Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 34

Morgunblaðið - 23.05.2002, Side 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í BANKASTRÆTI rís ekkert lengur undir nafni – nema núllið er heiti örleikrits dagsins sem eins og nafnið bendir til verður sent út beint frá „Núll- inu“, almenn- ingssalerninu neðst í Banka- stræti. Höfundur er Benóný Ægis- son og myndlist- armaður sýning- arinnar er Bryndís Erla Hjálmarsdóttir. „Nafn verksins er hugleiðing um meintan dauða mið- bæjarins,“ segir Benóný. „Í Banka- stræti er ekki lengur neinn banki. Í Kvosinni eru flestallir íbúarnir fluttir burt og því á þar enginn rætur, einungis erindi. Á almenn- ingssalerni kemur fólk með ákveð- in erindi en ekki til að blanda geði þó það gæti e.t.v. neyðst til þess ef erindi þess rekast á. Þetta er fjór- vítt verk sem hægt er að skoða frá karl- og kvenhlið, úr lofti og innan úr höfðinu á sér.“ Leikarar eru Steinunn Knúts- dóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Björgvin Franz Gíslason og Ólafur Guðmundsson. Leikstjóri er Harpa Arnardóttir. Leikurinn hefst að vanda stund- víslega kl. 17.05 í dag og verður sendur beint út í þættinum Víðsjá á Rás 1. Örleikrit á Rás 1 á Listahátíð Engar rætur, að- eins erindi Benóný Ægisson LISTHÖNNUÐURINN Stein- unn Bergsteinsdóttir er öðru fremur þekkt fyrir framúrskarandi textíl- verk. Starfaði sem slíkur um árabil og hélt nokkrar sýningar, einkum beindist athyglin að peysum hennar, sem var látlaus en íðilfögur gerð. Hef naumast séð fegurri flíkur upp á rammíslenzka vísu nema ef vera skyldi þær sem Hulda Jósefsdóttir prjónaði á líkum tíma og báru af á sýningum heima sem erlendis. En einhvern veginn fékk slík framleiðsla ekki nægilegan byr á heimaslóðum, baklandið ekkert frekar en um svo margt annað gæfulegt af svipuðu tagi, sem átti heima við hlið hágæða- vöru í kauphúsum heimsins. Margra ára markaðssetning sem er skilyrði slíkrar fremdar á alþjóðavettvangi naut hvorki skilnings né hafði hinn minnsta forgang í þjóðfélaginu. Jafn illa farið að hlutunum á því sviði og nýtingu forðabúrsins kringum land- ið, skammtímahyggja á oddinum eins og lengstum áður. Fyrir fórnarlömb þessa rangsn- úna hugsunarferlis var ráðið að snúa sér að almennu brauðstriti, og ein- hverjir hljóta að muna eftir veiting- unum í Búmannsklukkunni í Torf- unni, svo og kaffitárum á Lauga- veginum, en þar var einnig gengið að hlutunum á þjóðlegan máta, alúð og listfengi. Lítið hef ég séð af athöfnum Stein- unnar á sviði hönnunar um langt ára- bil, en svo fékk ég boð á sýningu í Þjóðmenningarhúsinu og var fljótur þangað. Á veggjum kaffistofu hanga 16 málverk, flest lítil að flatarmáli. Mest hugleiðingar um fiðraðan vor- boðann, Lóur í túni, sem snyrtilega er raðað í óskilgreint rými úti í guðs grænni náttúrunni, svo og jarðelda. Hér er heiðarlega staðið að verki og auðséð er ánægjan sem gerandinn hefur haft af iðju sinni, telst þó al- langt frá þeirri undiröldu átaka sem voru aðal textílverkanna fyrrum. En svo uppgötvaði halur textílverk frammi í sölubás og satt að segja varpaði hann öndinni léttar með allri virðingu fyrir skiliríunum. Sjöl skreytt íslenzku letri úr handritun- um, húfur, vettlingar og kannski sitt- hvað fleira, alltsaman auganu hátíð. Vonandi vísir að blóðríkum átökum á heimavelli, og svo sakar ekki að hantéra pensla og litaspjald inn á milli, sköpunarverkinu til dýrðar og sálinni til upphafningar. Lóur í túni MYNDLIST Þjóðmenningarhúsið/kaffistofa Opið alla daga á tíma Þjóðmenning- arhússins. Út mánuðinn. Aðgangur ókeypis. MÁLVERK STEINUNN BERGSTEINSDÓTTIR Vorboðar II, olía á striga. Bragi Ásgeirsson LISTASAFN Sigurjóns Ólafsson- ar efnir til nýstárlegrar sýningar í samvinnu við Listahátíð. Í safninu verða sýnd ellefu verk eftir Sig- urjón Ólafsson, allt konumyndir. Jafnframt hafa ellefu skáldkonur verið fengnar til að yrkja ljóð – hver