Morgunblaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 32
LISTIR
32 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TÓNLEIKAR Sigurðar Flosason-
ar og Péturs Grétarssonar á listahá-
tíð voru einstæð upplifun og listrænn
sigur tónlistarmannanna. Heldur var
þó þunnskipaður bekkurinn í Hafn-
arhúsi enda ekki galaður hrafnagald-
ur til að kynna þennan viðburð.
Kynningarpúðrinu eytt í annað.
Djassinn á rætur sínar að rekja til
túlkunar bandarískra blökkumanna á
tónarfi sínum vestur-afrískum í blúsi,
sálmum og vinnusöngvum. Þjóðlaga-
hefðin hvarf þó djassmönnum
snemma og söngdansar og eigin tón-
smíðar mótuðu tónlist þeirra þess í
stað. Enginn flýr þó uppruna sinn.
Auðveldlega má greina uppruna
fyrsta stórdjassista Evrópu, Django
Reinhards, í tónlist hans. Þar ríkir
andblær sígaunans. Jan Johansson
hinn sænski sýndi Norðurlandabúum
hvernig hægt er að nota þjóðlög í
djassi og þótt hann léti sér yfirleitt
nægja að nota lögin sem grunn að
spuna sínum hefðbundnum eru til
upptökur þarsem hann leikur með
hljóðritum trallara úr sænsku Dölun-
um. Allir þekkja túlkun Guðmundar
Ingólfssonar á íslenskum þjóðlögum
og Guitar Islancio hefur sameinað
sígaunadjassstíl Djangos íslenskri
þjóðlagahefð. Sigurður og Pétur fara
aðrar leiðir. Þeir spinna frjálslega við
gamlar upptökur með stemmum,
sálmum, sögum og kvæðum. Nota
jafnt hrynjandi tóna og máls til inn-
blásturs spunans.
Tónlist verður ekki lýst í orðum en
bregðum þó upp mynd af Röddum
þjóðar: Stemma kveðin, Pétur kitlar
gongið og Sigurður blæs Ár vas alda í
barítoninn. Við skulum ekki hafa hátt
og Pétur á nikku. Tenór í Austan
kaldinn á oss blés; tónninn grófur
einsog svar við ýlfri kára. Í kjölfar
Aldrei skal ég eiga flösku spinnur
Sigurður blúsað og Pétur á næsta bæ
við settið. Svo er frásögn mannsins
sem fluttur var þjáður á Landakots-
spítala og Sigurður skellir sér í
rýþmablúsinn, síðan klassískur
fimmundarsöngur í Ísland farsældar
frón. Austurlenskur blær sópransax-
lingsins er skammt undan og leiðir
hugann að Tyrkjaráninu og í kjölfarið
Passíusálmur skáldsins er giftist
Guðríði Símonardóttur eftir að hún
kom úr barbaríinu. Þar hljómar altó-
flauta Sigurðar og vatnaniður Péturs
undir. Svo er samplað og sungið og
klámsögur sagðar uns gömul kona
hefur upp raust sína: Víst ertu, Jesús,
kóngur klár. Ég lít í anda liðna tíð,
sópransaxlingur og nikka.
Vonandi gefur þetta lesandanum
einhverja nasasjón af því sem fram
fór í Hafnarhúsinu á tónleikum Sig-
urðar og Péturs: Raddir þjóða. Ekki
hefur verið minnst á öll hljóðfærin
sem blásið var í eða slagverkið sem
var barið; en allt var það gert af miklu
listfengi en eitt var mest um vert:
Þeim félögum tókst að sameina
spuna sinn köllunum og kellingunum
sem kváðu, sungu og sögðu frá og
endurskapa þjóðararfinn í nútíman-
um. Það er mikil list. Þeim tókst einn-
ig að ná saman. Vonandi eiga þeir eft-
ir að þróa þennan gjörning og færa
fleirum. Hann á erindi við alla Íslend-
inga sem hafa misst þann hæfileika
sem hverjum manni er borinn í
brjóst; að njóta listar með opnum
huga.
Arfurinn rís úr djúpinu
DJASS
Listasafn Reykjavíkur
í Hafnarhúsi
Sigurður Flosason, saxófónar, flautur og
klarinett; Pétur Grétarsson, slagverk og
harmonikka. Fimmtudagskvöldið 16.5.
2002.
