára Susan Longfield-keppnina á þriðjudaginn.“ Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran gerir það gott í London Sigraði í ljóðasöngskeppni og komin í úrslit í annarri Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran. Hallgrímskirkja Einleikaraprófs- tónleikar Láru Bryndísar Eggerts- dóttur orgelleik- ara frá Tónskóla þjóðkirkjunnar verða kl. 20. Á efnisskránni eru þekkt verk eftir franska og þýska meistara: Franck, Messia- en, Buxtehude og Bach. Lára Bryndís er fædd árið 1979. Hún lauk 8. stigi á píanó vorið 1998 og kantorsprófi frá Tónskóla þjóð- kirkjunnar ásamt 8. stigi á orgel vor- ið 2001 með hæstu einkunn sem gef- in hefur verið. Hún hefur einnig stundað nám við söngskólann í Reykjavík og syngur með Graduale Nobili. Í vetur lék Lára einnig ein- leikstónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og flutti þar verk eftir Messiaen. Orgelkennari Láru Bryndísar hefur verið Hörður Áskelsson en auk þess hefur hún í vetur sótt tíma hjá próf. Hans-Ola Ericsson í Tónlistarhá- skólanum í Piteå í Svíþjóð. Hún stóðst inntökupróf í konsertorg- anistadeildina þar og mun hefja nám við hana næsta haust. Listasafn Íslands Jón Ólafsson heimspekingur heldur hádegisfyr- irlestur í kaffistofu kl. 12.30-12.50. Erindið nefnist: Myndir af bylting- unni. Digraneskirkja Kvennakór Kópa- vogs heldur fyrstu vortónleika sína kl. 20. Kórinn var stofnaður í janúar sl. og syngja nú 60 konur í kórnum á öllum aldri. Stofnandi og stjórnandi er Natalía Chow og syngur hún ein- söng á tónleikunum við píanóund- irleik Julian M. Hewlett. Bókasafn Hafnarfjarðar Ég býð þér dús, mín elskulega þjóð. Leik- og söngskemmtun byggð á ljóðlist Halldórs Laxness er endurflutt kl. 17. Leikarar eru Jakob Þór Ein- arsson og Felix Bergsson og tónlist- armaðurinn Davíð Þór Jónsson. Í dagskránni er komið víða við í verk- um skáldsins. Kaffileikhúsið Á tónleikum djass- klúbbsins Múlans leikur B3 tríó kl. 21. Tríóið skipa Agnar Már Magn- ússon orgelleikari, Ásgeir Ásgeirs- son gítarleikari og Eric Qvick trommuleikari. Á efnisskránni eru frumsamin lög eftir Agnar og Ás- geir, einnig nokkrir „standardar“ í útsetningu þeirra félaga. Tríóið hef- ur starfað í u.þ.b. níu mánuði og hyggur á útgáfu geisladisks með frumsömdu efni í haust og verður eitthvað af þeim lögum á efnis- skránni þetta kvöld. Varmárskóli, Mosfellsbæ Vor- tónleikar Reykjalundarkórsins eru kl. 20. Á efnisskrá eru m.a. lög við texta eftir Halldór Laxness, lög eftir Sigfús Halldórsson og lög úr söng- leikjum. Stjórnandi er Íris Erlings- dóttir söngkona. Undirleikari Hjör- dís Elín Lárusdóttir. Einsöngvari Páll Sturluson. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Lára Bryndís Eggertsdóttir Biblíurit nr. 8 – ný þýðing er komið út. Það hefur að geyma fjórar bæk- ur: 2. Mósebók, 4. Mósebók, Jes- aja og Hósea. Þýð- andi er dr. Sig- urður Örn Stefánsson, sem verið hefur aðalþýðandi frá upphafi og lagði sem fyrr hebreska textann til grundvallar og þýddi eftir Biblia Hebr- aica Stuttgartensia. Frá þeim texta var aðeins vikið ef nauðsyn krafði. Formáli er fyrir hverju riti eins og í þeim heftum sem þegar hafa birst. Með þessum formálum er ætlunin að varpa ljósi á megininntak bókanna og auðvelda lesendum skilning á efni þeirra. Útgefandi er Hið íslenska Biblíu- félag. Bókin er 334 bls., prentuð í Prentmet. Trúmál RÉTTINDASTOFA Eddu – miðlun- ar og útgáfu hefur samið við hol- lenska forlagið Signature um útgáfu- réttinni á Mýrinni og Grafarþögn eftir Arnald