um sitt verk. Skáldkonurnar ellefu flytja ljóð sín við opnun sýn- ingarinnar í kvöld kl. 20.00, en eft- ir kvöldið í kvöld, verða ljóðin flutt af geisladiski. Sýningarstjórar eru Birgitta Spur og Ásdís Þórhalls- dóttir. Að sögn Ásdísar varð hugmynd- in að sýningunni til í fyrrasumar. „Hún fæddist hérna í góða veðr- inu úti í Laugarnesi, innan um styttur Sigurjóns,“ segir Ásdís. „Ég var að vinna hérna og Birgitta spurði mig hvort mér dytti ekki eitthvað í hug fyrir framtíðina, og þannig spannst þessi hugmynd. Sigurjón gerði svo margar myndir af konum og tileinkaðar konum – þetta var við- fangsefni sem hann fékkst mikið við, ásamt öðru.“ Þær Birgitta og Ásdís völdu fyrst ellefu verk á sýn- inguna, og svo ellefu skáldkon- ur sem þær langaði til að fá með í verkefnið. „Þegar við vor- um búnar að fá samþykki skáld- kvennanna, þá röð- uðum við Birgitta verkunum á þær. Þetta er svolítið eins og stefnumót – ég myndi kannski ekki alveg kalla það „blind date“ en þó óvænt stefnumót. Þegar ég fékk textana til yfirlestrar fékk ég hroll niður eftir bakinu, því þeir voru svo kraftmiklir og munúðarfullir, og ljóst að stefnumótið hafði haft mikil áhrif á þær allar og kveikt í þeim. Sýningin verð- ur mjög falleg, mik- ill kraftur í henni og andstæður sem toga sterkt hver í aðra.“ Skáld- konurnar ellefu eru þær Guð- rún Eva Mín- ervu- dóttir, Fríða Á. Sigurðardóttir, Þórunn Valdimarsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, El- ísabet K. Jökulsdótt- ir, Ingibjörg Har- aldsdóttir, Sig- urbjörg Þrastardóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir og Vigdís Gríms- dóttir. „Þær fengu al- gerlega frjálsar hendur og engin fyr- irmæli frá okkur. Verk Sigurjóns eru frá ýmsum tímum á ferli hans og ólík innbyrðis, og skáldkon- urnar eru líka ólíkar og á ólíkum aldri. Það eina sem sagt var við þær var: Þetta er myndin þín. Þannig höfðu þær algjört frelsi innan þess ramma sem verk Sigurjóns skapaði þeim.“ Myndskreytt sýningarskrá í vasabroti hefur verið gefin út, og þar er að finna öll ljóðin, myndir af konum Sigurjóns, auk æviágripa skáldkvennanna og myndhöggvarans. Geisladiskurinn með upplestri skáldkvennanna og textum sýningarskrárinnar verður einnig til sölu í safninu. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið alla daga nema mánudaga milli kl. 14.00 og 17.00, en sýn- ingin, sem er liður í dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, stendur til 30. júní. Konan – Maddama, kerling, fröken, frú – Myndverk og ljóð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Stefnumót kvenna í orði og formi Kona, eftir Sigurjón Ólafsson, unnin í tré árið 1980. FRAKKAR notuðu orðið flâneur og flâner yfir þá tegund manna og hátterni þeirra sem eigruðu um stræti og torg í leit að engu og öllu. Eins og sjá má er það dregið af nor- rænu sögninni að flana, en merkingin hefur skolast til í aldanna rás svo réttara væri að þýða það sem flandur og flandrara. Þekktastur slíkra manna var án efa nítjándu aldar skáldið Baudelaire, sem margir telja fyrstan manna til að uppgötva æv- intýri og skapandi dulúð stórborgar- lífsins. Arnarr Þorri Jónsson, sem lést úr krabbameini fyrir réttu ári, langt fyrir aldur fram, var slíkur flandrari. Hann átti það jafnframt sammerkt með skáldinu fyrrnefnda að gleyma sér yfir umhverfinu, fegurð gatnanna og framboðinu af varningi í gluggum rótgróinna verslana. Að dæma af lýs- ingum Gests frænda hans Guð- mundssonar var Þorri einnig dándi sem hafði gaman af að koma fólki á óvart með óvenjulegum og stílsækn- um klæðaburði. Hann átti safn af óvenjulegum og margbreytilegum fatnaði fyrir hvert tækifæri. Það ætti að rifja upp fyrir okkur að það var einmitt Baudelaire sem fyrstur skilgreindi dándimanninn. Dandy, sagði hann, er sá sem alltaf kemur öðrum á óvart en lætur þó engan raska ró sinni. Og Þorri kunni bersýnilega þá list að láta