RADDIR ÞJÓÐAR
Vernharður Linnet
TÓNLISTARFÓLK frá Vestmanna-
eyjum kemur uppá land og heldur
tónleika í Salnum í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, kl. 20. Það eru þau Anna
Alexandra Cwalinska sópransöng-
kona, Védís Guðmundsdóttir þver-
flautuleikari og Guðmundur H. Guð-
jónsson sem leikur á píanó á tónleik-
unum, en hann er organisti Landa-
kirkju.
Á efnisskránni eru fimmtán lög
eftir ellefu tónskáld: G. F. Händel,
Bach-Gouond, W. A. Mozart, E.
Grieg, Marin Maraes, Wilhelm Popp,
F. Chopin. S. Moniuszko, Mikis
Theodorakis, F. Lehar og G. Rossini.
Anna Alexandra lauk söngnámi
frá Fryderyk Chopin-tónlistarskól-
anum í Póllandi. Hún lauk svo mast-
ersnámi frá tónlistarakademíunni í
Poznan. Síðan þá hefur Anna verið
virk söngkona, kórstjórnandi og
kennari og tekið þátt í fjölda tón-
leika í heimalandi sínu og víðar.
Védís stundar nú nám í tónlistar-
skóla Kópavogs undir handleiðslu
Martial Nardeau. Hún hefur auk
þess sótt mörg flautunámskeið inn-
anlands og utan og lék m.a. flautu-
konsert Mozarts með Sinfóníuhljóm-
sveit áhugamanna í nóvember sl.
Auk þess að vera organisti Landa-
kirkju er Guðmundur skólastjóri
Tónlistarskóla Vestmannaeyja.
Hann hóf nám við Tónlistarskóla
þjóðkirkjunnar árið 1956 og hélt síð-
an utan til framhaldsnáms. Hann
hefur haldið tónleika sem kórstjóri
og orgelleikari, innanlands og utan.
Þremenningarnir halda síðan tón-
leika á Akureyri 2. júní.
Tónlistarfólk
frá Eyjum
í Salnum
VALA Þórsdóttir hefur á und-
anförnum árum rutt sér til rúms á
íslenskum ritvelli sem eitt frumleg-
asta leikskáld landsins, auk þess að
vera fjölhæfur leikari. Hún hefur
að mestu fengist við einleiksformið
og túlkað sjálf eigin ritsmíðar á
sviði. Það vekur athygli í þessu
sambandi að verkið snýst um karl-
kynspersónu, sem er, eins og á við
fleiri persónur Völu, ekki eins og
fólk er flest en er í þessu tilviki bú-
inn sérstökum hæfileikum. Hann
kemst að þeirri niðurstöðu í verk-
inu að honum beri að nýta þá sér til
framdráttar í stað þess að líta á þá
sem fötlun.
Leikurinn gerist í matsal Hótels
Borgar og segir frá Silvíu, sem er
meðferðaraðili (þerapisti), og skjól-
stæðingi hennar, Stefáni, sem get-
ur haft áhrif á hljóð í umhverfi
sínu. Auk þess að geta haft áhrif á
ýmis tæki án þess að snerta þau
getur hann framkallað og magnað
hljóð úr umhverfinu og næsta ná-
grenni, jafnt úr nútíð sem fortíð.
Hann virðist hafa fulla stjórn á
þessum hæfileika sínum – vanda-
málið er að hann hefur ekki fengist
til að hætta að notfæra sér hann
eins og Silvía fer fram á og sem
meðferðin felst í.
Þegar Silvía þarf að fara afsíðis
fær hún Stefáni ýmis verkfæri sem
eiga að koma í veg fyrir að hann
fremji hljóðhryðjuverk á umheim-
inum. Tól þessi – speglahattur, raf-
segulhringir, hljóðbylgjusveif og
jónunargleypir – eru framlag Birtu
Guðjónsdóttur myndlistarmanns í
gjörningnum. Henni tókst mjög vel
að fanga hugmyndaflug Völu eins
og það kemur fyrir í textanum og
hlutgera það í veruleikanum. Þess-
ir hlutir voru engu líkir en það var
greinilegt á forminu hvert þeirra
var hvað af þeim tólum sem upp
eru talin. Enn báru útvarpshlust-
endur skarðan hlut frá borði og
urðu að styðja sig við brigðult
ímyndunaraflið eitt og sér.