Indr- iðason. Áður hef- ur útgáfuréttur- inn á Mýrinni verið seldur til Finnlands, Dan- merkur og Þýskalands. Hún er tilnefnd til Glerlykilsins, Norrænu glæpa- sagnaverð- launanna, en upp- lýst verður á morgun hver hlýtur þau í ár. Þá var Mýrin tilnefnd til Menningarverðlauna DV. Útgáfu- rétturinn á Grafarþögn var nýverið seldur til Þýskalands. Hollenska forlagið Signature sér- hæfir sig í útgáfu á glæpasögum, ekki síst frá Norðurlöndunum. Með- al höfunda á útgáfulista Signature eru Karin Fossum, sem hlaut Gler- lykilinn árið 1997, Unni Lindell og Bjarne Reuter, sem bæði hafa verið tilnefnd til Norrænu glæpasagna- verðlaunanna. Arnaldur Indriðason hefur sent frá sér fimm glæpasögur. Synir duftsins komu út hjá Vöku-Helga- felli árið 1997, Dauðarósir 1998, Napóleonsskjölin 1999, Mýrin árið 2000 og Grafarþögn í fyrra. Sögur hans hafa notið mikilla vinsælda hér á landi og er þess skemmst að minn- ast að þegar Morgunblaðið birti á dögunum bóksölulista sinn fyrir apr- ílmánuð röðuðu bækur hans sér í þrjú efstu sætin yfir skáldverk. Nú eru í undirbúningi tvær kvik- myndir eftir bókum Arnaldar. Balt- asar Kormákur vinnur að gerð myndar eftir Mýrinni og Snorri Þór- isson stefnir að gerð alþjóðlegrar myndar eftir Napóleonsskjölunum. Mýrin og Grafarþögn til Hollands Arnaldur Indriðason HIÐ íslenska bókmenntafélag kynnti í gær 51. útgáfu í ritröð Lær- dómsrita Bókmenntafélagsins, en það er ritið Hjálpræði efnamanns eftir Klemens frá Alexandríu. Verkið er skrifað á annarri öld, en höfundur þess er einn af „kirkjufeðrunum“ sem höfðu mikil áhrif á mótun krist- innar trúar í borginni Alexandríu í Egyptalandi. Í tilefni af útgáfu þessa merka rits voru Jóhannesi Matthíasi Gijsen biskupi kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, afhent fyrstu ein- tökin af bókinni í Þjóðmenningar- húsinu við Hverfisgötu. Við sama til- efni afhenti Bókmenntafélagið biskupunum endurútgáfu Lærdóms- ritsins Samræður um trúarbrögðin eftir David Hume, sem út kom fyrir þrjátíu árum en hefur verið ófáan- legt um nokkurt skeið. Við móttöku bókagjafarinnar sagði herra Karl Sigurbjörnsson heiður felast í því að taka við ritum þessara tveggja merku heimspek- inga, sem hvor um sig hefði lagt mark á heimspekihefðina. „Ég veit ekki hvað þeim hefði liðið vel í komp- aníi við hvern annan, en báðir eru áhrifavaldar á okkar hugsun, þótt innlegg þeirra komi úr sitthvorri átt- inni,“ sagði Karl og óskaði útgáfu- starfsemi Bókmenntafélagsins alls hins besta í framtíðinni. Hjálpræði efnamanns er 51. ritið í flokki Lærdómsrita Bókmennta- félagsins og hið fyrsta sem nýr rit- stjóri raðarinnar, Ólafur Páll Jóns- son, annast. Bókin birtir nútímalega umræðu um mótandi áhrif gildis- lægra viðhorfa til auðs og tengir með athyglisverðum hætti kristnar trúarhugmyndir við hugmyndir plat- ónskra hugsuða og stóumanna um ólíkar dygðir og eðli sálarinnar. Í inngangi verksins er gerð ítarleg grein fyrir hugmyndum Klemensar, helstu áhrifavöldum á hugsun hans og sérkennum hins kristna boðskap- ar í ritum hans. Þýðandi ritsins er Clarence E. Glad, doktor í heimspeki og guðfræði við Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Morgunblaðið/Þorkell Frá kynningu ritverksins Hjálpræði efnamanns eftir Klemens frá Alexandríu: Sigurður Líndal, Ólafur Páll Jónsson ritstjóri, Karl Sigurbjörnsson biskup, Jóhannes Matthías Gijsen biskup og Clarence E. Glad þýðandi. Hjálpræði efnamanns í íslenskri þýðingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.