athafnirn- ar tala máli sínu og velja það úr um- hverfinu sem brá skýrustu ljósi á af- stöðu hans til tilverunnar. Þetta virðist hafa verið hans leið til að flétta saman líf og list. Fyrir þann sem ratar inn í Gallerí Skugga við Hverfisgötu ljúkast upp sérkennilegir heimar ríkidæmis sem skín sökum þess að það varðveitir einhvern part af þeim sem safnaði því. Ómerkilegt kits á borð við mál- aða brjóstmynd af Elvis Presley, eða Hollywoodklisjur í formi reifara af skiptiborði fornbókasalanna öðlast þannig allt annað og aukið gildi í því samhengi sem Þorri bjó hlutunum. Ofan á það andrúmsloft saknaðar sem óhjákvæmilega ríkir yfir saman- safni hans leggst sú eftirsjá eftir liðn- um tíma sem hlýtur að hitta hvern þann sem upplifði endurlausn æsk- unnar á sjötta og sjöunda áratugn- um. Það var tími sakleysis og mikilla væntinga áður en unglingamenning- in tók að útrýma allri annarri menn- ingu sem hún taldi varða veg sinn til heimsvæðingar. Það er sérkennilegt að hugsa til þess að einungis rúmur mánuður skildi að sviplegt fráfall þessa skarpskyggna miðbæjar- flandrara og hörmuleg örlög Carlo Giuliani, sem féll fyrir byssukúlum óeirðalögreglunnar í Genúu. Ef til vill má eygja í örskotsævi beggja teikn um endurnýjunarmátt síþenkj- andi æsku sem ekki lætur sér allt fyr- ir brjósti brenni, síst þegar í hlut eiga ósvikin mannleg gildi. Frá hinni athyglisverðu minningarsýningu um Arnarr Þorra Jónsson. Halldór Björn Runólfsson Samansafn flandrarans MYNDLIST Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39 Til 2. júní. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 13–17. PERSÓNULEGIR MUNIR ARNARR ÞORRI JÓNSSON ÞESSI saga gerist árið 1951 í litla bænum Lawson í Kaliforníu. Þar segir af handritshöfundi í Hollywood sem finnst í fjöruborðinu. Hann man ekki nafn sitt og hefur enga hug- mynd um hvers vegna hann er staddur þarna. Fólkið í bænum tek- ur honum sem Luc, týndri hetju, sem er kominn aftur heim úr stríð- inu. Þessi kvikmynd hefði alveg eins geta verið gerð árið 1951. Í stað Frank Capra er það nafni hans Darabont sem leikstýrir The Majes- tic. Í stað Jimmy Stewart er það nafni hans Jim Carrey sem fer með aðalhlutverkið. Myndræn útfærsla er líka alveg í stíl við þennan gullald- artíma Hollywood. Þannig að ætlun- in var án efa að gera mynd í stíl þess- ara gömlu góðu kvikmynda þar sem allt var svo gott og fallegt, og það tekst býsna vel. Þannig er það í þess- ari mynd; bros á bros ofan, allir svo góðir og skilningsríkir – nema auð- vitað fúli karlinn sem aðalhetjan seg- ir til syndanna – samvinna og sam- staða bæjarbúa er með eindæmum og lífið gengur sinn vanagang. Það er fínt að gera mynd í anda Frank Capra, og Darabont og Carr- ey eru vissulega verðugir fulltrúar Hollywood til að taka það verkefni að sér. Þeir hafa fengið með sér hóp fínna leikara (þar telst Laurie Hol- den í aðalkvenhlutverkinu ekki með) og tæknimanna til að takast sem best upp. En það sem vantar hér er almennilegt handrit. Þetta er hrein- lega langdregin og tíðindalaus mynd. Fallið er ofan í þá gryfju að hefja upp í æðsta veldi bandaríska menningu; kvikmyndir og djasstónlist. Og þótt Frank Capra hafi haft margt gott til málanna að leggja til samfélagsumfjöllunar á sínum tíma, þá er fólk ekki jafneinfalt og saklaust og þá og það verður að virða við áhorfendur nútímans. Eftir stendur að myndin er hylling til bandarískrar sögu og menningar, já, ósvikin föðurlandsástarjátning. Of löng, of væmin, of einfeldingsleg. Ást á föðurlandinu KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka og Snorrabraut Leikstjórn: Frank Darabont. Handrit: Michael Sloane. Kvikmyndataka: Davis Tattersall. Aðalhlutverk: Jim Carrey, Martin Landau, Laurie Holden, Bob Bal- aban, Ron Rifkin, Gerry Black og Susan Willis. 152 mín. USA. Warner Bros. 2001. THE MAJESTIC Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.