En hér kom missir hins sjón-
ræna í raun lítið að sök. Túlkun
leikaranna skilaði sér vel í beinu
útvarpi. Eggert Kaaber gerði sér
mikinn mat úr safaríku hlutverki
Stefáns. Það skiptir miklu þegar
leikararnir leggja allt í sölurnar til
að skila sínu þá örstuttu stund sem
flutningurinn stendur yfir. Sigrún
Sól var staðföst Silvía, ýtni þerap-
istinn sem hafði svo miklar áhyggj-
ur af framtíð skjólstæðingsins, en
hún hefði mátt gera umskiptin í
lokin kraftmeiri. Ólafur Þór Jó-
hannesson lék þjóninn. Þetta er
hans fyrsta hlutverk hér á landi, en
hann lauk nýverið leiklistarnámi í
London. Hann náði vel því óper-
sónulega viðmóti sem er svo
ríkjandi í þjónustu á staðnum.
Þetta er fjórða og síðasta ör-
verkið í þessum flokki sem Ásdís
Thoroddsen leikstýrir. Hér nær
hún fram fínustu blæbrigðunum í
túlkun enda persónurnar mun nær
raunveruleikanum en í hinum verk-
unum. Stílfærðari flutningur býður
upp á allt aðra túlkunarmöguleika,
hann skilar vel snjöllum hugdett-
um höfundanna en hér snýst verkið
um tilfinningar þess sem er öðru-
vísi og þarf að sætta sig við hlut-
skipti sitt.
Það kemur ósjálfrátt upp í hug-
ann sú hugmynd að boðskapur
verksins eigi sér víðari tilvísun en
liggur í augum uppi við fyrstu sýn.
Það er liðlega eitt og hálft ár síðan
Vala Þórsdóttir frumsýndi einleik-
inn Háaloftið þar sem hún velti
fyrir sér veröld geðhvarfasýkinnar.
Það læðist að manni sá grunur að
hér sé Vala að benda á að þeim eig-
inleikum sem skipa fólki sess í
jaðri mannlegs samfélags geti fylgt
ákveðnir kostir – bara ef fólk
breytir hugsanagangi sínum og
lærir að notfæra sér þá eiginleika
sem gefa þeim sérstöðu. Það á að
vera pláss fyrir alla í fjölmenning-
arsamfélaginu, líka þá sem stinga í
stúf í hegðun og háttum, af því að
þeir geta gefið okkur það af hæfi-
leikum sínum sem annars færi til
spillis.
Að vera öðru-
vísi í háttum
LEIKLIST
Útvarpsleikhúsið og
Listahátíð í Reykjavík
Höfundar: Vala Þórsdóttir og Birta Guð-
jónsdóttir. Leikstjóri: Ásdís Thoroddsen.
Hljóðstjórn: Hjörtur Svavarsson. Tækni-
maður: Georg Magnússon. Leikarar: Egg-
ert Kaaber, Ólafur Þór Jóhannesson og
Sigrún Sól Ólafsdóttir. Þriðjudagur 21.
maí.
MÁ BJÓÐA ÞÉR EITTHVAÐ ANNAÐ?
Sveinn Haraldsson
BÁRA Lyngdal, sem er íslensk
leikkona sem hefur búið og starfað í
Svíþjóð undanfarin ár, er gestur á
Listahátíð í Reykjavík og sýnir um
þessar mundir í Gerðubergi stutta
leiksýningu með brúðum sem ætluð
er yngstu áhorfendunum. Á sýning-
unni segir Bára sögu af risaeðluunga
sem verður viðskila við móður sína
meðan hann er enn í eggi; hann klekst
síðan út og fer að leita móður sinnar
en þar sem hann veit ekki hvernig
hún lítur út sér hann móðurímynd í
hverri veru sem hann hittir, hvort
sem um er að ræða dreka eða beina-
grind.
Þetta er einföld og klassísk saga,
einhverra hluta vegna er sagan af
barninu/unganum sem verður við-
skila við móður sína sú saga (eða það
minni) sem algengast er í bókmennt-
um sem ætlaðar eru yngstu kynslóð-
inni. (Minna má t.d. á leikbrúðusýn-
ingu Hallveigar Torlacius sem sýnd
var í Gerðubergi fyrir örfáum árum
og hét einfaldlega: Hvar er mamma
mín?) Þessi saga virðist eiga greiða
leið að hinum ungu óhörðnuðu börn-
um og endurspeglar líklega grund-
vallarótta í sálarlífi þeirra; að sú
manneskja sem þau treysta á í blindni
og eru fullkomlega háð týnist eða
bregðist á einhvern hátt. En yfirleitt
enda slíkar sögur vel, barnið fær um-
hyggju móðurinnar staðfesta og end-
urheimtir öryggið. Svo fer að sjálf-
sögðu líka hér.
Umgjörð sýningar Báru er líka ein-
föld og hún treystir réttilega á innlifun
og ímyndunarafl barnanna og náði
augljóslega vel til þeirra. Hún notar
kunnuglegar plastrisaeðlur, sem lík-
lega má finna í svo til hverju barna-
herbergi, en í bland notar hún brúður
sem hannaðar eru af Helgu Arnalds,
sem er ein athyglisverðasta brúðu-
leikhúskona okkar. Þar fór fremstur í
flokki dreki, sem bar sterk höfundar-
einkenni Helgu, hann var hæfilega
ógnvænlegur þegar hann var teygður
upp í fulla stærð og „hljóp“ síðan mjög
skemmtilega eftir að hann féll í fljótið
og varð lítill og sætur.
Það sem hóf þessa sýningu fyrst og
fremst upp yfir það að vera ósköp
„venjuleg“ leikbrúðusýning fyrir
börn var tvímælalaust þáttur selló-
leikarans Katrinar Forsmo og sam-
leikur þeirra Báru. Katrin leikur und-
ir á sellóið alla sýninguna, býr til
skemmtileg leikhljóð sem uku á allan
hátt áhrifamátt sögunnar, auk þess
sem hún leggur til rödd sína á köflum.
Þannig myndaði hún t.d. mjög
skemmtilegt bergmál á móti rödd
Báru á einum kafla frásagnarinnar.
Upphaflega samdi Bára söguna og
flutti á sænsku og ég heyrði hana
segja frá því í útvarpi að hún hefði
fengið yfirlestur á íslensku þýðing-
unni og yfirlesaranum hefði tekist að
laga ýmsar sænskuskotnar setningar.
Það hefur þó farið fram hjá honum að
á íslensku er talað um að verpa eggj-
um en ekki „leggja“ þau. Þetta má
kalla smáatriði og skiptir kannski
engu máli og óhætt er að mæla með
þessari sýningu fyrir börn allt frá
þriggja ára aldri, flest munu þau hríf-
ast með enda flytur Bára söguna af
einlægni og öryggi, brúður Helgu eru
skemmtilegar og tónlistin setur
punktinn yfir i-ið. Sýningar eru kl. 14
og 15 næstkomandi laugardag og
sunnudag.
Í móð-
urleit
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Það sem hóf þessa sýningu fyrst og fremst upp yfir það að vera ósköp „venjuleg“ leikbrúðusýning fyrir börn
var tvímælalaust þáttur sellóleikarans Katrinar Forsmo og samleikur þeirra Báru Lyngdal.“
LEIKLIST
Listahátíð 2002
Gerðuberg
Höfundur og leikari: Bára Lyngdal. Selló-
leikari: Katrin Forsmo. Leikstjóri: Peter
Engkvist. Brúðugerð: Helga Arnalds.
Þriðjudagur 21. maí.
TÝNDAR MÖMMUR OG
TALANDI BEINAGRINDUR
Soffía Auður Birgisdóttir
Listahátíð í Reykjavík
Dagskráin í dag
Fimmtudagur 23. maí
Kl. 12.30 Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús
Fyrir augu og eyru. Hádegistónleikar í
tengslum við myndlistarsýninguna MYND
– íslensk samtímalist.
Eydís Franzdóttir óbóleikari frumflytur ís-
lensk einleiksverk fyrir óbó eftir Ríkharð
H. Friðriksson, Atla Heimi Sveinsson og
Elínu Gunnlaugsdóttur.
Aðgangur er ókeypis.
Kl. 17.05 Almenningssalernið,
Bankastræti 0
Örleikverkið og myndlistargjörningurinn „Í
Bankastræti rís ekkert lengur undir nafni
– nema núllið“
eftir Benóný Ægisson og Bryndísi Erlu
Hjálmarsdóttur. Leikstjóri er Harpa Arn-
ardóttir.
Þar sem íbúar Kvosarinnar eru örfáir er
allt mannlífið aðflutt, þeir sem eru þar
eiga þar ekki rætur heldur erindi.
Útvarpað beint í Víðsjá á Rás 1. Ókeypis
aðgangur.
Kl. 20.00 Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Konan – maddama, kerling, fröken, frú.
Höggmynda- og ljóðasýning. Skáldkonur
flytja verk sín um höggmyndir Sigurjóns
sem lýsa konunni.
Kl. 20.00 Þjóðleikhúsið
Hollendingurinn fljúgandi, ópera eftir
Wagner. 4. sýning.